Morgunblaðið - 22.10.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1950, Blaðsíða 2
M O Il < ; U MlLAi) 1 í) t S;u!>nudagui: .22. o.kt. U950 ] þarf að vera liæg, sve að ekki þurfi að ríficr það, sem reist hefiir verið Wxá háskólahátíðinni ílyrsta vetrardag t H'ÍSKÓLAHÁTÍÐIN, sem fór fram í hátíðasal Háskólans í gær, cins og venja ér fyrsta vetrardag, var virðuleg hátíð og eftir- minnileg. Viðstaddir voru stúdentar, háskólakennarar og aðrir gestir. Alexander Jóhannesson, rektor, setti hátíðina og flutti tmgleiðingar um skyldur skólans og störf. Þá tók tíl máls Jó- t»ann Sæmundsson, prófessor, og talaði um nokkrar nýjungar i lyflæknisfræði. Loks ávarpaði rektor nýskráðu stúdentana. — Kórsöng var fljettað inn í dagskrána. BBEYTINGAR Á KENNARALIÐI Rektor hóf mál sitt með því að skýra frá, hverjar breyting- ar hefðu orðið á kenanraliði skólans frá fyrra kennsluári — Armann Snævarr hefur verið skipaður prófessor í laga- og hagíræðideild í stað Gunnars Thoroddsefi, borgarstj., Magn- úr Már Lárusson hefur verið settur prófessor í guðfræði í fjarveru Magnúsar Jónssonar. Þá hefur Jón Sigtryggson dós- ent í tannlækningum, verið skipaður prófessor. WKÓLANUM BÁRUST Skólanum hafa borist gjafir á árinu. Stofnfje Gjafasjóðs Guðm. Thorsteinssonar er 155 þúsundir. Þá hefur ekkja Sig- fúsar Blöndal gefið skóienum allmikið bókasafn úr safni manns síns. HÁSKÓLALÓÐIN FRÍKKAR Unnið hefur verið af kappi við háskólalóðina og varíð til þess 2 milj. króna af fje skól- Ans. Standa vonir til, að lóðin verði fullgerð í haust. Er hún öli meiri en menn eiga að venj- ast hjer og heimreiðin sjerlega fögur. Seinna rís náttúrugripa- safn ríkisins upp á háskólalóð- inni.. JSTÚDENTAR ÆTTU AÐ GERAST BÆNDUR Nú geta færri alfað sjer ment unar erlendis en áður, vegna gjaldeyrisskorts og almenns fjárskbrts. Því leita nú fleiri til Háskólans hjer en ella, en nú eru innritaðir 620 stúdentar. En almenn stúdentsmenntun er góð undirstaða og engin nauð- syn framhaldsnáms um fram það, sem þjóðin getur tekið við af embættismannaefnum. Hins vegar er fýsilegt fyrir unga stúdenta að gerast bænd- ur. Þeir ættu að vera hæfir til að vera forystumenn stjett- ar sinnar og til fyrirmyndar öðrum. Velmennt bændastjett er kjarni hverrar þjóðar, svo að ekki er í kot vísað. S.IEÐ FYRIR MENNTUN KENNARA Kennaraskólinn, sem verið hefur fjögurra ára skóli, mun frarnvegis hafa 6 ára nám og brautskrá stúdenta. Þetta fótk kemur í Háskólann, og leitar sjer undirstöðu góðrar menntunar til að geta tekið við kennslu í framhaldsskólum landsins. Hingað til hefur að- eins verið lögð stund á tungu- <&-----—--------------------- mál í B. A.-deildinni, én hjer þarf að vera breyting á, enda er hún á riæstu grösum. Er í ráði að bæta þar við kennslu í alm. sögu, landafræði, nátt- úrufræði o. fl., svo og hús- mæðrafræðslu fyrir kvenstúd- enta. Þannig verður hægt að skapa góð skilyrði fyrir mennt- un kennara, er smám saman taka við af þeim, sem fyrir eru, og kennaraskólinn hefur braut skráð. Enda verður megin- áhersla lögð á það I B. A.-deild inni, að búa stúdentana undir kennslustarfið. Er enginn vafi á, að þessi deild, deildin fyrir landsins, verður stærsta deild Háskólans, þegar stundir líða. ÞRÓUNIN Á AÐ VERA HÆG En sjá þarf fyrir margvís- legri annari mennt.un, sem ekki er veitt hjer við Háskólann. — Munu áratugir líða áður en Is- lendingár geta cótt alla mennt- un til eigin háskóla. En þróun Háskólans þarf líka að verá hæg, svo að ekki þurfi að rífa það, sem reist hefur verið. HÁSKÓLINN ÞARF MIKIÐ FJE Háskólanum er mikils fjár vant. Sumt má fá með rekstri kvikmyndahúss, sumt með haþpdrætti, en enn þarf nokk- uð að koma til. Við Harvard- háskólann í Bandaríkjunum er sá háttur á, að þeir, sem hann hefir brautskráð, gefa honum álitlega fjárfúlgu 25 árum eftir að þeir hurfu frá honum. Hjer á landi sýna- stúdentar mennta- skóla sínum margan vott rækt- arsemi, er þeir eiga merkis- str'identsafmæli. Virðist ekkert mæla því í gegn, að hjer yrði tekinn upp svipaður háttur og í Harvard, að þessu leyti. Gæti Háskólanum orðið mikill styrk- ur að því. Ummæli eru höfð eftir Ind- riða Einarssyni, föður þjóðleik- hússins, á þá leið, að háskólinn og þjóðleikhúsið eigi að vera bjartasti kyndill þjóðarinnar. Þar á að vera öndvegi tung- unnar ræddrar og ritaðrar. En til þess að svo mergi verða, þarf góðan, einlægan starfsvilja og auðmjúkt hugarfar. REívTGR ÁVARPAR NÝSKRÁÐA STÚDENTA Seinna ávarpaði rektor nýju stúdentana. Hann benti þeim á, að margir teldu- stúdéntsárin bestu ár æfi sinnar, og betur er búið að íslenskum stúdent- um en við flesta aðra háskóla. Háskólinn er hins vegar alvar- legt starf, er krefst mikillar vinnu og reglusemi. Draumar um dáðir og afrek rætast 'aldrei án mikillar sjálfsafneitunar. — Rektor hvatti stúdenta lögeggj- an og bað þá gæta virðingar sinnar í hvívetna. Þeir verða að gera sjer ljóst, hvað er van- sæmandi og gæta jafnan fyllstu háttvísi. „Háskólinn gerir kröf- ur til yðar, þjóðin gerir kröfur til yðar, þing og ríkisstjórn gerir kröfur til yðar“. Að lok- um óskaði rektor stúdentunum allra heilla og velfarnaðar, og kvaðst vona, að þeir helguðu þjóð sinni krafta sína. UM NÝJUNGAR í LYFLÆKNINGUM Jóhann Sæmundsson, próf., ræddi ýmsar nýjungar í lyf- læknisfræði. I upphafi talaði hann um sýklarannsóknir, en vjek síðan rækilega að súlfa- lyfjunum og áhrifum þeirra. Sagði prófessorinn, að þau hefði markað ákaflega merki- legan áfanga í baráttunni gegn sýklasjúkdómunum. Að vísu eru fundin önnur betri lyf nú, og ber þar fyrst að geta peni- sillins, sem lækningar voru hafnar með 1938. Er ókleift að gera sjci í hugailunu, íivern þátt það átti í sigri bandamanna í styrjöldinni. Svo mörg eru þau mannslíf, sem þáð bjargaði þá og æ síðan. Pensillin orkar á mikinn I f.iöldá sýkla. og er mun fljót- virkara en súlfa. Auk þess er það laust við aukaverkanir að mestu, cn því er ekki að heilsa með súlfað. FJÖGUR LYF Á 5 ÁRUM Uppgötvun penisillinsins olli auknum rannsóknum ó sveppa- ríkinu, sem það er úr, og varð bað til þess m. a., að enn fund- ust ný lyf. Árið 1944 varð kleift að framleiða strptomysin, en það er fyrsta lyfið, sem hefur hagnýtt gildi í baráttunni við berkla, og er þegar notað þar með góðum áranari, einkum hefur það reynst vel við bráða- berklum. Síðan hafa fundist 3 ný lyf, sem reynst 'hafa góð við berklum, svo að seinustu fimm árin hafa fundist ekki færri en 4 lyf, sem notuð eru við berkl- um með góðum árangri. Áður höfðu að vísu fundist lyf, sem orkuðu á berklasýkilinn, en annað hvort voru áhrifin veik og einskis nýt eða lyfið var of sterkt fyrir líkamann. Á stríðsárunum fannst lyf í Bretlandi, sem reynst hefur vel við alls konar eitrunum. Geng- ur lyf þetta undir nafninu bal. GRÓANDIN MIKIL Prófessorinn kvað margt um nýjungar í . lyflæknisfræðinni um þessar mundir og væri gró- andin mikil í þeirri læknis- grein. Er nú svo komið, að fund in eru lyf, sem gefa góða raun við allflestuin sýklasjúkdóm- um. Öðru máli gegnir um sjúk- dóma, er eiga rætur sínar að rekja, til huldusýkla (vírusa), þar' er fátt nm gúða drætti. DELHI — Indlandsstjórn hefur afþakkað boð um að eiga full- trúa í hinni nýju Kóreunefnd Sameinuðu þjóðanna. * é a FieSri hellsilr ers scnsmsr ' ;■ ’V- A; ... ÍU .ÚAy: . , v : ■ '• '; hafa undirrifað, segir Kiljan HALLDÓR KILJAN segir í grein, sem hann skrifar í kommúnistablaðið s. 1. fimmtudag, að það „hryggi sig“, að undir Stokkhólmsávarpið „hafa enn scm komið er skrifað fleiri heiðnir menn en kristnir“!!! Nú fer að verða erfitt að botna í skáldinu úr Gljúfra- steini. — Hversvegna hryggist það yfir þessari stað- reynd? Fyrir nokkrum dögum lýsti það yfir í grein í kommúnistablaðinu að „öll trylltustu stríðsæsingafífl heimsins væru sannkristnir mcnn“ og að það „hvarfl- aði ekki að þeim að myrða náunga sinn öðru vísi en að fara mcð faðirvorið um leið“!!! Getur það verið að Halldór Kiljan sje mjög hryggur yfir því, að „fleiri heiðnir menn en kristnir“ prýða Stokkhólmsávarpið með honum? Ótrúlegt er það. Annars má vel vera að hann geti hugsað sjer að hafa nokkur „sannkristin stríðsæsingafífl“ með sjer þar. — Það er alltaf skemmtilegra að geta gefið Kominform skýrslu um fleiri en færri undirskriftir und- ir stríðsávarp þcss!!! Stúdentaráðskosnmgarnar verða á laugardaginn I Koiið um fimm lista. KOSNIINGAR í Stúdentaráð Háskóla íslands fara frant n. k. laugardag. Er framboðsfrestur var útrunninn höfða fimm listar komið fram. Pólitísku fjelögin fjögur standa hvert aö smum hsta, en auk þess bera studentar í verk- fræðídeild fram sjerstakan lista, sem verkfræðideildin stend- ur þó ekki einhuga um. — D-listinn, listi Vöku, fjelags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, er skipaður þessum mönnum: 5 1. Árni Björnsson stud. jur. 2. Guðjón Lárusson stud. med. 3. Kristján Flygenring stud. polyt. ; 4. Sigurbjörn Pjc-tursson stud. ódont. 5. Höskuldur Ólafsson stud. jur. 6. Baldvin Tryggvason stud. jur. 7. Magnús Ölafsson stud. med. . | 8. Gunnar Schram stud. jur. j 9. Matthías Jóhannesson stud. mag. | 10. Guðmundur Garðarsson stud. öcon. j 11. Soffia Matthiesen stud. phil. 12. Magnús Ólafsson stud. jur. 13. Hannes Guðmundsson stud theoi. j 14. Gunnlaugur Snædal stud. med. j 15. Sigurður S. Magússon stud. med. 16. Baldur Jónsson stud. mag. 1 ; 17. Halldór Hansen stud. med. j Björn Þorláksson stud. jur. | 18. Efstu menn á hinum listun- um eru. — A-listi, fjelags jafn- aðarmanna: Magnús E. Guð- mundsson, stud. jur., Árni Gunnlaugsson, stud. jur. og Sig ursteinn Guðmundsson, stud. med. Á B-lista, lista Framsóknar- manna eru efstir Ásmundur Pálsson, stud. jur., Sigurberg Elentíusson, stud. polyt., Sveinn Skorri, stud. mag. j Á E-lista, lista verkfræði- stúdenta, eru efstir: ísleifur Jónasson, stud. polyt., Sverrir Ólafsson, stud. polyt., Baldur Tryggvason, stud. polyt. | Efstu menn á C-lista, lista róttækra stúdenta, eru: Ólafur Halldórsson, stud. mag., Hregg- viður Stefánsson, stud. mag„ Anna Ivlargrjet Jafetsdóttir, stud. med. j í stúdentaráð eru kosnir 9 fulltrúar. Við síðustu kosning- ar hlutu kosningu 4 fulltrú- ar frá Vöku, fjelagi lýðræðis- sinnaðra studenta, 3 fulltrúar af saméiginlegum lista jafnað armanna og framsóknarmanna -i og 2 fulltrúar af lista fjelagg róttækra stúdenta. Alþjóðleg sýniitg ! ráðger* í Frakklandi PARTS: — Frakkar hafa 1 hyggju að efna til stórkostlegri ar alþjóðlegrar sýningar frá 15, apríl til 31. október 1955. — Á* sýningin að fjalla um „fortíð og framtíð“. í ráði er, að sýningarsvæðið taki yfir 740 ekrur í Courbe- voie fyrir vestan París. Aðal- byggingarnar, sem reistar^ verða, eiga síðan að verðh þungamiðja nýrrar borgar. Eins og er, er sýningarkostri aðurinn áætlaður sem samsvari ar 50 til 60 milljónúm sier- lingspunda. Er vonað, að að minnsta kosti 10 milljónii* manna skoði sýninguna, þar a? um þrjár milljónir útlendinga, — ReuieA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.