Morgunblaðið - 04.01.1951, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 4. janúar 1951
Framhaldssagan 35
TACEY CROMWELL
Mennirnir sátu þögulir.
Borgarstjórinn var þarna og
Burt Weish og Cyrus Dull,
frægur námulögfræðingur og
Jax Bilheim, sem stjórnaði
Warren, Lcwell og Brewery
Gulchnámunum. Þeir reyndu
að halda uppi Ijettum samræð-
um, en það gekk illa. Jeg sá að
þeim þótti va;nt um það þegar
þingmaðurinn kom loksins nið-
ur. Hann hafði haft fataskipti
og einhversstaðar hafði hann
náð í vatn, því að hann var bú-
inn að þvo sótið framan úr
sjer. Hann hneigði sig fyrir
Tacey eins og fyrir hinu fólk-
inu, rjett eins og hann væri
búinn að glejrma því, að hann
hafði oft gengið framhjá henni
á götunni án þess að virða hana
viðlits. .
„Er Gaye ekki kominn enn-
þá?“ spurði 1 ann. „Hann á &ð
tala við landssímastöðina þegar
hanrj kemur“.
Mjer fannst jeg sjá snöggvast
bregða fyrir glampa í augum
Tacey.
„Lokar símastöðin ekki
klukkan tíu?“ spurði frú
Parker.
„Ekki í kvöld“, sagði þing-
maðurinn.
Skömmu seinna heyrðist
fótatak Gaye úti á tröppunum.
Jeg get ennþá sjeð hann fyrir
mjer í stofudyrunum, þegar
liann sá Tacej' sitja á legubekkn
um. Það var ekki hægt að segja
að nokkrar svipbreytingar sæj
ust á andliti iians, frekar en
þegar b.ann sat við spilahjólið.
Vinstri augabrúnin á honum
lyftist dálítið en það var ekki
svo að nokkur tæki eftir því.
En þó var eins og andrúmsloftið
breyttist í stofunni um leið og
hann kom inn. Það var eins og
jákvæður og neikvæður póll
hefðu mættst í loftinu og þó að
Gaye liti ekki aftur á Tacey,
var hægt að :kynja strauminn
sem lá á milli þeirra. Það var
eins og það hefði líka áhrif á
mennina því að nú fóru samræð
urnar að ganga greitt og mjer
fannst jeg finna stingi bæði í
hvirflinum á mjer og í fingur-
gómunum.
„Landssíminn hefir verið að
spyrja um þig, væni miim“,
sagði ungfrú Rudith og við síð-
ustu orðin fann jeg að straum-
arnir riðuðu.
Jeg hjelt að Gaye mtmdi
verða feginn tækifærinu að
komast aftur út úr stofunni, en
honum virtist ekkert liggja á
og fór að segja söguna af því,
hvemig Alec Maddox hefði
sprengt upp hús fjandmanns
sins Leo Phelan í brunanum.
Svo fór hann ekki lengra en í
simann, sem hjekk á veggnum
í anddyrinu, eíns og hann neit-
aði því að viöurkenna návist
Tacey-
Venjulega var það siður að
menn lækkuðu róminn og
hjeldu samtalinu áfram, þegar
einhver var að tala í simann til
að sýna að þc-ir væru ekki að
hlusta. En núna þögnuðu allir
í stofunni.
„Halló, halló“, heyrðum við
Gaye kalla i sjmann hvað eftir
r,°p ^ °ff um íiö
símtalið væri að minnsta kosti
frá Phönix, Loksins heyrðum
við að hann hafði fengið sam-
band. Hann íalaði lengi um
brunann og ;C3Íarnar sem áttu
að koma meö nj'tt byggingar-
Skáldsaga eftir Conrad Richter.
('illlll IIIHIIIIlCIISIIIHIHtlllliMftUIIIMIIIIIIIIIIIIIIttllltllalfj* <•(«•*(((((■(M((((H(1I(I1(I((M .
„Nei, nei“, sagði hann loks.
„Það hefir ekkert slíkt komið
hingað. Landstjórinn hlýíur að
hafa gefið upp vitlaust nafn“.
Svo lagði hann frá sjer tólið.
Það varð löng og vandræða-
leg þögn í stofunni þegar hann
kom aftur. Mennirnir virtust
vonsviknir á svipinn. — Tacey
var sú eina sem ljet sjer fátt
um finnast. Ilún hafði jafnvel
rjett úr sjer og jeg sá að það
voru. rauðir dílar í kinnunum á
henni.
Mennirnir tíndust burt einn
og einn og þingmaðurinn fór
inn á skrifstofu sína til að svara
skeytum sem komið höfðu með
fyrirspurnum um hvernig fólk-
inu hans hefði reitt af í eldsvoð
anum. Ungfrú Rudith vísaði
Pai'kershjónunum til sængur og
jeg ætlaði sjálfur að fara að
hátta, þegar síminn hringdi. —
Þingmaðurinn svaraði. — Við
heyrðum að hann sagði: „Já,
já“ nokkrum sinnum og ánægj-
an leyndi sjer ekki í rödd hans.
„Já, sendið það hingað“, sagði
hann loks. Svo kom hann Itm
í stofuna. Gaye hafði farið eitt
hvað fram fyrir, og eftir voru
aðeins jeg og ungfrú Rudith,
og hún var að reyna að fá
Tacey til að fara að hvíla sig.
„Við skulum fá okkur kaffi
og brauðsneiðar fj'rst“, sagði
þingmaðurinn.
Petria og Josefa báru stóra
silfurbakkann inn og Gaye stóð
í stofudyrunum, þegar dyra-
bjallan hringdi.
„Láttu hann koma inn“,
sagði þingmaðurinn við Peritu
með fullan munninn af brauði,
og saup á kaffibollanum. Stúlk
an kom inn aftur með dreng,
sem hjelt á litlu umslagi í ann
ari hendinni. „Gefðu honum
brauð og kaffibolla“, sagði þing
maðurinn. „Mjer sýnist hann
vera þreyttur“.
Drengurinn var auðsjáanlega
hissa á því að enginn skyldi
taka við skeytinu. En augun í
gamla þingmanninum ljómuðu
og það var auðsjeð að hann var
að treyna sjer einhverjar gleði-
frjettir.
„Þú vinnur lengi í kvöld“,
sagði hann.
„Já“, stamaði drengurinn og
tók við kaffibollanum, sem hon-
um var rjettur. „Það er margt
fólk, sem sendir skeyti núna.
Allir vilja vita hvort fólkið er
heilt á húfi. Það eru fleiri
skeyti en við komumst yfir að
skila fyrir morgun“.
„Það hlýtur að hafa frjettst
af brunanum“.
„Jeg er nú hræddur um það.
Þeir sáu hann alla leið til
Globe“, sagði drengurinn. „Það
er yfir tvö hundruð mílur“.
Þegar Perita rjetti honum
brauðsneið, missti hann skeytið
á gólfið.
„Mjer sýnist * þetta vera
skeyti sem þú ert með þarna,
drengur“, sagði þingmaðurinn
og tók það upp. „Hvernig stend
ur á því að þú skilar því ekki“.
Drengurinn stamaoi ein-
hverja afsökun, sem enginn
skildi því hann var með full-
an munninn.
„Iíjerr-a“, sagði þingmaður-
inn pg rjetti honum einn silf-
urdal. „Það er til þín, Gaye“,»
sagði hann og rjetti honum
skeytið. Jeg leit snöggvast á
Tacey og svo aftur á Gaye. —•
Hann hlaut að vita að eitthvaði
1S á bn1-- jrfS-þétm—1 nlírínaleik
en hann opnaði það kæruleysis
legur á svip og gekk yfir að
kertinu til að lesa það. — Það
var ekki að sjá að hann kæm-
ist í neina geðshræringu.
„Viltu gera svo vel að lesa
það hátt“, sagði hann við þing-
manninn.
Þingmaðurinn sótti gleraug-
un sín og setti þau á sig.
„Phoenix“, las hann. — Svo
leit hann yfir gleraugnarönd-
ina á fólkið í stofunni.
En við horfðum held jeg öll
á Gaye. Hann stóð rólegur við
arinhilluna og enginn vissi
hvað hann var að hugsa. Jeg
minntist þess þegar jeg hafði
sjeð hann í fyrsta sinn í köfl-
óttu fötunum við spilaborðið í
„Hvítu höllinni“. Mjer fannst
það skrítið núna að mjer hefði
ekki fundist þá hann vera
bróðir minn. Einmitt þá gat
hann verið bróðir minn, hugs-
aði jeg með mjer. Og líka fyrsta
kvöldið í Bisbee þegar hann
ljet Tacey ganga á undan og
panta herbergin á gistihúsinu
í Brewery Gulch. Nú fannst
mjer. heil öld vera liðin síðan.
Jeg heyrði rödd þingmanns-
ins gins og í fjarska í gegnum
hugsanir mínar:
„Heiðraði Gaye Oldaker,
Bisbee, Arizona. Þar sem
skattstjórinn í fylkinu verður
laus þann fjTrsta nóvember næst
komandi, skipa jeg yður hjer
með skattstjóra í fylkinu Ari-
zona frá og með þeim degi. —
Framv-ísun þessa símskeytis til
yfirvalda á staðnum veitir yð-
ur full völd og rjettindi“. Rödd
þingmannsins skalf lítið eitt. —
„Undirskriftin er landstjórinn“,
sagði hann.
Jeg leit á Tacey. Nú var all-
ur vandræðasvipur horfinn af
henni og hún var eins og hún
átti að sjer að vera. Hún sat
teinrjett á legubekknum og
það var eins og heitum geisl-
um stafaði af henni. Jeg horfði
lengi á hana, en hún sá mig
ekki. Grænu augun hennar böð
uðu Gaye í sigurljóma.
Þingmaðurinn stóð ennþá
með skeytið í hendinni og leit
á fólkið til skiptis j'fir rönd-
ina á gleraugunum sínum með
ánægjubros á vörum.
„Hvernig væri að við fengj-
um okkur glas af víni, Perita“,
kallaði hann. Hann stakk stóru
hendinni í vasann og dró upp
lyklana og rjetti ungfrú Rudith
þá. Hún fór niður í kjallarann
með Peritu og jeg flýtti mjer á
eftir henni. Satt að segja
treysti jeg mjer ekki til að
verða einn eftir í stofunni á-
samt Tacey og Gaye.
Þegar jeg kom aftur, öllu
hugi'akkarj eftir vænan sopa
af rauðvíni þingmannsins, sat
enginn á stóra legubekknum.
Tacey var farin. Enginn af þeim
sem ungfrú Rudith sputði um
hana, sagðist hafa sjeð hana
fara. Það var ekki fyrr en
löngu seinna að jeg vissi hvar
hún hafði verið um nóttina.
jl\j. kafii.
Það liðu þrjú ár áður en jeg
kom tii Bisbee aftur. Jeg var
niðri í námunum þegar frjettin
kom. Herra Reilly færði mjer
sjálfur skeytið um fráfall ung-
frú Rudíth. Næsta morgutl fór
J u U+JJ X-..
Hákon Hákonarson
45.
í hvert sinn sem jeg fór fram og aftur á milli þessara
tveggja staða, fór jeg smáferðir inn í skóginn, og alltaf íann
jeg eitthvað, sem jeg gat notað.
Eftir nokkurra mánaða vinnu var jeg búinn að lagfæra
húsið mitt eins og jeg vildi hafa það. Jeg var búinn að smíða
rúm úr bambusstöngum og í því voru hljebarðaskinnin, sem
jeg hafði lagt í vatn og gert mjúk og góð.
Húsdýrin mín, Óðinn og Freyja kallaði jeg þau, voru orðin
stór og sterk og veiddu nú fyrir sig sjálf. Þau höfðu það
fyrir venju að taka veiðina með sjer heim. Jeg var hræddur
um að þau myndu verða óviðráðanleg af því að lifa á ejn-
tómu hráu kjöti, svo að jeg tók bráðina af þeim og sauð
hana. Þau sættu sig við það, og þau eltu mig hvert sem jeg
fór eins og hundar.
Til þess að það yrði viðkunnanlegra í húsinu mínu, setti
jeg upp tvær hyllur, og skreytti þær rneð nokkrum silfur-
munum.
Inni í trjenu byggði jeg bambusstiga, sem náði alveg upp í
topp þess. Það var mikið af götum á stofninum og efst uppi
hafði jeg gott útsýni á alla vegu, því að trjeð var svo hátt, að
það gnæfði upp yíir fjallbungurnar, sem voru rjett hjá því.
Nokkrar greinanna, sem voru gríðarlega digrar, voru holar
líka eins og trjeð og í einni þeirra var svo mikið rúm, að jeg
gat skriðið í gegnum hana upp í lítinn helli á milli klettanna.
I fyrsta sinn, sem jeg gerði það, fann jeg páfagaukahreiður
með mörgum ungum í yst á greininni. Jeg tók tvo þeirra, því
að mjer datt í hug, að mjer kynni að verða ánægja að þeim.
Jeg kallaði þá Jens og Mary og kenndi þeim að kalla hvorn
á annan með nafni.
Jeg var búinn að gera inngangjnn í trjeð miklu stærri og
bjó til hurð. En jeg þakti hana að utan með berki, sem jeg
reif aí öuiu trje, svo au það var ekki hægi ao koma auga á
hana, þegar hún var aftur.
IfjfíjxF* ,j
„Hvjið ertu eiginlega að teikna,
niaður?“
„Smúskrýtlumyndir! “
★
Hjúlparlíiusir ciginmcnn.
I Nolikrijr konur voiu að tala um
eigimncmi sína, í þeim tón, sem líðk-
ast meðal eiginkvenna, að því er
sagt er.
j „Jón er alveg hjálparlaus án mín“,
sagði ein.
j „Svoleiðis er Hany líka“, sagði
pnnur. „Jeg veit ekki hvað myndi
| verða af honum ef jeg yfirgæfi hann
í eina viku.“
j- „Já, er þetta ekki staðreynd?" and-
varpaði sú þriðja. „Stundum dettur
mjer í hug að maðurinn minn sje
barn jeg verð að hugsa svo um hann.
Hugsið þið ykkur, í hvert einasta
skipti sem hann festir á sig tölu, gerir
við fötin sín, og þó að það sje ekki
meira en staga í sokk, þá verð jeg
alltaf að þræða nálina fyrir hann.“
★
Hugulsamur tengdasonur.
* „Tengdamóðir mín er að koma í heim
sókn á morgun, og verður hjer i
noltluim tima. Jeg er búinn að skrifa
hjema upp alla eftiidætisrjettina
Jiennar.“
j Matreiðslukonan: ;rJeg skal gera
mitt besla, herrá.“
T- • • -v * *r-v f r
• . . i..i: ... rri. T fyrsta
skipti sem þú býrð til eittlivað af
þeim, segi jeg'þjer upp.“
„Hyers vegna hefirðu alch-ei gifst?‘*
spurði vinur gnmla piparsveinsins.
„Einu sinni, fyrir löngu siðun“
svaraði piparsveinninn, „var jeg aðl
ganga á götu í mikilli mannþröng
og steig óvart á kjólfald einnar kon-
unnar. Hún sneri sjer fokvond við og
byrjaði: „Klaufinn þinn, ruddinn
þinn —!“ Svo brosti hún allt i eipu
yndislega og sngði: „Ö, fjrrh-gefið
jijer, jeg hjelt þetta væri maðuripn
Gestur: „Hvað eiga litku tviburanj
ir að heita, Jonni?“
Jonni: „Jennías og Jesaja.“
Gesturinn: „Nei, Jonni, það getur
ekki verið.“
Jonni: „Það er að minnsta kosti
það sem' pabbi sagði þegar Jiaim sá
þá í fyrsta skipti."
MiiiiiiiriiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiriiiiii!iiimiiiiiim|tiiimis
j Hásgöjgn {
| notuð i góðu standi til sölu 1
| ódýrt. Skrifborð ýmsar gerðir,
| skrifborðsstólar, divanar, nun-
= sta;ði og margt fleira. Kaupum
: notuð húsgögn í góðu standi.
PukKhússakin
: d
| Ingólfsstræti 11. Sími 4663 |
t S
iii>MiiiiliMitiliiMMiii.i!ttiii;i<iki>[.'i:i:iMiii(ii((iat(irmD*‘
iinmimmiiiitiiiitiMM
t'immiimmmmn)
I =
Bilasiklfti {
Vil skinte ú pi,-,,,-,,.}, >42 ng I
góðum vörubíl, helsl Chevrolet
eða Ford. Bíllinn verður til sýnis j
við gömlu mjolkurstöðina í dag,
fimmtudag frá kl. 2 e.m. til 7 |
em. og uppl. gefnar á saiua 1
tíma, í síma 4987.
;l
Hiuiimiiimtir