Morgunblaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 1
16 síður 17. ár^anKi.- 298. tbl. — Þriðjudagur 19. desember 1950. Prentonlðja MorgvnblaSsin* Herskip S.Þ. halda uppi skothríð á Kinverja Fátf tíðinda frá vesturvígstöðvunum í Koreu Myndin sýnir bandaríska hermenn, sem bíða á járnbrautastöð í Norður-Kóreu eftir lestinni, sem á að flytja þá suður á bóginn. Undanhaldið í Koreu Einkaskeyti til Mbl. frá Reúter—NTB TOKYO, 18. desember — Herskip Sameinuðu þjóðanna, sem líggja á höfninni í Hungnam, hófu í dag mikla skothríd á kín- - versku herina, sem r ú þokast nær varnarlínu S. Þ. við austur- t strönd Norður-Kóreu. Hafa Kínv.erjarnir einkum gert stór og þung áhlaup fyrir suðaustan Hamhung, en þá borg neyddust fcandarísku yarnarsveitirnar til að yfirgefa fyrir tveimur dögum. Óvinaherirnir eru aðcins 6 % ' * km fyrir norðaustan Og 11 km. fyrir norðyestan Hungnam. En ' herskipin, sem þar eru, hafa i dag haldið uppi að heita ma ’ látlausri skothríð á fcækistöðv •. ar þcirra, með það fyrir augum að auðvelda landhemum varn- irnar. t ANNARSSTAÐAR j Floti S. Þ. hefur ennfietnur . haft'^ig í frammi annarsstaðfjr i við austurströndina pg skotið á samgönguleiðir kommúnistá bg [ herbúðir. fslensk slúlka í bandarísku úlvarpi WASH3NGTON, 18. des. — Börn frá 33 þjóðum munu út- varpa jólakveðjum til Banda- . ríkjamanna 22. desember. Þetta er 17. „alþjoðlega barna útvarpið.“ Meðal þátttakendanna verður Solveig Eggerz, dóttir Pjeturs Eggerz sendisveitarráðs. •j VESTURVIGSTOÐVAR Á vesturvígstöðvunum or enn harla tiðindalítið. Öflugír kínverskir herir eru samnn ; koriVnlr skámmt fyrir nörðan ' 38. breiddarbauginn. en njósn-i - flúgmenn Bandaríkjamanna ’ skýra svo frá, að ekkert bendi til þegs, að kinversk stórsókn ý sje yfirvofandi næstu daga. Bandarísk þrýstiloftsflugvjel • skáut í morgun niður óvina- flugv'jel af rússneskri gefð j Þinghlje I GÆRKVOLDI var taiið lík- legt, að þinghlje yrði gert í dag. Sennilegt er að fundir liefjist að nýju 3. janúar. Pólverjar dæma þrjá Brela í fangelsi VARSJÁ, 18. des. — Þrír yfir- menn á bresku skipi voru í dag dæmdir til fangelsisvistaf í Póllandi, sakaðir um að reyna að koma pólskri konu á laun út úr landinu. Einn fjekk 18 mánaða fangelsi, en tveir sjö mánaða. Konan, sem ætlaði að flýja land, var dæmd til eins árs fangelsisvistar. Bretarnir þrír VQru hand- teknir í Gdynia í maí síðast- liðnum og hafa setið í fangelsi síðan. Verður varðhaldsvist þeirra dregin frá refsingunni. —: Reuter. Ráðstefna Atlandshafs- bandalagsins kann að ráða úrslitum um fram- tíð hins frjálsa heims Bandaríkjamaður verður yfirmaður hinna sameiginlegu herja bandalagsríkjanna Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB BRÚSSEL, 18. desember — Ráðstefna utanríkis-. og hérvarna- láðherra meðlimalanda Atlantshafsbandalagsins hófst hjer í Brússel kl. 2 í dag. Setti vón Zeeland, utanríkisráðherra Belgíu, ráðstefnuna með ræðu og sagði meðal annars: „Við eru.m hjer saman komnir á óvenju alvarlegri stundu. Þær ákvarðanir, sein, teknar verða á funaum vorum, geta haft úrslitaþýðingu un framtíð hins frjálsa heims.“ ---------------------^YFIRHERSHÖFÐINGI Mikið gos í Einu í gærkvöldi RÓMABORG, 18. des. — Eld- fjallið Eina gaus enn miklu gosí í kvöld. Rennur h.vítglóandi hraunleðjan niður hlíðar fjalls- ins, að minnsta kosti í tólí straumum. Hraði hraunstraumanna er allt frá tíu upp í þrjátíu rrietrar á klukkustund. — Reuter. Mindszenfy hefur missf mál og minni PÁFAGARÐI — Skýrt hefur verið frá því i Páfagarði, að Joseph Mindszenty kardínáli, ,sen> ungverskir kommúnistar dæmdu í æfilangt fangelsi, hafi nú algerlega misst mál og minni. Fullyrt er, að þrír rússneskir sjerfræðingai- hafi verið sendir í fangelsið til Mindszentys, sam kvæmt skipun Stalins mar- skálks. -— Reuter. Schumacher um sfofnun þýskra herfiokka BONN, 18. des. — Schumacher, ! leiðtogi vestur-þýskra jafnaðar manna gagnrýndi áætlunina um stofnun þýskra herflokka, er hann í dag flutti ræðu hjer í Bonn. Kallaði hann aðferðirnar, sem beitt væri við stofnun her- flokkanna, „óraunsæjar króka- leiðir“, og taldi,' að það mundi taka að minnsta kosti tvö ár, að hrynda þessu í framkvæmd. Schumacher fullyrti, að áætl unin fengi ekki hljómgrunn hjá þýsku þjóðinni. — Reuter. Stofufangelsi SINGAPORE, 18. des. — For- seti bandalags Múhameðstrú- armanna í Singapore var í dag settur í stofufangelsi. Er þetta gert með það fyrir augum að reyna að koma í veg fyrir frek- ari óeirðir í Singapore vegna „skógarstúlkunnar11. — Reuter. Öryggisráð Asfralíu SIDNEY, 18. des. — Öryggis- ráð Ástralíu kom saman til fundar í dag. Á ráðið að láta framkvæma rannsókn á því, hversu mikla hervarnafram- leiðslu Ástralíumenn geti tek- ið sjer á herðar. — Reuter. Áður en ráðstefnan var sett, höfðu hervarnaráðherrar bandá lagsríkjanna átt fund með sjer. Á þeim fundi voru samþykkt- ar áætlanir um þátttöku Vest- ur Þýskalands í Evrópuher A - bandalagsins, auk þess sem af- ráðið var að fá Bandarikja- manni æðstu stjórn hersiris. EISENHOWER Samkvæmt góðum heimild- um, má telja fulivíst, að Eisen- hower hershöfðingi verði fyriff valinu í þessa ábyrgðarmiklú stöðu. Kann svo að fara. a3 val hans verði kunngert ú morgun, þriðjudag, að loknuni fundi Atlantshafsráðsins. í ráð- inu eiga sæti utanrlkisráðherr- ar meðlimalandanna. BANDARÍKJAMENN FÚSIR TIL HJÁLPAR, EF ... Frank Pace, hermálaráð- herra Bandaríkjanna, fluttl aðalræðu á sjerfundi hervarna ráðherranna. Var hann mættur bar fyrir hönd George Mars- hall. Hann sagði í ræðu sinni, a® Vestur Evrópa væri enn of veils fyrir til að geta staðist komm- únistiska árás. En bandaríska þjóðin vildi því aðeins leggja sinn skerf til varna Vestur Evrópu. ef örugg. vissa væri fyrir því, að lýðræðisþjóðir álf- unnar lægju ekki á liði sínu. j Kínakommar svara ekki tilmælum S.Þ. um við- ræður um vopnahlje Einkaskcyti til Mbl. frá Rcutcr—NTB LAKE SUCCESS, 18. desember — Nefnd sú, sem falið hefur verið að gerá tilraunir til vopnahljessamninga í Kóreu, til- kynnti stjórnmálanefnd S. Þ; í dag, að kínverska kommúnista- stjórnin hafi enn ekki svarað tillögu nefndarinnar um að hefja samningaviðræður um stöðvun vopnaviðskipta. Sólin sigraði í Sovjetríkjunum ? Í - ■ - - Frá bæjar- og sveifasf jórnarkosningunum rússnesku FJEKK FREST j Lester Pearson, utanríkis-' ráðherra Kanada og einn nefnd armanna, skýrði frá þessu í ræðu í dag. Fór hann fram á' léngri f-rest 'nefridinni til handa til áfrámhaldandi tilrauna til þess að fá að minnsta kosti svar, frá Kínverjunum, og samþykkti stjórnmálanefndin þá með 50 atkvæðum gegn fimm að fresta umræðum um Koreu og innrás kommúnista. Við atkvæðagreiftshma greiddu Sovjctríkin og lcpp- þjóðir þeirra atkvæði gegn framlengdum fresti, en hjá sátu fulltrúar Indlands, E1 Salvador Ísraelsríkis og Júgóslavíu. ----------------- Astraliu HAAG: •— Fyrir skömmu hefir verið undirritaður samningur milli Hollands og Ástralíu, þar. sem segir, að 25 þús. Hollendinga I skuli fyltjast til Ástralíu að ári. E’nLáÆcyt’ frá ítenl'c?. LONDON, 18. des. — Það er nú ,”inugt.,rð Síalin mar- skálkur koinsl í bæjar- og svcitarstjórnakosningun- um. sem frani fóru í Sovjet- ríkjunum í ga*r. Skýrt er frá því, að sumir kjósendur hafi ekki látið sjer nægja að greiða Stalin at- kvæði sitt, heldur og ritað til hans ávarp á kjörseðla sina. Moskvuútvarpið heúir birt nokkur ávarpannu, meðal annars eftirfarandi: Öll þjóðin kýs hina hamingjusömu æt.'jörð sína og Stalin. hinn mikla leið- toga okkar. Hann er sól okk- ar og aflgjafi og traustur fjelagi við starf og í stríði. Ýmsir nánustu samstarfs- menn Stalins sigruðu og i kosningunum, eins og t. d. Molotov, Sjvernik, Syslov og Vorosjilov.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.