Morgunblaðið - 20.09.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1950, Blaðsíða 16
VEÐ L'RÚTLIT. FAXAFLÓl. Austan kaldi, skýjað. — Úr- komulaust. í HEIMSÓKN til norðlægra skóga. Sjá greia á blaósíðu Islendingar á færeysku sfcipð kærðir iyrir að sýna mótþróa I Mál þeirra er fyrir rjetti í Færeyjum. I ÞÓRSHÖFN í Færeyjum hefur 11 íslendingum verið stefnt lyrir rjett ákærðir um að neita að hlýða fyrirskipunum skip- •etjóra síns, er þeir voru á veiðum við Grænland í sumar. Mál þecta hefur vakið, mikla athygli í Færeyjum og blöðin þar jgert það allverulega að umtalsefni. Skip það sem hjer um ræðirf'” heitir Sölvasker og voru ís- lendingarnir 11 skráðir á það hjer í Reykjavík og hingað kom skipið til að sækja þá. Ekki er nafna þeirra getið, utan eins, Karls Guðmundssonar, er hafði orð fvrir þeim við rjettarhöld- in í IOLSTEINSBORG Rjettarhöldin í máli þessu fóru fram á færeysku, íslensku og dönsku. Dangbók skipsins var lögð fram í sjórjettinum. Ti! þessa afdrifaríka áreksturs milli íslendinganna og skip- stjórans á hinu færeyska skipi kom 23. júlí. Þá lá Sölvasker í Holsteinsborg. — Skipstjórinn hafði farið í land, en þar eð útfall var og skipið lá yfir rifi, sem skipstjóri taldi sig ekki b fa vitað um, tók skipið niðri á rifinu á útfallinu og undan þ'ú flæddi. Skipstjórinn taldi skipið ekkj hafa skemmst við þetta, en hinu gagnstæða héldu K endingarnir fram. SIGLT MEÐ ÞÁ ÚT í SVEFNI Þá var það að kvöldi 10. ág. er Sölvasker var á Færeyinga- bdfninni og þaðan átti að halda á miðin. íslendingarnir fóru ekki um borð í skipið á brott- farartíma, en síðar komu þeir tii skips og gengu til hvílu. Þá var legurfærum ljett og siglt úi: á miðin. En þegar hefja skyldi veiðar, neituðu íslend- ingamir að fást við þær og eftir rnikið þras um borð, var siglt inn aftur og komið til Goathaab. Voru þar sættir reyndar en árangurslausar og þar með lauk þessari vertíð hjá Sölvaskeri, því haldið var heim til Færeyja og heildar- aflinn í ferðinni rúmlega 40 tonn. ÓF.KRT SKÍP — GOTT SKIP Fyrir sjórjettinum í Þórshöfn hafa íslendingarnir haldið því fram. segir í Dagblaðinu frá 12. sept., að Sölvasker væri ekki forsvaranlegt fiskiskip. — Skipaskoðun á því væri mjög áfátt. Þessu hefur skipstjórinn eindregið neitað og telur skip- ið fullnægja kröfunum um sjó- hæfni og útbúnað allan. ísiendingarnir töldu að björg unarbáturinn væri ekki örugg- ur. Síðan upplýstist að í hon- um voru tvö borð sprungin, en ii.egit yfir rifurnar. Eins kvört- uðu þeir yfir mataræðinu og aðbúnaði öllum. Þá segir Dagblaðið að það sje upplýst að Sölvasker leki ekki meira en almennt gerist um slík fiskiskip. MVAR Á AÐ AFSKIPA? Þegar Dagblaðið segir frá þessu. 12. sept., eru íslending- arnir enn um borð í Sölvaskeri þar sem það liggur í Þórshöfn. Þ4 var og deila risin út af því bvar afskrá skuli íslendingana. Sænskur próiessor flytur háskólafyrir- lestra hjer MEÐ GULLFOSSI á morgun, er væntanlegur hingað til lands prófessor Hákon Nial frá háskól anum í Stokkhóimi. Kemur pró fessorinn hingað : fcoði Háskóla íslands og mun halda hjer tvo fyrirlestra í hátíðasal háskól- ans, hinn fyrri fimtudaginn 21. sept. og hinn síðari föstudaginn 22. sept.. báða kl. 18 rjettstund- is. — Fjallar fyrri fyrirlestur- inn um lögfræðikennslu í Sví- þjóð og nýjungar á því sviði, er nú eru þar á dagskrá, en hinn um pokkrar þróunarljnur sænsks rjettar urn samninga. Prófesor Nial varð dósent við Stokkhólms háskóla árið 1929, þá rjett þrítuguy en prófessor varð hann í einkarjetti og al- þjóðlegum einkamálarjetti ’37. Mikil ritstörf liggja eftir hann og hann nýtur mikils á- lits sem ágætur vísindamaður. Hann er fyrsti srenski lögfræð- ingurinn, sem Háskóli Islands býður til fyrirlesti ahalds og er óhætt að segja, að hann sje góð ur fulltrúi sænskrar lögvísi, en hún er nú um stundir, svo sem löngum áður, í miklum blóma. Húsmæðraskéli Reykjavíkur settur á mánudaginn var HÚSMÆÐRASKÓLI Reykja- víkur var settur á mánudag- inn var. Forstöðukona skólans, frú Hulda Stefánsdóttir, flutti skólasetningarræðu fyrir nem- endum og gestum. Síðan var boðið til kaffidrykkju í hinu vistlega og rúmgóða skólaeld- húsi. Námsmeyjar í heimavist verða 40 og á dagnámsskeiði 26. En kvöldnámskeið . byrja innan skamms. Kennarar verða hinir sömu í vetur og voru í fyrra og kensl- an með svipuðum hætti, nema hvað nemendur fá nú kenslu í meðferð ungbarna. Er það vöggustofan að Hli'ðarenda sem hefir lofað að sjá um að þessi kensla gæti farið fram. Eiga námsmeyjarnar að njóta kt-nslu 1 vöggustofunni í 10 daga, bæði þær, sem eru í heima víst og eins þær sem eru á dag- námsskeiðunum. Olíuflutningar bannaðir HONG KONG — Bretar bönnuðu nýlega flutninga á bandarísku flugvjelabensíni frá Hong Kong til Formosu. Er þetta í samræmi við yfirlýsta hlutleysisstefnu þeirra í Kína. „Styrjayaróslandi af- við V. Þýskaiand Vesturveldin munu líta á árás á V, Þýskaland e§a Berlín sem árás á sig — Ætla að hraða Gllum fram- kvæmdum lil þess að fryggja öryggi lýöræðisþjéða. Völd Bonnsljórnarinnar verða miklðaukin Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. NEW YORK, 19. sept. — Bretland, Frakkland og Bandaríkin lýstu yfir í kvöld, að þau mundu líta á árás á Vestur-Þýcka- land eða Berlín, úr hvaða átt, sem kæmi, sem árás á sig. Þá lýstu ríkisstjórnir þessara landa einnig yfir, að þær hefðu komið sjer saman um að „afljetta styrjaldarástandi11 við Vest- ur Þýskaland og má því ætla, að þær muni leggja áherslu á skjóta frið^rsamninga við landið. Loks boðuðu þær, að þær hefðu afráðið að hraða sem mest öllum framkvæmdum, er miðuðu að því að tryggja öryggi „hins frjálsa heims“ í Evrópu og Asíu. — (slenskur malur á sýningu. I EINS OG GETIÖ hefir verið í frjettaskeytum frá Kaupmanna- l.öfn sýndi frú Sigríður Haraldsdóttir íslenskan mat á heimilis- iðnaðarsj’ningu í Forum í Kaupmannahöfn á dögunum. Hjer sjest frúin á sýningunni við eldavejlina með íslenska rjetti. Ofangreindar yfirlýsingar: voru undirritaðar af utanríkis- ráðh. þríveldanna, en þeir hafa setið á rökstólum í New York undanfarna viku. AUKIÐ LÖGREGLULIÐ Á ráðstefnu ráðherranna var ennfremur ákveðið að gefa vestur-þýsku yfirvöldunum leyfi til að efla til muna lög- reglulið landsins, til þess að tryggja innanlandsöryggi þess. MEIRI FRAMLEIÐSLA Vestur Þýskalandi verður ennfremur leyft að auka stál- framleiðslu sína, sem bundin hefur verið við 11,100,00 tonn á ári síðan stríðinu lauk. Ekk- ert eftirlit verður haft með kaupskipasmíði Þjóðverja til útflutnings og þeim leyft að byggja eins stór og hraðskreið skip og þeim sýnist. UTANRÍKIS. RÁÐUNEYTI Loks verða völd vestur- þýsku sambandsstjórnarinnar í Bonn stóraukin, og er meðal annars búist við, að þýskt utan- ríkisráðuneyti verði bráðlega sett á stofn. Dregið í happdrætti Heimdallar í kvöld í KVÖLD verður dregið í happdrætti Heimdallar. Vinningurinn er, eins og mcnn vita, vandað heim- iiisbókasafn. Þeir Heimdellingar og aðrir, sem enn eiga eftir að gera skil, eru beðnir að gcra það fyrir kl. 6 i dag. Sölubörn komi í skrif- stofu Sjálfstæðisflokks- ins í Sjálfstæðishúsinu, þar verða afgreiddir mið- ar. Góð sölulaun. Jónas Krisfjánsson ] átlræður JÓNAS KRISTJÁNSSON lækn ir á 80 ára afmæli í dag. Sem kunnugt er ber hann aldurinn. framúrskarandi vel og nýtur fyllstu starfskrafta þrátt fyxir hinn nokkuð háa aldur. Áhugi hans á heilbrigðismál- um er alltaf hinn sami. Heilsa hans og fjör sýnir best að hann nýtur góðs af þeim lífsreglum sem hanir leitast við að kenna öðrum. Flugvjelar taka eldsneytlsforða á flugi við feflavfk í GÆR stóð til að gera mjög sjaldgæfan hlut á sviði . flug- tæknxnnar, tvær þrýstilofts- flugvjelar frá Brétlandi, á:iu að taka eldsneytisforða í íofti iu úr nokixurskonar fljúgandi goymi-. Geymis-flugvjelin, eí svo mæiíi nefna hana, kom hingað í fyrradag frá Bretlandi. Hún er pannig útbúin, að af tur úr. henni gengur eins og slanga með trekt, og urn hana x-ennur eldsneytisforðinn, þegar þrýsti- loftsflugvjelin hefir stungið blástefni sínu inn í ti’ektina. Þannig fljúga flugvjelarnar uns geymar þrýstiloftsflugvjel- arinnar eru fullir orðnir, þá eins og hægir hún lítilsháttar á sjer og er þá laus við geymis- flugvjelina, en hún er af Lin- colngerð og var upphaflega byggð sem sprengjuflugv.jel. Þetta mun vera í fyrsta skipti hjer á landi sem flugvjelar taka eldsneytisforða í lofti, en það mun vei’a að ryðja sjer all- verulega til rúms einkum viði þrýstiloftsflugvjelar, sem ekki fljúga með mikinn eldsneytis- forða. Það er aldrel hættulausf CHEAM SURREY: — Gamall grafsteinn, sem nýlega íannst hjer í Cheam, sannar, ab’ það var fyrr á dögum engu minni áhætta en nú að skipta sjer af deilumálum annarra. Á grafstein þennan, sem er frá 17. öld, er letrað, að frú Eliza Sutton, 53 óra gÖmul hús- móðir, hafi fallið fyrir hendi nágranna síns, er hún reyndi að sætta hann og konu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.