Morgunblaðið - 13.10.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.1950, Blaðsíða 11
[ Föstudagur 13. okt. 1950. MORGVNBLAÐIÐ fí ) DAVÍÐ r | Minningarorð Borgin hrjúfust er hugum yfir, hætta sögur þá dauðinn knýr. Minning ljúfust um mannin íifir jneginfögur í hjarta býr. ÞESSAR einföldu Ijóðlínur, sem eitt sinn vóru kveðnar við dán- arbeð gengins vinar, komu mjer til hugar er jeg frjetti lát vinar sníns, Daviðs Jóhannessonar frá Stöðlakoti, eins og hann var alla tíð kallaður, þó hann væri bú- inn að eiga heima á Vegamóta- Stíg 9, nær því hálfa öld. Þegar húmskuggar haustsins lara að lengjast og kuidagustur vetrarins að færast nær, fölna blöð og blómknappar trjánna og falla að síðustu lífvana til jarð- ar. Lífi voru mannanna er líkt \*arið og blaðskrauti trjesins, við erum hver um sig litill blóm- knappur eða blað á hinu mikla þjóðfjelagstrje, sem á haust- kvöldi æfinnar, þegar andblær dauðans svífur yfir, fölnar og íellur fyrr en varir. Einn slíkur blómknappur féll &f fornum ættmeiði við dauða Davíðs Jóhannessonar, en hann var fagurt blóm á aettmeiði þeim, sem fyrstur festi rætur hjer í Reykjavík. Hann var að dómi fræðimanna 29. maður í beinan karllegg frá Ingólfi Arn- arsyni, sem var fyrsti landnemi þessa lands af ættum Norð- jnanna og fyrsti frumbyggi Eeykjavíkur. Sagan segir frem- Ur fátt af þessum fyrstu frum- byggjum Reykjavíkur, en þó getur hún þeirra lítið eitt; eru myndir þær, sem hún af þeim geymir, sjerstæðar og merkileg ar. Ingólfur var gætinn maður bg vinfastur, trúmaður mikill, eem treysti handleiðslu guð- anna. Hann trúði þvi, að þeir myndu flytja öndvegissúlur sín- ár þar að landi, sem þeir ætl- iiiðu sjer dvalarstað á landinu, gem hann var á leiðinni til, að taka bólfestu í. Þorsteinn sonur hans, vildi styðja að friði og rjettlæti í landinu, til þess setti hann Kjalarnesþing, sem var Lindirstaðan undir stofnun Al- þingis og alsherjarríkis á ís- landi. Þorkell máni Þorsteinsson skipaði hinn æðsta heiðurssess með þjóðinni um sína daga. — Hann var, segir sagan, þó heið- ínn væri, svo vel siðaður, sem þeir menn kristnir sem best eru eiðaðir. Dómar þeir, sem sagan eegir frá að hann dæmdi og laga ákvæði þau er hann setti, bera með sjer, að hann hefir verið þöfðingi vitur og góðgjarn. Eðlisþættir þeir, sem ein- kenndu þessa fyrstu frum- foyggja Reykjavíkur vóru sam- ofnif í skapgerð Davíðs Jó- hannessonar, þó langur tími væri liðinn frá æfi þeirra og margir ættliðir búnir að þreyta Sitt æfiskeið frá þeirra tímum til daga hans. Davíð var trú- hneigður maður, sem treysti handleiðslu Drottins í gleði og gorgum. Hann var maður, sem yildi að rjetetlæti væri ríkjandi S öllum viðskiftum og gat ekki pkilið að undirferli eða flátt- Bka^úr þyrfti eða ætti að eiga sjer stað. Hann var maður við- mótsþýður og glaður í hópi vina Binna og svo áreiðanlegur, að hverju hans loforði jafnt hinu emæðsta sem hinu stærsta, mátti jjafnan að fullu treysta. Vel mátti við hann segia, eins iog Grímui' hinn litli sagði við Þorkel mána: „Þat er meira Vert, er þú væntir, en þótt flest Sr menri aðrir heiti til fulls“. — Vegna þessara eðliskosta sinna, yann Davíð fullt traust og virð- Sngu samþorgara sinna, og órofa íryggð fjölda manna, bæði hjer í Reykjavík og víða annarsstað- iar. Trúmennska hans og um- hyggja, að leysa hvert það starf feem hann vann, eða tók að sjer að framkvæma, sem best af hendi, yar svo mikil, að lengra verður varla komist. Þó hann hefði þtórar fjárfúlgur annara manna JÓHANNESSON undir höndum, kom engum til hugar að efast um sktlsemi hans, allir vissu, að þar var hverjum pening til skila haldið og nákvæm grein íyrir öllu gerð. Hann var sá maður, sem margir hinna bestu manna höfðu mætur á og allir treystu því bet- ur, sem þeir þekktu hann gjör. Hann var fæddur að Bústöð- um á Seltjarnarnesi 4. júní 1861 og skorti því 8 mánuði til að vera níræður er hann ljetst. — Foreldrar hans vóru hjónin Jó- hannes Oddson, Jónssonar, ís- leifssonar í Stórabotni og kona hans Salgerður, fædd í Akur- gerði í Reykjavík, Þorgrímsdótt ir Eyleifssonar. Þau hjón eign- uðust 11 börn, sem öll eru nú dáin; var Davíð hinn síðasti þeirra yfir móðuna miklu. Foreldrar hans, Jóhamies og Salgerður vóru bæði fríð sýn- um, en ólík að skapferli. Hún var kona skapmikil og skarp- hörð, en þó drengur góður. Jó- hannes aftur á móti sjerstakt ljúfmenni, jafnan glaður og við- mptsþýður, margfróður og stál- minnugur; lipurmenni mikið, glíminn vel á yngri árum, sund- maður ágætur og bogmaður svo mikill, að hann skaut rjúpur með handboga. Þau náðu bæði háum aldri og lifðu langa æfi í skjóli þessa sonar sins og konu hans, sem önnuðust þau alla tíð af mikill umhyggju. Davíð ólst upp á Bústöðum með foreldrum Sínum, við frem- ur þröngan efnahag. Lærði hann þvi ungur að meta gildi vinn- unnar og nauðsyn þess að starfa, sjer og sínum til farsældar. — Hann gat því gldrei skilið kröf- ur þeirra manna, sem hafa mik- ið en heimta æ því meira, af öðrum en ekki af sjálfum sjer. Við Bústaði vóru æskuminning- ar hans tengdar, margar og hug- ljúfar, sem hann hafði sjerstakt yndi af, að ræða 'iim, við vini sína, þegar annir æfidagsins tóku að minnka og starfskraft- arnir að þverra. Árið 1834 gekk han nað eiga konu sína, Guðrúnu Skaptadótt ur danebrogsmanns, Skaptason- ar Sæmundssonar frá Skapta- bæ hjer í Reykjavík; var hún kona bæði góð og dugleg. Skapti faðir hennar var járnsmiður, en þó jafnan kallaður Skapti lækn- ir, þó ólærður væri, því margir leituðu til hans þegar sjúkdóma bar að höndum og fengu bót meina 'sinna. Skapti afi hennar var líka smiður og læknir, en einkum dýralæknir og dýravin- ur svo mikill, að einstakt var á þeirri tíð. Þau hjón eignuðust 3 börn. — Eitt þeirra mistu þau á fyrsta aldursári, en hin eru, Skapti etrjesmíðameistari, bóndi að Út ey í Laugardal, gifíur norskri konu, Marie, fæddri Monsen og Þórdís Dagbjört, kona Ágústs Benediktssonar vjelstjóra á Vegamótastíg 9. Konu sína mi§ti hann eftir 53 ára sambúð, 18. maí 1937. Mjer, sem þetta ritar, er ljúft að minnast þeirra hjóna, frá þeirri tíð er þau bjuggu í litla húsinu sínu að Stöðlakoti, sem ehn er við líði. — Þó þar væri hvorki hátt til lofts nje vítt til veggja, var þar æfinlega nóg rúm fyrir hina mörgu vini þeirra hjóna. Forn vináttubönd, sem ver ið höfðu við foreldra þeirra voru ekki rofin. Hjá þeim áttu öruggt athvarf mikill fjöldi ferðamanna, úr mörgum sveitum. Vinir hús- bóndans voru líka hennar vinir og móti öllum var tekið með stakri vinsemd og takmarkalausri gestrisni. Þó þau væru bæði hóf- söm og sparsöm á flest, voru veit- ingar alrrei sparaðar, naut jeg þess í ríkum mæli, sem margir fleiri. Þar voru jólin jafnan hald- in að fornum sið, sama vinafjöl- skyldan boðin ár eftir ár, svo lengi sem lífið entist, hver ein, jafnan sama hátíðakvöld, til að njóta sameiginlega gleðinnar. — Voru þá veitingar ærnar, en allt við hóf. Var þá oft mikið spilað, en lítið sofið; því húsbóndinn hafði mikið yndi af þeirri sak- lausu íþrótt. Aldrei spilaði hann um peninga, að taka þannig fje af vinum sínum, var fjarri skap- gerð hans, Hann naut þeirrar gleði, sem spilin veita, þegar góð- ir spilamenn beita skarpri hyggju við saklausa spilakeppni. „Nú spilum við með fjöri“, sagði hann stundum góðlátlega, er hann settist að spilaborðinu með vinum sínum. Eins og hann spilaði af lifandi áhuga, eins var áhugi hans brenn andi við hvert það starf, sem hann hafði með höndum, og um- hyggjan frábær, að leysa það, sem best af hendi. Á fyrri hluta æfinnar, var hann oft fylgdar- maður ferðamanna og eftirsóttur til þess starfa, sökum árverkni ' og umhyggju fyrir mönnum og : hestum. Margar kaupferðir fór : hann einnig um dagana, því yfir ' tuttugu ár annaðist hann stóð- kaup öll, fyrir þá Zölner og Vida- lin og höfðu þeir miklar mætur á þessum trúa þjóni sínum, því síðast þegar Árni frá Múla fann Zölner að máli, þá háaldraðan, spurði hann eftir hvort Davíð væri lifandi og hvernig honum liði og bað Árna að færa honum kæra kveðju sína. Margar ferðir fór hann og til slá.u í'á ':aupa, fyrir katipmenn bæíarins, því þeir, sem aðrir þektu samvisku- semi hans og trúmennsku í hverj um hlut. Meðan höfnin Já óvarin íyrir opnu hafi og engin bryggja, sem skip gátu lagst að, var oft erfitt og slarksamt við affermingu skipa. Afgreiðslumenn skipanna báðu Davíð jafnan, ef til hans náðist, að annast uppskipun fyrir sig, þvi þeir, sem aðrir vissu að honum mátti í hvívetna treysta. Var hann þá árrisull og taldi ekki sporin til samverkamanna sinna, að kalla þá til starfa. Hin síðari ár, vann hann lengi við af- greiðslu skipa hins Sameinaða gufuskipafjelags, þar til ófriður- inn mikli hefti ferðir þeirra. Var hann þó orðinn rtiaður gamall og sjónin tekin að bila. Naut hann eftir það hlýju kvöldsólarinnar, hjá dóttur sinni, tengdasyni og börnum þeirra, uns hann andað- ist í svefni 2. þ. m. Hann var meðalmaður á. vöxt, bjartur yfirlitum, fríður sínum og vel á sig kominn, ljettur og kvikur í ölíum hreyfingum, á- huginn mikill og umhyggjan sí- fellt vakandi fyrir velferð barna sinn^, barnabarna og annarra vina. Af sama sílifandi áhuga fylgdist hann með máiefnum lands og þjóðar. Stóð hann lengi í fylkingarbrjósti, Heimastjórnar manna og síðar Sjálfstæðis- manna og var þar sem annars- staðar, ein’ægur og ósvikinn liðs- maður. Ættjörina elsltaði hann, sem góður sonur ástríka móður og vildi styðja að velferð hennar j á allan veg. Hvern þann mann, j sem að hans dómi var ótrúr sonur j ættjarðarinner, mat hann að : litlu og hafði andstyggð á. Öll hræsni va rhonum fjarlæg. Eins og hann var heill og hrekklaus sjálfur, eins ætlaðist hann til að aðrir væru og gat ekki skilið sviksemi manna. Þess vegna- bar þgð nokkurn sk.ugga á síðutsu lífs j ’stundir hans, að á vegi hans | Framhald ó bls. 12 Atvinna Iðnaðarfyrirtæki vantar reglusaman, samviskusaman mann á aldrinum 30—40 ára. gjarnan- giftan, í fasta fram- tíðarvinnu við framleiðslu á matvörum. Viðkomandi þarf að vera hreinlegur í allri umgengni, hafa áhuga fyrir sliku starfi og geta stjórnað því sem verkstjóri eftir að hafa lært það. — Simi 1619. • •■■■Ctl'tMlltKIIM MMMIMMiMMMM*l>MM**l**>i>ll'kl>> IBUÐ 3 til 4 herbergja í KJeppsholti óskast til leigu. ~ * ■4 Nánari upplýsingar gefur .... * - Málflutnmgsskrifstofa Einar B. Guðmunds- í son & Guðlaugur Þorláksson, a Austurstræti 7. Símar: 2002 og 3202. a Mótorbátar til sölu. — 12 og 18 smálesta með veiðarfæruro. Sanngjarnt verð. Væg útborgun. I ji'jja laóteignaóaían Hafnarstræti 19 — Sími 1518 Niðursuðuvörur, * fyrírliggjandi: « Svið, Sardínur, Grænar baunir, Grænmetis- I súpa, Bauuasúpa, Kryddsíld, Gaffalbitar. (Lggert ^JJrió tjcínáóon (J0% h.^. : • Jeg óska eftir að komast í samband við menntaðan ' ; í og áreiðanlegan mann; sem vill gerast •* [ meðeigamii í umboðsverslun ! • Fjárframlag ekki nauðsynlegt, en æskilegt, að við- l m í komandi hefði umráð yfir síma — Tilboð merkt: „Um- • ■ ; I boðsverslun 1950“ — 0756, sendist blaðmu. ; Piltur 16-17 ára : . . : 1 óskast til aðstoðar hjá iðnfyrirtæki. Iðnnam seinna meir ; kemur til grema. — Tilboð sendist pfgre'ðslu blaðsms í ; merkt: ,,Röskur“ 0757. Gott búsnæði fyrir lækiBÍmgastolur ; (helst 3 stofur) óskast, í IVÍiðbænum, frá 14. mai n. á. ; ■ .1 | Tilboð merkt „Lækningastofur — 775“ leggist inxr á afgr. | • blaðsins. • » ir«i •A Noiuð íslensk frímerki keypt hæsta verði. — Sendið tilboð merkt' „Contant 1950 — 903“ til afgreiðslu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.