Morgunblaðið - 26.11.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.11.1950, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók jtstMaðtft 37. árgangar 276. tbl. — Sunnudagur 26. nóvember 1950. Prentsmiðja Morgunblaðsina Hollandsdrottning og Bretakonungur Grískum börnum skilað í gær AÞENA, 25. nóv. —ijúgóslav- ar skiluðu fyrstu grísku börn- unum heim í dag. Er þar farið að beiðni S. Þ., sem fyrst gerðu ályktun um málið 1948. Að vísu voru börnin ekki nema 21 af þeim 24 þúsundum, sem tal- ið er að sjeu í kommúnista- ríkjum A-Evrópu, en þó er þetta spor í áttina. Börnin voru á aldrinum 5—18 ára og kunna jyngstu börnin ekki grísku. — Elstu drengirnir 2 krupu á knje og kysstu jörðina, er þeir komu á gríska grund. JULIANA Hollandsdroitning hefur verið í heimsókn í Bre*.- landi hjá bresku konungshjónunum og sjest drottning hjer með George Bretakonungi, er hann sótti hana á Victoriajárnbrautar- stöðina og ók með henni til konungshallarinnar. „NY NYLENOUSTEFNA - RIJSSNESKA TEGUNDIN44 Ivær áiyklunarliiiöguf um Kína bíða afgreiöslu LAKE SUCCESS, 25. nóv. — Nú bíða 2 ályktanir um Kína lckaafgreiðslu allsherjarþingsins. Gerir önnur ráð fyrir áfram- baldandi rannsókn vegna kæru kínversku þjóðernissinnastjórn- arinnar um rússnesk afskipti í Kína. Hin fer fram á staðfesting áiyktunarinnar frá í fyrra, þar sem allar þjóðir eru beðnar að virða sjálfstæði Kína. Fundi öryggisráðsins frestað vegna veðurs LAKE SUCCESS, 21. nóv. — Öryggisráðið átti að koma sam- an i dag til að ræða Formósu- málið og styrjöldina í Kóreu. Svo vont var veðrið í New York, að fresta varð fundinum þangað til á mánudagsmorgun- inn. — Var fulltrúunum ekki treyst til að komast klakklaust á fundarstað. KUSSUM ÞYKIR « NÆRKI SJER HÖGGVIÐ Stjórnmálanefndin hefur sent báðar ályktunartillögurnar til þingsins, þótt Rússar og hjá- ríki þeirra mæltu því í gegn. Fyrri tillagan gerir ráð fyrir, að haldið verði áfram rann- sóknum á kæru þjóðernissinna, sem segir, að Rússar hafi gert árás á landið. Seinni tillagan fer fram á staðfestingu þess,1 að öll ríki virði sjálfstæði Kína og samninga við landið og leiti engra sjerstakra áhrifa þar eða hlunninda. j Fyrri tillagan var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 17, en seinni með 28 gegn 6. NÝ NÝLENDUSTEFNA Fulltrúi Bandaríkjanna tók til máls og fórust orð á þá leið m. a., að síðan 1945 hefði Kína verið ofurselt „nýrri ný- lendustefnu — rússnesku teg- undinni," eins og Truman orð- aði það nýlega í ræðu í San Fransiskó. Fundur verndar- gæsluráðsins í New York LAKE SUCCESS, 25. nóv. — Verndargæsluráðið kemur sam- an til næsta fundar síns í New York, en hann verður að ári. Ráðið felldi tillögu Rússa um að reka fulltrúa kínversku Þjóðernissinnanna úr ráðinu. Greiddu 2 atkvæði með tillög- unni, en 9 í gegn. Eilurgufa banaði 28 manns í Mexíkó MEXÍKÓ, 25. nóv. — I fyrri nótt Ijetu 28 manns lífið í borg- inni Poza Rika í Mexíkó. Eitr- aðar lofttegundir höfðu mynd- ast þar í verksmiðju, og dreifð- ist eiturgufan um borgina, en mjög kyrrt var í veöri. — Auk þeirra, sem ljetust, veiktust yf- ir 300 manns heiftarlega. — Er slyssins varð vart, sló óhug' miklum á borgarbúa. — Reuter. Allsherjarsókn lýðveldis- manna heldur áfra m Halnarborgin Chongjin á austurströndinni allin TÓKÍÖ, 25. nóv. —- Sóknin í Norður-Kóreu hefur gengið vel i dag, og hefur ekki verið um verulega andspyrnu hommúnista að ræða. Á einum stað voru þeir þó fastir fyrir, og gerðu jafn- vel svo harða hríð að lýðveldismönnum, að þeir hrukku fyrir fyrst í stað, en fengu þó staðigt gagnáhlaupið, er fiá leið. Var talið. að kínverskir kommúnistar hefði verið þarn; að verkí. Nýja Kóreunefndin fer fil Seoul í dag TÓKÍÓ, 25. nóv. — Tilnefndur hefur verið fyrsti formaður nýju Króeunefndarinnar, sem á að sjá um eining landsins og viðreisn. Hann heitir Mian Zia- uddin, frá Pakistan. Annars verða formannsskipti mánaðar- lega í nefndinni. Þessar þjóðir eiga fulltrúa í nefndinni auk Pakistan: Filipseyjar, Ástralía, Tyrkland, Chile, Holland og Thailand. Á morgun (sunnud.) fer nefndin til Seoul, höfuðborg ar S.-Kóreu. Þar leysir hún störf sín af hcndi. Brelar flyija inn ko! LONDON, 25. nóv. — Breska stjórnin hefur tilkynnt, að kol verði flutt til landsins til að firra vandræðum. Munu 2 eða 3 millj. smál. kola verða fluttar inn frá Bandaríkjunum fyrir um 40 millj. dala. HAFA TEKIÐ CHCNGJIN í morgun tók 24. bandaríska fótgönguliðsherfylkið borgina Chongju og á austurströnd- inni hafa Suður-Kóreumenn tekið hafnarborgina Chongjin, en hún er tæpa 130 km sunn- an landamæra Mansjúríu og ákaflega mikilvæg . Flugher S. Þ. fer þar fyrir S.-Kóreu- mönnum, og reynir að gera þeim hægara um sóknina. SKÆRULIÐAR í S.-KÓREU Skæruliðar kornmúnista valda enn óskunda í Kóreu. Er jafnvel um stóra skipulagða flokka að ræða. Megt kveður að skæruhernaðinum sunnan 38. breiddarbaugsins, ekki alls- fjarri höfuðborg Suöur-Kóreu, Seoul. MANNTJÓN BANDARÍKJAMANNA Frá þvi hefir venð skýrt, að um seinustu helgi hafi mann- tjón Bandaríkjamanna í styrj- öldinni í Kóreu verið orðið tæpar 30 þúsundir. Þar af eru 5000 fallnir, um 20000 særðir og 4000 er saknað. Tillögur um nýja skaffa í Frakklandi PARÍS, 22. nóv. —: Franska stjórnin lagði fram frumvarp um nýja skatta í dag. Nema þeir 187 millj. franka samtals, og er ætlunin að jafna þann veg hallan á fjárlögum ársins 1951. — Reuter-NTB. Yerkfall í London LONDON, 25. nóv. — í dag gerðu um 130 raffræðingar, sem vinna á vegum „British Over- seas Air Corporations“ í Lon- don, verkfall. Krefjast þeir kjarabóta. Ráðstefna ræðlr um mýraköldu LONDON, 25. nóv. — í næsta mánuði hefst ráðstefna um mýraköldu í Nairöbi, höfuðborg Kenia í Afríku. Um 3 milljónir manna láta árlega lífið úr þess- J um sjúkdómi. Ráðstefnan er haldin á vegum heilbrigðisstofn tmar S- Þ. Ræff um úfvegun hrásfna I.ONDON, 25. nóv. — í dag hófst ráðstefna Frakka og Breta um útvegun og verðlag hráefna. Viðræðurnar fara fram í London. Flótti lögreglumanna BERLÍN. — Seinustu 5 mánuði hafa 430 lögreglumenn úr „al- þýðulögreglun,pi“ á hernáms- svæði Rússa flúið til Vestur- Berlínar. Alþjóðaverklýðs- samband! frjélsra þjéða vegnar vel CHICAGO, 25. nóv. — í heim- inum eru starfándi 2 alþjóðleg verklýðssamþönd. Annars veg- ar frjálsra þjóða og hins vegar kommúnigta. Samband frjálsra verklýðssambanda er enn ungt að árum, en vegur þéss.fer sí- hækkandi. Vararitara sambandsins, Belg íumanninum Gust de Muynck, fórust m.a. svo orð í gær á lands þinvi iðnaðarsambands Banda- rikjanna: ,,í Asu er sjerstak- lega rnikið starf fvrir höndum, en við ætlum að róa að því öll- um árum, að lýðræðið verði í hávegum haft í verklýðsfjelög- unum. Enginn vafi er á um ár- angurinn, ef rjett er á málurn haldið. Finnar eru öllum frjáfsum þjóðum til fyrirmyiióSar Harriman fer lofsamlegum orðum um bará'tu þeirra WASHINGTON, 25. nóv. — Averell Harriman, sjerstakur að- stoðarfnaður Trumans, hefur haldið ræðu að viðstöddum finnsk- um verkalýðsleiðtogum, sem nú eru á ferð í Bandaríkjunum. Honum fórust svo orð, að allar frjálsar þjóðir ætP að fylg.ia fordæmi Finna, er þær sæktust eftir frelsi og' virðingu fyrir mannrjettindum. BARATTAN GEGN ASÆLNI KOMMÚNISTA Harrimann fór lofsorðum um Finna vegna „feikilegs hug- rekkis þeirra og einbeitni í baráttunni gegn árás og ásælni kommúnista. Þeir njóta aðdá- unar okkar og við viljum veita þeirn þá aðstoð, sem við meg- um. Við þekkjum vandamál þeirra“. FJNNÁR RÁÐA SJER SJÁLFIR Akúsamu, formaður finnska verklýðssambandsins, tók til máls á eftir Harriman. „Við eigum við mikla erfiðleika að stríða. Við eigum í höggi við kömmúnista í verklýðsfjelög- únum, líka alþjóða kommún- Harriman fór lofsorðum um járntjaldsins, og' því ráðum við okkur sjálfir og vonumst til, að svo verði enn“. Fárviðri á auslur- sirönd Bandaríkj- anna NEW YORK, 25. nóv. — í dag geisaði ofsaveður urn austur- strönd Bandaríkjanna. — Var stormurinn gífurlegur og fann- fergið eftir því. Víða tepptust samgöngur. Skip, járnbrautir og flugvjelar hafa orðið að fresta áætlunarferðum sínum. í New York varð varla komist húsa á milli. Komst vindhrað- inn þar upp í 130 km í bylj- unum. Veðurstofan hefir var- að menn við bví, að enn kunnx ofviðrið að haldast um hríð. —- Vafalaust hefur fjöldi manns látið lífið og meiðst í ofviðri þessu. . i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.