Morgunblaðið - 28.10.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐlf) \ Laugardagur 28. okt. 1950. 31®rgpsisf>!ðl>i$ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Bindindiseftirlit í skólum F YRIR skömmu ritaði menntamálaráðuneytið öllum skóla etjórum landsins brjef, þar sem lagt var fyrir þá að hafa strangt eftirlit með því að nemendur hafi ekki áfengi um hönd á skemmtunum eða fundum, sem þeir eða aðrir halda í húsakynnum skólanna. Skal brot gegn þessum reglum varða áminningu eða jafnvel brottvikningu úr skóla. Jafn- framt voru settar reglur um að vanræksla kennara í starfi sínu vegna vínnautnar skuli varða stöðumissi. Ráðuneytið tók það fram að brjef þetta væri ekki ritað af gefnu sjerstöku tilefni, þar sem vitað væri að kennara- stjettin sje ein bindindissamasta stjett þjóðarinnar, heldur vildi það leggja áherslu á þær kröfur, sem gera yrði í þessum efnum. Þetta brjef menntamálaráðuneytisins er rjettmætt og skyn- samlegt. Á það verður að leggja allt kapp að ala skólaæsk- una upp við reglusemi og bindindi. Skólarnir eru einmitt sá vettvangur, sem ákjósanlegastur er fyrir bindindisfræðslu. En til þess að fræðsla og leiðbeiningar um slíka hluti komi að haldi verður æskan að finna að til sjeu reglur, sem hún c-kki getur sniðgengið, ef hún ann sóma sínum. Ef hún brýtur þær liggur við heiður hennar. Við íslendingar förum illa með áfengi, svo að mikill vansi er að. Hjer þykir engin skömm að því að sjást ofurölvi á almannafæri eða jafnvel vanrækja störf sín vegna drykkju- skapar. Það er ekkert almenningsálit til, sem venji menn af slíku siðleysi og vesgldómi. Menn þykjast hjer jafnvel menn að meiri fyrir hann. Um orsakir þessa mætti margt segja. En ein þeirra er áreiðanlega sú, hversu fráleitt fyrirkomulag er hjer á sölu og framreiðslu áfengra drykkja. Hefur oft verið vakin at- hygli á því, hvernig þetta fyrirkomulag elur beinlínis upp í þjóðinni siðleysi og óhóf. En ekkert er samt gert til þess að koma þessum málum í skynsamlegra horf. Það er aðeins íjargviðrast yfir vitleysunni og afleiðingum hennar. Við það situr. En hvort sem við svo búið stendur um langan tíma enn, eða ekki, verður hinn íslenski skóli að ala nemendur sína upp við reglusemi og hófsemi. Hann verður að auka bind- indisfræðslu sína og gæta hegðunar æsku sinnar. Um nauð- syn þess geta skoðanir ekki verið skiptar. Stjórnmál ■ háskólastúdenta 1 D A G fara fram hinar árlegu kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands. Þeim er jafnan nokkur gaumur gefinn. Að þessu sinni hafa allir hinir pólitísku flokkar lista í kjöri við þessar kosningar. Um skeið höfðu hinir svokölluðu vinstri flokkar samvinnu um framboð. Þeirri samvinnu er nú lokið. Allir lýðræðissinnaðir menntamenn hafa sjeð að samvinna við kommúnista er óhugsanleg. Háskólastúdentar eru yfir- leitt frjálslyndir menn, en frjálslyndi og kommúnismi sam- læmast ekki. Barátta kommúnista miðar að því að ræna einstaklinginn því frelsi og þeim rjettindum ,sem mannkynið hefur barist fyrir öld eftir öld. Hinn ungi menntamaður lítur fyrst og fremst á einstaklinginn sem homo sapiens, skyni gædda veru, sem hafi frelsi til þess að velja og hafna. Komm- únistinn og Kominformþjónninn lítur hins vegar á hann sem ósjálfstæðan þræl takmarkalauss ríkisvalds. Milli afstöðu hins frjálslynda menntamanns og kommún- ístans er þess vegna mikið djúp og breitt. í raun og veru eru menntun og þekking einnig alger and- stæða hins kommúnistiska skipulags. í þeim löndum, sem kommúnistar ráða er lögð áhersla á að byrgja allt ljós, alla þekkingu að utan. Vanþekkingin á því, sem er að gerast í heiminum á öllum sviðum, er þannig gerð að grundvelli áframhaldandi valda hinnar ráðandi klíku. íslenskir menntamenn vilja ekki efla slíkan flokk til áhrifa í þjóðfjelagi sínu. Þeir vilja rúmgott og frjálslynt þjóðfjelag byggt á þekkingu og menntun fólksins. v»,.,ii!|R DAGLEGA LÍFINU Á FERMINGARDAGINN UM ÞESSAR mundir standa haustfermingar yfir í kirkjunum og það er mikið um að vera á þeim heimilum, þar sem unglingur á að ferm ast, allir vilja gera þenna dag að sem mestum hátíðisdegi fyrir unglinginn, sem er að verða fullorðinn maður. Flestum fermingarbörnum finnst dagurinn vera stærsti dagur í þeirra lífi og veltur því á miklu fyrir þá, að allt fari vel úr hendi. En það er ýmsum örðugleikum bundið, að gera sjer dagamun vegna dýrtíðar og skorts á ýmsum veraldarinnar gæðum því kröfurnar eru miklar, sem gerðar eru til þess, að dagamunur geti talist. • DRYKKJUVEISLUR ÚR TÍSKU Á STYRJALDARÁRUNUM, þegar flestir höfðu sand af peningum og allt var til, bæði til fæðis og skæða, var mikið borið í sumar ■ ferfningar- veislur hjer í bænum. Þótti þá mögrum nóg um, er ekki var hægt að ferma ungling nema að allt flyti út í áfengi og kræsingum. —Voru drykkjusiðir í fermingaveislum þá fordæmdir í þessum dálkum og víðar og mun það hafa hrifið, því sjaldgæft mun það nú, að haldnar sjeu drykkjuveislur í fermingarboðum. Var það eins gott, að sá ósiður var niður lagður. NÓGU ERFITT SAMT ÞAÐ verður nógu erfitt samt fyrir margar fjöl- skyldur að halda upp á fermingardag barna sinna, þótt, þótt ekki sje lagt í kaup á áfengum drykkjum. Matarveislurnar kosta ekki svo lítið, eða fermingarfötin, ef þau þá fást, að það eitt verð- ur flestum ofviða. Mætti að skaðlausu breyta mjög til um siði manna í fermingarveislum og láta heldur pen- ingana, sem fara í munað, koma hinum unga borgara til góða, er hann gengur út í lífið. • GLEYMA AÐ BORGA PRESTINUM í FYRRAVOR heyrði jeg skrítna sögu hjá presti einum. Jeg var að grínast við hann um, að hann myndi hafa góðar tekjur af fermingum, skírn og dauðsföllum. En hann tók því heldur fálega og í fullri alvöru. , Sagði klerkur mjer, að margur hygði auð í annars garði. Bætti því við, að varla myndu menn trúa hve margir kæmu sjer undan að greiða fermingartollinn, en prestarnir ættu bágt með að innheimta hjá fólki, jafnvel þótt þeim væri kunnugt um, að viðkomandi hefði vel ráð á að greiða ákveðið gjald fyrir undir- búning prestsins undir ferminguna og ferming- una sjálfa. Já, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. • ERU SKÓHLÍFAR MUNAÐUR? NÚ fer a ðlíða að þeim tíma, að kuldalegt verð- ur að ganga um, jafnvel hin steinlögðu stræti borgarinnar, sem eru þó orðin svo hreinleg, að þau eru þvegin eins og stofugólfin áður fyr. En það rignir jafnt á rjettláta sem rangláta, sem kunnugt er og margir hafa gengið niður úr sólunum á skónum sínum og geta ekki fengið þá endurnýjaðá, þótt gull sje í boði. Oft hafa skóhlífar þá bjargað frá haustkvefinu, því þótt votviðrasamt geti verið í Reykjavík erum yið ekki komnir svo langt, eins og sagt er um frændur vora Færeyinga, að þeir fái lungna- bóigu, ef þeir eru einn heilan dag þurrir í fætur. En skóhh'far eru víst taldar til munaðar og fást ekki • ÖRUGG SPARNAÐAR- RÁÐSTÖFUN EN ÞÓTT ekki fáist fjárfestingarleyfi fyrir skó- hlífum á landsins börn, þá gerir ekki til á þess- ari sparnaðaröld, þótt hugíeitt sje hvað skóhlif- ar gætu sparað mikinn gjaldeyri, ef rjett væri á haldið. Stígvjelaskór eru nú framleiddir í landinu og barnaskór komast upp í á annað hundrað krónur, en skófatnaður fullorðina á þriðja hundrað krónur. Einhvern gjaldeyri þarf til kaupa á efni í skóna. Skóhlífar eru hinsvegar ódýrar og spara mik- ið leðurskó í rigninga- og bleytutíð. — Gaman væri ef reikningsfróðir menn legðu niður fyrir sjer dæmið og sýndu svart á hvítu hvað það myndi spara mikinn gjaldeyri, að hafa jafnan á boðstólum skóhlifar fyrir alla, sem þær vilja nota. — Það gæti orðið dálaglegur skildingur. Kvikmynd frá Brusselmófinu sýnd á næsfunni Þróltmikil slarfsemi F.R.Í. fram á landskeppni milli land- anna. Ekkert hefur enn verið ákveðið í því efni. FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND íslands mun innan skamms fá hingað til lands eintak af kvikmynd, sem tekin var á Evrópu- meistaramótinu í Brússel í sumar. Standa vonir til að hægt verði að hefja sýningar á myndinni um miðjan næsta mánuð. Sambandið á einnig í fórum sínum eintak af kvikmynd frá keppni Bandaxíkjamanna við Norðurlöndin, sem fram fór 1949 Verður sú mynd einnig sýnd innan skamms. Myndin frá Evrópumeistara- mótinu er talin mjög vel heppn- uð. í henni eru margir „slow motion“ kaflar, sem þykja vel teknir og mun kvikmyndun kúluvarpsins, maraþonhlaups- ins og fleiri greina hafa tekist einna best. — Sýning þessarar myndar tekur um 1 klst., en þeirrar amerísku um 35 mín. Er jafnvel’í ráði að sýna þær báðar saman. Hin nýja stjórn FRÍ, sem kosin var í ágústmánuði hefur unnið ötullega að þeim málum, sem leysa þarf. Stjómina skipa Garðar S. Gíslason, form., Jó- hann Bernhard varaformaður, Lárus Halldórsson fundarritari, Ingólfur Steinsson gjaldkeri og Oliver Steinn brjefritari. LANDSKEPPNIN VIÐ NORÐMENN NÆSTA SUMAR Unnið hefur verið að undir- búningi að landskeppni við Norðmenn og eru miklar líkur fyrir að sú keppni fari fram í Oslo næsta sumar. Ekki er þó enn ákveðið um fyrirkomulag þeirrar keppni. Til mála hefur jkomið að Danmörk verði með x keppninni. En endanlega mun þetta verða afráðið á þingi frjáls íþróttasambanda Norðurlanda, sem haldið verður í desember- mánuði n.k. í Helsingfors. Þang að mun íslenskur fulltrúi verða sendur. FRÍ hefur staðið í brjefa- skriftum við amerísk íþrótta- fjelög um að hingað komi flokk ur bandarískra íþróttamanna. Hefur þessari málaleitan verið vel tekið og má jafnvel búast við að af þessu verði næsta sumar. Jafnframt hafa verið gerðar tilraunir til að fá hingað ame- rískan þjálfara og er það mál á góðum vegi statt. TILBOÐ UM KEPPNIR VÍÐA AÐ Sambandinu hefur borist brjef frá íþróttafjel. „Kamme- ratarna“ í Váxjö í Svíþjóð. — Vilja þeir senda hingað ung- lingaflokk. Eiga þeir sterkum „juniorum“ á að skipa. Þar er m. a. unglingur sem hlaupið hefur 110 m. grind á 16 sek., 100 m. á 11,2 sek., stokkið um 7 m. í langstökki og náð fleiri athyglisverðum árangrum. Er þetta boð Svíanna í athugun. Sambandið hefur skrifað þróttasambandi Belgíu og farið NEFNDIR TIL AÐSTOÐAR STJÓRNINNI Stjórnin hefur ákveðið að skipa 3 nefndir til aðstoðar við hin margvíslegu störf. Er það framkvæmdanefnd, sem ætlað er að sjá um móttökur erlendra íþróttamanna, undirbúning ut- anfara o. fl. Þá er útbreiðslu- og fræðslunefnd, sem fræða á landsmenn um gildi íþróttanna, annast upplýsingar út á við, sem mikið hefur verið leitað eftir. — Loks er dómaranefnd. Hún hefur áður verið til og starfað, en verksvið henrtar hef- ur verið víkkað mjög. Stjórn sambandsins er ein- huga á móti nafnabreytingu á íþróttum þeim, sem kallaðar hafa verið „frjálsar íþróttir“. Hafa komið fram tillögur um breytingu á því, en þær þó ekki hlotið góðar undirtektir. Nafn- ið frjálsar íþróttir hefur verið valið með samþykkt á þingi frjálsíþróttamanna, og breyt- ingar á því ekki löglegar, nema það þing samþykki þær. Garðar S. Gíslason, sem hafði orð fyrir stjórn sambandsins, er hún ræddi við blaðamenn í gær, sagði, að búast mætti við, að næsta sumar yrði viðburða- ríkt hvað íþróttir snerti. Hann sagði að vinna þyrfti að því, að þátttaka íslendinga í Olym- píuleikjunum yrði sem glæsi- legust, og kvað víst að þar yrði nafni íslands haldið hátt á loft, en varaði þó við of mikilli bjart sýni hvað sigra okkar manna aoerti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.