Morgunblaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLA0I** í>riðjudagur 19. des. 1950. pbrggmifrla&ifc >• ■) *• , • tJtg.:_ HJf. Árvakur, Reyijjavík. ' Franakv.Btj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsía: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 16.00 é mánuði, innaniands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. ÚR DAGLEGA LÍFINU Roíar til ÞAÐ er örlítið að rofa til í efnahagsmálum okkar. Vöru- skiptajöfnuðurinn fyrir s.l. mánuð hefur orðið hagstæður um tæplega 26 millj. kr. Samtals voru í nóvember fluttar út vörur fyrir 75.4 miilj. kr. en inn fyrir 49,5 millj. kr. í aðeins einum öðrum mánuði þessa árs hefur vöruskipta- jöfnuðurinn orðið lítillega hagstæður. Það, sem af er árinu hefur hann orðið óhagstæður um 119.6 millj. kr. Samtals hef- ur verið flutt út fyrir 338,2 millj. kr. en inn fyrir 457,8 millj. kr. Gjaldeyrisafkoma þjóðarinnar þetta ár verður því ber- eýnilega hin báglegasta. Valda því fyrst og fremst tvær éstæður, aflabresturinn á sumarsíldveiðum og rúmlega fjögra mánaða stöðvun meginhluta togaraflotans. Hins veg- ar hefur síldveiðin í Faxaflóa í haust orðið veruleg búbót. Á grundvelli batnandi gjaldeyrisafkomu hefur svo ríkis- Ktjórnin sýnt virðíngarverðan lit á að draga nokkuð úr höft- unum og ófrelsinu í viðskiptamálunum. Hefur nú verið ákveðið að innflutningur allrar nauðsynlegustu álnavöru skuli gefinn frjáls. Áður höfðu matvörur, veiðarfæri, vinnu- fataefni og girðingarefni verið sett á frílista. Sá frílisti hefur nð vísu ekki alltaf verið raunverulegur, þar sem gjaldeyris- afkoman hefur verið svo hörmuleg, sem raun ber vitni. En vonir standa til þess að með aukinni framleiðslu og vaxandi gjaldeyristekjum verði framvegis unnt að flytja inn þær vörur, sem nú hafa verið settar á frílista., nokkurn veginn eftir hendinni. Það er ástæða til þess að leggja áherslu á það, að þessir tveir frílistar, sem gefnir hafa verið út yfir brýnustu nauð- synjar, eiga aðeins að vera upphafið að sköpun verslunar- frelsis í landinu. En virkasta aðferðin til þess að hraða þeim þráðu umbótum er fyrst og fremst aukin framleiðsla og út- ilutningur. Alþingi hefur nú lokið setningu fjárlaga, sem telja verður sæmilega varleg ef skaplega árar. Er greiðslujöfnuður þeirra áætlaður hagstæður um eina millj. kr. — Þing og stjórn hef- ur sýnt nokkra viðleitni til þess að spara. Heildarniðurstöðu- tölur fjárlaga eru nú svo að segja hinar sömu og fjárlaga líðandi árs, þrátt fyrir verðfellingu íslensks gjaldmiðils. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjóðarinnar skilji nauð- cpjm • , „ ■ . , , , * J t-jj GOÐ SKALD eru mikils viroi lesenda gangi upp í, enda er það syn varúðar og gætni í efnahagsmalum okkar um þessar‘fyrir hverja þjóð Þau gegna ein af mestu dásemdum iifsins ■ 1 NÝR BRRSKVR, SlÍ!ýj>I HFIrRA ' Á FIMMTUDAGINN kemur er væntanlegur hingað til lands breski sendiherrann nýi, John D. Greenway. Hann kemur alla leið frá Panama i Mið-Ameríku, en séndiherrann er vanur skyndilegum loftslagsbreytingum, því hann er einn af víðförlustu starfsmönnum í utanríkisráðuneyti Hans Hátignar Bretakon- ungs og hefir starfað í öllUm heimsálfum. Nýlegá er komin út bók eftir Greenway sendiherra, þar sem hann segir frá starfi sínu í utanríkisþjónustunni brésku s.l. 25—^30 ár og kennir márgra grasa í bókinni um hina viðburðaríku ævi sendiherrans. • NÁTTÚRUSKOÐARI OG VEIÐIMAÐUR BÓK sendiherrans heitir „Fish, Fowl and Foreign lands“, (Faber & Faber, London) og þarf engar málalengingar um það, að bókin er bráðskemmtileg og vel rituð. Greenway sendiherra er náttúrúskoðari og ‘ veiðímaður góður og er jafnvígur á lax og silungsveiðar sem stórfiskaveiðar á sjó. Ekki hefir hann komið til íslands áður og mun það vera eítt af fáum löndum heims, sem hann hefir ekki heimsótt. Verður fróðlegt að heyra álit hans á íslenskum veiðivötnum og ám og má mikið vera, ef hann reynir ekki stórfiskaveiðar á stöng hjer við land, t. d. hákarlaveiðar. • KÍMNIGÁFA OG FRÁSAGNARLIST GREENWAY sendiherra virðist einkar Ijett að segja frá atvikum, sem fyrir hann hafa borið á ferðalögum hans og jafnan sjer hann hina björtu hliðina, og kímnigáfan er eins og hún getur best orðið hjá Bretum. Það er sama hvort hann segir af viðskiftum sínum við rússneska embættismenn, eða atburðum, sem skeðu á götum Lundúnaborgar, er hann var sjálfboðalögregla í síðustu styrjöld. Það er sönn frásagnarlist á hverri blaðsíðu. Mr. Greenway er fjórði breski sendiherr- ann hjer á landi. Allir hafa fyrirrennarar hans átt hjer vinsældum að fagna, enda mann- kostamenn. Eftir bók Greenway sendiherra að dæma, verður hann í engu eftirbátur fyrir rennara sinna. RÆJARRRÝÐI SÁ, SEM á hugmyndina, að steyptu kerunum með jólatrjánum, er komið hefir verið fyrir á „eyjunum" á Lækjargötunni, á sannarlega þakkir skildar fyrir. Að þessu einfalda en smekklegu götuskrauti er sannarlega bæjar- prýði. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri hefir áðuf sýnt mörgum sinnum, að hann hefir auga og áhuga fyrir fegrun bæjarins. Vildi jeg nú leyfá mjer að beina þeirn tilmælum til borg- arstjóra, að hann láti ekki taka þessi skraut- ker af götunni í framtíðinni, eða þegar jóla- hátiðin er liðin, héldur verði þau höfð þar áfram og að þar verði sett trje,* eða skráut- blóm með vorinu. FEGURSTA GATA BÆJARINS LÆKJARGATAN er fegúrsta gata bæjarins og verður þó ennþá glæsilegri, þegar búið er að lengja hana alla leið niður að höfn, jafn breiða og hún er nú frá barnaskólanum og að Bankastræti. Vonandi að ekki verði langt þangað til það verk kemst í framkvæmd. Lækjargatan ér eina gatan í bænum, sem kalla mætti „avenue". Gott að þröngsýnis og íhaldssömum ráðleggingum var ekki hlýtt, þegar gatan var gerð eins og hún er nú. • SKIFTING JÓLATRJÁNNA MILLI BÆJARHLUTA VESTURBÆINGAR hafa kvartað í eyru Víkverja yfir því, að ekkert af bæjarjólatrján um skuli hafa verið sett upp í Vesturbænum. Það er nú svo með það, að ekki var gott að koma því við. Ef litið er á kort af Reykjavík og merktir þeir staðir, sem trjen eru nú, þá kemur í ljós, að þeim hefir verið skift jafnt niður milli bæjarhluta. Tillagan mín um trje í Tjarnarhólmann var tekin til athugunar, en svo miklir erfiðleikar voru á, að koma trje þar fyrir, að ekki var hægt að láta verða af því í þetta sinn. Ein góð tillaga hefir komið fram í sam- bandi við jólatrje og það er að stórt trje verði sett í Vesturbæinn þar sem hátt ber svo að trjeð sjáist út á sjó frá skipum, sem sigla inn til Reykjavíkur á jólaföstunni og jólahátíð- inni. . {“ Sr. Jón Thorarensen Sú bók9 setn ber hæst Fljótið helgaf eftir Tómas OuSmundsson rnundir. Við verðum að leggja nokkuð að okkur um skeið spámannlegum rneðan jafnvægi er að skapast. En ávöxtur þess hlýtur að koma í ljós síðar í bættu atvinnuástandi og auknu efna- hagsöryggi. hlutverkum, benda þjóð sinni á æðstu sann- indi lífsins, hvetja hana til að gera helgar hugsjónir trúar, þjóðernis og manndóms, að leið arljósi og aflvaka daglegs lífs. Mikið eigum vjer íslending- ar góðskáldum vorum að þakka, þeim skáldum, sem bæði á and- legu sviði og veraldlegu kváðu þrek og þrótt í þjóðina, hjeldu blysi andans blossandi, gerðu þjóðina örugga og vonglaða, mitt í skorti og vonleysi, þjóð- rækna og þrautseiga, þegar ,|hún bjó við erlenda kúgun og sjavarsiðuna. Þess \egna byr nu fleira folk við þrongan kost :innanlands harðæri. Styðjið Vetrarhjálpina EINS OG undanfarin ár hefur Vetrarhjálpin í Reykjavík hafið starfsemi sína þegar líður að jólum. Takmark hennar og tilgangur er að verða sem flestu bágstöddu og efnalitlu fólki til aðstoðar um jólaundirbúning, öflun nauðsynja og glaðning ungra og gamalla. Atvinnuárferði hefur á þessu líðandi ári verið erfitt við um þessi jól en undanfarin ár. Vetrarhjálpin heitir á Reyk- víkinga að koma til liðs við þá, sem erfiðast eiga og litla möguleika hafa til þess að gera sjer eða sínum dagamun um jólin. Það verður aldrei mælt nje vegið, hve miklu þeir andans menn fá áorkað, sem byggja lupp þjóð sína með listaverkum Um það þarf ekki að efast að henni muni nú sem fyrr f*num’. g,efa verk, vefða vel til liðs. Reykvíkingar eru oft skjotir til hjalpar, ef gustur tímanS) nóðgáttir „ism- á þarf að halda. Og sem betur fer er fjöldi einstaklinga, fyrir- tækja og fjelagssamtaka, sem geta látið eitthvað af hendi raloia til þeirra, sem verr eru á vegi staddir. íslendingar eru yfirleitt mjög jafnaðarsinnuð þjóð. Þeir vilja ekki að í landi þeirra þrífist sár fátækt, örbirgð og skortur við hlið auðs og allsnægta. Þeir vilja útrýma skort-{er islensk hugsun, íslenskt verk, inum og fátæktinm, sem forfeður þeirra börðust við í marg- tuttugu og sjö kvæði. Tala ar aldir. En okkur greinir aðeins á um það, hvernig þetta k væðanna út af fyrir sig bend- skuli gert. Sá ágreiningur verður ekki ræddur hjer að sinni. \ ir ® hinn hárfína smekk, sem En samhjálp almennings í höfuðborginni, Vetrarhjálpin, |ÞefSÍ skówSap1 vefður^aldrei heiðist aðstoðar við gott starf og mannúðlegt. Gerið hlut!fundinn gá allsherjar samnefn- hennar sem bestan og stuðlið þar með að aukinni jólagleði. ari, sem smekkur hinna ýmsu anna“ og mismunandi aldarfars, fær eigi. blásið burt. Fljótið helga eftir Tómas Guðmundsson er sú bók, sem nú ber hæst á jólahimni ís- lenskra bókmennta 1950. Það og óþrotleg efni hverju skáldi, að svo er margt sinnið sem skinnið. í þessari bók þjóðskáldsins fann jeg fyrir mitt leyti sextán perlur af tuttugu og sjö kvæð- um og þó má bæta því við, að öll er bókin skilgetin dóttir mikils skálds, sem er hvort- tveggja í senn, þjóðskáld og stórskáld og spekingur að viti. Jeg nefni dænii um kvæði, þar sem djúp viska, þróttur og karlmennska fara saman, bls. 80, 112 og 72; glæsileg yfir- bygging ásamt innri kjölfestu, fer þarna saman. Fegursta kvæðið finnst mjer vera á bls. 103, en hið skemmtilegast á bls. 54. Bókin er dýrgripur. Heill og hamingja fylgi skáldinu, sem hefur valið sjer það veglega hlutverk að byggja upp þjóð sína, efla trú hennar á eilíf verð mæti andans og auka einingu hennar og skilning á þeim ís- lenska grundvelli, sem vjer stöndum á. Jón Thorarensen. Fióífamenn og S. I>. FLUSHING MEADOW — Dr. G. J. van Heuven Gödhart (Holland) hefur verið skipað- ur aðalfulltrúi S. Þ. fyrir flótta- menn. Er hjer um nýtt embætti að ræða. — Reuter, Morgunræður í Sfjörnu- híó, effír sr. Emil Bjérnsson ÚT ERU KOMNAR í bók ræð- ur sr. Emils Björnssonar, sem hann hefur flutt við messur Óháða fríkirkjusafnaðarins í Stjörnubíó á þessu ári. Bóka- útgáfa Guðjóns Ó. Guðjónsson- ar gefur bókina út, en allur ágóði af henni rennur til kirkju byggingarsjóðs safnaðarins. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn & hættur að hafa guðsþjónustur í Stjörnubíói og fara þær nú fram í Adventkirkjunni. Það mun einsdæmi hjer á landi, að messað sje í kvikmyndahúsi, þótt ekki sje það ótítt erlendis. Getur höfundur þess í formála, Ennfremur tekur hann fram, að ræðurnar í þessari bók sjeu fyrstu ræðurnar, sem fluttar eru hjá þessum söfnuði og fyrstu ræðurnar, sem viðkom- andi prestur semur. General Mofors stöðvar sölu á nýjusfu bíla- fegundum sínum DETROIT ,18. des. — General Motors verksmiðjurnar stöðv- uðu í dag sölu á fólksbílunum Chevrolet, Pontiac og Cadillac af gerðinni 1951. Stöðvunin er taíin eiga rót sína að rekia til tilkynningar stjórnarvaldanna um, að verð á bílum megi ekki hækka um- fram það sem var 1. desember í ár. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.