Morgunblaðið - 27.08.1950, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.08.1950, Qupperneq 7
Surmudagur 27. ágúst 1950 MORGUNBLAÐIÐ 7 R E Y K Sumri hallar svo liðið er á þetta sumar, að hægt er að gera sjer grein fyrir því, hvernig útkoma þess ,verður í búskap þjóðarinnar. — Hefur eftirtekja sumarsins ver- Ið hin lakasta í alla staði að heita má og veldur hinum piestu vandræðum. Síldveiðarnar brugðist hrapa lega, sem hin undanfarin 5 ár. [Verður sá aflabrestur ekki skil- Inn öðruvísi en svo, að minni yonir sjeu framvegis til síldar- Bfla fyrir Norðurlandi, en verið hefur á þessari öld. Flestir tog- aranna hafa sem kunnugt er legið í höfn síðan í júlí byrjun. Og heyskapur eða nýting heyja hörmuleg, nema í nokkrum Bveitum á vestanverðu landinu, gvo til stórvandræða horfir, tiema þar sem votheysverkun pg súgþurkun er í bestu lagi. Uppskera garðávaxta ætti víð asthvar- að geta orðið góð, ef gjúkdómar eða næturfrost spilla henni ekki. Verður þetta nokk- ur uppbót fyrir þá, sem leggja gtund á þann atvinnuveg. Veðráttan óvenjuleg .VEÐRÁTTAN í sumar hefur Verið sjerstæð og óvenjuleg. — Síféldir breyskju þurkar í júní VÍða um land. En um það leyti, sem sláttur venjulega byrjar, forá til stöðugra óþurka, eink- lim um austurhluta landsins. Venjan er sú, að veðraskiftin eru aðallega um miðhálendið. Þegar t.d. þurviðrasamt er á Norðurlandi, þá eru úrkomur sunnanlands. En nú, hátt í tvo mánuði, hefur verið ríkjandi austanátt um alt land, og borið með sjer úrfelli meðfram norð- lir- og suðurströndinni, og hafa úrkomurnar náð um allar bygð- Ir sunnanlands, sem norðan með meiri uppstyttum eftir því sem Vestar hefur dregið. Jeg hef átt tal um þessa sjer- kennilegu veðráttu við Jón Ey- þórsson, veðurfræðing, og spurt foann, hvernig hafi mátt greina upptök hennar. Hann skýrði svo frá: Óvenjulega hefur verið hlýtt í veðri fyrir norðaustan ísland. Norður á Jan Mayen hefur loft- hiti t.d. oft í júlí og ágúst verið 30 stig, enda þótt þar hafi verið kafþoka. Þokur á sjó stafa af því, að hlýtt loft kemur yfir kaldari sjó. Tiltölulega hlýir loftstraumar hafa komið frá austri vestur með Norðurlandi og af því hafa stafað þokurnar á norðurmiðunum og rigning- arnar, einkum með ströndum fram. En eins og kunnugt er, hefur úrfellið verið þeim mun minna, sem vestar dregur. Þeg- ar komið er vestur í Dali og á Barðaströnd hefur heyskapartíð verið sæmileg. Það bregst sem þótti óbrigðult UM það leyti, sem stórútgerð hófst hjer á landi, og sýnt var, að draga myndi til stórtíðinda í verkaskifting þjóðarinnar, var það almannamál, að enginn at- vinnuvegur væri eins tryggur hjer á landi, eins og framleiðsla, sem bygðist á vandaðri tún- rækt. Menn hafa litið svo á, að hvernig sem viðraði væri altaf hægt að vænta sjer sæmilegrar eftirtekju af túnum í góðri rækt á Norður- og Austurlandi. — Nema að því leyti, sem túnin eru ofurseld kalhættu í verstu vorum. Jafnvel ísasumarið 1915 var nokkur spretta á velræktuð tim túnum norðan- og austan- lands. JAVÍKURBRJEF Siðan hefur öryggi túnrækt- arinnár stórlega aukist, með til- komu tilbúinna áburðarefna- Og súgþurkunin komin í viðbót við aðrar öryggisráðstafanir, sem til greina koma í heyverkun- inni. Samt er útkoman á þessu sumri sú, að fjölmargir bænd- ur landsins hafa nú um höfuð- dag enga tuggu óhrakta af heyjum sínum. En heyin hrak- ist ennþá verr í langvarandi rigningum vegna hlýindanna. Tún ræktin er í sjálfu sjer ör- uggari nú en áður, vegna stór- virkari jarðræktarverkfæra, aðkeyptra áburðarefna, og ný- tísku heyverkunaraðferða. En samt getur útkoman víða orðið eins hcrmuleg eins og raun ber vitni um í sumar. Það er vitað, að hægt er að fóðra búpening að hálfu leyti á vothe.yi. Þar, sem fjenaður- inn hefur verið vaninn við það fóður, er hægt að hafa meira en helming af heyfóðrinu vot- hey. Með öðrum orðum. Hvernig sem viðrar, getur þetta mikill hluti hins heimafengna fóðurs verið óskemdur. Þegar upp eru komnar votheyshlöður á hverju býli. Yfirvöld landsins ættu að segja til um það, hversu mikið vantar á, að þessi grundvöllur að öruggum búskap sje lagður. Og síðan sje gerð gangskör að því, að þessum voða er stafar af votviðrunum verði bægt frá sveitum landsir. s fyrir fullt og allt. Heyrst hefur, að t.d. í Austur- Skaftafellssýslu sjeu ekki nema örfáar votheyshlöður til enn.Og útkoman á heyskaps sumarsins sje þar eftir því. Síldarstofninn víkur af leið Fiskifræðingar Norðurlanda telja það nú vera vísindalega staðreynd, að allmikið af þeirri síld, sem heimsækir veiðislóð- irnar við Norðurland á sumrin, sje runninn frá Noregi, sje þar á vetrum til hrygningar. — Er þessi kunnleiki bygður á merk- ingum síldar, sem Árni Frið- riksson átti upptökin að, bæði hjer við land og eins við Nor- egsstrendur. Sieu þessar göngur síldarinn- ar milli landanna árvissar, þá hefðum við íslendingar mátt eiga von á, að þegar síldarstofn þessi reyndist mikill við Noreg, þá væri miklar veiðivonir hjer við land. En þetta hefur reynst á ann- an veg. Sem skiljanlegt er. Að eitt og annað geti truflað svo lítinn fisk, sem síldina, út af leið, árlegu ferðalagi, fram og aftur vfir hafið, milli íslands og Noregs. í rannsóknaferð þeirri, sem björgunarskipið María Júlía hef ur farið norður í höf, alla leið til Jan Mayen, hefur það komið í ljós, að óvenjuleg hlýindi eru í sjónum norður þangað, og hef- ur verið í sumar. En alkunnugt er, að tiltölulega litlar breyt- ingar á sjávarhita geta haft hin gagngerðustu áhrif, á alt líf ið í sjónum, bæði smádýra og stærri fiska. Athuganir á sjávarhita hjer umhverfis ísland eru enn svo slitróttar, að lítinn samanburð er hægt að gera í þessu efni, eftir því sem danski fiskifræð- ingurinn Vedel Táning, skýrði blaðinu frá um daginn. En þeg- ar veruiegar breytingar verða á fiskigöngum, er orsaka þeirra oft að ieita, í slíkum breyting- um. Að fengnum þessum upplýs- ingum, um síldargöngurnar, og aflaleysið við Norðurland síð- ustu 6 sumur, er ekki hægt að byggja á síldveiðum hjer í sama mæli, og gert hefur verið. Á hinn bóginn er fráleitt að hverfa frá þessum efnum og telja sem norðlensku síldveið- arnar tilheyri horfinni tíð. Næstu árin þarf að gera hina fyllstu gangskör að því, að rann saka alt, sem snertir þessar lang ferðir síldarinnar milli land- anna. Er sennilegt, að auðvelt verði, að fá um það samvinnu við þær síldveiðiþjóðir, sem hingað hafa ieitað að undan- förnu. Hvar er síldin í sumar? FISKIFRÆÐINGAR á norska rannsóknaskipinu „Georg Sars“ og á danska rannsóknaskipinu „Dana“ hafa nýlega tilkynnt, hver í sínu lagi, að skip þeirra hafi orðið vör við mikla síld langt úti í hafi. Norðmennirnir ljetu reka 80 sjómílur norð-aust ur af Langanesi og fengu þar góðan síldarafla. En „Dana“ rakst á mikið af síld 70 sjó- mílur austur af Vopnafirði. Samkv. ráðleggingum fiski- fræðinganna á „Georg Sars“ mun eitthvað af norska rek- netaflotanum, sem verið hefur hjer við land fara nú á þessar veiðislóðir, 80 sjómilur norður af Langanesi, áður en Norð- menn gefast upp við síldarleit hjer við land að þessu sinni. Ekki í fyrsta sinni ÞAÐ kann að vera talið hart að göngu, að hætta að hugsa til og vonast eftir uppgripa síldar- afla við Norðurland. En að svo komnu máli finst mjer eðlilegt, að menn dragi verulega úr þeim veiðivonum, á meðan ekk- ert kemur fram því til styrktar að hin langt að komna síld haldi áfram þessum stopulu sumar- heimsóknum sínum. Og eðlilegt væri, að íslenska þjóðin hugsaði sjer ekki fyrst um sinn að byggja á þeim fljót- tekna gróða, sem fæst af herpi- nótaveiðum síldar. Þess er þá líka að gæta, að ' enda þótt fiskifræðingarnir hafi leyst þá gátu hvaðan Norður- landssíldin kemur, og hvert hún fer, þá eru margar óráðnar gát- ur enn á vegum hennar. T.d. sú, hvernig á því stendur, að síidin skuli ,,vaða“ upp í sjávarboi'ð- inu. Sumir segja að hún komi upp í yfirborðið og gefi þannig færi á sjer, vegna þess, að hún sje þá að háma í sig rauðátuna og ann- að góðgæti. En aítur aðrir telja, að rneðan síldin sje í þjettum torfum, þá lifi hún við rýran kost hvað sem átunni líður, því síldarmergðin hljóti að jeta fljótt upp alt það, sem torfurnar fyrir hitt.a. Það sje þvi undan- tekning að síldin sje í torfum. En enginn \veit hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, til þess að torfurnar myndist og haldist. Sje litið á málið frá þvi sjón- armiði, verður það hæpið, að byggja svo risavaxinn atvinnu- rekstur á náttúrufyrirbrigði í siónum, sem enginn veit hvaða rökum fylgir, eða hvernig verða til. Eftirminniieg reynsla er hjer á landi um hverfulleik sildveið- anna, og fullkomna breytingu í því efni. Meðan síld var árlega ausið upp innfjarða á Aust- fjörðum, bjuggust menn ekki við því, að eftir nokkurra ára- tuga veiðiskap, á þessum slóð- um. hyrfi þessi veiði að heita má alveg úr sögunni. Verst ef Norðurlandsveið- arnar ættu að hverfa eins, án þess að menn væru nokkurs vísari um, hvaða orsakir væru til þessarar breytingar á göng- um þessa dýrmæta nytjafisks. Dýr tæki og mikilvirk ónotuð EN ÞAÐ er eins og áður er sagt, ekki ein báran stök á þessu óhappasumri. Togararnir legið í höfnum hátt í tvo mánuði. En blöðin tvö sem telja sig bera hag verkafólksins sjerstak lega fyrir brjósti, Alþýðublað- ið og Þjóðviljinn, eru komin í hár saman, út af því, hvort það sje Alþýðuflokkurinn eða Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistaflokkurinn, sem eigi heiðurinn af því. að þessi dýr- ustu og mikilvirkustu fram- leiðslutæki þjóðarinnar hafa legið svo lengi ónotuð, Líklegt væri, að þessi tvö blöð, eða flokkar þeirra, gætu komið sjer saman um eðlileg hlutaskifti á ábyrgðinni, á þessu mikla atvinnu- og gjald- eyristjóni. Kunnugir telja. að gjaldeyris tapið hafi numið að minsta kosti 750,000 k’-ónum á dag eft- ir að togararnir voru stöðvaðir. Þegar þetta hafði endurtekið sig yfir 50 sinnum tilgreindi Al- þýðublaðið það hvað eftir ann- laugardagur 26. égúsf. að, hversu stöðvunin hafði sta'ð ið marga daga. En er þessar til- kvnningar höfðu verið endur- teknar nokkrum sinnum, hættu þær. Líklegt er að ritstjórninni hafi þótt nóg um, að benda svo skýrum stöfum á þetta gifur- lega tjón, hvað eftir annað, sem flokkur þess telur sig eiga veru lega aðild að. Því gengit þeir frá prófi7 HJER skal ekki rakið að þessu sinni, hvað á milli ber í kaup- deilu þessari enda mun deilu- efnið vera margbrotið. En það blasir við augum ál- mennings í landinu fyrst og fremst. Hversvegna gátu ekki fulltrúar sjómanna tekið að sjer, að gera út togara, einn eða fleiri, með þeim kjörum, sem sjómenn ósk.uðu eftir, ad samþykkt verði. Svo þeir gætu fengið óyggjar.di sannanir fyr- ir því, að málstaður þeirra sjo rjettmætur. Þeir þurftu ekki annað en greiða það kaup, :pg ráða þá menn, sem hjá þeim ynnu. að öllu levti, með þeim kjörum, sem þeir óska eftir að útgerðarmenn gangi að. Og þegar þeir hefðu getað íát ið reynsluna sýna, að þéssi kjör, hver svo sem þau efu, væru aðgengileg, útgefðin gæti borið bau, þá gætu þeir, röeð margföldum þunga, og rnéð stuðningi almennings í land- inu, beimtað, að kröfum þeirra yrði fullnægt Það'sem að almenningi snýr er þetta fyrst og fremst. Að hin dýru og dýrmætu framleiðslu- tæki notist þjóðarbúinu. Og verði rekin á hedbrigðum fjár- hagslegum grundvelli. Því sann arlega voru ekki kevptir hinir vönduðu togarar, fyrir 100 milljónir af gjaldeyriseign þjóð arinnar til þess að auka við taprekstur atvinnuvega vorra. Á hinn bóginn er það öllum ljóst, að það er þjóðar hagur að framleiðslutækin sjeu svo fullkomin, og svo vel rekin,;að hver atvinnustjett fyrir sig, og þær allar í sameiningu, geti borið sem mest úr býtum. Hefðu fulltrúar sjómannanna tekið það upp, af fullum mann- dómi, að sýna, hvernig þeir geti, sem útgerðarmenn risið' undir þeim kröfum, sem þeir hafa borið fram í þessari deilu, þá hefði aðstaða þeirra verið »öll önnur, gagnvart alþjóð, en j hún er nú. Og svo hefði kannski mátt koma því svo fyrir, að sjó- menn hefðu einskis mist, þó all- ir togararnir hefðu fengið í sumar að moka upp karfa af hinum nýfundnu karfamiðum d:ns oa nokkrir þeirra hafa ifengið. í stað þess að láta þjóð- ina í síldarleysissumri og gjald- eyrisvandræðum missa af, þó ekki s.je meira en þrem miJj- óparfjórðungur á degi hverium, í erlendum gjaldeyri. Það mun- ar um minna. Hvað líður sfldarvörpunni? ÞO menn kormst að þeirri nið- urstöðu, að þjóðin hafi naum ast efni á að gera út 200—250 veiðiskip á sumrin, til að biða eftir síldrþtorfum, sem ekki koma, þangað sem þeirra v'ar von, er ekki þar með sagt, að íslenskir fiskimenn eigi að hætta að gefa síldinni gaurhv Menn hafa t. d. árlega, nú undanfarið,. orðið varir ,yið Frh. á bls. S. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.