Morgunblaðið - 10.09.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1950, Blaðsíða 12
JHavgttnMaföft 210. tbi. *— Sunnadagur 10. septcmbcr 1950. m l¥ikmyndin „Sjómannalíf” ífrumsýnd á þriðjudaginn ! Fjallar um líf og störf sjómanna. NÆSTKOMANDI þriðjudagskvöld verður frumsýnd í Bæjar- bxó í Hafnarfirði ný íslensk kvikmynd. Kvikmynd þessi nefnist ...Sjómannalíf". Er hún tekin af Ásgeiri Long, sem er annar vjelstjóri á togaranum Júlí frá Hafnarfirði. Myndin er lýsing á ’lífL sjómanna í veiðiferðum, og veiðum togarans og er hin fróð- legasta í alla staði. iEffni myndarinnar Myndin hefst, er verið er að Jcoma vistum fyrir í togaranum Júlí við bryggju í Hafnarfirði. Síðan er lýst veiðiferð, sem tog arinn fór til Bjarnareyjar, og Lerentshafs í sumar. Sýnt er allt, sem að veiðum togarans 'lýtur. aðgerð á fiskinum og sölt un hans. svo og vinnsla á lifur. Þar er og ágæt lýsing á lífi • sjómannanna bæði í vjeiarrúmi og stýrishúsi, sem og ofan þilja. En sá hluti myndarinnar, sem ofan þilja gerist er í eðlilegum li cum. Þessari fróðlegu og skemmti- legu mynd lýkur síðan er tog- arinn kemur til heimahafnar sinnar, hlaðinn fiski. Öllum þeim er ekki þekkja af eigin reynslu til þessa at- vinnuvegar gefst þarna gott tækifæri til að kynnast lífi og ■ starfi sjómannastjettarinnar. Minnismerki Bjarna rðddara afhjúpað s dag •í DAG verður afhjúpað í Hell- ;isgerði í Hafnarfirði minnis- merki. er Bjarna riddara Sivert :sen hefur verið reist. Er það 'brjóstlíkan gert af Ríkarði Jóns 'syni og gefið af hlutafjelögun- •urn Hrafna-Flóka og Vífil. At- 'hofnin hefst kl. 3 e. h. og flytja •þar ræður, Adolf Björnsson, fyrir hönd gefenda, Kristinn J. Magnússon formaður Magna og Helgi Hannesson bæjarstjóri. Þess á milli skemmtir Lúðra- ;sveit Hafnarfjarðar. — Að- gangur að Hellisgerði verður ’ókeypis. Lsikför Sumargesta itffl landið íékst vel Spa í kvöld í Njarðvíkum UM þessa helgi hefur leikflokk urinn Sumargestir, síðustu sýn 'ingar á gamanleiknum: Á leið tii Dover. Hefur leikflokkurinn •sýnt leikrit þetta í sumar í leik- for sinni um Vestur-, Norður- og Austurland og haft 30 leik- sýningar. Flokkurinn lætur vel yfir ferðinni. var aðsókn að sýning- unum ágæt og fólkið ljet í ljós ánaégju sína yfir að frá s^íka leikheimsókn úr höfuðborginni. I gærkvöldi sýndu Sumar- gestir Á leið til Dover í sam- komuhúsi Gaulverjabæjar og í kvöld verður sýning í samkomu húsinu í Njarðvík. Það verður sennilega síðasta sýningin. því lexkarar í flokknum er við Þjóð leikhúsið starfa taka nú upp störf sín við það að loknu *umarleyfi. Sælsgjaldið í kvik- myndahúsunum FYRIR alllöngu síðan skrifuðu kvikmyndahúsaeigendur bæjar yfirvöldunum brjef varðandi sætagjald af kvikmyndahúsun- um. Þessu erindi kvikmynda- húsaeigendanna var vísað til lögfræðinganna Páls Líndal og Guttorms Erlendssonar. Á fundi bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, var lögð fram greinargerð þeirra í málinu. Bæjarráðið samþykkti, að beimila borgarstjóra að gera samning við eigendur kvik- myndahúsanna, um að sæta- gjaldið skuli frá 1. janúar 1949 verða reiknað sem 9% af and- virði seldra aðgöngumiða, þeg- ar frá því hefur verið dreginn skemmtanaskattur, í stað ákveð innar upphæðar á sæti, eins og verið hefur. Yar fyrirkomulag- ið þannig, á greiðslu sætagjald- anna, að ákveðið gjald var innt af hverju einasta sæti, á hverri sýningu, hvort heldur það hafði selst eða ekki. Þjófnaðir fratndir á þremur slöðum í fyrrakvöld í GÆRDAG voru kærð til rann sóknarlögregfunnar þrír þjófn- aðir, er allir voru framdir á föstudagskvöldið hjer í bænum. Fyrir miðnætti var brotist inn í salarkynni Vetrarklúbbs- ins í Tivoli og stal þjófurinn þar nokkrum vínflöskum. — í húsinu Háteigsvegur 42, sem verið er að smíða, var stolið sam festing og málarapenslum. — Hafði lás fyrir útihurðinni ver- ið sprengdur frá stafnum. — Þá var brotist inn í skrifstofu heildverslunarinnar Berg í Lækjargötu, en þar mun engu hafa verið stolið. Loks var grammófónplötum og reiðhjóia lugt stolið úr bíl frá breska sendiráðinu. Var bíllinn skilinn eftir opinn niður við höfn. Amerískir fundurspiiliar komu í gær í GÆRMORGUN sigldu hjer inn á Ytri-höfnina tveir amer- ískir tundurspillar. Munu þeir vera úr sömu flotadeild og er til eftirlits í norðurhöfum, og komu hingað fyrr í sumar skip úr þessari sömu flotadeild. — Skipin fóru eftir hádegi í gær upp í Hvalfjörð til að taka olíu. Skipin voru vaentanleg aftur í ' gærkvöldi á Ytri-höfnina. I glflingarhug- leiðingum EINN af fylgdarmönnum Far- ouks konungs, sem nú vinnur sjer það helst til frægðar að spila fjárhættuspil í Frakklandi skýrði frá því fyrir skömmu, að konungurinn mundi næsta ár ganga að eiga unga egypska stúlku, Sadek að nafni, sem mælt er að hafi verið trulofuð, er Farouk sá hana í fyrsta skipti. Geta má þess, að liann er fráskilinn. Rannsökuð verði lóðurbirgðamál í óþurkasveitum RÍKISSTJÓRNIN hefur falið þeim Árna G. Eylands og Páli Zophóniassyni, að framkvæma athugun á fóðurbirgðum þeírra bænda, sem orðið hafa fyrir mestu tjóni vegna óþurrkanna í sumar. Eiga þeir að gefa stjórn inni skýrslu um það, hvaða leið ir þeir telji til úrbóta, á þessu sviði. Eiga þeir m.a. að athuga hversu miklar fóðurbirgðir eru í landinu, og hversu mikið þarf að flytja inn af fóðurefnum. Og á hvern hátt sje hægt að gera bændum kleift, að afla sjer nauðsynlegs fóðurbætis án þess að til öfga leiði um notkun hans eða ofviða verði fjárhag þeirra, sem í hlut eiga. Óþurkarnir hafa verið verst- ir, sem kunnugt er, í Múlasýsl- um, Þingeyjarsýslum, Skaga- fjarðarsýslum, og á norðanverð um Ströndum. Sprengjur gerðar óvirkar Akureyri, fösudag. í SÍÐUSTU viku kom hingað til Akureyrar, Þorkell Steins- son lögreglumaður frá Reykja- vík. Hann kom hingað eftir ósk lögreglustjóra til að gera óvirk- ar sprengjur, sem fundist hafa í Kræklingahlíð. — Sprengjur þessar voru þ'rjár og hefur Þor- kell gert þær allar óskaðlegar. —H. Vald. Málverkasýningunni lýkur í dag ÁGÆT aðsókn hefur verið að málverkasýningu Kristjáns Davíðssonar, listmálara. Sýn- ingunni lýkur í dag. — í gær höfðu 12 málverk selst á sýn- ingunni. Rússar hafa sagt krist* inni trú stríð á hendur rBaráffan gegn rifningunni verður miskunnarlaus7 LUNDÚNUM. — í fjelagi því í Rússlandi, sem kennir sig við stjórnmála- og vísindarannsóknir, var fyrir skömmu afráðið að hefja hatrama baráttu gegn „miðaldaskoðunum kritninnar‘\ Við athugun kemur í ljós, að fjelagsskapur þessi hefur í raun og veru sagt kristinni trú stríð á hendur. Lyfjabúð við Flókagötu Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudag, var lagt fram brjef Karls Lúðvíkssonar lyfja- fræðings, varðandi lóð undir lyfjabúð á.gatnamótum Flóka- götu og Rauðarárstígs. Erindi þessu var vísað til forstöðu- manns skipulagsdeildar bæjar- ins. Lyfjabúð þessi á að vera fyr- ir Hlíðarhverfi og Norðurmýr- ina og var Karli Lúðvíkssyni fyrir skömmu veitt leyfi fyrir lyfjabúð þessari. Vísindaieg barátta j Rússneska útvarpið skýrði frá þessari fyrirhuguðu herferð fyrir skömmu. Vitnaði þáð í orð formanns fjelagsins, sem hafði sagt, að baráttan yrði háð á al- gerlega vísindalegum grund- velli. Flugdagur á Akureyri SVIFFLUGUMENN á Akureyri hafa ráðgert að hafa í dag flug- dag á flugvellinum á Melgerðis melum. Ætla svifflugmennirnir að sýna ýmsar listir á svifflugum o. fl. o. fl. Til flugdagsins er efnt til að auka áhuga manna, einkum hinna yngri, fyrir svif- fluginu. Flugmenn hjer í Reykjavík höfðu ætlað að fljúga norður og vera viðstaddir, en ekki eru góðar horfur á að svo geti orðíð vegna slæmra flugskilyrða yfir hálendinu. Áróðurskvörnin sett af stað. í því skyni sagði formaður- inn, að sægur áróðursmanna yrði sendur til allra landa Rússa veldis. Þeir munu m. a. hafa í fórum sínum kvikmyndir fjand samlegar trúnni svo og 29 millj. bæklinga, sem dreift verður meðal fólksins. Miskunnarlaus barátta. Formaðurinn sagði ennfrem- ur: „Baráttan gegn ritning- unni- og helgisögum kristn- innar verður háð af misk- unnarleysi og með öllum þeim tækjum, sem kommún- isminn hefur yfir að ráða.“ Fjelagsskapur sá, er hefur fengið þetta þokkalega hlut- Verk, er arftaki Bezbozhnik eða guðleysisfjelagsins, sem var lagt niður 1942. Nefndin rannsakar alvinnuhcrfur í bænum Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudag, var lögð fram Alþjóðadagur I DAG, sunnudaginn 10. sept., er alþjóðadagur samvinnu- manna. 1 því tilefni efna sam- vinnumenn um heim allan til hátíðahalda og skiptast á kveðj um og heillaóskum jafnframt því, sem áhersla er lögð á að kynna viðhorf alþjóðasamvinnu hreyfingarinnar til heimsmál- anna. Hjer á íslandi efna kaupfje- lögin, hvert á sínu fjelagssvæði, til fundarhalda og skemmtisam koma, eftir því sem aðstæður leyfa, og í kvöld sjá samvinnu- menn um dagskrá ríkisútvarps- ins. Koma þár fram Ólafur Jó- hannesson, prófessor, Gylfi Þ. Gíslason, alþm. óg Ólafur Björnsson, prófessor. Þetta er í 28. skiptið, sem haldið er upp á alþjóðasam- vinnudaginn. Fyrst í stað var ákveðið að dagurinn skyldi vera fyrsti laugardagur í júlí, en fyr ir nokkru var þessu breytt þann ig, að nú er haldið upp á dag- inn fyrsta sunnudag í septem- ber. Það er Alþjóðasamband sam- vinnumanna (ICA, eða Inter- national Cooperative Alliance), sem gengst fyrir hátíðahöldun- um. Hefur það í þessu tilefni gefið út svohljóðandi yfirlýs- ingu: I úllaga Jóhanns Hafstein, varð- andi skipun nefndar til að rann saka atvinnuhorfur í bænum. — Bæjarráð tilnefndi menn í nefnd þessa, þá: Ragnar Lár- usson framfærslufulltrúa, próf. Ólaf Björnsson, Harald Pjeturs- son safnahúsvöi’ð og Zophonías Jónsson skrifstofum., ásamt hagfræðingi bæjarins, Birni Björnssyni. _jyy3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.