Morgunblaðið - 28.11.1950, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. nóv. 1950
> nuniniiiainji
Framhaldssagan 6 ■"
....... iimiiitiiiiiiiiiiiia*
TACEY CROMWELL
Skáldsaga eftir Conrad Richter,
„Mjer finnst þetta nokkuð
óviðfelldið, Cromwell“, sagði
hann.
„Það finnst mjer ekki“, sagði
hún.
„Eitt herbergi nægði okkur
í, Socorro“.
„Það gæti líka nægt okkur
hjer“, sagði Tacey, „ef við vær-
um gift“.
Það var eitthvað í rödd henn
or sem gerði það að jeg leit
undrandi á hana. Hún hafði tek-
fð af sjer hattinn og kannske
burstað hárið og þyegið sjer í
sínu herbergi. En það var ekki
[?að. Hún stóð og horfði á hann
Og græni liturinn í augunum á
henni var meira áberandi en
venjulega, og það þá eitthvað
ú bak við þau. En jeg vissi
ekki hvað það var. Svo snjeri
Gaye bakinu í hana og þá urðu
augu hennar stálhvöss.
„Jeg ætla að fara niður í bæ-
Lnn og athuga aðstæðurnar“,
sagði hann. „Jeg segi þjer
hvernig hefur gengið, þegar jeg
kem aftur“.
„Segðu mjer það á morgun“.
Rödd hennar var allt í einu orð-
in dálítið .óstyrk. „Jeg ætla a@
fara að sofa“.
„Hvað? Klukkan er bara tíu
eða ellefu“.
„Jeg verð að fara að venj-
ast því að sofa á næturna. Jeg
get eins byrjað á því strax“.
Þessi koparnámubær, Bisbee,
reyndist stærri en jeg hafði
gert mjer í hugarlund um
kvöldið. Húsaröðin var áreið-
anlega tveggja mílna löng eft-
ir aðalgötunni. Taeey hafði rif-
ið mig snemma upp úr rúm-
inu hiá Gave. Hann hafði ekki
komið heim fyrr en undir morg
un, og jeg var þreyttur eftir
ferðalagið og mig langaði til að
hvíla mig lengur.
„Þú átt að koma með. mjer,
Ugget“, sagði hún.
Hún sagði ekki fivers vegpa
hún vildi hafa mig með. en jeg
fók eftir því að hún vildí leiða
mig, þegar við fórum niður
stigann og þegar við gengum
ihn á veitineahús til þess að fá
okkur moreunmat. Og alltaf
áður en við fórum inn ein-
hversstaðar til að spyrja um
laust húsnæði, þá tók hún í
hendina á mjer. Allir brostu til
mín og voru kurteisir við hana
og eftir dálitla stund tók jeg
eftir því að handleggurinn á
henni var hættur að sveiflast
óeðUlega mikið.
Það var orðið áliðið dags,
þegar við komum aftur upp á
gistihúsið. Gave stóð yfir þvotta
skálinni og var að raka sig.
„Þetta er vont vatn“, sagði
hann. ..Fjekkstu herbergi handa
okkur?“ t
„Jeg var ekki að leita að her-
bergi“, sa»ði Tacey. „Má jeg
legiast á rúmið þitt snöggvast?“
Hún tevgði úr sier á rúminu
og lokaði augunum. |
Hann leit soyrjandi á hana
en sagði ekkert. |
„Jeg var að leita að húsi“,
sagði hún án þess að opna aug-
un. j
„Húsi?“ I
Tacey svaraði ekki fyrr en
hún var sest upp aftur.
„Það er best að við Uugget
förum á undan“, sagði hún. Hún
tók kvittunina fyrir farangr-
inum upp úr tösku sinni og
rjetti honum. „Segðu burðar-
manninum að við eigum heima
í Brevery Gulch“.
Gaey starði á hana.
j „Við O.K. götu“, sagði Tacey.
„Líkar þjer ekki götuheitið?“
j „Jeg held að þú sjert búin að
missa vitglóruna“, sagði hann.
Jeg beið á pallinum fyrir
j framan húsið og sá hvar Gaye
kom með burðarmanninum
neðst í brekkunni. Þó að þeir
væru allangt í burtu fannst
mjer jeg sjá Gaye horfa undr-
andi í kring um sig. Mjer finst
það engin furða. Brevery Gulch
var skrítinn staður. Hesturinn
skreiddist með vagninn upp
bratta og mjóa götuna. Mjer
fannst skrítið að fólki skyldi
hafa dottið í hug að setjast að
í þessum bratta en þó var öll
hamrahlíðin byggð og húsin
stóðu á sillum eins og fugla-
hreiður hvert upp af öðru.
Sólin skein glatt á austan-
verða hlíðina og hjer og þar
stóðu menn og virtu fyrir sjer
útsýnið. Hátt uppi í klettunum
Isá jeg að stúlka var að taka
inn þvott af snúrum og enn
hærra uppi sá jeg að kona var
að rífa upp rabarbara og jeg
I vissi að moldin í garðinum henn
ar hafði verið borin alla leið
* þangað upp í fötum. Drengir
hlupu og ljeku sjer uppi í bratt
anum þar sem hvert skjótráð-
I ið fótmál gat orðið þeim að
bana.
I Hesturinn var kominn með
vagninn þar sem gatan endaði
og við tók aðeins troðningur.
Jeg kallaði í Tacev, og hún
kom út. Hún var búin að setja
á sig svuntu og Ijetta skó, sem
hún hafði stungið í handtösku
sína.
„Það er hjer“, kallaði hún
eins hátt og hún gat niður til
þeirra.
Þeir voru lengi að komast
upp með ferðakisturnar og það
brakaði og brast í tröppunum
undan þunganum.
„Hjerna inn, Gaye“, sagði
hún þegar þeir voru komnir
upp á litla pallinn fyrir fram-
an húsið. „Við skulum hafa kist
una undir glugganum. Það verð
ur ágætt sæti“.
Þegar burðarkarlinn var far-
inn með peningana sína sá jeg
að Gave fór að líta í kring um
sig. Það mátti sjá á honum að
honum þótti ekki mikið til
koma um húsið. Flest húsgögn-
in höfðu verið skilin eftir af
þeirri einföldu ástæðu að þau
voru föst við húsið. Rúmfletin
voru ekki annað en trjebekkir.
Borðin, skápurinn, legubekk-
urinn og dragkistan voru á-
föst við veggina. Orgels garm-
urinn og stólarnir höfðu auð-
sjáanlega ekki verið þess virði
að setja á uppboð. Allt var
þetta smíðað úr pílvið með út-
skornu rósamunstri. Ekkert
tepni var á gólfunum.
„Hvernig líst þjer á?“, kall-
aði Tacey innan úr eldhúsinu.
„Hvernig líst þjer sjáfr á?“,
sagði hann en svaraði ekki. Hún
kom inn rrleð lykilinn að kist-
unni og fór að tína upp úr
henni. Hún setti skrautlega á-
breiðu, sem hún hafði heklað
sjálf, á rúmið í fremra herberg
inu. Á legubekkinn setti nún
útsaumaðan púða. Hún hengdi
rautt veggteppi á annan vegg-
inn og marglitan fjaðravönd á
hinn. Og á borðið setti hún dúk
með síðu kögri og þar ofan á
lítinn olíulampa og við hliðina
á lampanum háan stafla af
tísku og kvennablöðum. Alls
konar annað dót kom upp úr
kistunni og loks hvítt loðskinn,
sem hún lagði á gólfið. Það var
varla stærra en svo að maður
gat staðið á því með báðum fót
um, en það setti þó hlýiegri
svip á stofuna.
Jeg varð að hjálpa Tacey í
svefnherberginu og þegar jeg
kom aftur inn í stofuna, var
Gaye kominn úr jakkanum og
var sestur við orgelið'. Það var
lítið, náði honum varla upp að
mitti, gulmálað og nótnaborðið
var stutt. Mjer fannst gaman að
sjá hann sitja þarna, stíga upp
og niður og halla undir flatt
með hattinn aftan á hnakka Jeg
hafði aldrei heyrt hann spila
áður og mig langaði til að
hlusta, en Tacey sendi mig
fyrst eftir vatni og svo eftir
eldivið og svo niður í búðina
eftir kaffi og mjólk og brauði.
Við borðuðum kvöldmatinn í
eldhúsinu. Þegar því var lokið,
kveikti Gaye sjer í vindli og
greiddi sjer.
„Jeg ætla að fara niður í bæ-
inn og leita mjer að einhverju
að gera“, sagði hann. Mjer
fannst það skrítið að fara út að
kvöldi til að leita sjer að vinnu.
„Fáðu stöðu við spilabanka
fyrst um sinn, ef ekki er völ á
öðru“, sagði Tacey.
Gaye leit á hana en svaraði
ekki.
„Þú mannst að við ætlum að
vera heiðvirt fólk hjer í Bis-
bee“, sagði hún aðvarandi. „Og
ef einhver spyr þig hvar þú eig
ir heima, segðu þá ekki Bre-
wery Gulch. Segðu O.K. Street
eða Youngblood Hill“.
5. kafli.
Jeg hafði tekið eftir henni
strax fyrsta daginn í gættinni,
þegar jeg gekk upp tröppurnar.
En þá sá jeg bara að hún var
krakki á stærð við mig, með
úfið hár og hún var að horfa
á mig. Næsta dag þegar jeg
kom heim, var Tacey einhvers
staðar úti. Jeg sat á tröppunum
hjá pkkur og var að sóla mig.
Brátt kom stelpan út úr hús-
inu við hliðina á okkar húsi og
fór að hringsnúa sjer á hand-
riðinu fyrir framan pallinn.
Húsið hennar, ef hús skyldi
kalla, stóð á sömu klettasill-
unni og okkar hús, en það var
engin gangbrú á milli, og jeg
var fegin því. Jeg vissi hvers
vegna hún hafði komið út og
þegar hún fór að sýnast og gera
sig alla til þá sneri jeg mjer
undan. Nú þegar jeg hafði sjeð
hana í dagsbirtunni sá jeg að
jeg mundi ekki hafa mikið gagn
af henni. Hún var í óhreinum
kjól, sem minnti mig á óþvegnu
fötin okkar í Cat Creek. Þegar
hún hjekk á hnjánum á hand-
riðinu, flettist kjóllinn upp um
hana og jeg sá að hún var alveg
eins óhrein á fótunum.
Hákon Hákonarson
25. 1
Jeg var nú kominn upp á háa klettabungu. Bæði fyrir
framan mig og til beggja handa voru djúp skörð. Skarðið
fyrir framan mig var að minnsta kosti fimmtíu metrar á
dýpt. Á botninum sá jeg vatn, en það var ómögulegt að segja
um, hvort það var salt eða ekki. Það gat verið á, en það
gat eins vel verið fjörður, sem skarst hjerna inn.
Landið hinum megin virtist vera sannkölluð paradís.
Skógurinn þar var þjettur og fallegur, og milli tr’jánna nið-
aði lækur. En, til allrar óhamingju, það leit út fyrir, að
það yrði erfitt að komast í þessa paradís.
Nú var orðið svo áliðið dags, að jeg gat ekki dvalið hjeT
lengur, ef jeg átti að geta komist heim, áður en dimmdx.
Jeg var í raun og veru ánægður með árangur dagsins, og
allt erfiðið hafði ekki verið til einskis. Jeg hafði fundið
skjaldbökur. Jeg hlaut að geta veitt eina eða tvær, og jeg
hafði eld til þess að steikja þær við. Eld, já,-jeg var
hræðilega taugaóstyrkur yfir því, hvort bálið mitt brynni
enn, þegar jeg nálgaðist hellinn minn. Og jeg gat ekki
varist því, að flauta af ánægju, þegar jeg sá að það rauk
af þvL
Mjer fannst jeg ekki vera eins einmana þegar jeg hafði
eld. Það var fjelagsskapur og vemd í því, svo að jeg talaði
nú ekki um, að jeg bæði steikt og soðið matinn minn á
honum.
Jeg skaraði í glæðurnar og bráðlega logaði eldurinn glatt.
Við hafði jeg ekki, svo að jeg kynnti með þangi. Sem betur
fór var nóg af því núna eftir óveðrið. Það var orðið skræl-
þurrt af að liggja í brennandi sólskininu, svo að jeg fjekk
nóg bæði til að nota sem brenni og til að þekja gólfið £
hellinum mínum með.
Sem kvöldmat borðaði jeg nokkur egg og ostrur og á eftir
gekk jeg inn með ströndinni í von um að finna eitthvað
gagnlegt rekið þar á land. Það eina, sem jeg fann, var flauta
fyrsta stýrimanns, sem, þótt undarlegt megi virðast, hafðÉ
borið þar að landi. Jeg kunni ekki að leika á flautu, era
mjer fannst að það gæti samt verið gaman að hafa hana,
svo að jeg tók hana með mjer heim.
^lfífhixT4 nnrw*uiusrJicJl^AsruA. «
BERGUR JÓNSSON
Málflutningsskrifstnfa
Laujiaveg 65. Sími 5833.
EINAR ÁSMITNnsSON
hn’ctnráttnri '\am afíur
SKBIFSTOFAs
TJarnarcolu 10. — 8
„Nei, þetta er ekki rjett hönd,
Pjetur minn.“
I ★
Svertingi, sem var umferðaprestur,
naut þess að töfra fram „yfirnáttúr-
lega atburði“ þegar hann var að
halda ræður. Eitt sinn kom hann í
þorp og undirbjó sjerstaka stemningu
með því að setja lítinn svertingja-
dreng upp á raft í lofti kirkjunnar
með dúfu í búri. 1 miðri ræðunni
ætlaði svo prestur að kalla á Heilgag-
an anda, og þá átti strákur að sleppa
dúfunni og láta hana fljúga niður.
Augnablikið kom og prestur kallaði:
„Heilagur andi, komdu niður“. Ekk
ert kom fyrir. Prestur æpti i skelfingu
„Heilagur andi, komdu niður“. Þá
birtist svart höfuð milli raftanna í
loftinu, sem sagði: „Gulur köttur er
búinn að gleypa Heilagan anda, á
jeg að henda kettinum niður?“
★
Það var i litlu svertingjaþorpi.
Kirkjan hafði engan stað til þess að
halda samkomur í nema kjallarann
undir danshúsi þorpsins, sem alltaf
var mikil aðsókn að. Oft, þegar prest-
urinn hjelt kvöldsamkomur, átti hann
bágt með að láta heyrast til sín í
gegnum hávaðann, sem heyrðist nið-
ur. Húsið var hrörlegt mjög, og eitt
sinn er prestur var að halda ræðu,
var verið að leika sjerstaklega fjörugt
danslag uppi. Allt í einu heyrðist
brak og brestir, og þegar presturinn
leit upp i ofboði, sá hann að planki (
gólfinu hafði brotnað og niður um
gatið, sem myndast hafði, hjekk fót-
leggurinn á svertingjastúlku. Prestur-
inn hrópaði í ákafa: „Hvern þanUp
sem lítur upp í loftið, mun forsjóniis
gera blindan.“
Þögn fjell yfir söfnuðinn, þangað
til rödd gamals negra, sem s:it ii
miðri kirkjunni, heyrðist: „Jæja, jeg
held að jeg hætti öðru auganu.“
★
Skipsþjónninn reyndi að hugga far-
þega, sem þjáðist hörmulega. „Verið
þjer rólegur, það hefir aldrei neinn
dáið úr sjóveiki."
„Ö, ó,“ kveinaði farþeginn. „Hvem
ig getið þjer verið svona harðbrjóstal
Það er einungis vonin um að fá aS
deyja sem hefir haldið í mjer lífinis
hingað til.“
Pósthússtræti 13.
Sími 7394
Ásta Johnsen.
Bifröst
Dag- og nætursími 1508
lll!lllll!IMVItl!MMItMM«M!MtMlit9MMItll«IMÍMIMI!l!lfl