Morgunblaðið - 13.10.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1950, Blaðsíða 14
I 14 MORGUNBLAÐIÐ Fösíudagur 13. okt. 1950. ] Framhaldssagan 61 FRÚ MIKE Effir Nancy og Benedict Freedman |l III llllllll 1111111 H1111111III H]^|~ í þessu skuggalega og raka- parna hreysi óx ýmiskonar gróð ur sem hjekk niður úr loftinu euk þess sem hann var á víð og dreif um allt gólfið, eða það sem því nafni var gefið í venju iegum húsum. Frá dyrunum sá jeg þykka, viðmikla jurta- leggi eða stöngla sem breidd- ir höfðu verið á grind til þerr- ís. Rjett fyrir framan mig lá ellstór trjábútur en á þornuð- um rótum hans voru ljótar smá icúlur, sem voru eins og vörtur k mannhörundi. en á bol trjes fns var allt morandi af gorkúl- um. Meðfram öðrum hliðar- vegg skýlisins var langt 'borð, sem ekkert var á. Þarna inni var mikill óþefur. Jafnvel sól- arljósið var hindrað í að kom- ast inn um litlu gluggakitr- una sem á skýlinu var, því J:jettofinn köngurlóarvefur var fyrir glugganum. Mjer var því hálf órótt innanbrjósts, þegar jeg gekk inn í vinnustofu Söru. „Sestu niður, frú Mike", aagði hún og dró stól fram úr íkugganum handa mjer. Jeg fjekk mjer sæti og leit í kring um mig, hálf kvíðafull. — Jeg furðaði mig á því hvort það væri ímyndun ein hjá mjer að citthvað væri iðandi og skríð- andi inni í þessum dimmu liornum. „Jurtirnar mínar“, sagði Sarah. „Bjóra-olía, til þess að bjóraþef leggi af gildrunum. Jeg sel veiðimönnunum hana. Þeir bera hana á gildrurnar sem á jörðinni liggja. Úlfarnir láta ginnast þegar þeir finna þef af bjórum og fara að leita og lenda í gildrunum. Hvítu veiðimennirnir nota moskusfeiti, fiskiolíu og ýmis- legt annað, en bjóraolían er best“. | Jeg leit í aðra átt og um leið sveiflaðist eitthvað til og kom við hálsinn á mjer. Þetta var framlöpp af stóru dýri með beittum klóm. Hrammurinn hjekk á leðuról niður úr loftinu. „Ekkert“, sagði Sarah. — , ,Lj ónshrammur. Þegar bólgur eru í líkama einhvers er gott að hengja þennan hramm við rúmstokkinn og biðja til þess sem gerði hramminn um að hínn illi andi sem bólgunum veldur verði rekinn úr Iíkam- anum“. I Hún teygði sig undir borðið og dró þaðan stóra tinkönnu. Hún hallaði henni svo jeg gæti fijeð hið ljósbrúna innihald hennar. „Komdu við það“, sagði hún. Jeg gerði það. Það var eins og gúmmíkennt, en þó mýkra. „Jeg tek jurt, pressa úr safann og þurrka í sólinni og þá verður það svona gott fyrir hjartað og lifrina, og kemur manni til að hósta“. — Hún sleit smáögn af stykkinu, gleypti hana og hóstaði, þurr- um hósta. Hún brosji gleitt.og rjetti könnuna til mín. — Jeg hristi höfuðið. „Nei, mig langar ekkert til að hósta“, sagði jeg og reyndi að hlæja. Augnabliki síðar sprett jeg á fætur. Eitthvað hreyfðist í horninu andspænis mjer. Jeg sá það ekki skýrt, — Það var í skugganum, en það virtist vera á stærð við lítinn hvolj). Það hoppaði til eins og padda og- öskraði óskaplega. Sarah tók upp stóran kassa og hvolfdi ofan yfir það. „Ekkert, litið dýr“, sagði hún og brosti. „Já; sagði jeg. „Frú Mike“, sagði hún og tók í hönd mína, „látið aldrei útlit hluta, skjóta yður skelk í bringu. Ljót blómaleðja“ —j ! sagði hún um leið og hún hall- aði könnunni aftur — —", I hefir góð áhrif á hjartað. Fal- leg rót“-----og í þetta skipti tók hún upp hnyklóttan rótar- hnúð —• —“, getur drepið mann". | I ,,Þj_er geðjast ekki að þessu herbergi“, hjelt hún áfram „vegna þess að hjer inni er sterk lykt, vegna myrkursins og vegna þess að þú átt ekki að venjast þeim hlutum sem hjer eru inni. En mjer fellur lyktin vel í geð og jeg kann vel við myrkrið og allt það sem hjer er inni eru vinir mínir — — jafnvel þetta". Hún snerti með ; fætinum kassann og f jekk um leið svar innan frá. Skepnan æddi um eyrðarlaus og öskraði á sama hátt og fyrr. Var þetta bjór sem beið eftir ‘að verða skorinn til að næðist í hina dýr mætu bjóra-olíu? Var þetta einhver padda, sem hafði einhver sjerstök ein kenni og bjó yfir einhverjum dularfullum lækningarmætti? Jeg var hrædd um að hugsa um þetta, og leit því í aðra átt. „Þú sagðir mjer að koma, Sarah“, byrjaði jeg. „Já, þú ert farin að hugsa um næsta barn þitt. Jeg hefi þetta tilbúið handa þjer“. Hún teygði sig yfir borðið og fálm- aði í opinn skáp sem hjekk á veggnum. „Jeg hefi tekið á móti mörg hundruð börnum og aðeins eitt þeirra hefir dáið. | Jeg hefi bjargað þeim öllum með þessu lyfi“. Hún ræskti sig. „Þú átt að taka þetta á hverjum degi og jeg fullyrði að þegar barnið fæðist þá verð ur þú varla vör við það. Einu sinni ljek jeg laglega á Louis, eiginmann minn. Jeg var að því komin að fæða barn og var þess vegna eins sver og vín- tunna. Jeg var að elda matinn. Þá sagði jeg: „Louis, okkur vantar brenni“. Hann segir: „Við höfum nóg af því“. — „Louis, höggðu dálítið af elds- neyti“, segi jeg. Hann lítur á mig og ypptir öxlum. Jeg sneri baki að honum og tók góðan slurk af þessu lyfi. Hann tek- ur öxina og gengur út. Bíddu nú við, þegar hann kom aftur með eldiviðinn, voru tvíbur- ar í rúminu og jeg komin aftur að eldamennskunni. En hann er karlmaður, og tók þess- vegna ekki eftir neinu, heldur sest niður og borðar. „Er kaff- ið nógu sterkt?“ segi jeg. „Já“, segir hann. „Þá byrja bæði börnin að gráta. Hann lítur í kringum sig! Sacre bleu! segir hann á frönsku. Hann hleypur að rúminu. Hvaðan kemur þetta? spyr hann. Hann tekur j báðum höndum um höfuð sjer. Þetta var góð saga, frú Mike, * sú besta sem jeg hefi sagt“. Sarah rjetti mjer dálitla dós sem gerð var úr trje. „Þú hlærð núna, frú Mike?“ Jeg brosti. Andrúmsloftið hafði breyttst. Eftir sem áður var þetta að vísu greni sem göldrótt kona bjó í, en þetta var greni mikilla töfra- fyrirbrigða, tofrar sem enduðu með kímnisögu. Jeg fylgdist með Söru fram eftir skýlinu og hún útskýrði fyrir mjer fjár- sjóði sína: lauf af berjalyngi voru þarna til þerris á trje- planka, börkur af hálum álm- viði festur á vegginn inn í horn inu og ýmislegt fleira. Hjer voru lyf gegn sárindum í hálsi, gigt, slöngubiti höfuðverk, fót broti auk lyfja sem bættu upp óendurgoldna ást, slæma veiði og gegn ýmsum öðrum óförum mannanna. Lyfjalistinn hennar Söru upptók huga minn svo, að jeg gleymdi alveg köngurlóar- vefnum og stökkpöddunni und ir kassanum. Forvitnisleg á svip spurði jeg hana hvort hún ætti nokkur banvæn eiturlyf. „Miklu auðveldara að drepa mann heldur en að lækna hann“, sagði hún. „Allir geta tekið upp stein og kastað í höf uð á manni. Jeg gæti farið út í skóg og fundið hingað og þang að ýms eiturefni. Til hvers? Jeg hefi ekkert við þau að gera. — í krús hjer undir borðinu hefi jeg svolítið af bjóra eitri. Jeg hefi krúsina lokaða, svo hund arnir komist* ekki í eitrið. — Þetta efni má finna í skógun- um og allir geta farið þangað og jetið það. Dýrin sem það jeta, stirðna og líta út fyrir að vera dauð. Einu sinni man jeg eftir að dádýr át svolítið af þessu. Það lagðist fyrir, stirðn aði og var eins og það væri dautt. Þangað kom Indíána- drengur og byrjaði að flá það. Hann hafði nærri lokið því, er dýrið spratt upp, — skinn- laust — nei ekki....!“ Sarah baðaði út höndunum. „Nei!“ hrópaði jeg. „Þetta er hræðilegt!“ „Þetta kom fyrir. Bjóraeitr- ið er slæmt lyf“. „Gott! Jeg kom hingað til að fá slæmt lyf“. Kona stóð í dyr unum í hinum enda skýlisins. Hún var álút og gekk hægum skrefum inn í skýlið. „Hvað vilt þú?“ spurði Sarah hastarlega. „Jeg kom hingað bara til að spjalla“, sagði konan, og gekk áfram inn eftir gólfinu. „Jeg hefi þegar neitað þje’ mörgum sinnum. Hvað vilt þú tala um?“ Tala og Túlsí 15. ’ En Tala og Túlsí dauðkenndu í brjósti um Waluka og Túlsí togaði og togaði í hann þangað til hann losnaði loks- ins, en allar reiðu býflugurnar komu fljúgandi á eftir hon- um og hefðu stungið Waluka í nefið og Túlsí líka, ef Tala litla hefði ekki hlaupið til þeirra með öll fallegu, ilmandi blómin. Þegar býflugurnar sáu blómin, urðu þær svo hrifnar, að þeim rann reiðin í einu vetfangi, og gleymdu að hefna síu á Waluka. Þær byrjuðu að drekka hunangið úr blómun- um, en Tala setti nokkur græðandi laufblöð á sára hramm- inn á Waluka og batt svo um hann með beltinu sínu. I „Þakka þjer fyrir, Tala mín“, sagði Waluka, „þú ert ágæS hjúkrunarkona. Mjer. líður strax betur“. 1 Hann var Tölu svo þakklátur, að hann sneri sjer að dug- legu býflugunum og sagði: „Fyrirgefið þið mjer, hunangs- framleiðendur, að jeg reyndi að stela frá ykkur. Jeg lofa því að gera það aldrei fi;amar“. Flugurnar urðu svo ánægðar þegar þau heyrðu þetta loforð, að þær gáfu honum litla hunangskrús til þess að hafa með sjer heim. En þær fylltu keraldið handa Tölu og Túlsí alveg upp á- barma af sætu, brúnu hunangf, af því að þau höfðu verið svo góð að færa þeim öll fallegu blómin. Svo að Túlsí var ánægður og Tala var ánægð, og dug- legu býflugurnar voru líka ánægðar og hjeldu áfram að sjúga hunangið úr blómunum. Og þegar mamma og pabbi Túlsí sáu stóra keraldið fullt af hunangi, urðu þau afar ánægð líka. Nú var til nóg hunang til þess að baka stóra afmælis- köku handa Túlsí og smákökur til þess að gefa öllum skóg- ardýrunum. En hvað þau voru öll glöð. — Og jeg er viss um, að Waluka björn hefir haldið lofor'ð sitt og aldrei framar tekið neitt, sem hann átti ekki. IfJfÍuT4 . Leiga Lítið hús við Kársnesbraut, 2—4 herbergi til leigu. Ekki alveg fullgert. Hentugt fyrir trjesmið sem gæti lokið smíðinni. Tilboð merkt: „Lítið hús — 763“, send- ist blaðinu fyrir sunnudag. MHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllHHIIIIIIIIIIlllllllll I Reglusöm Stúlka | óskast til heimilisstarfa hálfan | daginn eða eftir samkomulagi. i Vinna í saumastofu seinni hluta | dags kemur til greina. Sjerher- i bergi. Tilboð merkt: „Heimilis- | störf — 761“ sendist afgr. blaðs- i ins sem fyrst. r efnafræðilegt nafn é því, sem drep- ur það, veiður einhver að borga fyr- ir.“ ★ Frænka í sveitinni: „Jeg held, aS þú ættir ekki að drekka meiri mjólk núna, vina mín.“ Ella úr kaupstaðnum í heimsókns „Nú, því ekki? Það er nóg til, tvær kýrfyllir úti í fjósi.“ Bóndakona var vön að selja mat- vörukaupmanni í næsta þorpi smjör. E'itt sinn sagði kaupmaðurinn við hana: „Það vantaði upp á smjörvigt- ina hjá þjer í síðustu viku.“ „Nei, að hugsa sjer“, svaraði bónda konan, „krakkinn týndi fyrir mjer lóðinu af voginni svo að jeg notaði £ staðinn sykurpundið, sem jeg keypti hjá þjer.“ iinuiiiiiiiiniiintiitniiiinii BERGUR JONSSON tfálflutnings.tkrifstofa Laugaveg 65, «ími 5833 MxuiiaiaiiiiiiiiiiiiiiiMniiiiiiiiiiiiiuiciiiimiM „Jeg hlýt að hafa villst.“ ★ Skrifstofumaður A: „Vesalings Helgi gamli er orðinn alveg heym- arlaus. Jeg er hrædur um að hann missi atvinnuna." Skrifstofumaður B.: „Uss, hvaða vitleysa. Það er búið að flytja hann yfir í umkvörtunardeildina.“ ★ Engin óþarf kurteisi I Bóndi nokkur var svo ókurteis að ganga steinþegjandi framhjá góðri vinkonu látinnar konu sinnar, sem éminnti hann þegar í stað: „Hvað er þetta, Hansen, jeg er alveg forviða. Þjer snertið ekki einu sinni hattbarð- ið þegar þjer mætið mjer.“ „Jeg veit það, frú Jensen. Þjer er- uð ekkja og jeg er ekkjumaður, en það er ekki nema hálfur mánuður síðan jeg varð það, og jeg er ekki byrjaður að líta á kvenfólk ennþá.“ ★ „Landbúnaðarframleiðsla kostar meira núna en hún gerði áður fyrr.“ „Já,“ svaráði Gilli á Giii. „Þegar það er ætlast til þess að bóndi viti grasafræðilegt nafn á því, sem hann I er að rækta, og náttúrufræðilegt nafn á kvikindunum, sem etur það og * i Gó8 gleraugu eru fyrir öllu. | Afgreiðum flest gleraugnasecept | Aui-turstræti 20, og gerum við gleraugu. | Atigun þje» hvilið með gler- | eugu frá t Ý L I H. F. N■l■■lt■••llll■llmll IV LOFTUR GETVR ÞAÐ EKKl ÞÁ BVER?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.