Morgunblaðið - 28.10.1950, Side 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 28. okt. 1950,
i
Framhaldssagan 74
•iiiiiiiiiiiiiiitiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiimiuiHiM
niiuiiiiiMiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiin
FRTJ mike
Effir Nancy og Benedicf Freedman
■■■iiiuiiiiiiiiimiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiianiiiiiiiHHiiJiiiMiiuMii i».
Síðan var tilbeiðsla og var
sólin beðin að vera mönnunum
trygg og skína daglega, svo að
kornið mætti þroskast; þeir
minntu hann á að hún væri á
himininn sett í ,þeim tilgangi.
Þruman var beðin um rigningu
og jörðin var beðin um að gefa
af sjer meira korn svo börnin
rnættu ná háum aldri.
Skýlisdyrnar voru nú opn-
aðar. Við gengum út og meðtók
um kornax úr hinum stóru
heilögu pottum, sem einungis
voru notaðir þennan hátíðis-
dag. Mannfjöldinn skiptist í
hópa, borðaði og talaði. LítiBt
drer^ur gekk um, hjelt um
magann og tautaði „Meesook,
Meesook“. Allir hlógu. Orðið
þýðir matmálstími. Konurnar
voru önnum kafnar að sneiða
niður nautatungur o. fl. Mjer
fannst jeg vera ábyrg fyrir að
nóg væri til að borða og mjer
Ijetti er jeg sá, að í hvert sinn
er einhver fór og bað um meira,
þá fjekk hann ábót. Loks voru
jafnvel þeir sem svangastír
voru orðnir mettir.
Nú fóru ýmsir að segja sög-
ur og smáhópar hlustenda
mynduðust kringum þann er
sagði frá. Konur frá hinum
ýmsu þorpum hittust og rædd-
ust við en nokkrar þeirra, sem
lengst höfðu komið að, breiddu
teppi sín á jörðina og sofnuðu.
börnin höfðu bæði sofnað. svo
jeg ákvað að við skyldum bíða
eftir dansinum.
Það var farið að rökkva,
þegar fjárhættuspilið hófst að
nýju. Mike tók þátt í því um
stund, og tapaði hníf. í þetta
skipti var það leikið með tveim
ur beinum. Annað var rautt en
hitt var hvítt. Tveir og tveir
Ijeku saman og lögðu undir.
Hjeldu þeir á skiptis á bein-
um fyrir aftan bak, en and-
stæðingurinn átti að segja fyr
ir í hvorri hendinni rauða
beinið var.
Taktviss trumbusláttur lað-
aði okkur frá fjárhættuspilinu
og þangað sem menn höfðu hóp
ast saman til að dansa. Allan
daginn hafði Oh-Be-Joyful
fylgt mjer eftir. Hún hafði
hugsað um Ralph og ekki sýnt
áhuga sinn fyrir neinu af því,
sem fram hafði farið. — Hún
virtist ekki taka eftir glæsileik
hinna ungu manna og hún virt
ist ekkert áfjáð í að fara þang
að, þar sem dansað var.
Fyrsti dansinn var fyrir
unga fólkið. Stúlkurnar söfnuð
ust saman í hóp og piltarnir
einnig, en nokkurt autt svæði
var á milli þeirra. Allt í einu
hljóp stúlka út úr hópnum, kom
til okkar og greip í hendi Oh-
Be-Joyful.
„Mananowatum", sagði hún.
Oh-Be-Joyful hristi höfuðið,
en nú kom allur stúlkuskarinn
Og dró hana með sjer í dansinn.
Hún leit til mín og sagði:
„Frú Mike“.
En jeg vildi ekki hjálpa
henni.
Stúlkurnar röðuðu sjer upp
og stigu svo dansspor í áttina
að piltahópnum. Oh-Be-Joyful
fylgdist með þeim. Er þær nálg
uðust piltana stigu þær til
baka, en piltarnir dönsuðu
fram.
Harmonikuómur barst að
eyrum okkar. Kynblendingam
ir og hvítu mennirnir höfðu haf
ið dansleik á öðrum stað. Þar
hafði nokkur mannfjöldi safn-
ast saman og fiðluleikari hóf
nú leik með harmonikuleikar-
anum.
Jeg sneri mjer aftur að Indí-
ánunum. Þeir ljetu ekki dans
hvítu mannanna trufla sig,
heldur hjeldu áfram sínu takt
fasta stappi, eins og áður. Oh-
Be-Joyful var mjög fögur á að
horfa í hvítu skartklæðunum.
Hún hvorki brosti nje hló, en
úr augum hennar skein ákafi.
Ungu piltarnir og stúlkurnar
dönsuðu fram og aftur. Jonat-
han var í hópi piltanna. Hreyf
ingar hans voru ljettari og
liprari en hinna. Hann naut
dansins í ríkum mæli.
Allt í einu riðluðust raðirn-
ar. Stúlkurnar gengu að pilt-
unum. Oh-Be-Joyful gekk á
milli þeirra og margir piltanna
kölluðu til hennar. En hún
gekk hvatlega og eins hratt og
hljómfall lagsins leyfði og nam
staðar fyrir framan Jonathan.
Hún tók klútinn af höfði sjer
og lagði hann á axlir hans. —
| Hinar stúlkurnar gerðu slíkt
hið sama, hver þeirra náði sjer
í ungan mann með því að
sveifla klútum sínum um þá.
Allir hlógu, hoppuðu og hróp-
uðu. _■—
í Flest pörin hættu dansinum
og nokkur þeirra gengu sam-
an á brott. En Jonathan og Oh-
Be-Joyful stóðu kyr á þeim
stað þar sem þau voru er
trumbuslátturinn hætti. — Jeg
sá hann aldrei spyrja hana
neins og jeg sá hana heldur
ekki segja neitt við hann —
en þegar Jonathan gekk í gegn
um þorpið, sá jeg að hún
fylgdi honum eftir. — Þau
námu staðar við jaðar skógar-
ins og hann tók upp strá sem
hún hafði stigið á. Þau hjeldu
síðan bæði tvö inn í skóginn.
Hún hafði kosið að fylgja kajak
smiðnum sínum. Nú mundi
hann byggja pílviðarkofa
handa henni. Hún ætlaði hjer
eftir að fylgja honum um hina
torrötuðu vegi skógarins.
22. kafli.
Jeg hafði sest niður til að
stoppa í sokka og furðaði mig á
hvað tíminn leið fljótt. Þetta
var í janúarmánuði 1911. Nú
var hálft annað ár umliðið síð-
an Öh-Be-Joyful fór. — Það
hafði ekki valdið eins miklum
truflunum og jeg hafði búist
við. Trúboðsstýran hafði sent
Teresu, systirina feitu, til mín
til að vita, hvernig jeg hefði
það. Yfir tebollanum hafði
hún stunið og kvartað og sagði
að jafnvel þó við fyndum Oh-
Be-Joyful núna, bvggist hún
við að það væri orðið um sein-
an.
„Um seinan?“ spurði jeg.
„Já, þú veist hvað þau eru
hæði Ahrifagjörn og tilfinn-
inganæm“.
Jev kinnkaði kolli alvarleg
á svin og samþykkti að ef til
vill væri það orðið um seinan.
Þetta var fyrir tveimur
sumrum siðan. Jeg gat ekki bú
ist við að Oh-Be-Joyful mundi
heimsækja mig, — ekki einu
sinni að hún skrifaði mjer. —
Hver átti svo sem að koma
með- brjefin hennar? En jeg
vonaði þó, að hún gæti á ein-
fivern hátt komið til mín skila
boðum um, hvernig henni liði,
og hvort Jonathan væri góður
eiginmaður — eins og Mike.
Mike sat við borðið og var
! að semja skýrslu sína fyrir síð-
asta missiri. Klukkan var að-
eins 9, að morgni, en hann
vann við kertaljós. Á veturna
er dimmt hjer hjá okkur til
klukkan 11. Mjer fannst leiðin-
legt _að fara á fætur í myrkri.
Jeg var löt eins og sólin. —
En börnin vöknuðu alltaf
klukkan hálf átta, svo jeg varð
að fara á fætur. Jeg gekk frá
diskunum í flýti og settist síð-
an niður til að stoppa í sokk af
Mary Aroon.
„Fjandinn sjálfur“, sagði
Mike. Mjer hálf brá við. — En
þá heyrði jeg hljóðið líka,
þetta lága, skerandi ýlfur úlfs-
ins. Jeg grúfði mig yfir handa-
vinnu mína, svo Mike tæki
ekki eftir að jeg hló. En vissu-
lega var þetta orðið hlægilegt
— þetta með Mike og úlfinn.
Hann hafði verið á stjái í ná-
grenninu mánuðum saman. Jeg
hafði sjeð hann nokkrum sinn-
um. Hann var stór og silfur-
grár að lit. Ekki vissi jeg hvað
hann vildi í kringum húsið
okkar. Við höfðum engan bú-
stofn. Við áttum að vísu helm-
ingin af Bessie, en hann var
: geymdur hjá hinum helmingn-
um í fjósinu hans Larrys. En
Larry kvartaði aftur á móti
mjög undan úlfinum, því er
hann hafði heimsótt okkur fór
hann venjulega til Larrys og
fjekk sjer hádegisverð.
Mike hafði sagt fyrir tveim-
ur mánuðum að hann mundi
fara og aðstoða Larry við að
ráða niðurlögum þessa vá-
gests. En alltaf er Mike fór
þangað, kom úlfurinn ekki í
nánd við bæinn. Mike sagði að
hann fyndi á sjer hvar byssur
væru og kæmi þá hvergi ná-
lægt hjörðinni. Til að reyna
þetta, gættu þeir hiarðarinnar
óvopnaðir os bá tókst úlfinum
að klófesta sjer í bráð.
Mike ásetti sjer að ganga að
úlfinum dauðum. Hann vissi að
þetta mundi vera gömul og vit
Iur skepna og hugsaði bví ráð
sitt með ró. Hann veiddi vel
feita kanínu og sprautaði í
hana eitri. Síðan setti hann
hana á góðan stað og fjekk loks
olíu hiá Söru til að hæna úlfinn
að beitunni. ÞePar hann kom
heim þetta kvö'd fullyrti hann
að úlfurinn mundi liggja dauð
ur nokkur hundrnð metra frá
beitunni, sem lögð hafði ver-
ið fvrir hann.
Tvær stúlkur
óska eftir vinnu. Margskonar
vinna kemur til greina (ekki
vist). Tilboðum sje skilað ó
afgr. blaðsins fyrii mánudags-
kvöld merkt: „Röskar — 105“.
Hákon Hákonarson
3.
! Allt í einu heyrði jeg einhvern segja, á norsku: —•
Ja, það verð jeg að segja, að jeg slapp lagiega af Flóru þetta
skiptið.
ékí ///
-
ucg snenst á hæli og leit víst ekkert sjerlega gáfulega útc
því að jeg vissi ekki til, að það væri neinn annar Norðmað-
ur en jeg um borð í „Nelson lávarði“, og síst af öllu bjóst
jeg við að hitta sjálfan Jens frá Gæsaey, sem hafði verið á
Flóru, gamlan og góðan vin minn.
— Stattu ekki svona gapandi, maður, sagði hann. — Jeg
er enginn draugur. Jeg er vera af holdi og blóði. Er það
runnið upp fyrir þjer?“
— En hvaðan í ósköpunum kemurðu? ?
— tlr romminu, auðvitað!
— Úr romminu!
— Skiljanlega. Hvaðan ætti jeg annars að koma? VertU
nú svo góður að loka gímaldinu á þjer. Jeg kem úr romm-
inu og þar hef jeg verið góða stund — til þess að fá skemmti-
iega sjóferð í góðum fjelagsskap.
••»NNIIIIIII|IIIIIIIHHIHmiMniH)IIHIIIIH«''
Herbergi - Húshjdlp
Reglusöm, siðprúð stúlka, getur
fengið herbergi með öllum þæg
indum, gegn húshjálp fyrir há-
degi, eða eftir samkomulagi.
Hentugt fyrir stúlkur sem vinna
ó vaktaskiptum. Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld
merkt: „Miðbær —106“.
Lítill drengur var vanur að vera
hjá pabba sínum á morgnana, þegar
hann var að klæða sig og svo lcomu
þeir saman til morgunverðar. Einn
morgun kom sonurinn emsamall
niður og mamma hans sagði:
„Af hverju kemurðu einn, Villi?
Hvar er pabbi þinn?“
„Jeg held að hann sje að leita að
skrattanum sínum“, var svarið.
Og tilfellið var, flibbahnappurinn
var týndur.
★
Það var verið að sefa kafla ' nýja
kvikmynd og leikstjórinn var fok-
vondur við unga stúlku, sem átti að
verjast áleitni nngs manns, er vildi
kyssa hana. Árangurinn varð í hæsta
máta ófullnægjandi.
„Hvað er þetta?" hrópaði leikstjór-
inn. „Hafið þjor aldrei reynt að
hindra mann í að kyssa yður?“
„Nei,“ var hið hreinskilnislega
svar.
★
Lítil stúlka hljóp til mömmu sinn-
ar og sagði: „Komdu inn í eldhús,
mamma, það er ókunnugur maður að
kyssa vinnukonuna.*'
„Hvaða vitleysa, barn, það getur
ekki verið,“ sagði móðirin, en kom
samt. Við dyrnar á eidhúsinu sneri
sú litla sjer við, hló og sagði: „1.
apríl, mamma, það er bara pabbi.“
★
„Það kom úþægilegt atvik fyrir
mig í gærkvöldi“ sagði Jones.
„Jeg hafði verið ó skemmtifundi
í klúbbnum, og kom heim mjög seint,
mjög þreyttur og mjög hræddur um
a ðvekja frúna. Jeg skreið upp . tig-
ann á fjórum fótum, og þegar jeg
skreið inn í svefnherbergið, sagði kon-
an min. „Snati minn, ert þetta þú?‘.“‘
„Það var óskemmtilegt", sagði \
vinur hans.
„Já,“ svaraði Jones, „en jeg var
nógu snarráður til að sleikja á henns
höndina."
★
Skóladrengur (við föður sinn) ,Get
urðu scgt mjer, hvað er langt til
tunglsins?“
Faðirinn: „Nei“.
Sonurinn: „Jæja, þá skaltu ekki
ásaka mig ef mjer verður refsað í
skólanum á morgirn fyrir fáfræðs
þina.“ ___
Padiógrammófónn (
10 lampa til sölu. Sími 80246 5
frá kl. 1—3. |
Amerísk kdpa
Víð Tweed-kápa með lausu loð-
skinnsfóðri, fyrir háa granna
stúlku. Til sölu ó Ljósvallagötu
32 kl. 2—5 í dag.
>•••••••• ■*••■• •■■l•••■l•ll■••l■■l■IM*•l||||||■|f0>
l■••••••■l••«••l••lllll■l■l•■•■•la••ll■■ll■ll■ln
1 Ný Eletrolux
hrærivjel j
óskast. Tilboð sordist afgr. blaðs |
ins fyrir mánudagskvöld merkt: £
„Ný hrærivjel — 117“.