Morgunblaðið - 20.09.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1950, Blaðsíða 8
6 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 2C sept. 1950 JlfiflpiiiMaMfo Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í latjsasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Allsherjarþing SÞ. hafið ÁLLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna kom í gær sam- an til fundaí í fimmta sinn. Það starfar að þessu sinni í New York. Fyrir þessu þingi liggja mörg mál og þýðingarmikil. — Stærst og örlagaríkast er þó Kóreumálið og aðgerðir þær, sem Öryggisráðið hefur fyrirskipað og hafið þar. A niður- stöðu þess veltur í senn heimsfriðurinn og framtíð þessara víðtæku, en ungu og lítt reyndu alþjóðasamtaka. Innan vjebanda Sameinuðu þjóðanna eru nú 59 þjóðir. Þjóðir og lönd í öllum heimsálfum hafa leitað skjóls innan þessara samtaka, sem stofnað- var til að lokinni ægilegustu styrjöld sögunnar. Flestar þessara þjóða eiga þá ósk heit- asta að friður og öryggi ríki í heiminum. Að því takmarki eru þær reiðubúnar að vinna af allri orku sinni. En hvað er það þá, sem skapar þann ótta og öryggisleysi, sem ríkir í heiminum í dag? Því er fljótsvarað. Einræðisríkin innan Sameinuðu þjóð- anna hafa skapað þennan ótta. Framferði Rússa í Austur- og Mið-Evrópu hefur vakið ugg og skelfingu í Vestur-Ev- rópu. Árás kommúnista á lýðveldi Suður-Kóreumanna hefur haft sömu áhrif, ekki aðeins í Asíu heldur um allan heim. Öryggisleysið og óttinn við nýja heimsstyrjöld sprettur þannig af aðförum kommúnista og einræðisstjórnar þeirra. En þrátt fyrir uggvænlegar horfur setja þjóðirnar þó ennþá traust sitt á samtök Sameinuðu þjóðanna. Meðan fulltrúar hinna andstæðu sjónarmiða austurs og vesturs hittast þar til viðræðna er ekki vonlaust um að einhver lausn kunni að finnast er firt geti heiminn þeim ósköpum, sem ný styrj- öld hlyti að hafa í för með sjer. Á meðan enn er setið við sama borð og skipst á skoðunum er ekki úrkula vonar um að friðsamleg lausn deilumálanna kunni að nást. Yfirgnæf- andi meirihluti innan Sameinuðu þjóðanna hefur lýst sig samþykkan aðgerðum Öryggisráðsins í Kóreumálinu. Mun það koma ennþá betur í ljós á þessu allsherjarþingi. Sáttatilraun í togaradeilunni SÁTTANEFND sú, sem ríkisstjórnin skipaði fyrir skömmu til þess að miðla málum í togaradeilunni, sem staðið hefur nú hátt á þriðja mánuð, lagði s. 1. mánudag fram miðlun- srtillögu fyrir deiluaðila. Mun fara fram atkvæðagreiðsla um hana í samtökum sjómanna og útvegsmanna á morgun. Á þessu stigi málsins er ekki ástæða til þess að fjölyrða um þessa sáttatilraun. Aðiljar munu taka afstöðu til hennar í leynilegum atkvæðagreiðslum. En almenningur spyr, hvaða megin breytingar felist í þeim kjörum, sem hún gerir ráð fyrir, frá þeim, sem áður giltu. í stuttu máli er þetta það, sem mestu máli skiptir: • Á ísfiskveiðum var þangað til í fyrra eingöngu greitt fast kaup og lifrarhlutur. Þá var tekin upp 0,21% aflapremía til hvers háseta. Á saltfiskveiðum var einnig eingöngu fast kaup og lifrarhlutur samkvæmt eldri samningi. Með miðlunartillögu sáttanefndarinnar nú er lagt til að fastakaup verði hið sama og áður og til viðbótar því komi aflahlutur af fiski og lýsi, 17% af afla á ísfiski, 19% á salt- fiski og 18% á öðrum veiðum, til jafnra skipta milli allra skipverja. Það þykir upplýst að togari verði að selja ísfisk fyrir minnst 8 þúsund sterlingspund að meðaltali í veiði- för til þess að bera sig nokkurn veginn. Útgerðarmenn telja þá sölu að vísu of lága. Það er einnig talið upplýst að togari, sem ekki fiskar að meðaltali 275 tonn af saltfiski á mánuði, beri sig naumlega þó engin fyrning sje reiknuð. Eins og hag útgerðarinnar nú er komið, er óhugsandi að togurunum verði haldið úti nema að fyrrgreindar sölur eða áfli fáist. Ef miðað er við þetta aflamagn og aflasölur, fá togarahásetar allverulegar kjarabætur samkvæmt miðlun- artillögu sáttanefndarinnar. Koma þær bæði fram í hækk- þðu kaupgjaldi og lengdum hvíldartíma, þar sem gert er ráð fyrir 12 stunda hvíld á sólarhring á saltfiskveiðum. Hnnmm ÚR DAGLEGA LÍHNU GLEÐIFRJETTIN MIKLA SJALDAN hefir gleðifrjett farið með meiri hraða um borgina og raunar landið alt, en er það frjettist í fyrradag, að áhöfn Geysis væri heil á húfi og vjelin fundin á Vatnajökli. — Flestirpnunu hafa verið orðnir úrkúlavonar um að áhöfn flugvjelarinnar væri á lífi, þótt ein- hverntíma kynni eitthvað að finnast úr vjelinni, á sjó eða landi. Þegar frjettin var sett á spjald fyrir utan Morgunblaðsskrifstofuna fyltust gangstjettirnar í kring brátt af fólki og það mátti sjá, að marg- ir viknuðu við þessar góðu frjettir. En það voru gleðitár. Menn tóku í hendina hver á öðrum og óskuðu til hamingju. • TRÚÐU VART NEYÐAR SKEYTUM GEYSIS >AÐ leið nokkur tími, frá því að frjettin barst frá Ægi um að hann hefði heyrt neyðarskeyti frá Geysi og þar til frjettin um það barst út. — Þeir, sem stjórnuðu leitinni þorðu ekki að láta þessa frjett berast út, ef svo skyldi fara, að um misskilning væri að ræða. Því það hefir komið fyrir, svo ótrúlegt, sem það kann að virðast, að unglingar, sem eitthvað geta fiktað við loftskeytatæki, hafa leikið sjer að því að senda út neyðarskeyti út í bláinn. Það var því ekki fyr en að staðfesting kom frá flugvjelinni Vestfirðing um að Geysir hefði fundist, sem yfirstjórn leitarinnar staðfesti frjettina. • FLUGSLYS Á JÖKLUM I BLAÐINU í gær var skýrt frá því, hve mikil hepni það var, að Geysir skyldi lenda á fann- breiðum Vatnajökuls, þar sem að eldhætta er miklu minni, ef lent er á snjó, en á auðu landi, auk þess, sem fönnin er sljettari, en auð jörð. í síðustu styrjöld kom það fyrir, að stór sprengjuflugvjel, bresk eða amerísk, lenti á Eyjafjallajökli með sama hætti og Geysir á Vatnajökli. Flugmennirnir komu 'gangandi til bygða^ Af öryggisástæðum var aldrei sagt opin- berlega frá þessu slysi. Þá mun marga reka minni til, er ameríska flugvjelin lenti á Græn- landsjökli í fyrri og áhöfn hennar komst af. • VJELINA FENTI í KAF SPRENGJUFLUGVJELIN, sem lenti á Eyja- fjallajökli um árið hefir aldrei sjest frá því að flugmennirnir yfirgáfu hana. Því er þeir komu nokkrum dögum síðar á jökulinn til að svipast eftir henni og reyna að bjarga úr henni verð- mætum tækjum, var hún fent í kaf. Á sama hátt mun fara fyiiir Geysi, áður en langt líður, að hann mun ekki lengi standa upp úr snjónum, eftir að flakið hefir verið yfirgefið. Virðist svo, sem að þeir Geysísmenn hafi haft ærin starfa, að sópa af vjelinni þessa daga, sem þeir hafa búið í flakinu. • DUGNAÐUR LEITARMANNA LEITIN að Geysi hefir verið eins ítarleg og frekast var unt. Mun leit aldrei hafa verið jafn- vel skipulögð hjer á Iandi fyr, nje jafnmikið lagt fram til að koma nauðstöddum til hjálpar. Starfsmenn flugumferðarstjórnarinnar hafa lagt nótt við dag og þá ekkí síst yfirmenn umferðar- stjórnar flugvjela hjer i Reykjavík. Það má segja, að þeir hafi hvoi'ki unt sjer svefns nje matar frá því, að Geysir hvarf. Þeir Sigfús Guðmundsson og Arnór Hjálmarsson hafa staðið í fylkingarbrjósti hjer í Reykjavík, en Agnar Kofoed Hansen, flugvallastjóri, stjórn aði leitinni frá Hoi'nafirði. Þessir menn eiga allir miklar þakkir skyldar, ásamt þeim innlendum mönum og erlendum, sem lögðu fram alla krafta sína til að hafa mætti upp á Geysi. • ÞREYTAN HVARF ÞAÐ var gaman að koma upp í flugturn á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag, eftir að frjettín um fund Geysis hafði verið staðfest. Allir voru með sólskinsbros á vör. Starfsmaður einn á vellinum gekk rakleitt að flaggskáp turnsins og tók fram fána og fór þeigj- andi og hljóðalaust með þá út og dró að hún. Fleiri flögg komu upp í bænum. , Gleðisvipur kom á andlitin, sem áður höfðu verið þreytuleg og hugsandi. • DIMMVIÐRI HULDI GEYSI ÞEGAR flogið er yfir Vatnjökul má gera sjer grein fyrir hve leitin hefur verið miklum erfið- leikum bundin. Það fer ekki mikið fyrir flug- vjelaskrokk, sjeð úr lofti á fannbreiðunni, eink- um þegar hann er hálffentur í kaf. En þó hefði flakið af Geysi fundist fyr, ef ekki hefði verið stöðugt dimmviðri alla dagana á jöklinum, ein- mitt þar sem Geysir liggur. Það var ekki á valdi neins mannlegs máttar, að finna Geysi úr lofti á þessum stað, eins og veðurskilyrði voru þessa daga. ÍÞRÓTTIR Armenningar keppa í Borgarfirði S. L. laugardag og sunndag kepptu nokkrir sundmenn og konur úr Árm. í Hreppsl. í Borg- arfirði í boði Ungmennafjel Is- lendingur. Aðeins einn Borgfirð- ingur tók þátt í keppninni. — Leitt er til þess að vita að ekki skuli almennari þátttaka í mót- um þeim, sem reykvískum sund- mönnum er boðið til. Slíkar heimsóknir ættu að vera fyrir sveitir landsins svipaðbr og þegar erl. sundmenn heimsækja Reykja víkurfjelögin. Vonandi er að sundmenn úti á landi sjeu ekki feimnir við kaupstaðarbúana, því heimsóknir sem þessar geta haft mikið gagn í þá átt að auka áhuga ungmenna fyrir íþrótt- inni út um land og ennfremur að gera þeim ljóst hiig mikið þarf að leggja á sig við æfingar ef góður árangur á að nást. Úrslit mótsins í Borgarfirði urðu þessi: 50 m. bringusund karla: 1. Sig. Helgason, UMFÍ, 38,0 sek. Borgarfj.met. 2. Guðjón Þór arinsson, Á, 39,8 sek., Hafsteinn Sölvason, Á, 39,9 sek., 4. Ragnar Vignir, Á, 40,0 sek. 200 m. skriðsund karla: 1. Pjetur Kristjánsson, Á, 2:33,6 mín. Drengjamet. 2. Theódór Diðriksson, Á, 2:36,4 mín., 3. Ólaf ur Diðriksson, Á, 2j37,6 mín., 4. Rúnar Hjartarson, Á, 2:55,0 mín. 50 m. bringusund konur: 1. Þórdís Árnadóttir, Á, 44,4 sek. 100 m. bringusund karla: 1. Guðjón Þórarinsson, Á, 1:27,8 mín., 2. Rúnar Hjartarson, Á, 1:28,8 mín. 50 m. skriðsund konur: 1. Anna Ólafsdóttir, Á, 40,4 sek., 2. Þórdís Árnadóttir, Á, 42,2 sek. 100 m. bringusund karla: 1. Sig. Helgason, UMFÍ, 1:25,7 mín., 2. Ragnar Vignir, Á, 1:27,7 mín., 3. Hafsteinn Sölvason, Á, 1:27,9 mín., 4. Helgi Björgvins- son, Á, 1:34,6 mín. 50 m. flugsund karla: 1. Pjetur Kristjánsson, Á, 36,6 sek., 2. Hafsteinn Sölvason, Á, 40,6 sek. 100 m. skriðsund karla: 1. Ólafur Diðriksson, Á, 1:07,9 mín., 2. Theodór Diðriksson, Á, 1:08,1 mín. 3x50 m. þrísund karla: 1. Ármann 1. 1:48,3 mín. 2. Ármann 2. 1:48,5 mín. Guðm. Lárusson vann fimfarþraulina ÁRMANN, ÍR og KR hjeldu sam- eiginlegt innanfjelagsmót í gær- kvöldi. Keppni fór fram í fimmt- arþraut. Þau urðu úrslitin að Guðmundur Lárusson, Ármanni sigraði. Hlaut hann 2973 stig, sem er annar besti árangur íslend- ings í þrautinni og aðeins um 80 stigum lakara en met Finnbjarn- ar Þorvaldssonar. Annar varð Sveinn Björnsson, KR með 2536 stig, þriðji Pjetur Einarsson, ÍR með 2490 og f jórði Hörður Haraldsson með 2373 st, Alls tóku 8 þátt í keppninni og af þeim fengu 7 yfir 2000 stig. Má þessi árajngur teljast góður og eirxkum hjá Guðmundi, því kalt var í veðri þó ekki væri hvasst. Einstök afrek Guðmundar: — Langstökk 5.92 — spjótk. 37.98 m. — 200 m. 22.5 sek. — kringluk. 32.87 m. — 1500 m. 4:18,4 mín. í 1500 metrunum varð skemmti leg keppni milli Guðmundar og Pjeturs en Pjetur vann, með um það bil 1 m. 200 m. vann Hörður á 22.3 sek. Þai? er fyrstu 200 m. hans eftir meiðslin í sumar. Þetta er fyrsta fimmtarþraut- keppni sumarsins, en á laugar- dag n. k. fer fimmtarþraut Meist mótsins fram en henni var frest- að er aðalhluti mótsins var hald- inn. Verður skemmtilegt að fylgj ast með þeirri keppni eftir þessa undankeppni. Noregur vann Finnland 4:1 NOREGUR VANN Finnland í landskeppni í knattspyrnu með fjórum mörkum gegn einu. Keppnin fór fram í Osló sunnu daginn 10. sept. Áhorfendur voru 29.000. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og lauk með 1:0 fyrii' Noreg, þó Finnarnir hefðu betri samleik. í seinni hálfleik þraut úthald Finnanna og Norðmenn Framhald á hls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.