Morgunblaðið - 05.10.1950, Page 10

Morgunblaðið - 05.10.1950, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. okt. 1950 Skúli E’órðarson.' mag, arf.; PuhraS meS HEIMUR A HELJARÞROM Svar til Böðvars Stein- þórssonar, formanns Fjel. matsveina og veitinga- HEIMUR Á HELJARÞRÖM Eftir Fairfield Osborn. , (Our Plundered Planet). Þýðandi Hákon Bjarnason. Prentsmiðjan Oddi, Rvík. HÖFUNDUR bókar þessarar, dýrafræðingurinn Fairfield Os- born, er einn af merkustu vís- indamönnum, sem nú eru uppi í Bandaríkjunum. Um skeið var hann forseti dýraí»æðifjelags- ins í New York. en það er ein- hver merkasta stofnun heims- ins í sinni röð. Ofannefnt rit kom fyrst út snemma á árinu 1948 og hefur síðan verið end- urprentað og þýtt á fjölmörg tungumál. í bók þessari ræðir hðfundur eitt mesta vandamál maimkynsins, sem er eyðing jarðvegs og gróðurs um heim allan. í starfi sínu að samningu bókarinnar hefur höfundur not- ið aðstoðar og leiðbeininga hinna ágætustu sjerfræðinga í ýmsum fræðigreinum. Er hún því byggð á traustum þekking- argrundvelli, þar sem á bak við feana liggur starf margra hinna færustu vísindamanna.. STUTT EN ÝTARLEG Bókin er tiltölulega stutt eða um það bil 10 arkir, en þar bregður höfundur upp furðu- lega skýru ljósi yfir viðhorf mannsins til jarðarinnar frá upphafi. — Samkvæmt skoðun hans, er maðurinn ekki neitt ejerstakt undursamlegt fyrir- bæri, heldur aðeins ein dýra- tegund meðal allra hinna. — Hann lítur sem sje á manninn sem hluta af hinni miklu heild, sem er ríki náttúrunnar. Lengi framan af hafði mað- urinn litla yfirburði yfir ýms ðnnur dýr og var fjöldi hans lítill, en á síðustu árþúsundum befur hann aukið mjög kyn sitt, og eflst að tækni og kunnáttu og er nú orðinn sannkallaður herra jarðarinnar. Þarfir hans hafa vaxið gífurlega, og til þess að fullnægja þeim hefur hann rænt jörðina gegndariaust. Á síðustu tímum hefur eyðing hinnar lifandi náttúru farið svo feraðvaxandi, að til glötunar horfir fyrir mannkynið, ef hald ið verður áfram á sömu braut. Telur höfundur að sú mikla íingulreið, sem nú er á allri menningu eigi að sumu leyti rót sína að rekja til þessarar eyðingar. Maðurinn hefur eytt yíðlend, frjósöm lönd svo. að sum þeirra eru lífvana og ó- byggileg með öllu. "Ölæsilegar menningarþjóðir eru nú horfn- ar úr sögunni, lönd þeirra ör- foka og borgir þeirra sandi orpnar. Nú er svo komið, að hvergi íVeröldinni eru til ó- byggð lönd svo teljandi sje. MENN SJÁ EKKI FÓTUM SÍNUM FORRÁÐ Mannkyninu fjölgar mjög ört, og er því vaxandi hætta á því að hungurvofan berji að dyrum. Ef eyðing gróðurlendis- Ins heldur áfram næstu 100 ár- In með sama hraða og síðast- Eðna öld mun mannkynið horf- est í augu endalok menning ar sinnar. / lítur höfundur að hjer sje engin lousn til fyr en fullko. in byltin hefur arflið í mati ''nna á auðlindum og gæður" ttúrunnar og gagnger breytir. , á aðferðunum tíl að afla P' ðanna. 1 sír ) h, ta bókarinnar lýs- I Ir höfundur r* ðferð mannanr^ ' é jörðinr.i fi >vl að veruleg menninghc'' Igfa/rmnr' um ví 1 unn tr. ot r igi vica 1 breytt frjósömum löndum í eyðimerkur. — Oft hafa menn kennt veðurfarsbreytingum um eyðilegginguna, en nýjustu rannsóknir styðja ekki þá kenn ingu. Orsökin er yfirleitt of- beit og eyðing skóga. Veðurfar er nú svipað og í fornöld. Þá voru t. d. 60 hundraðshlutar Grikklands skógi vaxnir, en nú aðeins 5. Nú er aðeins 1/5 hluti landsins ræktanlegur og hluti af því landi þó mjög Ijelegur til ræktunar. Þjóðin er alltof fjölmenn til þess að geta lifað í landinu. Þjóðin, sem í forn- öld bar kyndil menningarinnar hæst allra, vegna þess að land hennar var afbragðs gott, er nú ofurseld hungrinu vegna þess að henni hefur á rúmum 20 öldum tekist að breyta meiri hluta landsins í eyðimörk. Sömu sögu er að segja um önnur lönd við Miðjarðarhaf, ^ sem ásamt Grikklandi voru vagga fornmenningarinnar. — Sýrland, Ítalía, Spánn og Atlas- lönd eru aðeins svipur hjá sjón hjá því, sem þau voru í forn- öld. Höfundur lýsir einnig þeim löndum, þar sem hvítir menn hafa tekið bólfestu á, nú á síð- ustu öldum, t. d. Ameríku, Suð- ur-Afríku og Ástralíu. í þess- (um löndum eru jarðvegs- skemmdir orðnar svo miklar að eyðingin er eitthvert mesta vandamál þjóðanna. í Banda- ríkjunum voru t. d. uppruna- lega meir en 40% landsins vax- t ið frumskógum, en nú taka þeir aðeins yfir 7% af landinu. — Milljarðar tonna af ágætum jarðvegi eyðast árlega í Banda- ríkjunum og feikimikil land- flæmi eru þegar örfoka. Hlýt- ur eyðing þessi fyr eða síðar að leiða þjóðina til glötunar, ef hún fær ekki rönd við reist. BÓK, SEM ALLIR VERÐA AÐ LESA Bók þessari ættum við íslend ingar að veita sjerstaklega mikla athygli fyrir þá sök að hún fjallar um vandamál, sem snertir okkur meir en margar aðrar þjóðir. Ekkert land PNorð jUrálfu norðan Alpafjalla hefur orðið fyrir eins mikilli jarð- vegseyðingu og ísland. Þegar landið byggðist var gróðurlend ið helmingi víðlendara en nú og miklu kostameira. Fyrstu aldirnar, sem landið var byggt, skapaði þjóðin blómlega menn- ingu, en eyddi jafnframt skóga og annað gróðurlendi gegndar- I laust. Hvergi í Evrópu mun jafn merk menningarþjóð og íslendingar hafa sokkið jafn djúpt, og er rýrnun landkost- anna án efa einhver veigamesta orsökin til þess. Til skamms tíma hefur þjóðin enga hug- mynd haft um þessa orsök hnignunarinnar. En nú um skeið hafa margir íslendingar fundið til þess að landið er nak- iið og bert, enda þótt fæstir jþeirra hafi kennt sjálfri þjóð- linni um það. — Ungmennafje- ] lagshreyfingin fór að hvetja menn til að „skrýða landið grænum skógi“ og „græða sár foldarinnar“. Þó má með sanni segja að íslendingar hafi enn- þá gert lítið snnað en að yrkja um þetta mikilvæga verkefni í stað þess að yrkja landið. Fáir hafa verið fúsir til að leggja nokkuð í sölumar fyrir það. Ennþá bera alltof fáir skyn á br» ý hve nauðsynlegt er að hefj- asi. ' !a En oTnnnefr ' bók á aí,i. . t -?ftu . opm ugu margra fyrir þessu mikla vanda máli. IIJER MUNU ÞÁTTASKIPTI í SÖGU MANNKYNSINS Eins og kunnugt er hafa síð- astliðin 100 ár verið tímabil mestu iðnþróunar, sem sagan getur um. Aðalgróðavegurinn hefur verið iðnaður og verslun, en landbúnaðurinn hefur verið settur í skammarkrókinn. Síð- ustu 30 árin má segja, að stöð- ug kreppa hafi verið í þeim atvinnuvegi og afkoma bænda slæm, nema helst á stríðstím- um. Hin mikla auðsöfnun, sem fylgt hefur iðnaðínum, hefur gert menn blinda. Fram á 19. öld voru jarðeigendur víðast hvar í Evrópu alls ráðandi í þjóðfjelaginu, nú eru það iðju- höldarnir. — Sjónarmið þeirra hafa mátt sín svo mikils, að menn hafa gleymt því, að það er jörðin, sem veitir okkur lífið, en ekki iðnaðurinn. Það er hægt að lifa án stóriðju, en eyðist allur jarðvegur í heiminum, deyr mannkynið út. Bók þessi bendir til þess, að upp sje að koma stefna, sem meti jörðina sjálfa og gæði hennar meira en gert hefur ver- ið. Við nánari athugun verður það ljóst, að slík stefna hlýtur að eflast meðal allra þjóða. — Nærri alls staðar er skortur á góðri og frjósamii jörð, og sá skortur fer vaxandi. Menn meta auðvitað lífsgæðin því meira því minna, sem þeir hafa af þeim. Hver torfa af góðu ó- skemmdu landi verður því dýr- mætari því þröngbýlla sem verð ur í heiminum. OFTRAUST Á VÍSINDUM Höfundur varar menn við þeirri villu að halda að tæknin og efnafræðin sjeu komnar á það stig, að auðvelt sje að græða upp eyðimerkur. Jarðvegurinn er í vissum skilningi lifandi, og því getur engin efnafræðing- ur búið til jarðveg. Það getur einungis náttúran sjálf. Upp- græðsla eyddra landa er, þegar best lætur, afar seinleg og oft óframkvæmanleg. Hvað þýðingu bókarinnar snertir virðist mjer hún vera prýðilega af sendi leyst. Senni- lega mætti finna á henni ein- hverja smágalla eins og öllum öðrum þýðingum. En það skipt- ir þó engu máli, kostimir eru svo yfirgnæfandi. Útgáfan er og að öðru leyti vel úr garði gerð. Eins og kunnugt er veltur yfir okkur íslendinga stöðugur straumur af ljelegum þýðing- um af ómerkum reyfurum okk- ur til mikils tjóns og vansæmd- ar. Megum við því vera bæði glaðir og þakklátir fyrir það, að bókmeimtir okkar hafa auðg ast um svo gagnmerka bók. Það er vel við eigandi að enda þessar línur með því að votta Hákoni Bjarnasyni skóg- ræktarstjóra þakkir bæði fyrir þýðingu bókarinnar og hans öt- ula starf að lausn vandamáls þess, er bókin fjallar um. Skáli Þórðarson. Rjettarhðld yfir hershöfðingja. BRUSSEL — í sept. var von Falkenhausen, hershöfðingi, dreg inn fyrir herrjett í Brussel. — Hershöfðinginn var yfirmaður Þjóðverja í Belgíu á stríðsirun- um og hefir dregist úr hömlu að stefna hor ;.un fyrir stríðsglæpi, en 1 nnn er nú orðinn 71 árs og þ-.'i v.ssara að ljúka rjettarhöld- unum fyrr en seinna. þjóna ÁÐUR en jeg svara þessum mjög svo einkennilegu spurningum yð- ar í Mbl. 30. f. m., vil jeg benda yður á: 1. Að þessi fjelagsstofnun kem- ur yður og fjealgssamtökum þeim, er þjer veitið forustu ekki við. 2. Að jeg vil reyna að halda þessu fjelagi utan við pólitískar deilur svo lengi sem unnt er. 1. svar: Fjelagsstofnun þessari var ekki haldið leyndri á neinn hátt, því hún var boðuð öllum, þeim, er jeg taldi að hefðu rjett til að ganga í fjelagið, en það er allt ófaglært starfsfólk í veitinga húsum í Reykjavík. En jeg get ekki skilið af hvaða ástæðum jeg átti að tilkynna yður, óviðkom- andi manni, sem jeg þekki ekki neitt þessa fjelagsstofnun. Það eru ósannindi, að jeg hafi verið beðinn að gefa upplýsingar um þessa fjelagsstofnun, af ASÍ, fje- lagssamtökum þeim, er þjer veit- ið forustu eða yður sjálfum, en þær getið þjer og aðrir fengið, hvenær sem þeirra er óskað. 2. Það eru einnig ósannindi, að jeg hafi sagt veitingastarfsfólki að ASÍ stæði bak við þessa fje- lagsstofnun. Enda væri það hlægi legt ef stjórn ASÍ færi nú allt í einu að beita sjer fyrir fjelags- stofnun, því það hefur hún víst aldrei gert og þess vegna engrar aðstoðar þaðan að vænta. En hitt er annað mál, að eg sagði að fje- lagið myndi sækja um upptöku í ASI, sem einnig hefur verið gert. 3. Guðm. Vigfússon sat fram- haldsstofnfundinn vegna þess, að jeg bað hann að aðstoða mig við fjelagsstofnunina, af því að þetta er flest ófjelagsvant fólk og jeg veit að Guðmundur Vigfússon vill verkalýðsfjelögunum vel. En eins og yður og Sæmundi Ól- afssyni var sagt áður en fundur- inn hófst, þá vildi jeg ekki óvið- komandi menn á fundinn, til að tefja fyrir störfum fundarins, en þau voru mörg, enda stóð fund- urinn til kl. 2,30 um nóttina. Þið fóruð fram á, að fundar- menn yrðu beðnir að greiða um það atkvæði, hvort þið mættuð sitja fundinn og var svo gert í fundarbyrjun, en af því að við voruð hlaupnir á brott áður en þið fenguð svar fundarmanna, vil jeg geta þess að fundurinn sam- þykkti einróma að þið fengjuð ekki að sitja fundinn. Jeg vona svo að þetta svar nægi yður og fyrirgef yður þetta „tilfelli", sem þjer hafið fengið, af því að fá ekki að skipta yður af því sem yður kemur ekki við. Reykjavík, 1. okt., 1950. Bjarni Þórarinsson. ★ Svar til Bjarna Þórarins- sonar, form. Fjelags veit- ingastarfsfólks. RITSTJÓRI Morgunblaðsins hef- ur sent mjer til umsagnar heiðr- að svar yðar við spurningum mín um til yðar, dags. 29. sept. s.l., meö ósk um svar til yðar. í-tilefni af því, sem fram kem- ur í svari yðar vil jeg í upphafi taka fram, að miðvikudaginn 13. sept., kl. um 11 f. h., var hringt til mín frá veitingastað einum, og jeg spurður um þetta mál, og var mjer sagt að maður sá er gengi með lista til að fá veitingastarfs fólk til að gerast • stofnendur stjettarfjelags, segði Alþýðusam- bandið standa þar bakvið Síðan hafa fleira starfsfólk talað við mig og sagt mjer það sama. Það út á fyrir sig er ekkert óeðlilegt, að svo kunni rjett að vera. Jeg vildi fá upplýsingar um það, og fjekk þær upplýsingar, að Al- þýðusambandið vissi ekkert um þetta. Jeg hef fleiri vitni að því að af yður var málið þannig lagt fram við starfsfólkið, enda stað- festi kvenmaður, sem jeg ekki veit hvað heitir, en var við dyrn- ar á fundarsalnum, sem fram- haldsstofnfundurinn var haldinn í, eftir að fundurinn var settirr. að Guðm. Vigfússon væri á fund- fjelagssiofnun inum sendur frá Alþýðusanrband inu, og er varaforseti ASÍ sagði það vera rangt, svaraði hún að hún vissi ekki annað. Um þá leynd, sem jeg í einni spurningu minni til yðar get um, vil jeg taka fram, að ef hægt er að segja að mjer komi þessi fje- lagsstofnun ekert við, þá er það vegna þess, að þjer þurfið að hylja einhverju, sem jeg gæti túlkað fyrir væntanlegum með- limum fjelags yðar, á betri veg, og á jeg þar við hina faglegu hlið málanna. Vil jeg nú í stuttu máli svara heiðruðu svari yðar, til viðbótar því sem áður er sagt. Þjer talið um að spurningar mínar sjeu mjög einkennilegar., Ekki skal jeg neita því að það sje einkennilegt að þurfa á þenn- an hátt að fá upplýst, það sem maður telur hafa rjett á að fá upplýst á annan og betri hátt, sem af yðar hendi virðist ekki hafa verið til staðar. Þjer segið að þþessi fjelags- stofnun yðar komi mjer eða fje- lagssamtökum þeim er jeg veiti forustu ekkert við. Þessu vil jeg svara á þá leið, að eins og jeg gat um á 1. fundi (stofnfundi)' fjelags yðar, er jeg fjekk að sitja á, (þó mjer kæmi ekki þetta við að sögn yðar) benti jeg á ýmis- legt, sem athuga þyrfti í þessu sambandi, og samstarf þessa fje- lags yðar og samtaka þeirra er jeg veiti forustu væri ekki aðeins æskileg heldur líka nauðsynleg. í lok þess fundar talaði jég um það við yður og Guðmund Vig- fússon, að við ræddum saman þrír um þetta efni fyrir fram- haldsstofnfundinn, og var lofað því, en ekkert varð af efndun- um; Að vilja reyna halda fjelagi yðar utan við pólitískar deilur, er.jeg yður sammála að slíkt er nauðsynlegt, en með fullri virð- ingu fyrir Guðmundi Vigfússyni tel jeg vafasamt, að sú sameig- inleg ósk okkar geti orðið annað en draumur. Við 1. svar yðar vil jeg taka fram til viðbótar sem jeg áður hef sagt, að ef þjer viljið halda fjelagi yðar utan við pólitískar deilur, er ckki annað skiljanlegt, en þjer lofið mjer og A. S. í. að fylgjast með þessu áhugamáli yð- ar. Þjer teljið það vera ósann- indi að jeg, samtök þau er jeg veiti forustu eða A. S. í. hafi beðið yður um upplýsingar um þetta óhugamál yðar. Þessu vil Jeg svara þannig: hvert haldið þjer að erindi okkar Sæmundar Ólafssonar hafa verið á fram- haldsstofnfundinn, en að æskja þessara upplýsinga. Þjer sögðuð okkur að við fengjum ekki að fara á fundinn og annað var svar yðar ekki, nema, jú, það að okk- ur kæmi þetta ekkert við, aðeins það fólk sem var búið að skrá sig sem stofnendur fengu að vera á fundinum, og eftir því að dæma vinnur Guðmundur Vigfússon nú í veitingahúsi en 3. svar yðar gefur þó til kynna að þessi full- yrðing mín þá er röng, saman- ber svar mitt hjer á eftir nr. 3. Við 2. svar vísa jeg til upphafs þessarar greinar minnar, og get lagt fram við yður vitni, að það sem um það efni hef sagt, er rjett. Við 3. svar yðar vil jeg taka fram: Þjer segið: „Guðm. Vig- fússon sat framhaldsstofnfundinn vegna þess að jeg bað hann“ o. s. frv. Jeg er í sjálfu sjer ekkert hissa á því að þjer treystið Guð- mundi Vigfússyni til að aðstoða yður við þessa fjelagsstofnun, vegna þess að fjelagsfólkið er flest ófjelagsvant. En að þjer treystið engum öðrum en hon- um, er mjer óskiljanlegt, ef þjer á annað borð meinið eitthvað með þvi að vilja halda fjelaginu utaD við pólítískai deilur. Jeg vil halda samtökum mínum utan við pófi;,.-;K.ar d-Flur, og þess vegna ræn* jeg fjelagsleg vandamál við Guðmund Vigfússon sem og ASÍ, á auna.n hátt er ekki hægt að telja sig standa með íjelög sín utan við pólitík. t ... af bls. 10,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.