Morgunblaðið - 22.02.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1951, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 22. febr. 19Í31 n t gjsta|si|&3li& Oig ti.f. Arvakur. Revkiavik íYamkv.stj.: Sigfús Jónsson. íitstjon Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. t.esbók: Arni Óla. símj 3045. tuglysmear Arni Garðar Kristinsson. iitstjörn. augiýsmgar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600 ASKrutargjaid kr. 16.00 6 mánuði, uinanianda. I lause«olu 75 «ur» emtalcið 1 kxóna með Lesbök. Aðstaða S.þ. í Kóreu Víkverií tkrí,ar: Ú R DACLEGA \IU F Y R S T eftir að kínverskir kommúnistar gerðust virkir þátttakendur í Kóreustyrjöld- inni og sendu milljónaheri til árása á hið fámenna varnarlið Sameinuöu þjcðanna ríkti nokk ur svartsýni meðal hinna frjálsu þjóða um aðstöðu varn- arliðsins. Korr.múnistar um all- an heim töldu örlög þess ráðin. Það yrði hrak:ð í sjóinn og sig- ur ofbeldisins fullkomnaður. — Stalin marskálkur ljet þá skoð- un og frómu ósk einnig í ljós fyrir fáum dögum í hinu fræga samtali sínu, að sú yrði niður- staðan. En horfurnar í Kóreu um þessar mundir gefa enga á- stæðu til þess að örvænta um aðstöðu Sameinuðu þjóðanna þar. Undanfarnar vikur hafa herir þeirra stórbætt víg- stöðu sína. Enda þótt þar hafi skipst á sókn og vörn og lið Sameinuðu þjóðanna hafi stundum orðið að hörfa þar nokkuð, er þó svo komið að þær hafa í fullu trje við miklu fjölmennari herafla kommúnista. Meginherir S. Þ. eru nú ekki langt frá 38. breiddargráðunni og hafa auk þess gert öflugar flota- árásir á staði norðan hennar. Hafa kommúnistar orðið fyr- ir ægilegu tjóni af völdum varnarherja hinna Samein- uðu þjóða. í ræðum, sem þeir MacArt- hur yfirhershöfðingi og Shin- well hermálaráðherra Breta fluttu í fyrradag kemur fra/n örugg vissa um að S. Þ. geti varist árásum kínverskra komm únista í Kóreu og sigrað þá að lokum. Vitað er að lið kommúnista er miklu fjölmennara en her S. Þ., sem er tiltölulega fá- mennur. En hann er mjög vel vopnura búinn og nýtur stuðn- ings öflugs flughers og flota. Kommúnistar hafa að vísu beitt fyrir sig rússneskum flugvjel- um og skriðdrekum. En enn sem komið er hafa lýðræðis- þjóðirnar haft algera yfirburði í lofti. Frjálsir menn um allan heim fagna bættri aðstöðu Samein- uðu þjóðanna í Kóreu. Það væri hin mesta ógæfa ef kommún- istum tækist að koma fram of- beldisáformum sínum þar eystra. Enginn vissi þá, hver eftirleikurinn yrði. Á því velt- ur mikið fyrir frið og öryggi í heiminum að hinum víðtæku alþjóðasamtökum takist að kæfa þessa ofbeldisárás og sýna yfirgangsseggjunum að til er alþjóðleg.t lögregluvald, sem ekki lætur frelsisrán og ofbeld- isaðgerðir afskiptalausar. Ef Sameinuðu þjóðunum tekst þetta, sem vaxandi vonir standa til, hefur stórt spor verið stigið fram á við til tryggingar heimsfriðnum. KANN EKKI VIÐ RÆNINGJANA MÓÐIR biður um birtingu á eftirfarandi sjón- armiði, sem hún segir að margar konur muni hafa. Ekki er jeg sammála þeim konum, nema að litlu leyti og skal gera grein fyrir því hjer á eftir. En brjef Móðurinnar er á þessa leið: „Víkverji góður: Það hafa víst margir hlakkað til að sjá Snædrottningu Andersens í Þjóðleikhúsinu. Nú hlaut eitthvað það að verða leikið, sem börn hefðu gaman að að sjá. Nóg er af „hasar“-kvikmyndum, þar sem bófar og ræningjar vaða uppi. „En hvað skeður. Reyndar eru þarna ræn- ingjar, vel vopnaðir og meira að segja „sögu- maðurinn“, ágætis náungi, er vopnaður. * BÖRNIN, SEM VERÐA HRÆDD „SUM börnin verða hrædd“, heldur móðirin áfram frásögn sinni. „Þau vilja fara heim. Þau hnipra sig í sætunum og vilja ekki horfa á þetta. „Ætla þeir, að drepa hana þarna“, spyr drengur mömmu sína, þegar tveir varð- menn standa yfir Helgu litlu með spjót á lofti. „Ræningjaþáttinn ber að fella úr, algjör- lega. Þannig að börnunum sje óhætt að sjá leikinn og allt þetta myrkur í salnum á milli atriða er ófært þegar börn eru gestir. Annars er leikritið gott og tapar engu við brottrekst- ur ræningjanna“, segir móðirin að lokum“. • TANNLAUSIR DREKAR, BRYNJULAUSIR RIDDARAR VAFALAUST er það rjett hjá móðurinni, að varlega ber að sýna unglingum vopnaburð og ofbeldi allt. En án efa er það jafn hættulegt, ef ekki hættulegra, að skrökva að börnunum og láta þau ekki komast að því fyr en þau eru orðin fullorðin, hvernig heimurinn er og hef- ur verið. Það má vel vera, að sumar mæður kjósi, að láta börn sín ekki vita af því, að það sjeu til byssur í heiminum, að drekarnir í ævintýr- unum sjeu tannlausir og riddararnir hafi aldrei borið sverð nje klæðst brynjum. En það verður þá líka að taka íslendinga- sögurnar frá unglingunum svo þeir spillist ekki af lestri þeirra-Eða kannski það eigi að sleppa úr ræningjaþáttunum úr þeim líka? • GENGIÐ FULL LANGT LÁTUM það vera þótt mæ'Sur ót.ist að börn þeirra verði hrædd á leiksýningum, eða kvik- myndahúsum, þar sem vcvn eru sýnd, eða nctuð. En stafar hræðslan e vi einmitt af því, að börnunum hefir aldrei verið sagt frá veru- leikanum? — Og verður e j n . sian enn- þá alvarlegri, ef þau eiga ■ i að fá að vita sannleikann fyr en þau læ> a af reynslunni sjálf, er handleiðslu foreld anna sleppir. Er ekki gengið fulllangí hjá sumum með hvað börnunum sje óhætc að sjá og hvað ekki? • AÐALARTRIÐIÐ AÐ HIÐ GÓÐA SIGRI VERA má, að kvikmyndir ~g les'.ur ævintýra vekji hjá hraustum strákum ævintvraþrá. — Þeir verði ef til viil baldna”' ’ ann "" bann daginn og haldi að þeir s Tsrzan sjálfur einn daginn, en Roy Roger hinn. Gerir það svo mikið til. Hitt væri verra. ef þeir læsu ævintýri og hcf ’i'i á kvikmynd- ir, þar sem hinir vondu si'Tra Þar, sem of- beldið er verðlaunað. En y.Triri' t er það ekki svo í kvikmyndum, leikriv nie ævintýra- sögum fyrir unglinga. Það ’ða verður alltaf sterkara.. Og það er aðalatriðið. • HVAÐ SEGJA UPPELDISFF DINGARN1\? ÞETTA hefir verið gert að mta’sefni hjer í svo löngu máli vegna þess a i m v'”idamál er að ræða, sem mikið er rætt. — Allmörg- um finnst vera gengið út í öfgar, hvað talið er að börn megi og megi ekt i hiá, aðrir eru sannfærðir um, að verið sje að spilla ungu kynslóðinni svo mikið, að til stórvandræða horfi. Gaman væri að heyra álit uppeldisfræð- inga á þessu máli. Athyglisverð nýbreytni Fækkun prestakalla EINN AF mikilhæfustu starfs- mönnum hinnar íslensku þjóð- kirkju, sjera Gísli Brynjólfsson prestur á Kirkjubæjarklaustri, ritar í gær grein hjer í blaðið um frumvarp það, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi og rniðar að nokkurri fækkun presta. Mót- mælir hann sjerstaklega þeirri aðferð, sem á hefur verið höfð við flutning þessa frumvarps af hálfu kirkjumálaráðuneytis- ins, að ekki skuli hafa verið höfð um það samvinna við sam- tök kirkjunnar og fulltrúa hennar. Undir þessi mótmæli er skylt að taka. Að sjálfsögðu ber að hafa samráð við kirkj una, stofnanir hennar og mál svara, um slík mál áður en að þeim er ráðið til lykta. Hefur blaðið einnig nokkra vitneskju um, að þess megi vænta, enda þótt ekki hafi verið til slíkrar samvinnu stofnað í upphafi. Um þá faékkun presta, sem ráðgerð er í frv. kirkjumála- ráðherra, er annars þetta að segja: Síðan að gildandi lög um skipun prestakalla voru sett, hafa miklar breytingar átt sjer stað i landinu. í einstökum prestaköllum hefur fólki fækk- að gífurlega. Raunar má segja að þörf þeirra fyrir kirkjulega þjónustu hafi ekki minkað af þeim ástæðum. Það fólk, sem býr þar áfram þarf engu að síð- ur á prestsþjónustu að halda eftir sem áður. En staðreynd- in er aðeins sú, að prestar fást ekki til sumra þeirra og hafa ekki fengist þangað um lengri tíma. Litlar líkur eru ennfrem- ur til þess að þeir muni fást þangað í framtíðinni. Þessvegna er í raun rjettri ekki um neina rjettindaskerðingu að ræða, þó að þessi prestaköll sjeu samein- uð öðrum prestaköllum, sem njóta prestþjónustu. Þá er og þess að geta að samgöngur hafa batnað svo mjög að hægt er að skaðlitlu að stækka prestaköll í sumum landshlutum en tryggja söfnuðunum þó jafn- hliða góða prestþjónustu. Það er hinsvegar alveg rjett, sem sjera Gísli Brynj- ólfsson bendir á í grein sinni, að vissulega er það ómaklegt að sjerstök áhersla sje lögð á að fækka þeim fáu em- bættismönnum ,sem starfa í sveitum landsins. Það er staðreynd að prestarnir hafa verið þeir embættismcnn, sem um langt skeið hafa haft forystu um margskonar menningar- og framfaramál út um sveitirnar. En tím- arnir hafa breyst og fræðsla og menntun er orðin aimcnn ari en áður var. Þessvegna er ekki óeðiilegt að endur- skoðun lagaákvæða um þessi efni sje látin fram fara. En hana ber að framkvæma í fullkomnu samráði við klerka og kirkju. eftir sjera Halidór Jónsson, fyr sóknarprest að Reynivöllum í VETUR var sagt frá því í skólablaði Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík, að nafni ,,Blysið“, að sá háttur hefði verið upptekinn á síðasta hausti, áður en kennsla hófst þar, að hefja kennslu á hverj- um morgni þrjá tiltekna daga í viku hverri, með því að láta nemendur, sem sækja kennslu- tíma fyrir hádegið, syngja sálm eða önnur fögur Ijóð. Segir í grein í áminnstu blaði, að sú nýbreytni hafi mælst vel fyr- ir. Söngkennarinn, Helgi Þor- láksson, sem hefur stjórnað söngnum og farist það vel, hef- ur um leið kynnt höfunda Ijcða og laga. Hann hefur og leikið undir á orgel. í viðtali við kennarann, Helga Þorláksson, segir hann, er hann var spurður: — Til hvers er söngurinn? — Hann er til að vekja og lífga nemend- urna, eða éf svo mætti segja, | gera þá móttökubetri til að læra og kynna ýms ljóð og lög, auk þess, sem þetta er góð skemmtun o. s. frv. Söng- I kennaarinn segir enn fremur m. a.: — En allir eiga að syngja. Að menn syngi falskt eða þykj- ist vera laglausir, skiftir ekki i minnsta máli, heldur eiga allir I a ðsyngja af lífs og sálar kröft- [ um. Enginn á að skorast úr leik. Enn segir hann: ,,Ef þeir kunna ekki ljóðin, þá er ekkert ein- faldara en að taka með sjer mála og vasasöngbókina". Til að kynna mjer þetta enn betur, sneri jeg mjer til skóla- 1 stjórans, sjera Ingimars ^Jóns- i sonar og tók hann Ijúfmann- lega máli mínu. ) Hann sagði að þessu sinni, er stundaskrá var samin fyr- ir skólann, áður en skólaárið hófst, hefði verið ákeðið til reynslu, að hefja kennslu þrjá tiltekna daga í viku hverri, sem fyr segir, meðal nemenda, er kæmi fyrir hádegið, auk þess sem venjuleg söngkennsla færi almennt fram á öðrum tímum tvisvar í viku. Var á skólastjóra að heyra, að framvegis væri til þes shugsað að láta þennan al- menna söng verða enn víðtæk- ari, en til þess að það gæti tek- ist, yrði að gera ráð fyrir því, er stundaskrá væri samin fyrir næsta skólaár, og gerði hann ráð fyrir því, að framvegis yrði reynt að haga því svo, að þetta I gæti tekist. | Skólastjóri sagði mjer enn- fremur, að á kvöldvöku eftir jólin, þar sem nemendur skól- ans hefði verið samankomnir í heild, hafi verið mjög miki.5 sungið og ljet hann í ljós ótví- ræða ánægju sína yfir því. Þessi nýbreytni er mjög merkileg og skynsamleg og eftirbreytnisverð fyrir aðra skóla. Og þá er vitanlega mjög mikilsvert, að kennarar taki einnig undir söng ncmenda. — Þeir mega heldur ekki skerast úr leik. Með því að taka sjálfir þátt í söngnum, hvort sem söng raddir þeirra eru miklar eða litlar, gefa þeir mikilsvert for- dæmi, sem alls ekki má vanta. Söngurinn þarf að verða veigamikill þáttur í starfi skól- anna og jafnvel einna fremst- ur. Hann útlátalaus af hvers eins hálfu og ómissandi menn- ingaratriði. Er ekki úr vegi að benda á það, að sjerstaklega þarf að kynna og leggja rækt við ljóð og lög eftir innlenda höfunda. Til hvers er að yrkja ljóð, ef fáir fást til að fara með þau? Og til hvers að semja þau, ef fáir fást til að fara með þau? Skólastjóra og söngkennara Gagnfræðaskóla Austurbæjar bera því afdráttarlaust þakkir fyrir þá nýbreytni, er á var minnst, og er bess að óska og vænta, að hún verði upphaf annars og meira, en mjór er löngum mikils vísir. 17. jan. 1951. Friðrik ligurbjörns- son forra. TBR AÐALFUNDUR Tennis- og bad mintonfjelags Reykjavíkur var haldinn síðastliðinn þriðjudag í húsi V. R. Fráfarandi formaður Jón Jó- hannesson, er undanfarin 11 ár hefur gegnt formannsstörfum, baðst eindregið undan endur- kosningu. í hans stað var kjör- inn Friðrik Sigurbjörnsson. — Meðstjórnendur til 2ja ára voru kosnir Magnús Davíðsson og Þorvaldur Ásgeirsson. Fyrir voru í stjórninni Guðmundur Árnason og Pá-11 Andrjesson. t varastjórn voru kosnir Pjetur Nikulásson og Georg L. Sveins- son. — Endurskoðendur voru kjörnir Kolbeinn Pjetursson og Konráð Gíslason. Eftir fundinn sýndi Þorvald- ur Ásgeirsson ameríska bad- minton-kvikmynd er vakti rnikla ánægju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.