Morgunblaðið - 17.09.1950, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók
r
37. argangur
216. tbl. — Sunnudagur 17. september 1930.
Prentsmiðja Morgunblaösins
Á leið fil vígsföðvanan í Kóreu
Lýðveldissinnar komnir
inn i úthverfi Seoul
Stórsókn haffn á vígslöðvum S.-Kóreu
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TÓKÍÓ, 16. sept. — í dag hefur knje fylgt kviði fyrir vestan
Seoul. Miklu af hergögnum hefur verið skipað í land í
Inchon, þar sem landgangan hófst í gærmorgun. Hefur
landgönguliðið sótt í áttina til Seoul jafnt og þjett og í kvöld
er tilkynnt, að bardagar hafi verið háðir í úthverfum borgar-
innar og stefnt sje inn í hana.
Eftir að meira lið og betri vopn og stærri bárust til Kóreu, hefur lýðveldisherjunum farið að
ganga betur, jafnvel snúið sókn óvinanna í vörn. Hjer sjest stór bandrískur skriðdreki á leið til
vígvallanna. -
Franskt veðurathugunar-
skip sekkur á 3 mín,
í gasrkvöldi var nálega 50 manns saknað
Einkaskeyti lil Mbl. frá Reuter.
SAINT MALO, Frakklandi, 16. sept. — í nótt rakst franska
\ eðurathugunarskipið Laplace á segulmagnað tuiidurdufl og'
sökk á 3 mínútum. í kvöld var 49 enn saknað af 92 manns
áhöín.
43 HEFUR VERIÐ "
BJARGAÐ
Mikill fjöldi skipa kom á vett
vang eftir sprenginguna og
björguðu 43 mönnum smám
saman, en flugvjelar sveimuðu
yfir slysstaðnum í leit að flek-1
lim, ef fleiri skyldu hafa komist |
af. Óstaðfestar frjettir herma,
að þegar hafi fundist 13 lík.
ALLIR í SVEFNI
Flotamálaráðuneytið franska
segir. að 92 menn hafi verið á
skipinu, áhöfn og starfsmenn
frönsku veðurstofunnar. — Var
skipið að koma heim eftir 21
dags athuganir úti á regin At-
lantshafi. Allir voru í fasta-
svefni, er sprengingin varð, aðr j
ir en þeir, sem stóðu vörð. Skip- j
ið lá fyrir akkerum rjett úti i
fyrir höfninni í Saint Malo. i
Spender ræðir um
Kyrrahahbandalag
NEW YORK, 16. sept. — Spend
ei, utanríkisráðherra Ástralíu,
áiti tal við frjettamenn í dag.
Um stofnun Kyrrahafsbanda-
lags sagði hann, að hann von-
c.ði að Filippseyjar og Indonesía
gerðust aðilar að því. Einnig
ríkin á vesturströnd S.Ameríku.
Bandalag þetta kvað hann hald
laust nema Bandaríkin ættu að-
nd að því.
Arsþingi alþjða-
bankans lokið
WASHINGTON, 16. sept. —
Fimmta ársþing stjórnenda al-
þjóðabankans og starfsmanna
gjaldeyrissjóðsins, sem hófst í
París 8. sept. lauk s.l. fimmtu-
dag. Á s.l. vori sótti Syíþjóð um
aðild að bankanum. Þá hefir ver
ið frá því skýrt að Argentínu-
menn hafi látið í ljósi „mikinn
áhuga á“ að gerast aðilar stofn
unarinnar. Hinsvegar er ekki um
beina umsókn að ræða,af þeirra
hálíu. Telja sumir, að þeir hygg
ist sækja um lán úr bankanum
en ekkert liggur fyrii' frá þeim
sjálfum þar að’ lútandi.
Rússar slöðva
flutningabáta
BERLÍN, 16. sept. — Rússar
hafa enn einu sinni lagt höml-
ur á ferðir flutningabáta frá her
némssvæði sínu til V.-Þýska-
lands. í svip biða 9 bátar með
brotajárn eftir að komast af
hernámssvæði Rússa til Ham-
borgar. Milli 30 og 40 bátar bíða
i V-Berlin á meðan hernáms-
stiórar vesturveldanna í borg-
irmi ræða hvaða gagnráðstafan-
ir sjeú hæfilegar — Reuter.
Allanlshafsráðið
á fundum
NEW Y.RK, 16. sept. — At-
iantsháfsráðið hjelt áfram fund
rm sinum í morgun. Varnir V-
Evrópu voru aðalumræðuefnið.
FJutti Schuman langa greina-
grrð og ræddi einkum um til-
lógur Achesons, sem hann flutti
gær um stofnun varnarhers í
Norðurálfu undir einni yfir-
sijórn. Acheson minnti í gær á
Kóreustríðið, og kvað skylt að
búa sig undir að berjast gegn
semskonar árásum annars stað-
a r — Reuter.
Vinnur að heila-
rannsóknum
LUNDÚNUM, — J. Z. Young,
prófessor við Lundúnaháskóla,
líefir með tilraunum sínum fund
ið hvaða hluti heilans hefir
rtámshæfni. Stofnun 'i Bretlandi,
sem lætur sig læknavísindin
skipta, hefir veitt Young 10 þús.
sterlingspund til að halda áfram
rannsóknum á starfsemi heilans.
— Reuter.
vilja enga Irú
PÁFAGARÐI, 16. sept. —
Frá Páfagarði berast frjett
ir um að mikil og ný bar-
átta sje nú hafin gegn
kristninni í Rússlandi, og
í öðrum löndum A-Ev-
rópu, sem kommúnistar
ráða. Baráttu þessari verð
ur einkum stefnt gegn
Biblíunni og arfhelgi kristn
innar. Um 30 millj. flug-
ritum, sem fjandsamleg
eru trúnni, verður dreift
um landið. — Reuter.
Hvert vðr erindi Rússa
á sænskt bannsvæði ?
Rússneskum sendimönnum vísað burt
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
STOKKHÓLMI, 16. sept. — Sænski utanríkisráðherrann, Östen
Unden, sagði í dag, að hann hefði beðið rússneska sendiherr-
ann að vísa 2 stjórnarerindrekum Rússa úr landi. Þeir fundust á
stað rjett utan Stokkhólms, þar sem öll umferð var bönnuð af
bernaðarástæðum, og ljetust vera Englendingar.
FATT UM KVEÐJUR
Menn þessir óku í rússnekri
bifreið inn á bannsvæði, þar
sem greinilega var merkt, að
enginn mætti koma á leyfis-
laust af hernaðarástæðúm. —
Þegar að Rússunum var komið,
sögðust þeir ekki tala nema
ensku og óku á burt.
AÐ HERÆFINGUM
Á tjeðu bannsvæði hafa farið
fram heræfingar undanfarna
viku og m.a. verið reynt, hve
fljótt Svíar geti herbúist, ef til
stríðs kæmi.
Síld sást úl af
Vík í Mýrdal
1LUGMENN á flugvjelum sem
bátt tóku í leitinni að millilanda
flugvjelinni Geysi, í gær, töldu
sig hafa sjeð mikla síld um 25
sjómílur suðaustur af Vík í
Mýrdal, Síldin óð þarna í torf-
um og virtust þær stórar.
SAMGONGUMIÐSTOÐ
MacArthur fer ekki dult með,
að ætlunin sje að taka borgina,
og rjúfa þannig sambandið
milli herja kommúnista í S.-
Kóreu og heimalandsins. Ligg-
ur aðalsamgönguleiðin frá N.-
Kóreu um Seoul, og er innrásar
herjunum lífsnauðsyn að halda
henni.
HVATTIR TIL UPPG.TAFAR
í dag hefur verið varpað 3
millj. flugrita yfir kommúnista
herina, þar sem þeim er skýrt
frá landgöngunni við Inchon.
240 km. að baki víglínunni, og
sigrum lýðveldismanna þar. Er
skorað á hermennina að gefast
upp, þar sem barátta þeirra sje
nú að verða vonlaus vegna þess
að tekið verði fyrir alla birgða-
flutninga til þeirra í framtíð-
inni. Segir, að þeir hljóti að tor-
tímast, ef þeir gefits ekki upp
fyrir lýðveldismönnum.
STÓRSÓKN Á
VÍGSTÖÐVUNUM
Á vigstöðvunum sunnan til í
Kóreu hófu lýðveldismenn stór
sókn í morgun studdir flugliði.
Eru geysiharðir bardagar á öll-
um vígstöðvum. Á vígstöðvun-
um fyrir norðan Taegu, þar sem
framrás sóknarhersins er örust,
hefur hann unnið 8 km. af
kommúnistum. Einnig við Nakt
ongfljót og sunnar á vígstöðv-
unum hefur lýðveldismönnum
orðið vel ágengt og stótt fram
3 til 4 km.
Þjóðverjar verða að
njóta jafnræðis
WASHINGTON, 16. sept. —
Birst hefir í bandarísku tímariti
viðtal við Neinz Guderian, aðal-
skriðdrekasjerfræðing Hitlers,
sem stjórnaði sókninni til Ermar
sunds 1940. Segir þessi reyndi
hermaður, að engin von sje til
að sókn Rússa yrði stöðvuð, ef
þeir gerðu innrás í V-Evrópu,
nema komið yrði upp öflugum
varnarher. Hernámsliðið væri
alltof veikt til pess. „Vesturveld
unum hættir til að hugsa sjer
að tefla Þjóðverjum fram í
skæruhernaðl eða ljettvopnuð-
um. Hvort tveggja er reginfirra.
Ljettvopnað fótgöngulið getur
aldrei stöðvað vopnaða innrás
úr austri. Fullbúinn her stoðar
einn. Ef Þjóðverjar eiga að eiga
hlutdeild í vörnum V-Evrópu,
þá verða þeir að njóta íulls jafn
ræðis við bandamenn sína.“ —
Reuter.
— Reuter.