Morgunblaðið - 24.08.1950, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. ágúst 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfus Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
• Austurstræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
• Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
4 I lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók.
Frá Gljúfrasteini
• til Kantaraborgar
MAÐUR úr Gljúfrasteini lýsir því í gær yfir í blaði komm-
únista að Fischer erkibiskup af Kantaraborg, yfirmaður
bresku kirkjunnar hafi „tekið metið sem fulltrúi satans“!!!
Þetta er mjög rösklega til orða tekið. Hverju skyldi erki-
biskupinn eiga þessa hógværu nafngift að þakka?
Jú, ástæðan er sú að fyrir skömmu var birt ávarp frá
hohum til biskupsins í Moskvu. í því skýrir hinn breski
kirkjuleiðtogi þá afstöðu sína að skora á klerka bresku kirkj-
uni^ar að undirrita ekki Stokkhólmsávarpið, „friðarávarp“
konpmúnista.
Fischer biskup segist vera sammála Moskvubiskupi um
nauðsyn þess að efla heimsfriðinn, en hann fái ekki sjeð,
hvaða styrkur honum megi verða að undirskriftum undir
slík, skjöl jafnhliða því, sem frumkvöðlar þeirra fari fram
með ofbeldi og blóðuga styrjöld.
Maðurinn úr Gljúfrasteini verður ævareiður við þessa
skoðun biskupsins af Kantaraborg á hinu ástfólgna ávarpi.
Orðrjett kemst hann þannig að orði í kommúnistablaðinu:
„Þetta þýðir á hagnýtu máli: Gef oss atomsprengjuna
umfram allt annað.“
Ú,t af þessum pistli leggur ávarpsmaðurinn síðan. Hann
segir að hinn breski biskup sje „á fíngerðan hátt að panta
kjarnorkusprengju frá þeim, sem vilji fyrstur til verða að
kasta þessu góðgæti yfir breskar borgir.“ Síðan lætur hann
þá ,?koðun í ljós af alkunnu yfirlætisleysi að biskupinn sje
„útsendari djöfulsins", sem skýli sjer „bak við kápu ljóss-
ins“. Hann berjist nú móti því að því sje andmælt að „varn-
arlaus börn, konur og gamalmenni sjeu myrt með múg-
morðstækjum.“
★
Á öðrum stað í blaði kommúnista í gær getur að líta stór-
frjett um að ríkisstjórn Islands vinni nú að því „að gera
örlög Reykjavíkur að hinum sömu og Hirosima“ Sem sagt,
íslehska stjórnin hefur þá „pantað kjarnorkusprengju“ yfir
íslenskt fólk á sama hátt og erkibiskupinn yfir breskar
borgir!!!
Það er rík ástæða til þess að hvetja hvern einasta íslend-
ing til þess að lesa blað kommúnista í gær og kynna sjer til
blítar þau ummæli, sem hjer hefur verið vitnað í. Ekkert
- er betur til þess fallið að opna þjóðinni nokkra innsýn inn
í myrkviði hinnar sjerstæðu brjálsemi, sem kommúnistar
eru, haldnir af.
En í sambandi við atombombupantanir þær, sem komm-
únistar ræða um mætti varpa fram einni spurningu.
Hjá hverjum hafa ríkisstjórn íslands og erkibiskupinn af
Kaptaraborg pantað kjarnorkusprengju yfir íslenskar og
breskar borgir?
Er það skoðun kommúnistablaðsins að samvinna íslend-
inga og Breta við aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir um ör-
yggismál skapi líkur fyrir því að Bandaríkjamenn og Kan-
adamenn hafi mikla löngun til þess að beita slíkum vopn-
um. gegn þeim. Það er ótrúlegt.
En hvaðan eiga kommúnistar þá von á atomsprengju yfir
ísland og Bretland? Liggur það ekki nokkurnveginn í aug-
um uppi?
Yfirlýsing mannsins úr Gljúfrasteini afhjúpar algerlega
það myrka hugarfar, sem liggur til grundvallar undirskrifta-
smöluninni undir Stokkhólmsávarpið. Þar kemst engin glæta
heilbrigðrar skynsemi eða dómgreindar að. Þeir menn, sem
ekki vilja leggja nafn sitt við þetta einstæðasta hræsnis-
plagg sögunnar eru, að áliti kommúnista, „útsendarar djöf-
ulsins“ og hafa „tekið metið sem fulltrúar satans.“
Það er löng leið milli Gljúfrasteins og Kantaraborgar.
Miklu lengra er þó milli þeirra lífsviðhorfa, sem ávarpsáróð-
ur kommúnista og yfirlýsing hins breska erkibiskups byggj-
ast á. Milli þeirra er mikið djúp staðfest.
En vel á minnst, hvað hafa margir íslendingar undirritað
Stokkhólmsávarpið? Kommúnistum hlýtur að vera áúðvelt
að gefa upplýsingar um það.
ggjgjfe ÚR DAGLEGA LlFINU
LAGT ÚT í ÓVISSUNA
Á DÖGUNUM leit hollenskur ferðamaður, dr.
Max Horbach inn til mín. — Hann fæst m.a.
við að skrifa í blöð heima hjá sjer og þurfti á
ýmsum upplýsingum að halda. Þessi ferðalang-
ur tók bifreið sína með frá Hollandi og hefur
ekið henni víða um landið.
„En þa ðverð jeg að segja, að jeg lagði beint
út í óvissuna þegar jeg fór í þessa íslandsferð",
sagði dr. Horbach. „Það var sama hvert jeg
sneri mjer, hvergi var hægt að fá neinar upp-
lýsingar um ferðalög á íslandi. Ferðaskrifstof-
urnar vissu ekkert og jafnvel bifreiðaeigenda-
fjelagið hollenska, sem hælir sjer af að geta
leiðbeint meðlimum sínum um ferðalög hvar
sem er í heiminurn, stóð á gati um ísland“.
•
VORU VEGIR, EÐA
GISTIHÚS TIL?
„ÆTLI ÞAÐ sjeu nokkur gistihús á íslandi-
hugsaði jeg, er jeg var að undirbúa íslandsferð-
ina. Og'til hvers er að taka bílinn með, ef það
eru nú engir vegir þarna á íslensku jöklunum.
„En jeg hætti á þetta og sje ekki eftir því að
hafa fárið út í óvissuna. Bílvegirnir finst mjer
bara mjíig sæmilegir. Það má segja, að þeir sjeu
nokkuð bugðóttir, en hvað gerir það til, þegar
hvorteð er ekki hægt að aka hraðar, þótt þeir
væru beinir?"
' •
„FERÐAMENN EINS
OG ÞIÐ VILJIГ
ÞESSI HOLLENSKI kunningi sagði eitthvað á
þessa leið:
„Viljið þið fá ferðafólk til íslands? Þið getið
fengið svona hjerumbil eins mikið og þið viljið
frá Hollandi. Það er ekki vandi að vekja áhuga
fyrir landinu ykkar meðal Hollendinga.
„En það kostar ykkur að þið verðið að láta
vita svona hjerumbil hvar landið er á hnettin-
um, hvernig hægt er að komast til landsins og
hvers ferðafólk má vænta þegar hingað kemur.
„Segið bara söguna eins og hún er. íslend-
ingar þurfa ekki að skammast sín fyrir neitt
gagnvart ferðamönnum“.
Þá vitum við það.
•
LANDNÁMSHÁTÍÐIN
AÐ GIMLI
UM FYRRI helgi var haldin landnámshátíð að
Gimli í Manitoba í tilefni að á þessu sumri eru
liðin 75 ár frá því að íslendingar settust að á
þessum stað við Winnipeg-vatn, þar sem nú er
hið myndarlega elliheimili þeirra,
Lárus Sch. Ólafsson, sem er áhugamaður um
að viðhalda sem bestu sambandi við íslendinga
vestan hafs kvartar yfir, að ekki skuli enn
hafa borist frjettir af þessari hátíð. — Frjetta-
leysinu mun vegalengdin valda, en án efa koma
góðar frjettir frá Gimli innan skamms. En það
var ýmislegt annað, sem Lárus drepur á í brjefi
sínu, sem er þess vert að minst sje á það opin-
berlega.
•
VESTUR-ÍSLENSKU
VIKUBLÖÐIN
„YFIRLEITT má segja, að við fylgjumst illa
með lífi og starfi landa okkar í Ameríku", segir
Lárus „og vil jeg í því sambandi minna á, að
miklu fleiri hjer á landi ættu að kaupa viku-
blöðin í Winnipeg en nú er gert.
„Þá ætti að vera hægt að auka útbreiðslu
Tímarits Þjóðræknisfjelágsins og Almának
Ólafs Thorgeirssonar, sem dr. Richard Beck,
prófessor, er ritstjóri að nú“.
•
BÓKASENDINGAR
LOKS LEGGUR Lárus til, að við hjer austan
hafs sendum til Islendinga í Winnipeg góðar
bækur hjeðan að heiman.
„Með því að senda löndum okkar vestra
bækur, rjettum við þeim hendi, sem fúslega
verður tekið í á móti“, bætir Lárus við.
Þeir, sem vildu senda bækur vestur geta
skrifað utan á til bókavarðar íslenska bóka-
safnsins, Mr. J. Johnson, 735 Home Street,
Winnipeg, Man., Canada.
•
SKEMTIFERÐ GAMLA
FÓLKSINS
í FYRRASUMAR gekst undirritaður fyrir því,
að bifreiðaeigendur hjer í bænum buðu gamla
fólkinu, bæði vistmöhnum Elliheimilisins og
öðrum, í skemtiferð til Þingvalla. Tókst ferðin
vel og var þá þegar ákveðið, að farin yrði slík
ferð næsta sumar. Lýsti Aron Guðmundsson,
formaður FÍB þessum yfir.
í fyrradag var ákveðið að efna til skemmti-
ferðar gamla fólksins einhvern næstu daga. —
Eru ýmsar ástæður fyrir því, að þessi ferð hefur
ekki verið farin fyr. En aldrei hefur annað
komið til mála, en að standa við gefin loforð.
Ekki skortir mörk, 18 í tveimur leikjum
Víkingur (3) 4 .. Þjóðverjar (2) 5
(Hörður, Gunnl., (Gutndorf, Od-
Sveinn, Ellert) (en, Sveinbj. s.m.
ÞAÐ MÁ með sanni segja, að í
þeim tveimur leikjum, sem þýska
liðið hefur leikið hjer hefur síst
skort æsandi augnablik og falleg
mörk, einmitt þau atriði íþróttar-
innar, sem hafa gert það að verk-
um, að hún mun nú vinsælasta
og fjölsóttasta skemmtun manna
um allan heim. En einhvern veg-
inn virðist sem Reykvíkingar,
sem á undanförnum árum hafa
sýnt að þeir kunna að meta vel
leikna knattspyrnu, hafi enn ekki
áttað sig á að mitt á meðal þeirra
er nú þessa dagana knattspyrnu-
flokkur, sem býður upp á öll þau
atriði, sem gera knattspyrnuna
aðlaðandi, Öruggt má telja að
enginn, sem fer til að sjá Þjóð-
verjana hverfi vonsvikinn af í-
þróttavellinum.
Þýska liðið var nú nokkuð
breytt frá fyrsta leiknum og þótt
ekki sje ftægt að segja að breyt-
ingarnar-hafi verið veikjandi, var
leikur þess allur ljelegri en gegn
Fram. Má eflaust kenna þar um
hinni fyrstu reynslu af malarvelli
en fæturnir vilja búa fulllengi
að henni. Ekki bætti úr skák er
lið Víkings sýndi svo einn hinn
besta leik, sem það hefur sýnt um
áratug, en að sjálfsögðu átti láns-
mennirnir sinn stóra þátt í því,
að leikmönnum Víkings ólöstuð-
um. Gunnar markvörður hefur
sjaldan verið eins góður og í
fyrrakvöld, varði örugglega hin
ólíklegustu skot. Bakverðirnir
voru einna sísti hluti liðsins, sjer
staklega fjekk Gutendorf fullmik
ið svigrúm, einkum í fyrri hálf-
leik. Virtist Sveinbjörn aldrei
geta gert upp við sig hvort hann
Jskyldi gæta hans eða taka sjer
stöðu við markstöngina. Helgi
fastur og ákveðinn og gaf knött-
inn frá sjer af viti. Sæmundur
jafn iðinn við að mata framherj-
ana en Kjartan ekki nógu ná-
kvæmur, spyrnur alltof óhreinar.
Hörður Óskarsson, sem ljek
húth. var sísti maður framlínunn
ar, gekk honum illa að átta sig
á stöðunni og sótti fyrir kraft
vanans um of inn á miðjan völl.
Gunnlaugur var framherjanna
bestur, vann af elju og reyndi án
afláts að leika samherjana upp.
Öfugt við það, sem var í fyrsta
leik, var nú leikið mun meir á
Gutendorf en á Warth og skoraði
hann þrjú mörk. Fyrir gæslu-
skort Sveinbjarnar ljek hann um
of lausum hala og má rekja áhrif
hans á gang leiksins til þess.
Eftir rúmlega hálfrar stundar
leik komst Hörður í gott færi og
skoraði með föstu skoti, en
nokkru siðar fjekk Gutendorf
sendingu frá Ahlbach inn að
marklínu og tókst honum að
bægja knettinum mjög laglega
fyrir Gunnar og inn í markið. —
Undir lok hálfleiksins henti
Sveinbjörn það slys að bægja
skoti, sem var á leið fram hjá
inn í hornið, en fyrir lokin hafði
Víkingur þó tekið forystuna á ný,
er Gunnlaugur skoraði úr víta-
spyrnu og síðan Sveinn með góðu
skoti.
í síðari hálfleik tókst Guten-
dorf að skora tvö falleg mörk,
sem steypt voru í sama mót og
Oden tryggði síðan sigur með
skoti frá vítaspyrnudepli eftir
prýðilegan undirbúning Miltz. —
Ellert skoraði síðasta mark Vík-
ings (úr mjög greinilegri rang-
stöðu) með því að lyfta knettin-
um yfir markvörðinn, sem kom
úti til að „loka“ markinu.
Þýska liðið: — Helmuth Jahn,
Herbert Scháffers, Hermann Ogt-
en, Franz Mohrs, George Unkel-
bach, Rudi Voightmann, Rudi
Gutendorf, Jakob Oden, Gúnther
Ahlbach, Jakob Miltz, Firdl
Warth.
VíkingTir: Gunnar, Guðmund-
ur, Sveinbjörn, Sæmundur Gísla
son, Helgi, Kjartan, Hörður Ósk-
arsson, Gunnlaugur, Sveinn
Helgason Jngvar, Ellert Sölva-
son. —
Dómari var Hrólfur Benedikts-
son. Áhorfendur voru um 2500.
Brjef:
Enn um Vatnxberann
Herra ritstjóri!
GUNNAR Einarsson, prent-
smiðjustjóri, birtir í Vísi í
fyrradag kafla úr brjefi minu
um Vatnsberann, sem jeg skrif-
aði yður. 18. þ. m. og bendir
hann rjettilega á að þar sje að
finna kjarna málsins um þetta
listaverk. Ber að þakka Gunn-
ari viðiu-kenningu þessa. Hins-
vegar hefur hann í ályktunar-
orðum sínum, máli sínu til
framdráttar, rangfært hin til-
vitnuðu orð mín, með því að
fella þar niður eina setningu,
sem talsverðu máli skiftir, ef
rjett er lesið. Hæfa slík vinnu-
brögð mætavel málstað hans.
Að öðru leyti eru öll skrif
Gunnars um Vatnsberann, eins
og hann sjálfur. segir, — bar-
áúa við drauga, — en ímynd-
afSa þó. Er vitanlega ekkert við
því -að segja. Það hefur hver
sitt „hobby“. eftir því, sem
FíL. á bls. 8.