Morgunblaðið - 28.10.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.1950, Blaðsíða 11
| Laugardagur 28. okt. 1950. MORGUNBLAÐIÐ 11' BókviKið og askarnir Riisljóraskifli við TRAKTORBOKIN ÚTGÁFA bóka um búskap, er að vonum ekkl svo mikil, að |>að taki mikið rúm í blöðunum að geta þeirra, og erlendra bun- aðarbóka er hjer sjaldan að neinu getið. Það er illa farið, þótt segja megi að þýðingarlítið sje að benda bændum og bænda efnum á -shkar bækur, þar eð þær sjeu nær forboðin vara, íeins og hjer er högum háttað um innflutning bóka. Þó er það varla einleikið, og líklega ekki rjett að kenna gjaldeyrisyfirvöldunum einum lum, hve sjaldgæft það er, að til búfræðinga og bænda slæð- Sst útlendar bækur, sem slægur er í, þeim til fróðleiks og þekk- tngarauka. En það megum vjer vita hjer á hólmanum, að imargar búnaðarbækur, sem út koma á Norðurlöndum (og raunar víðar), eiga vissulega erindi til hjerlendra manna, sem vilja eflaust að viti og kröftum, til að verða nýtir foændur og hugsandi menn um málefni landbúnaðarins. í sveitum landsins snúast iijólin enn, þótt kalt sje undir kötlum togaranna. Og það er mikils um vert að hjólin snúist sem best og þarflegast. Fræðsla um búvjelar og tækni ætti því að vera mörgum manni, er bú- skap stundar, kærkomin. Snemma á þessu ári kom út fojá L. T. forlaginu (Lantbruks- forbundets tidskriftaktibolag) í Stokkhólmi bók, er nefnist Traktorboken, eftir Nils Berg- lund próf. í búvjelafræði, við foúnaðarháskólann í Ultuna, og Karl-Áke Svensson, kennara við sama skóla. Þetta er 300 fols. bók í Skírnisbroti, með 280 myndum og kostar 10 krónur sænskar. Hinn fyrnefndi höfundur er Slkunnur á Norðurlöndum fyr- fr störf sín á sviði húnaðar- tækninnar. Hann hefur skrifað Stennslubækur í búvjelafra-ði og 1945 gaf hann út ásamt Y. Andersson tilraunastjóra, hina gagnmerku bók Lantbruks- maskiner ock redskap en önn- Srr útgáfa hennar; 11.—18. þús- undið, kom út 1947 (475 bls., 430 myndir. Verð 8,75 krónur Eænskar). Svíar standa orðið mjög framar-lega varðandi margt, er íið búnaðartækni lítur. Um íangt skeið hefur verið starf- tandi þar í landi fjelagsskapur, er nefnist Jortbrukstekniska föreningen. Eins og nafnið foendir til, vinnur fjeiag þetta ©ð rannsóknum varðandi bún- aðartækni og fræðslu um þá foluti. Það hefur gefið út fjölda af skýrslum og smáritum, og foefur haft ágætum manni á að skipa, þar sem er agr. Yngve 'Andersson tilraunastjóri. Tilraunir með búvjelar ann- ast Statens Maskinprovningar í Ultuna, undir forustu H. Arson Moberg, hins snjallasta manns. Par er ennfremur Jortbruks tekninska institutet, sem vinn- ar að merkilegum tilraunum og rannsóknum í sviði búnaðar- íækni og bústarfa. Próf. Berg- lund veitir þeirri stofnun for- stöðu, jafnframt kennslustöðu einni við háskólann. Báðar eru þessar stofnanir fevo vel búnar að húsum og tækj um að af ber, og langtum best öf hliðstæðum stofnunum á Norðurlöndum. Úr bessum jarðvegi er Trakt- orbókin upp runnin. Má segja, að góður sje að henni nautur- £nn, enda er þetta ágæt bók og greinagóð. Engin önnur bók er til á Norðurlandamálunum, er gerir þessu efni jafngóð og ýt- arleg skil. Hún er í 23 meginköflum: 1. Sambandið milli hita og vinnu. 2. Starfshættir mótora af mismunandi gerðum. 3. Bruninn í strokk mótors- ins. 4 Eldsneytið. 5. Stokkar, bullur, ásar og lokar. 6. Mótorar með blöndung. 7. Blöndungurinn. 8. Kveikjan. 9. Disilmótorinn. 10. Hesselmanns-mótorinn. 11. Glóðarhaus-mótorinn. 12. Kælikerfið. 13. Smurolían og smurkerfið. 14. Traktorar af mismunandi gerðum. 15. Traktor-mótorar af mis- munandi gerðum. 16. Tengsli, gírkassi, mismun- munadrif o. fk 17. Okuhjól, framhjól, stýri, sporvídd- og hemlar. 18. Rafmagnskerfi, ræsir og ljós. 19. Gangráður, lofthreinsari og hljóðdeyfir. 20. Vökvalyfta og tenging. 21. Traktorinn revndur, af- köst og ökuhraði. 22. Meðferð traktorsins. 23. Traktorakstur. Myndakostur bókarinnar er sjerstaklega athyglisverður, því að flestar eru myndirnar teikn- aðar og skýra efnið á auðveldan og ágætan hátt. Traktorbókin er ætluð mönn um til lestrar, sem eiga og aka traktor og bíl og vilja afla sjer meiri þekkingar um mótor og aðra vjelarhluti, heldur en fæst í smáritum og á stuttum nám- skeiðum. Hún á um margt að koma bílamanninum að sömu notum eins og traktormannin- um. Jafnframt því er bókin ætluð sem kennslubók við skóla og á námskeiðum. er veita allfull- komna fræðslu um þetta efni. Loks er hún greinagóð hand- bók fyrir þá, er viíja, án sam- felds lesturs um efnið, fá veiga miklar upplýsingar um einstök atriði, eftir því, sem að höndum ber, í starfi og við viðhald traktora. Bókin á mikið erindi til þeirra, sem eiga að sjá veru- legri notkun traktora farborða, eins og t. d. hjá ræktunarsam- böndunum. Þar sannarlega þörf þekkingar og forsjár. Ef jeg ætti eitthvað að finna að bókinni, hefði jeg óskað að meira væri um samanburðar- upplýsingar um hinar rnismun- andi tegundir traktora er sýndu t. d. í töfluformi, sem flest um stærð og gerð vjelanna. íslensk- ir íesendur þægju einnig meira um beltatraktora, heldur en er í bókinni, er það að vonum, því að þeir koma miklu meira við sögu við jarðrækt og aðrar. bún- aðarframkvæmdir hjer á landi, en í Svíþjóð. En ekki verður á allt kosið, er vjer viljum fræðast af er- lendum bókum til framdráttar búskap vorum, og það eigum vjer að gera langtum meira en raun vill á verða. Að því er bændum og bændaefnum frami og fengur. Og leiðbeinendum bændanna um búnaðarmál, er það svo mikil nauðsyn, að ekki er vansalaust hve ltið þeir gera að því, sumir hverjir. Árni G. Eyiands. Fylki í Eyjum í FYLKI, blaði Sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, sem kom út 20. okt., er skýrt frá j því, að ritstjóraskifti hafi orðið j við blaðið. Björn Guðmundsson j bæjarfulltrúi, hefir tekið við, ritstjórn þess af Gunnari Hlíð- ar. — j í tilefni af ritstjóraskiftum, skrifar hinn nýi ritstjóri á þessa jleið: „Það hefur orðið að samkomu lagi við ráðamenn þessa blaðs, að jeg taki að mjer ritstjórn þess um nokkurra mánaða skeið. Þessi ráðstöfun er á eng- an hátt gerð vegna þess, að jeg sje á nokkurn hátt betur til þess fallinn eða hafi betri tækifæri til að sjá um ritstjórn blaðsins heldur en þeir, sem að undan- ' förnu hafa haft hana á hendi, 'l síður en svo. ' ■ Ráðstöfun þessi er einungis ■ ■ gerð út frá þeirri staðreynd, að blaðamennska við blöð út á ; landi, er svo að segja eingöngu borið upp af áhugasömum flokksmönnum, sem fórna til þess frítíma sínum. Hinsvegar er það talsvert starf að hugsa um þó ekki stærri blöð, en hjer urn ræðir og æskilegast að reyna að dreifa því, sem mest.' Vegna þessa hefi jeg nú um skeið tekið að mjer ritstjórn blaðsins, þó hinsvegar mjer sje sjálfum ljóst að mikið skortir á að jeg hafi tíma eða aðstæð- ' ur til þess að leysa það eins vel af hendi og jeg vildi. | I Ritstjóraskiptin munu ekki f hafa neina stórvægilega breyt- j ingu í för með sjer í sambandi við stefnu eða útkomu blaðsins. j Rúmi þess mun fyrst og fremst' verða helgað málefnum þessa1 byggðarlags og þeim lagt það, lið sem rök eru á, á grundvelli' starfs og stefnu Sjálfstæðis- j flokksins í bæjar og land. mál- j um. Blaðið mun, sem að undan- förnu opið öllum flokksmönn- j um fyrir greinar er varða stefnu og starf flokksins svo og þeim öðrum, er í það vilja rita um það er þeim liggur á hjarta, framara- og menningarmálum : byggðarlagsins viðkomandi. Nauðsyníegf að gera ráð- sfafanir gegn vörusmyglinu Verkefni Fjárhagsráðs og annarra yfirvalda FREGNIR af smygli á alls- konar vöruin, hafa verið áber- andi í blöðum bæjarins á sið- ustu tímum. Það er vitað, að mikið af smyglvarningi kemst inn í landið og gengur manna á milli á svörtum markaði. Þó slíkt sje ekki nýtt fyrirbrigði, sýnist eins og smygl hafi farið í vöxt, ef dæma má eftir hinum tíðu frjettum, af því, þegar toll verðir finna smyglvarning sem farmenn á millilandaskipum eiga. þekkist ekki í sundur nema af rannsóknum, sem geta verið flóknar, hvort vara er smygluð ' eða orðin löghelguð á upþboð- J um þess opinbera. Fyrst inn- flutningsyfirvöldin gera marg- 1 ar vörutegundir að raunveru- j iegum bannvörum, með því að neita um venjuleg leyfi fyrir ! þeim, er sjálfsagt að hið opin- bera sjái um, að slíkar vörur 1 komi ekki á markaðinn eftir öðrum leiðum, sem íeljast lög- legar, enda er þá auðveldara að hafa hendur í hári smygl- GAGNRAÐSTOFUN. SEM UM ara. LEIÐ ER TEKJUÖFLUN Barnasamkomur í Tjarnarbíói BARNASAMKOMUR í Tjarn- artúó á vegum dómkirkjusafn- aðarins, hefjast að nýju á morg- un, sunnudag, kl. 11 og verða að jafnaði heldnar annan hvern sunnudagsmorgun. Eins og að undanförnu mun sjera Jón Auð uns dómkirkjuprestur annast þær. Talar hann til barnanna, segir þeim sögur við þeirra hæfi, en börnin taka þátt í bænum og söng. Að lokum eru sýndar kvikmyndir. Geysileg aðsókn hefur verið að þessum barnasamkomum undanfarna vetur, Tjarnarbíó ! jafnan fulit út úr dyrum af jánægðum börnum. I Sjera Jón Auðuns biður þess I getið, að búið sje að prenta nýtt ! sálmakver fyrir börnin, sem [kostar kr. 2.50 og verður | selt á samkomunum. Er þess óskað, að foreldrar láti börnin kaupa þeta nýja kver, svo að barnasöngurinn verði almenn- J ur í hinum stóra barnahópi, sem : þarna kemur saman. J Annan kostnað hafa foreldr- ' arnir ekki af því að veita börn- um sínum gagnlega og ánægju- lega stund á sunnudagsmorgn- ana, stund, sem aðsóknin sýriir að börnin sækjast mjög eftir. jBæði börnum og foreldrum er mikil þökk á þessu starfi. Eins og verslun okkar er nú háttað, er vafalaust erfitt að stöðva smyglið, en beinasta að- ferðin til þess er að leyfa venju legum innflytjendum að flytja vörurnar inn. Margar af smygl vörunum teljast til óþarfa- varnings, sem ekki er talið að við höfum efni á að kaupa. Þó væri athugandi af yfirvölduíi- um hvort ekki væri rjett að veita nokkur gjaldeyrisleyfi fyrir ýmsar vörur, sem eru mjög hátt tollaðar og mikið ber á í smygli, til þess að ríkissjóð- ur fari ekki á mis við tolitekj- urnar og afhendi þær smygl- urum. Hafa margar leiðir ver- ið farnar til tekjuöflunar handa hinu opinbera, sem eru fráleitari en það, sem hjer er vikið að. Slík ráðstöfun gæti líka orðið til að draga úr smygl- hættunni. DÆMI UM SMYGLARAOKRIÐ Þær vörur, sem þæ diegar eru til smygls, eru ýmsar má- vörur svo sem ljelegir kúla- pennar, varalitir, ýmis konar fyrirferðarlitlir skrautmunir og tyggigúmmi, svo nefnd sjeu aðeins nokkur dæmi. Smyglar- ar kaupa ódýrar og ljelegar tegundir erlendis, en selja þær aftur á markaðnum við iangt- um hærra verði, en góðar teg- undir mundu kosta hjer, ef þær væru fluttar inn af versl- unum. Sem dæmi um þetta, má nefna kúlupennana, sem rnikið hefir borið á í smygli. Smyglarar kaupa slíka penna í búðurn í Ameríku. en þar kosta þeir 1 dollar, sem er kr. 16,32 með núverandi gengi. Engar „fyllingar" fylgja þessum penn um smyglaranna og eru heldur ekki fáanlegar hjer. þannig, að pennarnir eru fólki ónýtir eftir stutta notkun. Síðan selja smyglarar slíka penna hjer á allt að kr. 150.00. Ef samskonar penni væri fluttur inn á venju- legan hátt, mundi hann kosta ca. kr. 45.00 út úr búð hjer, en í því verði cr innifalinn allur kostnaður, þar á meða! ca. G0% tollur tii ríkissjóðs. Er augljóst að smyglaramir draga drjúga burst úr nefi ríkissjóðs, og hafa um leið af almemiingi álitlegar upphæðir mcð starf- semi sinni. SMYGLVÖRURSELDAR AF HINU OPINBERA Þegar náðst hafa smyglaðar vörur, hafa yfirvöldin hafí þá aðferð að gera þær upptækar, og selja þær síðan hæstbjóð- anda á opinberum uppboðum. Slík aðferð gerir smyglui'unum og svartamarkaðsmönnum auð- veldara með að dyljast, því þá ! TIL ATHUGUNAR | FYRIR FJÁRHAGSKÁÐ Ástæðurnar fyrir smyg'linu og svartamarkaðnum liggja í hinum almenna vöruskorti og ringulreiðinni á gjaldeyris- málum okkar. Á siðastliðnu ári fengu farmenn og sjómenn til umráða ekki minna era um 10 miljónir íslenskra króna í er- lendum gjaldeyri, era eins og nú er ástatt, er óhjákvæmilegt annað, en að verulegur hluti þeírrar upphæðar komi fram í allskonar óeðlilegum vörukaaip um og smygli. Þessi gjaldeyrir hlýtur að vera ein aðal undir- staða smyglsins og svartamark- aðarins. Það mun vafalaust vera talið erfitt að kippa að sjer hendinni um að gjaldeyrir sje fenginn sjómönnum og far- mönnum, fyrst það fyrirkomu- lag er einu sinni komið á. -En hitt er jafn augljóst að hinu op- inbera ber skylda til að vernda almenning eftir mætti gegn smyglinu og því, sem þar af leiðir, en hingað til virðist lít- ið hafa verið gert í því efni. Innflutnings og gjaldeyrisdeiM Fjárhagsráðs ætti að taka til athugunar hvað hún gæti fyrir sitt leyti gert til að bamla á móti smyglinu, sem virðist fara í vöxt og getur orðið enn hættu iegra, þegar frá liður, ef ekk- ert er gert til að afstýra því.~' frjafir franska sendiráðS" ins tif Handíða- myndlisfaskólans FYRIR NOKKRUM dögum sendi franska sendiráðið Hand- íða- og myndlistaskólanum (verðmæta og góða gjöf. Voru það rúmlega 130 ljósmyndir af ifrægum listaverkum, málverk- jum, teikningum og höggmynd- ,um i frönskum listasöfnum. J Í þessari viku hafa skólanu.m jenn borist yfir 70 myndir að giöf frá franska sendiráðinu. jMeðal þessara mynda eru all- ^margar af franskri byggingar- jlist. Hinar eru af málverkum og höggmyndalist. Á undangengnum 12 árum hefur skóiinn unnið að bví að koma sjer upp listmynda- og bókasafni. Hin síðustu ár hefur nálega ekkert verið unnt að kaupa til safnsins sökum gjald- eyrisörðugleika. Þessi franska gjöf kemur því í góðar þarfir og er mjög mikilsverður feng- ur til eflingar listfræðslu þeirri. sem skólinn að staðaldri heldur uppi fyrir neínendur sína í myndlista- og keimara- deildunum svo og fyrir a'raenn- ing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.