Morgunblaðið - 07.10.1950, Síða 14

Morgunblaðið - 07.10.1950, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagar 7. okt, 1950 ] ■ Framhaldssagan 56 FRÚ MIKE Eftir Nancy 09 Benedicf Freedman En þegar jeg fór að hugsa um það var jeg fegin að hann jskyldi ekki vera hjer. — Jeg þurfti að fá tækifæri til að tala við hann í einrúmi. Svo jeg tók til matinn og fór með hann til skrifstofu hans. Innan úr skrifstofunni heyrðust há~ værar samræður og um leið og jeg for fram hjá glugganum Cægðist jeg inn. Dökkleitur kynblendingur með óhreinan, Culan vasaklút bundinn um höfuðið sagði: „Hann reynir að myrða mig á hverri nóttu“. „Nei bíddu nú við“, sagði Mike. „Við skulum athuga hetta nánar“. Mjer fannst betra að ónáða þá ekki, svo jeg settist á tröpp urnar og beið þess að sá með Cula vasaklútinn kæmi út. En þess var langt að bíða, svo jeg tók brauðsneið úr matarpakk- anum og tók að borða hana. Jeg velti því fyrir mjer hver það gæti verið, sem gerði til- raun til að myrða þann með Cula vasaklútinn og hvers vegna og hvort það mundi tak ast. Þeir hljóta að hafa fært sig nær glugganum, því allt í cinu heyrði jeg greinilega sam tal þeirra. Mike sagði: „Þú veist þá ekki hversvegna Jonathan ger fr tilraun til að myrða þig?“ Jeg hrökk við er jeg heyrði nafnið Jonáthan nefnt. Rödd mannsins með gula vasaklútinn var ónotaleg. „Jeg segi vður það, að jeg veit það ekki. Hann hatar mig mjög. Og hann hefur komið a£ stað þessari lygi“. „Um að þú stelir úr gildrun- um hans?“ spurði Mike. Jeg var svo áköf og æst, að án þess að vita af fjekk jeg mjer ,aðra brauðsneið. „Já“, heyrði jeg að þessi með gula vasaklútinn sagði, „hann hefur borið þessa lygi á mig oft“. „Ert þú viss um að það sje lygi?“ spurði Mike. „Þú heldur að jeg steli úr veiðigildrunum?“ hrópaði sá með gula vasaklútinn. „Þú heldur að jeg sje þjófur? Vertu þá sæll“. Je" færði mig til hliðar svo hann ekki gengi ofan á mig, er hann kæmi æðandi út. En hann kom ekki, því Mike flýtti sjer að segja: „Sjáðu nú til, Cardinal. Það þýðir ekki að vera firtinn. Ef að á þig er ráðist að ósekju, þá stend jeg með þjer. En jeg verð að vita hvernig í málinu liggur áður en jeg geri nokkrar frekari ráð stafanir“. „Hvernig í málinu liggur?“ Maðurinn með gula vasaklút- I inn var utan við sig af reiði. „Jeg hef sagt þjer hvernig í því liggur. Þessi sláni, hann Jonathan Forquet kemur á i hverju kvöldi að húsi mínu og skýtur að mjer örvum“. i „Hve mörg kvöld hefur þetta átt sjer stað?“ „Þrjú“. | „Og hversu nálægt husinu kemur hann?“ „Mjög nálægt. Ein örin flaug aðeins hársbreidd frá höfði mínu. Og síðastliðna nótt skaut hann ör milli fingra minna“. „Þetta er einna líkast því, j að hann sje aðeins að hræða þig“, sagði Mike. „Hann er að reyna að myrða mig“, sagði Cardinal með sann færingu. „Hvort sem það er nú til- gangurinn eða ekki, þá getur hann ekki komist upp með það að skjóta á fólk“. „Jeg segi þjer það satt, hann er að reyna að myrða mig. Hann kom og sagði við mig: „Jeg mun myrða þig, Cardinal, vesæli aumingi, sem stelur úr gildrum annara“. En það er lýgi og hann veit það sjálfur, en samt sem áður skýt ur hann á mig. Á hverri nóttu reynir hann að myrða mig“. „Allt í lagi“, sagði Mike, „þá næ jeg í hann“. „Hvað þýðir það, að þú ætl- ir að ná í hann?“ sagði sá með gula vasaklútinn tortryggnis- lega. „Það þýðir það, Cardinal, að jeg ætla að vinna að málinu eíns og mjer þykir hentugast“. „Þú setur hann í fangesi, já?“ „Sjáðu nú til, Cardinal. Jeg vil helst að þú skiptir þjer ekki af þessu. Jeg ætla að tala við Jonathan og sjá til hvað jeg fæ upp úr honum. En ef hann sjer okkur saman, mun hann þegja eins og steinn“. „Allt í lagi, allt í lagi, ef þú bara tekur hann fastan“. „Jeg lofa því ekki“. Dyrnar voru opnaðar svo harkalega og snöggt að við lá að jeg þeyttist ofan af tröpp- unum. Stígvjel Cardinals mót- uðu grá spor í hið þunna snjó- lag. Mike leit á mig óblíðu augna ráði. „Kathy, hvað á þetta að þýða, að sitja hjer úti í þessu kalsaveðri?“ „Jeg þurfti að tala við þig um Jonathan“. | Mike gekk aftur inn og sett- ist. Hann andvarpaði mæðu- lega. „Þá hefðirðu eins vel get að komið inn strax. Við höfum ekki gert annað en að tala um Jonathan“. | „Er hann í raun og veru morðingi?“ spurði jeg. 1 Mike glotti. 1 „Nú“, sagði jeg, „jeg gat ekki komist hjá því að heyra það sem fram fór því þessi með gula vasaklútinn hrópaði svo hátt“. „Þessi með gula vasaklút- inn?.. sagði Mike og hló. „Æ, Cardinal“. „Hlustaðu nú, þetta er ekk- ert hlægilegt, því Oh-Be-Joy- ful elskar Jonathan". „Já“, sagði Mike. „Þú sagðir mjer frá því“. „En nú er það verra. í dag skydi hann eftir á tröppimum hrúgu af skinnum". Loksins virtist Mike skilja það sem á bak við þetta lá. „Hann vill þá taka hana á brott með sjer“. „Já“, sagði jeg. „Það er það, sem það táknar. Og jeg gat ekki fengið hana til að lofa mjer að hitta hann ekki. Þú verður bara að gera eitthvað til að aftra því, að hann geti haft hana á brott með sjer. Þú verður að tala við hann, og segja honum, að halda sjer frá henni og reyna að hræða hann alvarlega, því annars gegnir hann ekki“. „Það er ekki auðvelt að hræða Jonathan“, sagði Mike. „Það er honum fyrir verstu, því þá verður þú að setja hann í fangelsi eins og hr. Cardinal stakk upp á“. „Elsku Kathy, jeg get ekki sett mann í fangelsi fyrir það eitt, að hann er ástfanginn“. „En hann er hættulegur. Gerum ráð fyrir að hann myrði Cardinal, hvað mundir þú þá taka til bragðs? Og hvað mundi jeg gera? Því ef hann myrti hann ihundi hann flýja og taka Oh-Be-Joyful með sjer. Mjer líður aðeins illa þegar jeg hugsa út í þetta allt saman. Ef til vill er drengur- inn morðingi?“ „Kathy, þú átt ekki að vera að ergja þig yfir svo litlu. í fyrsta lagi get jeg ekki trúað því að Jonathan sje morðingi. Jeg hugsa að Cardinal hafi j stolið úr gildrunum hans. Og Jonathan tók til sinna ráða til að hræða hann svo hann hætti því“. ■HtXmiiiiiimaiiiil. Til leigu t desember 3ja herbergja íbúð í 5 ára gömlu steinhúsi á hita veitusvæðinu í austurbænum. Æskilegt væri að leigutaki gæti útvegað einum manni atvinnu um óákveðinn tíma. Reglusemi áskilin. Tilboð 6endist blaðinu fyrir 15. þ.m. merkt: „Ibúð 1. 1 desember — 667“. if •■Mniiiiiiiiiiiitiiiiit IJngur reglu- samur maður ! með Samvinnuskólaprófi, sem I unnið hefur að verslunarstörfum j 5 | | undanfarin fjögur ár, óskar eft- 1 ir verslunarstörfum í nágrenni I Reykjavíkur eða úti á landi, | helst við kaupfjelag. Ibúð þyrfti i að fylgja. Tilboð merkt: „Reglu | samur —>663“ sendist afgr. blaðs . i íns fyrir 15. október. «UMIIIIIIIIIIIiailllllllllllll»*Mtl«*MIIIHIIItllllllllllllllll 1 Ibúð j | Reykjavík - Keflavík j i Tvö herbergi og eldhús óskast j | til leigu í Reykjavik í skiptum i | við jafn stóra íbúð í Keflavík, j i sem fengist leigð tímabillð ca. i i frá 15. okt. n.k. til 11. maí 1951 i i Tilboðum sje skilað til afgr. MbL j i fyrir mánudagskvöld merkt: j | „Húsgagnasmiður — 662“. I Gólfteppi j | rústrautt, 1. flokks Axminster | 1 til sölu á 400 krónur. Sömu- i | leiðis Elektrolux ísskápur, Rafha | i hvorutveggja nýtt. Lysthafendur : I leggi nöfn og tilboð í ísskápánn | Í til blaðsins fyrir þriðjudagsk- : I kvöld n.k. merkt: „Haust 1950 i ! — 652“. { iiuiiiiiiiiiiMiimmiminHiiiiiiiiiiiimiuinmiiHiinnii JAZZ - jlNT/> VBBUH ÍSLAABS Fræbslufundur verður í Breiðfirðingabúð í dag kl. 3 e. h. Nýjar plötur leiknar og skyrðar út. Fjelagar sýni skírteini við innganginn,. nýjum fjelögum veitt móttaka. Stjórnin. Aðalfundur Jazz-klúbbs íslands verður haldiun i BrciöfirJinga- búð uppi, þriðjudagskvöld kl. 8,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjérnin. ■ F. S. V., fjelag starfsfólks í veitingahúsum: ! FUNDUR u . « • verður haldinn að Þórsgötu 1, mánudaginn 9. þ. mán. • klukkan 12,30 eftir miðnætti. ■ FUNDAREFNI: — ! Kosning fulltrúa á 22. þing Alþýðusambands Islands. Fjelagar eru beðnir að greiða fjelagsgjöld sín • á fundinum. — : Stjórnin. Móttökufagnaðurínn FYRIR BRÚSSELFARANA Nokkrir miðar verða seldir í Bókaversi. ísafoldar i dag. 4 BRUSSELNEFNDIN. Rafstöðvar fyrir diesel- eða vatnsafl, getum við afgreitt af öllum stærðum og verði. — Við erum að reisa ratstöð í Hval- biar soknar kommune á Suderöy. Notið tækifærið. Ingeniörfirmaet Saugstad & Saugstad A./S. Stavanger, Símnefni: „Saugstadkraft“. Hafnorfjörður Blý keypt daglega á nófaverkstæði mínu við hraðfrystí- húsið Frost, Hafnarfirði. Jón Gislasoa. Fljúgið i dag KRAKKAR, komið í Lækjargötu 10 B i dag, og seljið flugvjelahappdrætti L. B. K. Þeir, sem kaupa minnst fimmtán miða. fá ókeypis flugfar yfir bæinn. Há sölulaun og söluverðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.