Morgunblaðið - 10.09.1950, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.09.1950, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. sept. 1950 MORGUWBLÁÐIff 7 REYKJAVÍKURBRJEF J-5 Síldin sem var og er. ÞÁ er síldarvertíðinni við Norð iirland lokið að þessu sinni, hinni ljelegustu sem komið hef- nr hingað til, síðan aðstaða til veiða og afhendingar var svip- Uð því, sem nú er. Önnur síldarvertíðin tekin við, hjer við Faxaflóa. Síldaraflinn hjer í Flóanum hefur verið hinn besti í langa hríð, en iítið stundaðar. — Menn hafa verið að voka yfir veiðinni fyrir norðan land, sem ekki kom, að heitið geti. 225 skip fengu samtals 265 þúsund hl. og 57 þúsund tunnur í salt. Talið var, að hvert skiþ sem var á veiðum fyrir norðan þyrfti nál. 5.000 mál í bræðslu til þess að sú útgerð bæri sig. Skipin hefur sem sje vantað yfir 4000 mál að jafnaði til að útgerðin svaraði kostnaði, er fengist hafa um 200 saltsíldar- tunnur upp í það skarð. Sjómenn segja nú frá síldar- torfum, sem sjeu nokkuð kyrr- stæðar beggja megin við Reykja nesið, og eins við Snæfellsnes. Þær eru að sögn dýptarmæl- @nna þetta 10—30 faðma undir fejávarborði. Ekki iengra bilið milli síldarinnar og veiðiskip- anna. En nægilega mikið til þess íað síldin næst ekki nema í rek- net, sem eru smátæk, saman- komið við uppgripin, sem hægt er að fá t. d. herpinætur. Menn eru enn að brjóta heil- ann um það, hvernig sú varpa á að vera útbúin, sem tekur síldina úr hinum kyrstæðu torf um. Hefur ekki enn tekist að fá bröndu í tilraunavörpurnar að heitið geti. Því kennt um, að frákastið frá vörpuopinu fæli síldina svo hún fái ráðrúm til að forða sjer. Kvartanir heyrast um það að tilraunirna'.’ sjeu kostnaðarsam- ar, því nú sje orðið þröngt um peninga. — En sú tilraun, sem tekst hún borgar sig vel. Og einhverntíma kemur að því, að þetta tæknilega atriði verður leyst. Svo mikið er víst. Það getur verið skrambans dýrt að yera fátækur. Söluhorfur á Faxasíldinni ÞAÐ mikið hefir verið fryst af Faxasíld, að langt mun vera komið, að fá í nauðsynlega foeitu fyrir vetrarvertíðina. Markaður fyrir saltsíld hjeð- an var óviss fyrst í stað. En mælt er, að mjög sje farið að greiðast úr því. Jafnvel hefir heyrst að horfur væru á sölu á 100 þúsund tunnum, ef svo ber undir. Söluverð hennar gæti orðið um það bil 25 miljónir En hvað sem því líður, þá er eitt víst, að þegar tekst að fá hin hentugustu veiðarfæri fyr- ir Faxasíldina, sem geta sókt hana nokkra tugi faðma niður í sjóinn, verður öðruvísi að stunda þá veiði, en eltast við norðansíldina, sem þeytist um allan sjó, og er hvergi nema fáeina stundarfjórðunga í stað, svo til hennar náist. Veiðin hjer í Flóanum getur altaf haldist framyfir áramót ef veður leyfir. Árbók framleiðsluráðs 'ÁÐUR hefir' verið minst hjer á ’Árbók landbúnaðarins, sem Framleiðsluráðið hefir gefið út í fyrsta sinn, en á að koma út arle'ga framvegis. í þessari Ár- bók eru margskonar hagfræði- legar upplýsingar, um rekstur landbúnaðarins a1m.ennt, og um búskapinn^ í ýms.um hreppum . Iandsins sjerstaklega. Með því að halda áfram að gera þær hagfræðilegu athug- anir, sem Árbók þessi byggist á, safnast áreiðanlega saman sá fró.ðleikur, um rekstur bún- aðarins, sem beinlínis getur stuðlað að nýju framfaraskeiði í sveitum landsins. / Einn merkasti kafli í Árbók- inni er í grein-eftir Arnór Sigur jónsson um meðol niðurstöðu- tölur í búrekstri bænda í 30 hreppum. Eru 15 hreppanna á kjötsölusvæðinu og 15 á mjólk- ursölusvæðinu. Þarna er gerð byrjun á sam- anburði, sem getur haft geisi- lega mikla þýðingu, til leið- beiningar fyrir alla hugsandi bændur landsins. Því til þess að fylgja umbótunum eftir, og hafa af þeim fullt gagn, jafnt ræktun jarðar sem' búpenings, þurfa bændur að fá glögt yfir- lit yfir það, hvernig þeir haga búrekstri sínum, sem hafa besta afkomuna. Að þessu sinni hefur Fram- leiðsluráðið talið heppilegt, að tilgreina ekki, hvaða hreppar það eru, sem teknir hafa verið í þenna samanburð. En Arnór til greinir þann hreppinn, þar sem afkoma bændanna er best á skýrsluárinu 1948. Svalbai-ðsstrandar- hreppvrinn. SVO segir í Árbókinni um bænd ur í Svalbarðsstrandarhreppi: Afkoma búskaparins er þar, samkvæmt skýrslum svo miklu best, að það hlýtur að vekja athygli. Meðaltekjur bænda í hreppnum eru (árið 1948) 8—9 þúsund kr. meiri en í þeim hreppum, sem næst komast. — Ennfremur segir: Ekki er Svalbarðsströnd nein hlunninda sveit að öðru leyti en því, að hún nýtur fremur góðrar að- stöðu til verslunar. — Fram á þessa öld var hún talin rýrðar- sveit. Það er fyrst eftir 1930, að hún hefst í röð hinna betri bún- aðarsveita, og þá með hægð“. Sjðan eru gefnar nokkrar skýringar á því, hvað valdið hafi framförum sveitarinnar og m.a. komið þannig að orði, að: ’búmenning1 sveitarinnar hafi vaxið. Liklegt er, að mörgum leiki forvitni á, að hafa af fram förum sveitar þessarar nánari kynni. Kjarnfóðurkaupin úr hófi. í SAMANBURÐINUM milli hreppanna, er tilgreint m.a. hversu mik.il eru kjarnfóður- kaup bænda að meðaltali í hverj um hrepp á árinu 1948. Segir m.a. í skýringunum á skýrslum þessum: Fyrir afkomu mjólkurhrepp- anna sýnist það ráða miklu hversu mikill fóðurbætir hefur verið keyptur. Fljótt á litið mætti svo virðast, að slæm af- koma búskaparins stafaði þar víða af hófleysi í fóðurbætis- kaupum og fóðurneyslu, og ef- laust er það að einhverju leyti rjett“. En síðan er á.það bent, að á þessu ári hafi óþurkarnir sumarið 1947 gert fóðurbæti nauðsynlegri en í meðalári. í 3 hreppum voru íóðurbætis kaupin á þessu ári að meðaltali á hvert býli 10—12 þúsund kr. En meðal fjöldi kúa í þessum hreppum var 9,1—9.9 kýr á býli. Kunnugur og reiknisglöggur maður, hefur tjáð mjer, að í nærsveitum Reykjavíkur hafi kjarnfóðurkaupin í einstökum tilfellum verið meiri en þetta. Dæmi sjeu til þess, að menn hafa alið fjórar mjólkandi kýr, þó þeir hefðu ekki haft hey- fóður handa nema tveim. En allmargir hafi eytt 1500 krón- um í kjarnfóður af kr. 3,500, sem fengist hafi fyrir kýrnyt- ina. — Svo hafa bæjarmenn dáðst að því, að mjólkurframleiðslan skuli ekki hafa gengið saman, enda þótt fólki fækki í sveit- inni. En ekki vitað eða gert sjer grein fyrir því, hversu mik ið af mjólkinni hefur verið framleitt fyrir prlendan gjald- eyri. Þegar harðnar í ári, er það gefinn hlutur, að bændur verða að draga við sig fóðurbætis- kaup. Ætti sú ráðabreytni eftir því sem skýrslur Árbókarinn- ar benda til, að geta beinlínis bætt afkornu ýmsra bænda. Kjötverð og kjötsala. SAMKVÆMT útreikningi Hag- stofunnar hefur tilkostnaður bændanna hækkað frá í fyrra um 19,4 prósent. Samkvæmt gildandi lögum eiga landbúnað- arafurðirnar að hækka eftir því. í fyrra fengu bændur kr. 9.35 fyrir fyrsta flokks dilkakjöt. En samkvæmt hinu útreiknaða verðlagi nú, eiga þeir að fá 40 aurum hærra vérð fýrir kjöt- kílóið. Enda þótt hækkunin á tilkostnaði síðan í fyrra ilemi 19,4 prósentum, þá verður kjöt hækkunin ekki meiri. Því aðrar sauðfjárafurðir, ull og gærur, hafa hækkað svo mikið, að framleiðendur fá fyrir þær vör- ur nú það mikið hærra verð, að ekki koma nema 40 aurar á kjötkílóið. Ofan á þetta kjötverð bætist svo sláturkostnaður, sem í fyrra var áætlaður kr 2,10 og álagn- ing smásölunnar. Milliliðatekjurnar af land- búnaðarafurðunum eru samt- tals töluvérður póstur, eftir því sem Árbókin upplýsir. — Árið 1948 var verðmæti landbúnað- arframleiðslunnar talið 210 millj. kr. En áætlaður milliliða- kostnaður kr. 44,788.00. Ekki hefur frjest enn, hverju álagning smásalanna muni nema að þessu sinni. Mjólkin og smjörið. INNVEGIN mjólk til mjólkur- búanna hefur aukist á undan- förnum árum um 2—3 milljónir lítra á ári. En smjörframleiðsl- an hefur aukist árlega um ná- lægt því 100 tonn. Þar eð mjólkurmagninu hef- ur helst til mikið verið haldið uppi á erlendu kjarnfóðri, má búast við, að eitthvað dragi úr mjólkurframleiðslunni á þessu ári, þegar bændur fara að draga úr kjarnfóðurkaupum sínum. Frá neytendum hafa heyrst kvartanir -um verðhækkun. þá, sem orðið hefur á mjólk og mjólkurafurðum. En framleið- endur hafa því til að svara, að sú verðhækkun er samkvæmt útreikningi Hagstofunnar á hækkun framleiðslukostnaðar, eins og nú horfir við. Annað hvort er að sætta sig við verðhækkunina, ellegar að sætta sig við hitt, að framleiðsla þessarar vörutegundar dragist stórkostlega saman í framííð- inni. Og hver vill það? Hjer er um að ræða aðal- framleiðsluvöru sveitanna, m.a. hjer á Suðvesturiandinu. Það er lífsskilyrði fyrir sveitirnar, að framleiðslan þar sje byggð á svo fjárhagslega heilbrigðum grundvelli, að hún geti aukist að miklum mun. Nú er það mesta mein land- búnaðarins, hversu búin eru yf- irleitt smá, bústofninn lítill. — Reikna þarf verðlag búsafurða eftir hinu meðalstóra búi. Það hefur ekki nema 6 kýr, 87 kind ur og 8 hross. Það gefur auga leið, að þessi bústofn er of lítill til þess að auðvelt sje, að reka þau með hagnaði. Stækki búin, verður hægt að framl. hverja eining afurðanna, hvort heldur er frá sauðfjár eða mjólkur- framleiðslubúum, fyrir lægra verði en nú. Slíkar umbætur verða til hagsbóta fyrir fram- leiðendur sem og neytendur. Alls staðar tapa kommúnistar. ENN ætluðu kommúnistar að stökkva uppí stóru ausunni og vinna mikinn sigur við kosn- ingarnar í Danmörku. Urslitin í þessum kosningum voru svo óskýr, að viðbúið er að stjórn- armyndun verðt erfiðleikum bundin. En að einu leyti voru úrslitin alveg greinileg. Fylgi kommúnista hrapar þar, sem með öðrum lýðræðisþjóðum. Við næstu kosningar á und- an töpuðu kommúnistarnir helmingnum af fylgi sínu. Höfðu 18 fulltrúa á þingi Dana. en urðu að láta sjer nægja 9. í þetta sinn mistu þeir þriðj- ung af atkvæðamagni sínu. En sakir brevttra kosningalaga mistu þeir ekki nema 2 þing- menn, hafa enn 7 fulltrúa á þingi. Af hverjum 6 kjósend- um í Danmörku, sem fylgdu ofbeldisstefnunni við fyrstu kosningarnar eftir styrjöldina, eru ekki nema tveir sem fylgja henni ennn. í fyrravetur átti jeg tal við ungan mentamann i Höfn, sem fram yfir styrjaldarlokin hafði fylgt kommúnistum að málum. Hann tekur mikinn þátt í stúdentalífi borgarinnar. Hann sagði mjer, að af þeim fjölda fjelaga sinna, sem hann um- gekkst og verið hefðu fvlgis- menn ofbeidisstefnunnar, væru þá ekki eftir í f'okki kommún- ista nema einir tveir. Svo mjög hefir fylgið hrun’ð af kommun- istum meðal mentamanna í Höfn síðustu árin. Áróðurinn, sem mistókst. ÞEGAR þátttaka Danmerkur í bandalagi Atlan t.shafsþj óðann a var ákveðin, hóf”. danskir fylgis menn kommúnista feikna áróð- ur gegn lýðræðisflokkunum. Var foringjum þeirra úthúðað fyrir , landssölu“ afnám frelsis dönsku þjóðarinnar o. s. frv. Aðalmálgagn binna dönsku kommúnista hagaði sjer mjög svipað, og Þjóðviljinn hjer. Qg þessu hefir haldið áfram. Harðn aði áróðurinn þegar vopnasend ingar til danska hersins vestan um hafa komu á dagskrá. Þá átti sjálfstæði Danmerkur, að sögn Moskvamanna, að vera gersamlega útþurkað. Allt þetta hefir borið þann árangur, eins og komið er á daginn, að fylgið hefir haldið áfram að hrynja af áhangend- um hina austræna ofbeldis. Jafn vel eitt haldreipi kommúnista í Danmörku, Mogens Fog próf- ; essor. sem hamaðist lengi vel í þjónustu þeirra eins og bers- serkur, við að safna undirskrift um undir Stokkhólmsávarpið, og var forystumaður í hinu svo- kallaða „friðarfielagi“ þeirra hefir nú sagt sig úr fjelagssam- tökum þeim, að því er frjelst hefir. Þegar hann var að því spurður, hvað hann ætlaði nú að leggja stund á, úr því hann væri horfinn úr „friðarhreyf- ingu“ kommúnista, á hann að hafa svarað því til að hann . ætlaði að vinna fvrir friðinn“. Á einhvern annan hátt. en hann hefir hingað til gert. Hann hefir ekki kurinað við hamaganginn i Moskvamönn- um við að safna efni i kjarn- orkusprengjur, fvrir sjálfa sig, samtímis sem öllu hinu ánauð- uga fólki austan .Tárntialds og vestan. er fyrirskipað að heimta bann gegn beim vígbúnaði, sem Moskvavaldið leggur mest kapp á að afla sjer. Aumastir allra. MEÐAN hver lýðræðisþjóðin af annari hrindir af sjer áhrifum Moskvavaídsins. og vinnur þar með sigur í hinu , kalda striði“ sem kommúnistar hafa efnt til um allan hinn mentaða heim, eru Islendingar þeir arlakar, að láta eindregna agerjta Moskva- valdsins hreykja sjer í miklum valdastöðum í þjóðfjelaginu. Horft er á það þegjandi. að í kennaraliði landsins alt trá barnaskólum og uppi æðstu kenslustofnunina. eru menn • starfandi, sem beinlínis eru í þjónustu hins rússneska valds, er stefnir að því, að ræna ís- lenska þjóð sjálfstæði sínu. Frh, á bls. 8. „Dagsbrún lýsir samning Aiþýðusambandssijórnarinnar 5TÓRFELD SVIK, - Felur sfjéns fjelagsins að ANNAST FRAM- LENGINGU SAMNINGA, að óbreyiium aðsiæðum". Svohljóðandi fyrirsögn birtist á forsíðu Þjóðviljans í gær. Sýnir hún glöggt hvílíkt æði hefur jripið þá, sem blaðið skrifa. í sömu fyrirsögn er það talið svik Alþýðusambandsins, sem koimn- únistar fela stjórn sinni a'ð framfylgja. Skýrt var fpá Dagsbrúnarfundi í Þjóðviljanum, sem hald- inn var á föstudagskvöldið, þar sem gerð var samþykkt gegn Alþýðusambandsstjórninni, með þeim forsendum sem í fyrirsögninni segir. — Að Alþýðusambandsstjórnin hafi svikið verkamenn cn kommúnistar cigi AÐ FRAMLENGJA ÞÁ SAMNINGA SEM ALÞÝÐUSAMBANDIÐ IIAFI SVIKIST UM AÐ ÓNÝTA. — Þetta er alveg hreinræktuð kommúnistasiðfræði. Það scm þeir kalla svik hjá öðrum það er sjálfsagt, þar sem þeir sjálfir fara með völd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.