Morgunblaðið - 26.11.1950, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. nóv. 1950.
MORGVTSBLAÐID
9
RE YK
Síldin
SÍLDVEIÐIN hefur verið mjög
misjöfn á bátana tmdanfarna
Viku, og eins dagamunur á því
hvernig veiðin hefur verið. Fer
eftir því, hve síldartorfurnar
liggja djúpt á miðunum. Stund-
um fá flestir bátanna litla veiði,
vegna þess að þeír ná ekki með
netin til síldarinnar. sem í sjón-
um er. Og oft er affinn mjög
misjafn á bátana, sem eru á
alveg sömu slóðum.
Alltaf sama sagan. Vantar
veiðarfæri, til að ná til síldar-
torfanna, sem era miltið til
kyrstæðar í sjónum, en of djúpt,
tíl þess að verulega náist til
þeirra.
Langt er komið, að salta þá
síld, sem síldarútvegsnefnd hef
ur selt. En kunnugir segja, að
ekkert sje því til fyrírstöðu, að
selja aflann fyrir sæmilegt
verð, þó meira veíðist en
þegar hefur selt verið. Eftir-
spurn er eftir frystri síld til
Mið-Evrópu. Og eins hefur
Verið spurt eftir síld, sem send
yrði í ís til Þýskalands. En
þannig seldi Haraldur Böðvars-
son o. fl. Faxasíld til Þýska-
lands á árunum fyrir styrjöld-
Ina síðustu.
Auk þess kemur vel tíl mála,
að veiða í bræðslu, þegar sæmi-
lega_veiðist í reknet.
Nokkuð hefur verið veitt í
herpinætur hjema í Sundun-
um undanfarna daga, af smá-
síld, og hún sett í brseðsluna í
Hæring. Hefur nú loks fengist
verkefni fyrir hann hjer í
Eeykjavík. Reynast vjelar hans
vel. Þær eru ætlaðar fyrir 5000
mála bræðslu síldar á sólar-
lii’ing.
Hæringur hefur Ifka tekið
karfa til bræðslu.
Karfinn
TOGARARNIR hafa aflað meiri
karfa, en í fyrstu frjettist. Og
þykja það merk tíðindi. Því
aldrei var við því búist, að sú
veiði gæti staðið svo langt fram
eftir vetri. Karfi hefur hir^gað
til aðallega veiðst á sumrin.
Karfaflökunin gefur mikla
aívinnu í landi. Fyrst þegar far
ið var að flaka karfa hjer sunn-
anlands í sumar, tók það t.d.
25 manns yfír daginn, að flaka
4 tonn af karfa. En úr hverjum
4 tonnum fæst eitt tonn af flök-
um. 75% af efnivörunni fer í
bræðslu. Með æfingunni verða
afköstin greiðari. En með þvi
verði, sem fæst fyrir karfaflök-
in, fyrir vestan, fæst hin mikla
vinna endurgoldin, meðan orð
fer af því, að varan sje góð.
Á Akranesi hefur hvað eftir
annað orðið að grípa til þess að
gefa unglingunum í gagnfræða
skólanum frí, til þess að þeir
geti hjálpað fullorðna fólkinu á
staðnum við að koma aflanum
undan, sem borist hefur á land,
af karfa og síld. Þykir skóla-
fólkinu það skemmtíleg til-
breyting frá náminu, og gaman
að því, að vinna sjer inn skild-
ing, dag og dag.
Akureyrartogarar tveir,
sem lagt hafa karfaafla sinn í
Krossanesverksmiðjuna, hafa
hætt karfaveiðum, og fara nú
á ís. Verksmiðja þessi hefur
verið rekin með svo miklu á-
lagi í sumar, að þörf er'á gagn-
gerðri endurbót.
Byrjuð er vinnsla í Faxaverk
smiðjunni. Hafa vjelarnar ver-
jð reyndar nú í vikunnL
Hinn tnikli aldurs-
flokkur FaxaKÍJdar
EFTIR því, sem dr. Hermann
Einarssöh > '■ héfur : skýrí; Máðinu
frá, ér alltaf samj aldursflokk-
JAVI
urinn ríkjandi í síldveiðinni
hjer sunnanlands í haust. Er
það sumargotssíld frá árinu
1944, og vorgotssíld frá 1945.
Þegar aldur síldarinnar, sem
hjer veiðist, er athugaður, eru
það um 75% aflans, sem eru á
þessum aldri. Er síld þessi frá
32—34 sentimetrar á lengd. Er
því komin í sömu stærð og
venjuleg Norðurlandssíld. Fitu-
magnið hefur verið um 16%.
En nokkur munur er nú orðinn
•á fitumagninu í sumargots- og
vorgotssíldinni. Er vorgotssíld-
in byrjuð að leggja af, En sum-
argptssíldin, sem á lengra eftir
til hrygningar, er enn að fita
sig. Þegar dregur að því, að
síldin hrygni, hættir hún mjög
að taka til sín fæðu, og liggur
kyrr í sjónum, eins og hún t.d.
gerði í Hvalfirði um árið, þeg-
ar veiðin var þar sem mest.
Ekki hefur á því borið, að
síldartorfurnar, sem liggja í
Miðnessjó, og þar um slóðir,
sjeu farnar að draga sig nær
landi, svo búast megi við síld í
Hvalfirði, eða inni á víkum og
vogum.
Sumarspádómar
NÚ ÞEGAR meginstofn þeirrar
síldar, sem hjer veiddist í vet-
ur, er kominn í sömu stærð og
Norðurlandssíldin, væri eðlileg
ast, að mann færi að dreyma
um þann möguleika að eitthvað
af síld þessari brygði sjer norð-
ur fyrir land í sumar, og gæfi
þar góðan afla.
Það væri piun efnilegra, ef
menn gætu nugsað sjer, að svo
kynni úr að rætast fyrir okk-
ur. Norðmenn hugsa sjer, að
sækja síldina, sem frá Noregi
kemur, norður til Jan Mayen,
ef sama veiðileysan heldur á-
fram fyrir Norðurlandi. Annars
hafa Norðmenn nú rannsókna-
skipið G. O. Sars í leiðangri til
þess að reyna að hitta síldar-
gönguna í hafi, meðan hún er
á leiðinni upp að Noregsströnd,
svo kunnleiki þeirra verði meiri
á ferðalagi hennar inn á norsku
miðin, fyrir vetrarvertíðina.
Það verður gaman að vera
síldarútgerðarmaður, bæði í
Noregi og á íslandi, þegar göng
ur síldarinnar eru kannaðar í
aðalatriðum.
Aðalfundur Lands-
sambands útvegs-
manna
SKÖMMU eftir að aðalfundi
Sölusambands ísl. fiskfram-
leiðenda lauk á dögunum, hófst
aðalfundur LÍÚ hjer í bænum,
og stendur hann yfir enn.
Öllum er það ljóst, að fundur
þessi hefur vandasamt viðfangs
efni við að glíma. Eru áreiðan-
lega vandfundnar leiðir til þess
að leysa erfiðleika bátaútvegs-
ins. En þær þurfa að finnast,
til þess að framtíð atvinnuveg-
arins verði tryggð.
Þegar gengisbreytingin var
gerð á síðastliðnu vori, var það
gert í því skyni, að bjarga þjóð-
inni út úr þeim ógöngum, að
þurfa að halda áfram að greiða
tugi og hundruð milljóna í
skatta, sem færi í uppbætur til
að halda útveginum gangandi.
Þetta var rjett og nauðsyn-
legt. Því hvernig hefði útveg-
urinn nú staðið að vígi, ef hann
hefði orðið að láta sjer nægja
40—45 aura fyrir kg. af fisk-
inum og 40 krónur fyrir síldar-
málið. Þánnig héfði verið nú,
ef genginu hefði ekki verið
breytt.
En lögin um gengisbreyting-
una hafa ekki náð þeim til-
gangi, sem til var ætlast, vegna
þess, að óhöpp hafa steðjað að,
KURB
sem pnginn vissi fyrir, að koma
mundu. Aflabresturinn á síld-
veiðum í sumar, minnkaði
tekjur síldveiðimanna um
hundruð milljóna, frá því sem
eðlilegt var, að menn gerðu sjer
vonir um. Togaraverkfallið í
sumar dróg 70—80 milljónir úr
þjóðartekjunum. Ofan á þetta
bættist svo illt árferði í sveit-
um, um mikinn hluta landsins.
Og að síðustu óhagstætt versl-
unarárferði þar eð verðlag á
nauðsynjum okkar, er til lands-
ins flytjast, hefur hækkað, sam
tímis, sem verðlag á útflutnings
vörunum hefur yfirleitt heldur
farið lækkandi á erlendum
markaði.
Ef þessi samhliða óhöpp
hefðu ekki steðjað -að, hefði af-
koma útvegsins verið allt önn-
ur, en hún er nú.
En þetta er fortíðin. Leysa
verður þá erfiðleika, sem út-
vegurinn hefur nú að glíma við.
Sennilega bera útvegsmenn
fram ákveðnar óskir, til þings
og stjórnar, um það, hvernig
vandi þeirra yrði leystur. Eftir
því sem frjest hefur, munu út-
gerðarmenn tengja megin vonir
sínar við það, að gjaldeyrir
þeirra verði að einhverju leyti
gefinn frjáls.
íslensk myndlist
FRANSKUR lærdómsmaður,
kennari í bókmenntasögu við
Parísarháskólann, sat með örfá
um nemendutn sínum, sem
lögðu stund á íslensku. Kennar-
inn útskýrði fyrir þeim kvæði
Einars Benediktssonar. Og seg-
ir við þá ,að útskýringunum
loknum. Ef þessi maður hefði
ort á einhverju heimsmálanna,
hefði hann löngu hlotið heims-
frægð. List hans er bundin í
tungu sem fáir menn skilia i
heiminum. Þýðingarnar verða
aldrei fullnægjandi.
Frægustu ritverk íslendinga
í óbundnu máli hafa verið þýdd
á aðaltungumálin. Og sú kynn-
ing heldur áfram.
En á síðustu áratugum hafa
íslendingar eignast myndlistá-
menn, sem túlka hugsanir sín-
ar, tilfinningar og hugsjónir á
alheimstungu myndlistarinnar.
Enginn býst við miklu, frá
svo fámennri þjóð sem okkur,
á þessu sviði, meðan íslensk
myndlist er svo ung, sem raun
er á. Freistandi er þó að kynna
umheiminum það besta sem hin
unga myndlist okkar hefur
fram að færa.
Mikið er talað um landkynn-
ingu eða þjóðarkynningu. Þar
sem myndlistin er, koma ekki
hindranir mismunandi tungu-
mála til greina.
Þar standa allir jafnt að
vígi, að skilja það, sem augað
sjer.
Nú hafa norskir myndlistar-
menn óskað eftir, að þar í landi
verði til sýnis úrval íslenskrar
myndlistar. Er hjer hafin skipu
lögð kynning ísl. myndlistar
erlendis, sem gæti haft mikil
áhrif, á álit okkar í Norður-
álfu.
Áður en myndir þessar verða
sendar úr landi, gefst þeim,
sem staddir eru í Reykjavík,
eða nágrenni höfuðstaðarins,
tækifæri til að sjá þau lista-
verk, sem eiga að koma fram á
sýningunni er til Oslo verður
send. Og það einmitt í þeim
húsakynnum þar sem á að vera
höfuðból íslenskrar myndlitsar.
þar sem koma á fyrir Lista-
safni ríkisíns. En safnið hefur
verið húsnæðislaust alla sína
60 ára ævi.
Það hefur verið íslenskri
myndlist ómetanlegur styrkur,
R J E F
kyersu áhugi almennings í land
inu fyrir myndlist vaknaði
fljótt og vel, eftir að íslenskir
myndlistarmenn fóru að láta
nokkuð á sjer bera. En alger
vöntun á safni hefur að sjálf-
sögðu tafið eðileg kynni ís-
lenksrar alþýðu, af þeirri mynd
list, sem hjer hefur þróast. Úr
þessu verður nú bætt, þegar
Listasafnið getur tekið til
starfa.
Frá „friðarþinginu“
í Varsjá
LÍTIÐ hefur frjest af íslensku
fulltrúunum, sem sendir voru
til „friðarþingsins“, er halda
átti í Sheffield, og flutt var til
Varsjá. Var hinum 4000 „frið-
arpostulum" tekið þar með kost
um og kynjum. Borgin var fán-
um skreytt. Gestirnir voru leidd
ir til gistihúsa, þar sem þeirra
beið allt sem hjartað girntist.
En friðardúfumynd Piccasso
blasti við, hvert sem litið var.
Forseti friðarþingsins, Joliot
Curi§;, sagði í upphafi, að slíkt
þing „Friðarvinanna" væri
nauírynlegt, til að forða heim-
inum frá hörmungum nýrrar
heimsstyrjaldar.
En þegar friðarvinir þingsins
ympruðu á því, að aðferðir
kommúnista í Kóreu ,og ofbeldi
þeirra víða um heim væri ekki
hæpin aðferð til að yernda
friðinn, var þessum varkáru
mönum mætt með ópum og ó-
hljóðum. Eina nóttina drógust
umræður á langinn. Og þá var
það í frásögur færandi, af þessu
einkennilega þingi, að velflestir
fulltrúanna höfðu tekið sjer
blund.
Enginn friður er þessum
hlauparófum kommúnista hent
ugri en friður svefnsins. Enda
er það friðurinn, sem kommún-
istar keppa að. Andstæðingar
þeirra eiga fyrst, eftir kokka-
bók þeirra; að ganga í svefni,
meðan þeir lifa. En öðlast graf-
arfriðinn, í skyndi, ef þeir
hreyfa legg eða lið, til að
vernda frelsi og mannrjettindi
vestrænna þjóða.
Erindið tii
Sheffield
ÞAÐ hefur komið á daginn, að
agentar kommúnistaflokksins
höfðu valið sjer Sheffield fyrir
fundarstað friðarþingsins, með
það fyrir augum, að í þessum
tareska verksmiðjubæ ætluðu
þeir að undirbúa skemmdar-
verkaflokka, er síðan skyldu
vinna að því að spilla fyrir
breskum iðnaði. Allt reyna þeir
til að draga úr viðnámsþrótti
bresku þjóðarinnar.
Ennfremur áttu höfuðagent-
ar Moskvavaldsins að kanna
það þar, hvernig fulltrúar lepp
þjóðanna stæðu sig í vestrænu
andrúmslofti. Sjá það með eigin
augum, hvernig þeir reka er-
indi Moskvamanna í lýðfrjálsu
landi. Þeir, sem taldir eru aðal-
menn olfbeldishreyfingarinnar
í Vestur-Evrópu, áttu þár að
ganga undir einskonar próf fyr
ir augliti Kominformmanna.
Sennilega hefur Þórbergi
Þórðarsyni tekist sæmilega er
til Varsjár kom, að færa hús-
bændunum heim sanninn um að
han^i hafi losað sig við sinn upp
runalega ísl. persónuleika.
Bersögli
SAMKVÆMT fregn í hinu sann
orða og merka blaði „Manchest
er Guardian“ hefur einn af er-
indrekum 'komrriúnista gerst
svó djarfur, að segja það af-
dráttarlaust, hvað er tilgangur
laugardagur
25= nóvember
Moskvamanna með friðarskraf-
inu, þinghaldi þessu, og öðru
sliku.
Miðstjórn flokksins austur t
Moskva vill sem sje ráða því
alveg sjálf, hveríær kommúnist
ar ráðast á Vestur-Evrópu með
vopnavaldi. Þar eiga engar til—
viljanir að ráða. Þeir ætla sjer
að hefja árásina undir eins, og
þeir hafa lokið vígbúnaði þeirn
er þeir telja sjer nauð-
synlegan. Á meðan verða þeir
að láta fábjána, sem ekkert
skilja, eða ekkert geta skilið,
af því sem kommúnistar hafa
með höndum, halda áfram að
skeggræða um frið. Afklæðast
persónuleikanum, eins og Þor-
bergur, afnema fyrir sitt leytí
sjáifstæða hugsun.
Þegar okkur sýnist tími vera
til komin, að hefja styrjöld,
spyrium við engann leyfis, seg-
ir hinn berorði franski kommi,
W aldeck-Rochet.
Þeim fjölgar, sem
snúa frá kommún-
ísma
EKKI alls fyrir löngu talaði
Þjóðviljinn hjerna um fyrv.
varaforseta Bandaríkjanna,
Henry Wallace, sem einhvern
mesta mann í heimi, er gædd-
ur væri flestum mannkostum.
Hljótt hefur verið um þann
heiðursmann í dálkum Þjóð-
viljans um skeið. Sem eðlilegt
er. Þar eð hann hefur gefið til
kynna, að hann sje með öllu
orðinn kommúnistum fráhverf-
ur. Og það hafi verið framferði
Rússastjórnar í Tjekkóslóvakíu,
sem hafi opnað augu hans fyrir
því, hvílíkur voði mannkyninu
stafar af kommúnistum, og of-
beldi því, er þeir hyggjast leiða
yfir heiminn.
Wallace hefur verið kallaður
„Besti vinur Sovjetríkjanna í
Ameríku". í grein, sem bann
hefur nýlega skrifað í tímaritið
„Coronet“ lýsir hann því,
hversu Bandaríkjamönnum er
það mikil nauðsyn, að auka víg
búnað sinn, til þess, að geta
mætt ofbeldi kommúnista. Og
hvernig kommúnistar leitast
við, að grafa undan friðnum, t.
d. með árás Norður-Kóreu-
manna í sumar, og öðrum of-
beldisaðgerðum, sem þeir ýmist
framkvæma sjálfir, eða ota öðr
um til að gera fyrir sig.
Þeim fjölgar, sem upp
gefast á kommúnisma
ÞEIR, sem hafa gert sjer grein
fyrir því hver ógn heiminum
stafar af kommúnisma og
hversu mikið regindjúp er stað-
fest milli kommúnista annars-
vegar, og frelsisunnandi manna
hinsvegar, furða sig á því,
hversu lengi menn geti hangið
aftaní kommúnistum.
Þetta er umhugsunarefni,
sem margir hugleiða.
En skilgóða fræðslu fá menn
um þetta efni, með því að lesa
nýútkomna bók eftir 6 fyrrver-
andi kommúnista, sem lýsa því
hver frá sinni reynslu, og sínu
sjónarmiði, hvernig þeir urðu
þessari stefnu fráhverfir, enda-
þótt þeir hefðu aðhyllst hana
um skeið.
Bókin heitir „Guðinn, sem
brást“. En höfundar þessara frá
sagna, eru þeir Arthur Köstler,
Ignazio Silone, Richard Wright,
Andfé Gidé, Loúis Fischer og
Stephan1 Spender. Méiín, sem
hafa áhugarfyrir því sem er að
gerast í stjórnmálum heimg,
fjær og nær, eiga að kynna sjer
þessar sex staðreyndir um
kommúnismánn.