Morgunblaðið - 28.11.1950, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriojudagur 28. nóv. 1950
Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriítargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
t lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Letbðk.
Yíkverji skrifa^
L UR DAGLEGA UFINU
Þegar moldin rýkur
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræðst af miklu offorsi á núverandi rík-
isstjórn fyrir að hún „skeili skollaeyrum við rökstuddum
kröfum landsmanna um raunhæfar ráðstafanir til úrlausnar
aðsteðjandi vanda----“.
Mikið er hvað moldin rýkur. Það má nú segja. Á því
hefur áður verið vakin athygli, hvernig ástandið var í þessu
landi þegar „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins", eins og Al-
þýðublaðið nefndi ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánsson-
ar fór frá völdum fyrir rúmu ári síðan. Stórfelldur tap-
rekstur var höfuðeinkenni svo að segja hvert, sem htið var
í atvinnulífi þjóðarinnar. Framleiðslutækin voru að stöðv-
ast og engir möguleikar voru á að Alþingi gæti samið fjár-
lög með óbreyttri stefnu í dýrtíðarmálunum. Til þess að
halda á.i am ríkisábyrgða- og uppbótastefnunni þurfti að
leggja á 2. hundrað millj. kr. skatta á landsmenn. Allir
heilvita menn sáu að slíkt var ekki hægt.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem tók að sjer að mynda minni-
hlutastjórn þegar Alþýðuflokkurinn dró sig út úr pólitík,
eins og það hefur verið orðað, hafði þann hátt á að kryfja
ástandið rækilega til mergjar. Það var ekki hægt að neita
því að horfast í augu við staðreyndirnar. Dráttur á því
gat aðeins bakað landi og þjóð ennþá meiri vandræði og ó-
viðráðanlegri. Ólafur Thors fjekk þessvegna færustu sjer-
fræðinga á sviði hagmála til aðstoðar ráðuneyti sínu um
gagngera athugun á vandamálunum og nýjum leiðum til
bóta. Að sjálfsögðu var þetta skynsamleg ráðabreytni og
raunar óumflýjanleg. íslendingar urðu í fyrsta lagi að gera
sjer Ijóst, hvar þeir stóðu og í öðru lagi að skygnast um um
raunhæfar leiðir út úr ógöngunum. Hinar orðmörgu um-
ræður undanfarinna ára um lausn dýrtíðarvandamálsins
höfðu ekki leitt til neins. Margir þóttust að vísu kunna ráð
við þessum sjúkdómi. En mjög svifu samt allar tillögur um
lækninguna í lausu Iofti. Hagfræðingarnir, sem nú voru
kvaddir til ráða, krufðu máhn til mergjar og lögðu þau
ljóst fyrir ásamt þeim leiðum, sem til greina gætu komið.
Þjóðin fjekk sanna og rjetta mynd af ástandinu og hún
fjekk möguleika til þess að bera saman hin ýmsu úrræðí,
sem um var að ræða. Niðurstaðan varð svo sú að ríkisstjórn-
in, minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins og síðan núver-
andi ríkisstjórn, fylgdi í aðalatriðum tillögum sjerfræðing-
anna um þær aðgerðir, sem líklegastar voru til að ráða bót
á ástandinu er tímar hðu.
En nú koma spekingarnir í Alþýðuflokknum og spyrja
bróðugir á svip: Hefur gengisbreytingin, leið sjerfræðing-
anna og núverandi stjórnarflokka, bætt ástandið? Eru hjer
ekki erfiðleikar og vandræði?
Víst er hjer margskonar vanda við að etja. En hvernig
væri ástandið ef „úrræða“ „fyrstu stjórnar Alþýðuflokks-
ins“ hefði einna notið við?
Stórfelldum nýjum álögum hefði verið bætt á atvinnu-
vegina og allan almenning í landinu. En þrátt fyrir það væri
rekstur framleiðslutækjanna ekki tryggður. Því færi svo
fjarri. Ekki einn einasti togari væri gerður út með 26 kr.
gengi á sterlingspundinu. Enginn uggi af karfa væri hrað-
frystur fyrir amerískan markað. Verðið á afurðum síldar-
útvegsins væri stórum lægra en það nú er. Fiskverðið til
bátaútvegsins væri 40—50 aurar fyrir kílóið í stað 75 aura
nú. Sannleikurinn er sá að þó sjávarútvegurinn sje nú illa
á vegi staddur, þá er hann það þrátt fyrir gengisbreyting-
una en ekki vegna hennar. Aflabrestur og markaðserfið-
ieikar hafa í bili dregið mjög úr ágóða útgerðarinnar af
gengisfellingunni. En hvaða manni dettur það í alvöru í
hug að hægt sje að tryggja íslenskan sjávarútveg og fiski-
menn gegn afleiðingum aflabrests með fiskverðinu einu
saman?
Nei, aflamagnið hefur hjer grundvallarþýðingu, einnig í
þetta skipti. Þegar svo markaðserfiðleikar hafa bæst
við aflabrestinn ræður af líkum að þröngt hlaut að verða
fvrir dyrum. En um það ferst þeim flokki sannarlega ekki
að hælast, sem upp á engin úrræði bauð nema þau, sem
þegar höfðu gengið sjer til húðar. En þetta hlutskipti hefur
Alþýðuflokkurinn valið :sjer síðan hann dró sig út úr pólitík.
AFANGI I ISLENSKRI
LISTSÖGU
MYNDLISTARSÝNINGIN í Þjóðminjasafn-
inu, sem opnuð var á laugardaginn, verður án
efa talinn hinn merkasti áfangi í íslenskri list
sögu. Þarna er í fyrsta sinni saman komin
sýnishqrn af íslenskri myndlist, sem nær yfir
hálfrar aldar bil og svo vel hefur til tekist
á sýningunni, að saman er komið það besta
eftir alla helstu rnyndlistarmenn okkar.
í fyrsta sinni geta menn nú sjeð og borið
saman hvar við stöndum í þessari listgrein.
Og um leið geta menn gert sjer í hugarlund,
hversu mikils þeir hafa farið á mis vegna
þess, að hjer hefur ekki yerið til listasafn með
íslenskri myndlist.
•
FURÐANLEG
FJÖLBREYTNI
ÞEGAR gengið er um sýningarsalina í Þjóð-
minjasafninu má heyra á sýningargestum, að
þeir furða sig á þeirri fjölbreytni, sem er að
finna hjá myndlistarmönnunum íslensku.
Burt sjeð frá, hvort mönnum líkar þetta og
hitt, betur eða vel.
Þeir, sem komið hafa á listsýningar er-
lendis, hjá stórþjóðunum, taka eftir því, að
hjer hjá okkar fámennu þjóð, er jafnvel meiri
fjölbreytni en almpnnt gerist á erlendum
sýningum, þegar tekið er tillit til hve lista-
verkin eru frá tiltölulega skömmum tíma, eða
aðeins 50 árum.
•
HÁVÆRARI KRÖFUR UM
VARANLEGT LISTASAFN
VARLA fer hjá því, að eftir þessa sýningu
verði jafnvel enn háværari kröfur gerðar en
hingað til um að hraðað verði að koma upp
varanlegu listasafni. Húsnæði það, sem yfir-
listsýningin er nú, er sem kunnugt er ætlað
fyrir listasafn ríkisins, að minnsta kosti fyrst
um sinn. ,
En það verða menn að gera sjer ljóst, að
til að byrja með, verður listasafnið ekki eins
fjölbreytt og þessi sýning er nú. Þar sem til
þessarar sýningar hefir verið safnað því
besta sem til náðist, bæði frá einstaklingum
og listasafni ríkisins.
•
EINSTAKT TÆKIFÆRI, SEM
EKKI ER VÍST AÐ BJÓÐIST
FLJÓTT AFTUR
LISTUNNENDUR þarf ekki að hvetja til að
fara að skoða yfirlitssýninguna í Þjóðminja-
safninu, áður en hún verður send til Noregs.
Fyrstu tvo dagána, eða rjettara sagt iy2 dag,
komu 1200 manns. Það sýnir, að menn hafa
gert sjer ljóst, hve merkileg sýning er hjer á
ferðinni. Það er heldur ekki víst, og er raunar
ólíklegt, að annað eins tækifæri og þetta til
að sjá það besta og bera saman verk íslenskra
listamanna, gefist í bráð.
FleStir sýningargesta munu harma það eítt,
að hafa ekki tíma til að dvelja nógu lengi -4
sýningunni, því allra þeirra listaverka, sem
þarna eru, verður ekki notið með einni heim-
sókn á sýninguna. Aðeins með því að koma
aftur og aftur geta menn til fulls haft gagn
af þessari merkustu listsýningu, sem hjer
hefir verið haldin.
En nú hefir, samkvæmt eindreginni ósk
sýningargesta, verið ákveðið að menn geti
fengið fyrir 10 krónur, aðgangskort á nafn,
sem gildir alian sýningartímann.
•
UM HEILLAÓSKIR OG
SAMÍTÐARKVEÐJUR
FLESTUM þykir vænt um að á heillaóskir
frá vinum og kunningjum á heiðursdögum
sínum. Það hlýjar mönnum um hjartaræturn-
ar, að heyra og sjá heillaóskir frá sem flest-
um, jafnvel þótt þær sjeu ekki frumlégar,
heldur steyptar í sama formið, flestar.
Þegar sorgin kallar að er mönnum og hugg-
un, að fá samúðarkveðjur.
Og þeir, sem senda, gera það í góðri mein-
ingu, þótt stundum geti þeir með smávegis
hugsunarleysi valdið viðtakanda nokkrum
erfiðleikum.
Þetta skal jeg nú skýra nánar.
•
NAFN OG HEIMILISFANG
NAUÐSYNLEGT
MANNANÖFN eru svo lík á íslandi og al-
nafnirnar það margir, að oft geta menn ekki
áttað sig á, hvaða „Jón“, eða „Nonni“ það
er sem sent hefir kveðju í skeyti, eða á minn-
ingarspjaldi.
Og þar sem það þykir almenn kurteisi, að
þákka fyrir sig, þegar svona stendur á, veld
ur það oft heilabrotum, hvort það er „Jón í
Mýinni“, eða „Jón á Holtinu", sem sent hef-
ir kveðju.
En úr þessum vandræðum má greiða á
ofureinfaldan hátt og það er að menn skrifi
undir heillaskeyti og samúðarkveðjur fullt
heimilisfang sitt. Það auðveldar viðtakanda,
að þakka fyrir sig og kemur í veg fyrir mis-
skilning.
Fjárhagslegt öngþveili vofiryfir ísl. námsmönnum í Amerífcu
og Sviss
S. L. SUMAR birti Mbl. grein
um fjárhagsörðugleika íslenskia
námsmanna í Sviss og Ameríku.
Undirtitill greinarinnar var
þessi: Neyðast til að hætta námi
og hverfa íslandi. — Greinarhöf-
undur birtir stuttan kafla úr
brjefi frá einum námsmannanna
vestra til ættingjanna hjer heima.
í þessu brjefi segir m. a.:
„Prófin hafa gengið vel; að
rúmu ári liðnu ætti jeg að geta
lokið námi, enda tími til kom-
inn eftir 4t6 ár. En hvemig má
það verða? Eru nokkrar líkur
til þess, að hægt verði að útvega
lán í svo stórum stíl? Til þess
get jeg ekki ætlast af ykkur, —
til viðbótar öllu hinu, — að út-
vega allt þetta fje. Mjer er því
ekki glatt í geði nú. Öll þessi ár
hef jeg glaður hugsað til þeirrar
stundar, er jeg að afloknu námi,
hjeldi heim. Ætli leið mín liggi
ekki í áttina til þeirra ísl. náms-
manna, sem nn þegar leita fyrir
sjer og gera ráðstafanir til þess
að setjast hjer að fyrir fullt og
allt“. (Leturbr. mín. L. Guðm.)
Þetta eru þung orð og alvar-
leg. En er þessum ísl. námsmönn
um láandi þótt þeir nú leiti fyr-
ir sjer um atvinnu erlendis? —
Hver fær borið þessar byrðar,
sem tvær gengisfellingar hafa
lagt þeim á herðar?
Þessir námsmenn, sem nú eru
flestir langt komnir með nám
gitt, fóru utan áður en fyrri
gengislækkunin kom til fram-
kvæmda. Flestir leggja þeir
stund á tæknilegt nám, hagnýtt
eða frseðilegt eða hvortíveggja;
nám, sem óvíða eða ekki verður
betur numið en í löndum þessum.
Flestar þær starfsgreinar, sem
þeir eru að búa sig undir, eru
ísl. þjóðinni aðkallandi nauð-
syn.
I Flestir þessara námsmanna eru
eignalausir og fæstir eiga efnaða
að. Þegar þeir hófu nám sitt ytra
var námskostnaður í Sviss nál.
i 14 þús. kr., en nál. 16 þús. kr. í
Bandaríkjunum. — í fyrrahaust
var gengi ísl. kr. lækkað í hlut-
falli við dollar og svissn. franka.
Samtímis hækkaði námskostnað
urinn: í Sviss upp í nál. 20 þús.
kr., en í Bandaríkjunum í nál,
23 þús. kr. -r Önnur gjaldeyris-
lækkun á s. 1. vori hækkaði þenna
kostnað enn: í Sviss í kr. 35,000,
00, í Bandaríkjunum í rúml.
40.000.00.
I Og nú er svo komið, að allur
þorri þessara námsmanna er að
þrotum kominn. Öll sund eru að
lokast. — Geta vandamanna til
hjálpar er þrotin. Lánsstofnamr
lokaðar flestum. Og ef lán fengist
væru það þá helst víxillán (með
6—6%% vöxtum) til mjög
skamms tíma.
Er þá nokkur furða þótt náms-
Imennimir hugsi líkt og brjefrit-
} arinn, sem getið er í upphafi þess
arar greinar, og leiti fyrir sjer og
geri ráðstafanir til að setjast að
lytra — en hverfa íslandi urn
1 leið.
j En hvað kostar missir hvers
þessara námsmanna ísl. þjóð-
| ina? Mun ekki hver þessara
| námsmanna, sem nú eru búnir
I að vera ytra i 2—4 ár, nú þegar
hafa kostað ísl. þjóðfjelagið, —>
einstaklinga og hið opinbera, —
um eða yfir 200 þús. króna i!
framfærslukostnaði og skóla-
göngu frá fæðingu til þessa dags?
Ef þessir námsmenn nú neyða3t
til að yfirgefa land sitt að fullu
og öllu, er fje þetta tapað þjóð-
inni um leið. Við slíkri blóðtöku
má þjóðin ekki.
Rikisstjórn og alþingi verða að
koma hjer til bjargar. Hví ekki
verja einhverjum hlutp að geng-
isgróða bankanna til úrbóta? Hv£
ekki heimila þeim þessara náms- •
manna, sem fram leggja skilríki
fyrir því, að þeir stundi nám sitt
af kostgæfni, yfirfærslu gjald-
eyris á hóflegu gengi? Til greina
kæmi einnig, að ríkið stofnaði
lánsjóð fyrir þá ísl. námsmenn,
sem nám stunda erlendis, og legði
honum nú t. d. 1 millj. kr. Fyr-
irmyndin er til: Lánsjóður stúd-
enta, sem stofnaður var hjer við
háskólann fyrir nálega þrjátíu
árum, Úr þeim sjóði- geta dug-
andi, efnalitlir stúdentar, sem
langt eru komnir í námi, fengið
hagstæð lán til nokkurra ára (4
—5 ára. Vextir 3%). Síðan sjóð-
urinn tók til starfa hefur haruit
veitt fjölda stúdenta mikils-
verða hjálp og er mjer sagt, að
lánþegar hafi jafnan staðið S
þrýðilegum skilum við sjóðino,
Skýt jeg hjer með þessu má'il
námsmannanna til ríkisstjórnar
og alþingis. Þaðan verður lausn-
in að koma. En málið þolir enga
bið.
Reykjavík, 24. nóv. 1950.
Lúðvig Guðmundsson,