Morgunblaðið - 26.11.1950, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1950, Blaðsíða 7
Sunnudagur 26. nóv. 1950. MORGTJiS'BLAÐIÐ ? SIGURÐUR ARNASON Nú er loksins komin á markaðinn, bókin hans Sigurðar Arnasonar, sem hann kallar „MEÐ STRAUMNUM". Sigurður er fæddur vestur við Patreksfjörð og byrjar á því að segja frá æskustöðvunum, lífsháttum manna og kjörum á Vestfjörðum fyrir sex til sjö áratugum síðan. En straumurinn ber hann skömmu eftir fermingu norður í Húnavatnssýslu, þar dvelst hann um hríð hjá frænda sínum, hinum þekkta kennimanni, síra Bjarna í Steinnesi. Straumurinn beinist þaðan suður á bóginn og enn berst Sigurður með honum til Hafnarfjarðar, Keflavíkur og að lokum út til Englands, þar er hann um skeið á fiski- skipum, eða þar til straumurinn skilar honum að síðustu til Reykjavíkur. Bókin er lipurlega skrifuð og skemmtileg aflestrar. Athygl- isgáfa Sigurðar Árnasonar hefur verið fróbær, frásögnin er allt af jafn lifandi, fróðleg og hispurslaus, hvort sem hann Iýsir bændum og lífnaðarhátíum á Vestfjörðum og hjeraðs- höfðingjum í Húnavatnssýslu, bráðabirgða sýslumanni á Akranesi, eða sótsvörtum kolamokara á breskum togara. Hver maður fær siít, ekkert er dregið undan, enda segir Sigurður sjálfur í fcrmála bókarinnar, að sú frásögn þyki sjer litlaus, sem sleppir að geta þess í fari-manna, er til lasts mætti ncfna. ' ' mm í þessari bók bírtast tvær af „Austra- sögunum", sem hafa notið mikilla vin- sælda, en eru nú orðnar svo sjaldgæfar, að flest yngra fólk hefir ekki átt þess kost að lesa þær. Þegar þessar sögur birtusf í Austra náðu þær brátt mjög mikilli hylli lesenda og voru því jafnan gefnar út sjerprentaðar, er þær höfðu birst í blaðinu. En viðast varð sú rairn- in á, að þær voru bókstaflega lesnar upp ti! agna. Hvar sem góðan nætur- gest bar að garði, sem langaði í góða sögubók að kvöldí. urðu Austrasögum- ar oftast fyrir valinu. Þær em fyrst og fremst ætlaðar til skemmtilesturs, enda mjög „speimandi’* frá upphafi til enda. Atburðaröðin er hæfilega hröð og skcmmtileg, en viðfangsefnin, ástir og hatur unga fólksins, barátta fyrir jarð- neskum gæðum, ofstæki og afbrýðisemi. Fyrri sagam t þessari bók heitir „F.UGENIA'*, en hin síðari „TVÖFALT HJÓNABAND". Þær eru hvor annari skemmtilegri, svo að fáir munu leggja bókina frá sjer fyrr en henni er lokið. Hjer er á ferðinni mjög nýstárleg og sjerstæð bók. Það er ágrip af landslagslýsingu Rangárvalla, og þar með UPPDRÆTTIR AF BÆJUNUM ÖLLUM í ÞEIRRI SVEIT, eins og þeir voru árið minnisstæða, 1930. Saga sjerhvers hjeraðs er þáttur í heildarsögu lands vors, og á því erindi til fleiri manna en þeirra, sem við þá átthaga eru tengdir. En þar að anki hafa þessir uppdrættir — af öllum bæjum í heilli sveit á vissu ái þá sjerstöðu, AÐ EKKERT 1> í LÍKT HEFl.'R ÁDUR VERIÐ ÚTGEFIÐ IIJER Á LANDI. Fátt lýsir betur efna ;nr þjóðar, atgjörvi hennar og menningai'ji.'roska en hús og bústaðir hennar. Vegna þessa r engxn hætta á þ i, að útgáfa þessí fy nist eða falli úr gi.di með aldrinum. iún mun verða þeim mun v 'imaqíari sem fleiri ár líða. Mætti höfundur þessa fágæta ritvcrks, HELGA SKÚLADÓTTIR kennari, — þá 'iíif ' ú á ík. ■ dum, er þessi bók var sai ón, — verða öðrum til fyrinr vndar og auka jafnfrar't ábuga fjöl- h< a manna í iiciri eitum og sýslum fyrir framkv æmdura í bvi' mikilsverða þjóðminjamáli, sem markað er eð utgáfu þessarar ágætu bókar. — FÆST IIJÁ BÓKSGLUDI. FÆST KJA BOKSOLUM BÖKAOTGAFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.