Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. des. 1950. MORGUNBLAÐIÐ 5 Vormorgun í síðasta stríði var þannig umhorfs í sal í sal ííeðri málstofunnar. — xnuni valda gífurlegri byltingu á sviði húsagerðar í Bretlandi. Þá er verið að breyta stærð- fer flugvjelamóðurskipi í sjer- $takt sýningarskip, sem sigla á til fjölmargra hafna á Bret- landseyjum. Flugvjelaþilfarið verður 9.ðn1sýningarsvðeðið á þátíðarskipinu. Og svo er spurningin: Hvað Verður nú til sýnis á þessari ptórkostlegu sýningu, sem enga á sjer líka hvorki fyrr nje síð- fir í sögu Bretlands? Hjer er um svo stórbrotið fyrirtæki að ræða, að á þessu Btigi verður ekki. farið út í smá- atriðin. Á hátíðinni á að sýna 100 ára þróunarsögu Bretlands og bresku þjóðarinnar. Innan þessa ramma á að tjalda öllu, $em til er á andlegum og ver- eldlegum vettvangi. Þegar þetta er haft í huga, þá má nærri geta, hvílíkan feikna fróðleik pýningin á að geyma. Til sanns- vegar má færa, að í sögu Bret- lands seinustu öldina, megi lesa ejálfa mannkynssöguna. Bret- land hefur á þessu tímabili gengt forystustarfi, sem mesta veldi heims, átt í hinum ægi- legustu styrjöldum, sjeð veldi jBitt þverra og loks siðast en ekki síst, hefur bersku þjóð- Inni tekist að gera Breland að Cinu mesta lýðræðislandi ver- aldar. í skjóli þess skipulags iiefur eftir bestu getu verið hlúð Sð hinum andlega gróðri í þjóð- Jífinu. [VETRARDAGAIÍ Fyrir skemmstu var grasið í Hyde Park og öðrum almenn- j ingsgörðum Lundúna, enn j grænt, sem um sumardag væri. Trje voru ekki öll lauffallin og £ greinum þeirra var „kveðist á“ 'daglangt. Bændurnir í ná- grenni borgarinnar hafa ekki þurft að taka mjólkurkýr sín- ar á fulla gjcf. Tíðarfar hefur verið gott á ísl. mælikvarða, þó Lundúnabúum sjálfumi finnist þe++a veð"T'1',g vera ó-: þvikinn vetur og þeir klæða fef sjer kuldann eftir bestu feetu. Ræðuspekingarnir við Hyde Park Corner og Towerhill eru ekki eins margir og á sumrin, en hinir eiginlegú ræðumenn á þessum stöðum setja ekki veðr ið fyrir sig og koma þangað flesta daga vikunnar og láta ljós ið sitt skína. Áheyrendahóparn ir eru misjafnlega stórir eins og gengur og gerist, það fer að sjálfsögðu eftir því, hvert ræðueírið er. Við Toverhjll má oft heyra í miklum ræðumanni, margfróðum, bæði á sviði trú- mála og stjórnmála og lífs- reynslu mikla kvað hann hafa að baki. Þegar hann talar þessi maður, þá er áhorfendahópur- inn oft 200—.300 manns, jafn- vél í rigningarsudda og leið- indaveðri. Þetta er formaður methodista í borginni. Það er oft kalsasamt verk að tala á slíkum útisamkomum, því slegið getur að ræðumanni og eins getur andinn ofkælst, slíkt er ekki gott að eiga á hættu. Því hafa ræðumennirn- ir vafið stórum ullartrefli um hálsinn og hneppa frakann upp í háls. Þá er sjeð vel fynr beggja hag. En skyndilega skall Lund- únaþoka yfir rjettláta sem rangláta. Loftið varð svo raka- þrungið, að fötin sem hanga á stólbakinu verða eins og þau .hefðu legið í grasi næturlangt á áfalli. Dimmt var yfir borg- inni, líkt og í útsynningi í des- ember. Loftið verður nístings- kalt eins og nokkurt frost sje, en þó er frostlaust. í hverju húsi var arininn rauðkynntur, en sótið frá reyknum, sem stíg- ur upp um milljónir reykháfa, fellur yfir mannfólkið líkt og skæðadrífa. Þokuteppið yfir borginnj er svo þjett að kola- reykurinn kemst ekki í gegnum það. Þegar slíkir vetrarþokudag ar ganga yfir London, er borgi- in ömurleg hið ytra. Sá sem vanur er miðstöðvarhitun læt- ur ýms misjöfn orð falla um arinupphitunina. Bretar eru á móti miðstöðvarhitun í húsum sínum. Á þókudögunum þagnar fuglasöngurinn í Hyde Park og dúf’inum á Tr'cfalgartrrci ?r kalt. Þær kúra við fótstall súlunnar, sem Nelson stendur á og horfir af yfir heimsborg- ina, sem teliyr fleiri íbúa en nokkur önnur borg og er víð- áttumest í heimi. Dúfurnar hafa vrj V 'VI V> 1 barna og fullorðinna hið af- oragðsgóða dúfnafóður, sem 'óðursalarnir á torgi þessu selja vegfarendum. Á ÖÐRUM DEGI Á öðrum degi er þokan orð- ;n svo svört, að hið fullkomna iamgöngukerfi í London hefur /íða lamast. Kaffi- og testor- rrnar hafa allmiklu meira að gera á svona dögum og því þarf að útbúa meira af „hveitibrauðs amviskum“, sem er aðalmeðlæt ;ð og það er ótrúlega mikið, ivað venjulegur maður getur íesthúsað af „samviskum“. Hjer aekkist varla rúgbrauð og það gengur undir nafninu Danskt brauð. -— Ekki er vitað, hvort bað stendur í sambandi við þrumaraát Dana. Bjórstofurnar eru ekki betur ióttar þó svona viðri. Þær eiga ;vo snaran þátt í lífi Lundúna- búans, að þokudagar breyta þar engu um. Segja má að bjórstof- urnar sjeu að ýmsu leyti annað heimili karlmannanna í borg- inni. Þar er vikulega eytt fleiri eða færri fríkvöldum. Þar mæla gamlir vinir, kunningjar og nágrannar sjer mót og skrafa saman yfir bjórglasi. Rifja upp endurminningar og bernsku- brek oft sömu ævintýrin, og yf- ir bjórglasinu eru dægurmálin rædd, kappreiðarnar, krikkitið og knattspyrna og svo er stund um spilað dóminó upp á bjór- glas. Aldrei sjest vín á nokkrum manni, enda er bjórinn ekki drukkinn vegna vínandans eins. Hann er fyrst og fremst drukk- inn vegna bjórsins, sem fólkið skoðar sem sjálfsagðan drykk os hollan. Sunnanáttin barst að strönd- um Bretlandseyja og kalda loft- ið varð að víkja. Þokuhjúpur- irm. sem legið hafði yfir London smáeyddist og skammdegisskin- ið braust fram úr skýjunum. Þá varð borgin eins og maður, sem vaknar við vekjaraklukkuhring ingu, og hún tók svo gleði sína á ný. IIEIMSÓKN TIL LUNDÚNA Merkur dagur þótti það í sögu Lundúna er Júlíana Hollands- drottning og maður hennar Bernharð prins, komu í opin- bera heimsókn til borgarinnar í böði bresku konungshjónanna. Það var mikið um dýrðir og móttökuathöfnin á Victoríustöð- inni virðuleg. Gestgjafi hinna tignu gesta frá Haag, Georg VI. kyssti á hönd Júlíönu, er hún stje út úr járnbrautalestinni og þótti blöðunum framkoma kon- ungs hin riddaralegasta. Ásamt konungsf jölskyldunni var margt stórmenna viðstatt. Meðfram götum þeim, er vagn ar þjóðhöfðingjanna óku til Buckingham-hallar, stóðu Lund- únarbúar hundruð þúsundum saman og hylltu hinn ástsæla konung sinn og buðu Júlíönu velkomna til höfuðborgarinnar. Drottningin, sem eins gæti ver ið húsmóðir á bændahöfðingja- býli í ísl. sveit, ljek á alls oddi fjöldans, úr hinum rauðbrúna konungsvagni sem hún sat í ásamt Georgi konungi. Vagninn drógu átta gæðingar. Konungur inn sat gegnt gesti sínum og var einbeittur á svipinn. í vagni þcim sem ú cftir fór sat h'n br slt andi drottning Bretaveldis og í þeim vagni var Bernharð prins, sem sagður er standa sig vel í stöðu sinni, þó hann hljóti að verða skör lægra settur en eigin | konan. Alla leiðina frá járnbrauta- stöðinni og þar til vagnarnir sem blikaði á. Hestarnir voru ný kembdir.og hófar þeirra höfðu verið ,,burstaðir“, en svo hastir voru þeir að í Iangferð myndu þeir hrissta bæði lifur og lungu niður í maga, áður en sólarhring urinn væri liðinn.. GOTT FÓLK OG ÞRAUTSEIGT Hróp og læti eru Lundúnabú- um ekki eðlileg. Fólk er allt mjög yfirlætislaust og á því enginn asi. Sjálfsagi, kurteisi og hjálpsemi er ríkast í íbúum borg arinnar og kímnigáfa þeirra er j mikil. Fórnarvilji almenningsr i þegar lands- eða þjóðarhagsmun ir eru í veði er mikill og hefur það komið mjög skýrt fram bæði í síðasta stríði og að því loknu Fólkið tekur því sem óumflýjan legri ráðstöfun, að á ýmsu er enn ströng skömmtun, eins og 11. d. á kjöti. Þó liðin sjeu rúm- lega fimm ár frá stríðslokum er kjötskammturinn til heimilanna enn svo lítill að það er rjett i nös á ketti. — Af efnahagsástæð* um hefur ekki verið unnt aA- gefa kjötið frjálst. Bretar hafa á undanförnum árum átt við mikla efna- hagsörðugleika að etja en vegna dugnaðar og þrautseigju þjóðar innar, fórnarvilja hennar og hins samstillta átaks, þá sjer almenningur nú hilla undir íak- markið: Eínahagslegt sjálf- stæði. — Það er ein aðalmáttar- stoð hins sterka lýðræðisskipu- lags, sem Bretar eiga við aft búa. ★ Dag nokkurn standa á fjöl- farinni götu í London tveir gamlir menn og blindir og leika samieik á trompet og klarinett jólasálminn: Heim um ból, a:f angurværð og tilfinningu. Þetta er nokkru fyrir jólaföstu. Þeir sem heyra þessa blindu fjelaga spila jólasálminn eru minntir á það að jólin eru ekki Iangt und- Dúfurnar kúra við fótstall súl- unnar miklu, scm Nelson stend- ur á. runnu í hlað bresku konungshall arinnar, gengu fagnaðarlæti þús unda í bylgjum eftir götum og strætum, sem ekið var eftir. Öll voru þau skreyt meira og minna í tilefni af komu hinna virðulegu «esta. Hermannlegir riddarar, sem fóru fyrir á hvít- um hestum, voru allir í spegil- fægðum látúnslituðum brynjum, an. leóitecý foi gott og farsælt nýtt ár. Verslunin Gullbrá, Hverfisgötu 42.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.