Morgunblaðið - 27.08.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1950, Blaðsíða 6
6 MORGLISBLAÐIfí Sunnudagur 27. ágúst 1950 3H®ir0issiMiKfri& Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsia: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Samhjálp og sjálfsbjörg 5^2*4 ÚR DAGLEGA LlFINU NÝ ATVINNUGREIN j NÚ ER nokkurnveginn búið að kenna mönnum að standa í biðröðum þar sem fólk safnast fyrir , og almenn regla er, að menn eru afgreiddir eftir röð. Þó vantar nokkuð á að reglum sje fylgt í 1 þessum efnum, eins og t. d. við miðasölu kvik- myndahúsanna, þar sem hinir síðustu verða fyrstir með því að ganga meðfram biðröðinni og láta þá, sem næst eru komnir, kaupa fyrir sig. — Gengur þetta svo langt, að um daginn stóð ungur piltur í röð við miðasöluna í Tivoli er maður utan raðarinnar kom til hans og bað hann að kaupa fyrir sig nokkra miða. „Jeg slcal gera það“, sagði stráksi“, en það kostar krónu á miðann“. FERÐAMÖNNUM VEL TEKIÐ „HINN enski fræðimaður, sem um getur í grein þessari, kom að Hólum á matmálstíma. Hitti bifreiðastjóri hans matráðskonu í skólahúsinu að máli og spurði eftir því, hvort ekki væri einhver þar á staðnum, er leiðbeint gæti ferða- mönnum og sýnt þeim kirkjuna. Var honum sagt að svo væri, og var þegar sent eftir Karli Arngrímssyni, er hefir þetta starf með höndum. • í MATMÁLSTÍMA „HANN sat að miðdegisverði í húsi skólastjór- ans, en kom niður að skóla, er hann hafði fengið skilaboðin. FYRIR SKÖMMU er lokið þingi Sambands íslenskra berkla- siúklinga. Þessi samtök hafa á undanförnum árum unnið þrekvirki, enda hafa forustumennirnir verið hver öðrum áhugasamari í starfi sínu í anda þeirrar göfugu hugsjónar að ljetta lífsbaráttu þeirra, sem orðið hafa berklaveikinni að bráð og þurfa að njóta sjerstaks aðbúnaðar. Starfsemi SÍBS hefir vakið athygli víða um lönd, og margir erlendir gestir hafa heimsótt hið merkilega hæli þess í Reykjalundi og talið sig sækja þangað mikilvæga fræðslu. Það er gott að geta verið öðrum þjóðum til fyrir- myndar á þessu sviði, en hitt er þó enn mikilvægara, að íslenska þjóðin skilji sjálf til hlýtar eðli þeirrar merkilegu hugsjónar, sem er aflgjafi þessa menningarstarfs. „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar“, er kjörorð þeirra, sem hjer hafa bundist samtökum til þess að gefa berklaveiku fólki nýja trú á sjálft sig og lífið. í anda þessa kjörorðs hefir verið unnið af slíkum eldmóði, að þess munu fá dæmi í fjelagsstarfsemi síðustu áratuga. Árangurinn hefir líka orð- ið mikill og heillaríkur. Stórum hóp af berklaveiku fólki hafa verið sköpuð vistleg heimili og því fengin nytsöm störf við þess hæfi. Það er erfitt að meta þau hollu áhrif, sem þessi nýju lífsskilyrði hafa haft á berkasjúklingana, bæði andlega og líkamlega, en þau eru áreiðanlega mikil. Merkilegast við starfið að Reykjalundi er þó það, að þar er ekki aðeins ágætt heilsuhæli, heldur einnig mikil framleiðslumiðstöð. Vistmenn að Reykjalundi lifa ekki af náð þjóðfjelagsins sem sjúklingar, heldur eru þeir einnig veitendur, sem um framleiðslu standa öðrum þjóðfjelags- borgurum lítt að baki og engum öðrum að baki um vöru- vöndun. Þetta er í rauninni mesta þrekvirkið í öllu starfi þessara merkilegu samtaka. Þeim hefir auðnast að koma upp stóru heilsuhæli, sem skilar beinum árlegum rekst- arhagnaði, og er þó vistmönnum greitt fullt kaup fyrir sína vinnu. Hinir sjúku eru hjer orðnir sjálfbjarga, og geta með atorku sinni og vinnugleði verið öðrum þjóðfjelagsborg- uruum til fyrirmyndar. Göfug hugsjón er hjer orðin að veruleika og brautryðjendurnir og forustumennirnir hafa þannig fengið ríkulegri laun fyrir fórnfúst starf sitt en nokkur peningafúlga getur veitt. Þetta starf SÍBS geymir mikilvægan lærdóm, sem þjóð- in hefði gott af að láta meir móta líf sitt og starf en hún nú gerir. Þjóðfjelagið hefir sýnt málefnum berklasjúklinga fuljan skilning, en neeginstarfið hefir þó hvílt á fórnfúsum hugsjónamönnum, sem ekki hafa talið vinnu sína í ná- kvæmum tímaeiningum. Marga stundina hafa þeir unnið kauplaust, en þeir hafa í staðinn uppskorið þakkir og fyrir- bænir þess fólks, sem fyrir þeirra starf hefir eignast nýja trú á lífið. Þeir hafa þannig eignast verðmæti sem mölur og ryð fær ei grandað. Slíkur andi hjálpsemi og fórnarlundar þarf að vera leið- arljós íslensku þjóðarinnar allrar, þá mun henni vel farn- ast. Þjóðfjelagið á að byggjast sem mest upp á frjálsu fje- lagsstaríi einstaklinga, sem finna hvöt hjá sjer til að hrinda í framkvæmd umbótamálum, þjóðfjelaginu til heilla. Það er nauðsynlegt að geta jafnan fengið fyrir vinnu sína nægi- legt fje til lífsnauðsynja, en hitt er engu síður mikilvægt að geta unnið í þágu meðborgaranna að líknar- og menn- ingarmálum, án þess að gera kröfu um tímakaup fyrir hverja klukkustund. Þótt hjer hafi starf Sambands íslenskra berklasjúklinga einkum verið gert að umtalsefni, má það ekki skiljast svo, að ekki hafi önnur fjelagssamtök komið í framkvæmd merkilegum framfaramálum. Mörgum hinum merkustu menningarmálum þjóðarinnar hefir einmitt verið hrundið af stað af frjálsum samtökum hugsjónamanna, þótt ríkis- valdið hafi oftast veitt málum þessum sitt lið eins og vera ber. En einmitt á þenna hátt verður þjóðin hamingjusöm- ust og eindrægni hennar mest. Vjer mættum gjarnan öll gera kjörorð SÍBS, „styðjum sjúka til sjálfsbjargar“ að voru eigin kjörorði, því að mörg eru meinin í þjóðfjelagi voru, sem nauðsynlegt er að vjer sameinumst öll um að lækna. HRINDINGAR Á ALMANNAFÆRI VERRI siður en þetta eru þó bansettar hrind- ingarnar alstaðar þar sem fólk kemur saman. Þegar fólk hefir safnast saman, t. d. í hljeum í kvikmyndahúsunum, vaða margir eins og jarð- vöðlar gegnum hópinn með hrindingum og oln- bogaskotum á saklaust fólk og kemur ekki til hugar að biðjast afsökunar. Hjer eiga hlut að máli, bæði karlar og konur, en þó fyrst og fremst unglingar. Á dögunum sá jeg pilt vaða framhjá konu, sem stóð í forstófu kvikmyndahúss og hjelt á sigarettu. Strákurinn henti konunni til um leið og hann fór framhjá og reif um leið eldinn af sigarettunni. • ÓÞARFT OG LEIÐINLEGT ÆÐI EKKI datt náunganum í hug að snúa sjer við, hvað þá að biðja konuna afsökunar. Og þetta er því miður ekkert einsdæmi. Menn troðast og hrinda nágrannanum á götunum, eða þegar fólk fer út og inn úr samkomuhúsum. Þetta er bæði leiðinlegt og óþarft æði, sem ætti að leggja niður með öliu. Ef það kemur fyrir óvart, sem alltaf getur átt sjer stað, þar sem hópur manna er samankominn, að menn rekist hver á aðra, er það minnsta sem hægt er að gera, að biðjast afsökunar. • BRJEF FRÁ HÓLUM í SUMAR sagði jeg frá erlendum ferðamanni, sem kom að læstum kirkjudyrum að Hólum í Hjaltadal og varð að láta sjer nægja að kíkja inn um kirkjugluggana. — Nú hefir Stefán Að- alsteinsson, kaupmaður á Hólum, sent brjef um, hvað það var, sem raunverulega gerðist að Hól- um ,er útlendingurinn kom þar. Var gott að fá það til þess, að enginn misskilningur verði útaf þessu máli framar. Brjef Stefáns er á þessa leið: Ennfremur spurði bifreiðastjórinn eftir því, hvort ekki væri einhver þar á staðnum, er talað gæti ensku, og var honum sagt, að jeg myndi kunna eitthvað í ensku, sem satt var. Sat jeg einnig að snæðingi, er jeg frjetti um gestakomu þessa, en kom svo fljótt sem því varð viðkomið. STUTT VIÐSTAÐA FERÐAFÓLKSINS „HITTI jeg Karl þá úti á hlaði, og fórum við að svipast um eftir ferðamönnunum, en sáum þá, okkur til mikillar undrunar, að þeir voru lagð- ir af stað aftur og komnir nokkuð út fyrir tún- fót. Þó munu vart hafa liðið meira en um það bil 10 mínútur frá því að bifreiðastjórinn hafði tal af fólki á staðnum, og þar til við Karl vor- um komnir út. • MISSKILNINGUR „ER ÞVÍ á engan hátt hægt að álasa Karli nje nokkrum öðrum á staðnum um ógreiðvikni nje kæruleysi gagnvart ferðamönnum þessum nje öðrum þeim er að Hólum koma. Hjer virðist helst vera um að ræða hrapal- lega misskilning á milli bifreiðarstjórans og ferðamannsins. • FYRIRMÆLI UM LOKUN ER HJER því farið alrangt með, að öðru leyti en því, að kirkjan var læst, og er það samkvæmt fyrirskipun frá fornminjaverði, því að í kirkj- unni eru geymdir margir merkilegir og dýr- mætir munir, sem óhæfa væri að láta liggja á glámbekk. En kirkjan hefir ætíð verið sýnd þeim ferða- mönnum, sem þess hafa óskað, og mun svo enn verða, enda þótt það starf sje með öllu ólaunað af hálfu hins opinbera og ekki krafist neins lyklatolls af þeim, sem kirkjuna skoða“. Júgóslavar gagnrýna dýrkunina ú Stalin Æskulýðsmálgagn júgóslavneskra komma dregur dár að kenningunni, að Sfalin geti aldrei skjátlast. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BELGRADE — „Omladína", aðalmálgagn æskulýðssamtaka kommúnista í Júgóslavíu, birti nýlega grein, þar sem Stalin- dýrkun er gagnrýnd sem „ókommúnistisk stefna“, er sje í andstöðu við marxistiskar kenningar. Hert á tökunum. <*■ „Omladina" fullyrðir, að Rússar reyni að notfæra sjer þessa einkennilegu Stalindýrk- un strangtrúuðustu kommún- ista, til þess að herða jafnvel enn betur á tökum sínum á þeim löndum, sem eru að nafn- inu til sjálfstæð, en lúta í raun- inni algerum yfirráðum Moskvu manna. Afturhaldsseggir. Að þessu slepptu, segir blað- ið ennfremur, er þar að auki svo komið, að Stalin og aðrir Sovjetleiðtogar hafa með stefnu sinni „fyrirgert rjetti sínum til að kalla sig mikilmenni“. Þeir hafa glatað forysturjetti sínum, vegna þess að þeir eru orðnir „afturhaldssöm klíka, sem berst af álefli gegn framfaraöflum veraldarinnar. “ Deila um fiskveiði- rjeflindi LUNDÚNUM. Fyrir nokkru kom til harðvít.ugra bardaga leysa gangi svo langt, að Stalin ! milli tveggja ættflokka í Niger- íu. Lyktaði þeim hildarleik svo, að 23 ljetu lífið, en aðrir særð- ust. Ástæðan var deila um fisk- veiðirjettindi. ! Ekki óskeikull. Hið júgóslavneska blað dreg- ur dár að þeirri kenningu hinna ,,sanntrúuðu“, að Stalin geti aldrei skjátlast. Blaðið vek ur athygli á því, að þessi vit- sje oft að nafninu til látinn kveða upp dóm yfir hlutum,! sem hann alls ekki geti haft | hundsvit á. Flestir sjáHsmorð- ingjar í Oxford LONDON — Rannsókn hefir leitt í ljós, að sjálfsmorð eru hvergi tíðari í Bretlandi en i Oxfordháskóla, sem er elstui æðri skóla í landinu. Á árunum 1947 til 1949, frömdu þar sem sje fleiri sjálfs morð á aldrinum 15—24 ára, en í nokkrum öðrum breskum bæ. S j álf smorðstalan þar nam 27% borið saman við 3% í Brel landi öllu. Mun fleiri síys urðu og í Ox- ford á ofangreindu tímabili er annarsstaðar í landinu. —Reuter. London æflar að hafa fallegusfu garóana LONDON — í sambandi við Bretlandshátíðina, sem efnt verður • til í London á næsta ári, hafa yfirvöld borgarinnar afráðið að reyna að gera skemti garða hennar „fallegri en nokk ursstaðar annarsstaðar í ver- öldinni“. Auk þessa á að skreyta að- algötur borgarinnar með sem allra mestu. af blómum, og í því: skyni hefur meðal annars verið leitað ' eftir samvinnu verslana- og hóteleigenda. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.