Morgunblaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 16
Veðurúflitið í dag: Vaxandi SA-átt, stinningj kaldi og rigning. dagar til jóld 2í)8. tbl. — Þriðjudagur 19. desember 1059. Dauðaslys af völdum prengingar í gufukatli í sama myndarammanum <2 í GÆRMORGUN vildi það slys til í Vjelsmiðjunni „Keilir“, að Sigurjón Steindórsson, vjelvirki, Bræðraborgarstíg 4, stórslas- aðist er sprenging varð í olíukyntum gufukatli, er hann var að I-.veikja undir. Sigurjón var fluttur meðvitundarlaus í Lands- spítalann. Komst hann aldrei til meðvitundar og Ijest á ellefta timanum í gærkvölai , Slys þetta skeði milli kl. 10 og 11 í gærmorgun. Ketill sá, sem Sigurjón var að kveikja undir, gefur það mikinn hita, að slökkva verður tmdír hon- um annað slagið. Það hafði verið slökkf undir katlinum fyrir um það bil 10— 15 mínútum, þegar Sigurjón neitinn kveikti undir honum aítur. í sömu andránni varð sprenging það mikil, að hurðin fyrir eldhólfinu hrökk upp og lenti á höfði Sigurjóns. Sigurjón Steindórsson var 26 ára gamall. Lætur eftir sig konu og ungt barn. Frá Aiþingi FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. Ýmsum málum, 3em liggja fyrir, þarf að Ijúka áður en þinginu verður frestað. Standa fundir því yfirleitt all- an daginn. AÐSTOÐIN VIÐ ÚTVEGINN Frumvarpið um aðstoðina við útvegsmenn varð að lögum í gær. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu Það var Einar Olgeirsson, sem greiddi atkvæði gegn frum varpinu. Frv. tók nokkrum breyting- um í meðförum Efri deildar. M.a. er bætt einum manni við í stjórn skuldaskilasjóðs, og skal hann skipaður eftir tilnefn ingu frá stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þá var einnig bætt inn í því ákvæði, að dráttarvextir af van goldnum afborgunum af lánum stofnlánadeildar og fiskveiða- sjóðs, sem á eru fallnir við gild- jstöku laganna, skuli niður falla en frá þeim tíma ber að greiða ; di-áttarvexti af afborgunum slíkra lána V2 % fyrir hvern ' /nánuð eða brot úr mánuði, sem greiðsla drcgst.________ Frjeitir iil skipa á hafi úli í DAG mun hefjast morse- frj'ettaþjónusta til skipa. Verð- ur útvarpað frjettum frá Ríkis- útvarpinu gegnum Loftskeyta- stöðina í Reykjavík. Útvarpað verður tvisvar á sólarhring kl. ■7,30 og kl. 13,30, Greenwich meðaltíma. Sent er út á stutt- býlgjum. í fyrra skiptið á 5632 kíloriðum, kallmerki TFA og á 8420 kíloriðum, kallmerki TFA 7. Kl. 13,30 er sent út á 8420 kíloriðum kallmerki TFA 7 og 11265 kíloriðum, kallmerki TFA 8.__________________ Iveir togarar lönduðu á Akranesi í gær TVEIR togarar, Bjarni Ólafs- son og Úranus lönduðu karfa á Akranesi í gær. Voru togararn- rr með um 300 lestir hvor. Karfinn er bæði frystur og qettur. i bræðslu, Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar „Hún skai lifa" SINFÓNÍÚHLJÓMSVEITIN hjelt tónleika í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. — Viðfangsefni hennar að þessu sinni voru sin- fónía í d-dúr, Pi'ag-sinfónían, eftir Mozart og sinfónía no. 3 í Es-dúr, eftir Beethoven. Húsið var þjettskipað áhorf- endum, enda var uppselt á tón- leikana nokkrum dögum áður en þeir voru haldnir, og er þeim lauk, voru hljómsveitin og stjórnandi hennar, Hermann Hildebrandt, hyllt hvað eftir annað. Að lokum var hrópað ferfallt húrra fyrir hljómsveit- inni og ,,hún skal lifa“ hljómaði urn salinn. | A pr « Skriðuiöli og valna- vexiir í Mýrdal | VÍK í MÝRDAL, 18. des. —. Asahláku gerði hjer aðfaranptí sunnudags, með skriðuhlaup- um og gífurlegum væxti í öll- urn ám. — Brúin sópaðist . af Öxáfótalæk, skamm.t . austarl Víkur. í sama mund og brúna tók f»f, var jeppabíl ekið yfií hana, og: lenti hann í vatninu. í þílnmn voru 3 menn, pg björg uðust þeir ómeiddir, en bíllkm stórskenimdist. Þá hljóp skarð í uppfylling- úna við brúna á Skógá undií Eyjafjöllum og tepptist umferð um skeið. — Stór grjótskriða hljóp úr Holtnúp, skammt aust an við Holtsá, og lokaði allri umferð. Var vegurinn hreins- aður í dag. og mun nú fært þaf áítur. 1 Enn er mjög mikið um bílaárekstra ÚM síðustu helgi var mjög mik- ið um bílaárekstra hjer í bæn- um. Urðu meiri eða minni skemmdir á fjölda bílum. Umferð var mikil um bæinn, sjerstaklega á laugardaginn, og því aukinnar gætni þörf. En eins og fyrr, hafa margir öku- mannanna ekki tekið nægilegt tillit til breyttra aðstæðna. — Ýmsum, sem ætluðu að flýta sjer, varð það æði tafsamt. Strælisvagnaferðir um háiíðarnar UM hátíðarnar verður aksti strætisvagnanna hagað þannig, að vagnarnir ganga til kl. 1 eftir miðnættí á Þorláksmessu. Á aðfangadag og gamlársdag fara síðustu vagnar af Lækjar- torgi kl. 5,30. Vagnar þeir, sem fara 2, 3 og 5 mínútum yfir kl. 5,30 fara ekki á þeim tíma. Jóladag og nýársdag hefjast ferðir vagnanna kl. 2 e. h., en kl. 10 f. h. á annan í jólum. Aukaferðir verða í Lækjar- botna í kvöld kl. 22,15, á Þor- láksmessu kl. 23.15 og á að- fangadag kl. 16,15. Engar ferðir verða í Lækjar- botna á jóladag og nýársdag. Horskur knattspyrnu- maður fii Fakklands NORSKI markmaðurinn Torger Torgerson fer til Frakklands, þar sem hann mun keppa með franska fjelaginu „State Fran- ce.“ Torgerson hefur þó ekki ’ i hyggju að gerast atvinnumað- ur. Hann hefur heldur gert „áhugamanna-samnihg" við fje lagið, og fer aftur heim til Noregs í apríl. Hermenn S. Þ. rákust tíðum á myndir af meistara Stalin, cr þeir komu til hcrmannabækistöðva kommúnista eða í skrif- stofur stjórnmálamanna þeirra. Myndin er af tveimur banda- rískum hermönnum með herfang sitt: Stalin og Kim II Sung, forsætisráðherfa Norður-Kóreu, í einum og sama myndaramm- j anum. Um 300 hjáiparbeiðnir hafa borist til Vetrarhjálparinnar 122 beiðnum hefur þegar verið sinnf I GÆR bárust Vetrarhjálpinni 156 beiðnir um aðstoð. Hefur þá alls verið tekið á móti um 300 beiðnum frá fjölskyldum og einstaklingum. Margar gjafir hafa þegar borist og er verðmæti þeirra samtals um 13 þús. kr. Skátarnir munu aðstoða Vetrar- hjálpina eins og að undanförnu og heimsækja bæjarbúa í kvöid og tvö næstu kvöld. VESTURBÆINGAR < HEIMSÓTTIR í KVÖLD Söfnun Vetrarhjálparinnar gengur vel og hafa margir kom ið á skrifstofuna i Hótel Heklu með gjafir. Safnast hafa 11,300 kr. í peningum og fatnaður og matyæli fyrir um 1700 krónur í kvöld munu skáta'- heim- sækja Vesturbæinga. Er það von framkvæmdast. Vetrar- hjálparinnar, að Vesturbæingar bregðist vel við eins og undan- farin ár, því síst er minni pörf á aðstoð við atvinnulaust fól.k gamalmenni og einstæðmgs mæður nú en áður. Annað kvöld fara skátarnir í Austurbæinn, en á fimmtudag í Laugaj-nes, Kleppsholt, Soga- mýri og Vogana. ÚTHLUTUN HAFIN Úthlutun er þegar hafin og hefur samtals verið úthlutað um 27,000 kr. til 122 f jölskyldna og einstaklinga. □- Ljeleg haustveriíð : í Stykkishóimi STYKKISHÓLMUR. — Tíðar- farið hjer í haust hefur verið mjög rysjótt og umhleypiriga- samt. Haustvertíðin hefur svd að segja brugðist. Þrír 51001? bátar, auk smærri báta, haf&i róið hjeðan og afli verið treg- ur. Má telja þetta með ljeleg- ustu haustvertíðum hjer í Stykis ishólmi. Atvinnulíf kauptúnsins hefufl beðið mikinn hnekki við þetta* Hefur verið óvenju lítil at- vinna síðan í október og í fyrsta sinn í langan tíma sem atvinnul leysisskráning hefur farið hjei? fram. Binda menn nú vonii? sínar við vetrarvertíðina, sena hefst í janúar. Miðbærinn ralmagnslaus I DAG milli kl. 11—12 mun rafmagnið verða tekið af mið- bænum í Reykjavík. Sá hluti rafmagnskerfisins, sem straum ur verður tekin af í dag nær frá Snorrabraut að Aðalstræti, Tjarnargötu og BjarkargÖtu að vestan ög Hríngbrautar að súnnari. AUGLÝSENDUR eru beðn ir að athuga að allar stór- ar auglýsingar, sem birtast eiga í LAUGARDAGS- BLAÐINU verður að af- henda fyrir kl. 6 á fimmtu- dag. □--------------------D Konu saknað síðan á sunnudag KLUKKAN rúmlega 9 síðast- liðinn sunnudagsmorgun fór kona hjer í bænum, frú Ragn- hildur Halldórsdóttir, að heim- an frá sjer og hefur síðan ekk- ert til hennar spurst. Þegar frú Ragnhildur fór að heiman kvaðst hún ætla að skreppa út og kaupia mjólk. — Eftir það hefur hún ekki komið heim. Á sunnudaginn var strax haf- in leit að henni, og þeirri leit haldið áfrám í gær. En hún hafði engan árangur borið, er blaðið frjetti síðast. Frú Ragn- hildur er 48 ára að aldri. Búið að salta í rúml. 131 þús. tunnur SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöldl var búið að salta í rúmlega 131 þús. tunnur af Faxaflóasíld. Síldveiði var yfirleitt góð i síðustu viku, en mikið af af 1- anum var fryst. í gær var ekki róið, þar sem veðurspáin var ekki góð. Fyrstu kosningarnar JERUSALEM: — í endaðan nóv ember fóru fram fyrstu bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, serii háðar hafa verið í ísraéls- ríkL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.