Morgunblaðið - 17.09.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1950, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. september 1950 Útg.: H.f. Árvakur. Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. I'IR DAGLEGA LlHNU Alþýðusambands- kosningarnar í DAG hefjast kosningar til þings Alþýðusambands íslands, sem hefst hjer í Reykjavík um miðjan nóvember. Munu þær standa í um það bil mánaðartíma. Það eru 144 verkalýðsfjtelög, sem taka þátt í þessum kosn- ingum. Kjósa þau samtals um 300 fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing. — Kosningar til allsherjarþings verkalýðssam- takanna vekja jafnan töluverða athygli. Mikil átök fara þar fram um val fulltrúa. í síðustu kosningum stóðu þessi átök milli lýðræðisaflanna innan verkalýðshreyfingarinnar annars vegar, en kommúnista hins vegar. Úrslit þeirra átaka urðu þau að kommúnistar biðu mikinn ósigur. Þeir töpuðu meiri- hlutaaðstöðu sinni innan Alþýðusambandsins. Lýðræðis- öflin fengu þar um það bil 30 atkvæða meirihluta. Síðan síðasta Alþýðusambandsþing var háð hafa komm- únistar tapað verulega í verkalýðssamtökunum. Meðal verka lýðsfjelaga, sem þeir hafa glatað völdum og áhrifum í eru nokkur stór fjelög í Reykjavík eins og vörubifreiðastjóra- fjelagið Þróttur, fjelag járniðnaðarmanna og múrarafjelagið, Víðsvegar úti á landi hefur fylgi þeirra einnig hrakað veru- lega. — Þrátt fyrir þetta undanhald kommúnista í verkalýðs- hreyfingunni verða öll lýðræðissinnuð öfl þar nú að sam- einast til öflugrar baráttu gegn kommúnistum. Enginn viti- borinn maður getur lengur gengið þess dulinn að það, sem fyrir þeim vakir er fyrst og fremst eitt, sköpun algerrar upp- lausnar og vandræða, atvinnuleysis og hallæris í þessu landi. Það er sá jarðvegur, sem kommúnistar um víða veröld telja auðsánasta akur sinn. Eymdin, vonleysið og örvæntingin er lykill kommúnista að hugum fólksins. Meðan heilbrigð dóm- greind stjórnar gerðum þess er hugur þess harðlæstur fyrir landráða- og niðurrifsstefnunni. — Lýðræðisöflin innan verkalýðshreyfingarinnar á íslandi hafa það hlutverk að berjast gegn upplausninni og atvinnuleysinu. Þeirra hlutverk er að taka þátt í og hafa forystu um viðleitni til þess að tryggja afkomu almennings, skapa atvinnuöryggi í landinu. Kjörórð þeirrar fyíkingar lýðræðisaflanna, sem sækir fram gegn vonleysis- og hrunstefnu kommúnista í verkalýðsfje- lögunum, er atvinna, öryggi og fjelagslegt jafnrjetti. Kjör- orð kommúnista er upplausn, vonleysi og örvænting. Verka- lýðshreyfingin á íslandi velur fyrri kostinn. Nýr þáttur Kóreu- stríðsins IMÝR ÞÁTTUR Kóreustríðsins virðist nú vera hafinn. Sókn kommúnistaherjanna, sem sótt hafa suður skagann er ekki éðeins stöðvuð, heldur hafa varnarsveitir Sameinuðu þjóð- anna hafið öflugar gagnaðgerðir. Innrás hefur verið hafin langt að baki sóknarherja kommúnista. Hefur hún tekist svo vel að landgöngusveitirnar hafa náð öruggri fótfestu og sótt fram til mikilvægra stöðva. Fram til þessa tíma hefur árásar- lið kommúnista verið í svo að segja stöðugri sókn. Árangur- inn er sá að varnarlið Suður-Kóreu-lýðveldisins og S. Þ; heldur aðeins litlum landskika á austurströnd skagans. Þann- ig er sú „innrás“, sem kommúnistar segja að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn hafi hafið í Norður-Kóreu!!! Svo vit- firringsleg er sú staðlfefing nú orðin, að Kominformmenn eru hættir að halda henni á lofti. — Þessi innrás varnarherja S. Þ. að baki árásarherjum kommúnista er ákaflega þýðingar- mikil. McArthur hershöfðingi telur að 90% af herjum komm- únista sje fyrir sunnan innrásarsvæðið. Sú hætta vofir nú yf- ii þessu liði að það verði innikróað. Vitað er að samgönguleið- ir þess hafa að verulegu leyti verið rofnar með loftárásum S. Þ. — Sú spurning, sem nú er efst á baugi er, hvort Rússar muni nú skríða fram úr skúmaskotinu og hefja stuðning við Norður-Kóreumenn með beinum liðsauka. Sumir álíta að þess megi vænta. Aðrir telja líklegra að Stalin telji varlegra að etja Kínverjum á foraðið og láta þá þreifa fyrir sjer um möguleika til þess að tefja ósigur árásarseggjanna. Hvor sem niðurstaðan verður er auðsætt að mjög mikilvæg þáttaskil eru nú í Kóreustríðinu. Tímabili undanhalds S. Þ. er lokið. GOÐ SKILYRÐI TIL KVIKIVIYNDUNAR „Á íslandi eru góð skilyrði til kvikmyndunar. Birtan er ágæt, á sumrin að minnsta kosti, því loftið er tært. Það er mesti misskilningur, að það þurfi að vera sól til þess að kvikmyndun takist vel. Hjer er hægt að taka ágætar myndir úti, þótt loft sje skýjað, með þeim tækjum, sem kvikmyndatæknin ræður nú yfir“. Þessi ummæli eru höfð eftir frönskum kvik- myndatökumanni, sem jeg hitti á dögunum. M. Laurent heitir hann og ætti að vita hvað hann syngur í þessum efnum, því hann er einn af elstu kvikmyndatökumönnum heims og hefir fengist við það starf frá 1904. • ÞEGAR HEIL KVIKMYND VAR TEKIN Á EINNI VIKU M. LAURENT segir frá hve einföld kvik- myndatækin voru og tækni öll í bernsku kvik- myndanna. Fyrst í stað voru aðeins teknar 16 myndir á sekúndu, síðan 18 og nú eru þær 24. Leiksviðsútbúnaður var í fyrstu mjög líkur leikhúsasviðsútbúnaði og það tók ekki nema eina viku að gera heila kvikmynd. M. Laurent fer ekki dult með, að vagga kvikmyndalistarinnar hafi staðið í Frakklandi og að það hafi verið franskir menn eins og þeir Ménessier, Tourneur og Louis Garnier, sem hafi kennt Bandaríkjamönnum kvikmynda- gerð. • „ÞRIÐJA STÆRÐIN“ LANGT UNDAN ER JEG spurði hinn franska kvikmyndasjer- fræðing, hvort ekki mætti fara' að vonast eftir „þriðju stærðinni“ í kvikmyndum, það er dýpt í myndirnar, sagði hann, að enn myndi verða bið á því. Það væri að vísu ekki óvinnandi verk, en myndi reynast óhemju dýrt til að byrja með og þótt Frakkar hafi gert tilraunir með slíkar myndir, hafi ekki þótt heppilegt að setja þær á markaðinn enn og valdi fyrst og fremst fjárskortur. • HEFIR UNNIÐ AÐ 160 KVIKMYNDUM M. LAURENT hefir starfað hjer í sumar á vegum franska fjelagsins, sem ætlar að taka Sölku Völku á kvikmynd. Er hann tæknilegur ráðunautur fjelagsins, en auk þess á hann sæti í undirnefnd þeirrar stjórnskipuðu nefndar, sem fjallar um útvarp og kvikmyndir í Frakk- landi, en ríkið hefir 'eftirlit með þessum mál- um, þótt einkafjelög hafi framkvæmdir með höndum. Hann hefir unnið í 10 ár hjá Eclair- kvikmyndafjelaginu og 7 ár hjá St. Maurice, en auk þess hjá Pathé og fleirum frönskum kvikmyndaf j elögum. M. Laurent hefir unnið að um 160 kvikmynd. • KRÝNINGIN, SEM ÞÓTTI OF DÝR EINU SINNI, þegar kvikmyndatæknin var ný í Frakklandi, fyrir um 40 árum, bað Pathé- fjelagið Laurent að gera tilboð í leiksviðsút- búnað að krýningaratriðinu í kvikmynd um Jean d’Arc. Hann gerði það og hljóðaði til- boðið upp á 1000 franka, seih samsvarar um 50 ísl. kr. nú. Pathé svaraði því til, að aldrei myndi fje- laginu detta í hug að eyða svo miklu fje í eitt atriði í kvikmynd. „Óþarfi er að taka fram“, sagði M. Laurent að lokum“, að síðan hefir Pathé oft og mörg- um sinnum eytt miljónum franka í atriði í kvikmyndum, sem síst voru merkilegri en krýning Karls 7“. • FRÆGÐARVERKIN í SUMAR, þegar við slóum öðrum Evrópuþjóð- um við í skák, hlupum hraðar, en flestir hlaupagikkir heims og skákuðum öllum Norð- urlandaköppum, þótti heldur súrt í brotið, er stórblöðin erlendis gátu þess ekki með miklum fyrirsögnum. Var jafnvel látið skína í, að það væri ókurteisi af Dönum, að nefna það fyrst i fyrirsögn í blaði, að danska flugfreyjan hafði orðið nr. 2 í keppninni í London, en sú íslenska sem sigraði, var ekki nefnd fyr en síðar. • „ÞAÐ ER ALLS EKKI SAMBÆRILEGT“ JEG VEIT ekki hvort menn hafa tekið eftir blöðunum okkar undanfarna daga, en það sakar þá ekki að minna á, aðjflest blöðin gátu þess með stórum fyrirsögnum, að Clausen hefði sett íslandsmet, en svo eins og í svigum á eftir að erlendur maður hefði sett heimsmet í sömu keppni! Það er ekki bent á þetta vegna þess, að talið sje, að þjóð þessa erlenda kappa hafi verið móðguð. Heldur hreint og beint til að benda á okkar eigin barnaskap og viðkvæmni. Og að það er satt orð, sem við eigum að hafa í huga, að hver er sjálfum sjer næstur. Og að enginn er annars bróðir í leik, svo spak- mælin sjeu hent á lofti. ÍÞRÓTTIR Engin keppni milli Norðurlanda og USA 1951 SÆNSKA íþróttablaðið skýrir svo frá aö sœnska frjálsíþrótta- sambandið hafi fengið símskeyti frá Dan Ferris en hann er með- limur bandaríska íþróttasam- bandsins, þar sem skýrt var frá því, að vilyröi vœri fengið fyrir því, að kepyni milli USA og Norðurlanda í frjálsum íþrótt- um gœti farið frdm í Los Ange- les í júlíbyrjun 1951. Ferris fór þess á leit að full- trúar Norðurlandanna á þinginu í Brussel rœddu saman um þetta, boð og jafnframt hvort þeir ekki pœtu fallist á að tveir menn kepytu frá hvorum aðila í hverri grein í stað þriggja áð- ur. Norrœnu fulltrúarnir rœddu mál þetta sín á milli í Brussel og þar var ákveðið að afþakka boðið. Var því borið við að ekki væri hœgt að eyðileggja besta tíma sumarsins hvað snerti íþróttakeppnir heima fyrir, —- leggja af stáð um mitt sumarið og koma heim mánuði síðar, —- og einnig því, aö íþróttamenn Norðurlanda stœðu ekki jafn- fætis Bandaríkjamönnum hvað', æfingu snerti svona snemma sumars. Því var ákveöið að láta þessa keppni liggja niðri fyrst um sinn en rœtt skyldi um slíka keppni í sambandi við Olympíu leikana í Helsingfors 1952. Rússar góðir hnefaleikamenn NÝLEGA háðu Rússar og Finn ar landskeppni í hnefaleik. — Keppnin fór fram í Helsingfors og lauk þannig að Rússar hlutu 8 vinninga gegn engum. Eftir þessum úrslitum að dæma, má búast við að Rússar hafi möguleika á að verða fram arlega í hnefaleikakeppninni á Olympíuleikunum 1952. Rússarnir voru að því spurð- ir, hvort þeir mundu ekki taka þátt í leikjunum, og svöruðu því til, að ekki væri kominn tími til að taka ákvörðun um það ennþá. spyrnuleikur í EI-NN maður var skotinn og fjöldi særðist — þar af fjórir alvarlega — þégár áhorfendur að knattspyrnuleik í Rio de Janiero ruddust inn á leikvang inn í þeim tilgangi að lumbra á dómaranum. Lögreglan skarst í leikinn til að verja dómarann og neyddist til að nota skotvopn með þeim afleiðingum, sem að framan greinir. Dómarinn hafði dæmt leik milli heimaliðsins Vasco de Gama og knattspyrnuliðsins America. — Síðarnefnda liðið vann leikinn 3:2 og velunnarar heimaliðsins hjeldu fram að dómarinn hefði verið sigurveg- urunum hliðhollur. Þeir reyndu að ráðast á dómarann þegar sterkur lögregluvörður fylgdi honum til lögreglubíls. Lög- reglumönnunum fannst ástand- ið hættulegt og gripu til byss- anna. Einn var skotinn þegar í stað og fjórir særðust alvarlega. Margir aðrir hlutu meiri og minni meiðsli m. a. af því að vera troðnir undir þegar lýður- inn flúði, er lögreglan greip til vopnanna. Mót í Gautaborg STÓRT frjálsíþróttamót verður haldið í Götaborg 24. septem- ber n.k. Verða þar íþróttamenn frá mörgum löndum og m. a. sterkt lið frá Englandi. í þeim flokki má m. a. neína Evrópu- meistarann á 800 metrum, John Parlett, Olympíusigurvegarann í 400 metra hlaupi Arthur Wint og spretthlauparann MacDon- ald Bailey.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.