Morgunblaðið - 20.03.1951, Blaðsíða 8
8
w o H 4, II /V B L 4 *> I O
Þriðjudagur 20. rnars 1951
ÚR DAGLEGA LfFINU
'Jtg. H.£. ÁrvaKur, SeykjaviB
, . *inrikv.*tj.: Sitffúí JonssoD
ftitstion Valtýr Stefánsson «aovrgnartri
Frjet.taritstjóri: ívai Guðmuntlssor
'<asbók: Arni Öia. síim 3045
tLUgiVsirivar: Árnl Garfiar Kristm**m.
íitst.jom, auglýmngar jg aigreiösi*
\usturstr«eti 8 — Simi I.60O
iVsKrixw*rjí>id kr. 16.00 8 tnanuCr tnnuxuaxuu
t leusasrti') « »ur* eintaúdS l króna meB t -abes
Samtök vinnuveitenda
og launþega
í SAMBANDI við landsfund
Vinnuveitendasambands ís-
lands, sem hófst hjer í Reykja-
vík í gær, er ástæða til þess
að ræða lítillega eðli slíkra sam
taka og afstöðu þeirra til heild-
arsamtaka verkalýðs og laun-
þega.
í öllum lýðræðislöndum þyk-
ir það sjálfsagt og eðlilegt að
vinnuveitendur og eigendur at-
vinnutækja hafi með sjer vel
skipulögð samtök á sama hátt
og ^rkamenn og aðrir launþeg-
ar mynda með sjer verkalýðs-
f jelög og önnur hagsmunasam-
tök. Slík samtök atvinnurek-
enda eru ekki fyrst og fremst
mynduð til þess að heyja styrj-
öld við launþega um hverja þá
breytingu, sem þeir kunna að
óska á kjörum sínum heldur
þvert á móti til þess að auðvelda
samvinnu og viðskipti vinnu-
veitenda og starfsmanna þeirra.
Frá sjónarmiði þeirra, sem
telja stjettabaráttu og illindi
milli starfshópa hinn eina
sanna grundvöll allra kjara-
bóta verkalýðsins, horfir
þetta að vísu öðruvísi við.
Þeir álíta samtök vinnuveit-
enda beint sett til höfuðs
verkal ýðssam tökunum.
Þeir menn, sem hinsvegar
vilja byggja á samstarfi
stjettanna, telja ríka nauðsyn
bera til samstarfs milli at-
vinnurekenda og launþega.
Þeir álíta að það sje hvorki
hollt fyrir þjóðfjelagið í
heild, nje einstakar stjettir
þess að samtök einstakra
stjetta, vinnuveitenda eða
\dnnuþiggjenda, sjeu svo öfl-
ug, að þau geti ein sett úr-
slitakosti og gerst ríki í rík-
inu.
Það er þessvegna mikill mis-
skilningur, að það sje tilræði
við hagsmuni íslenskra laun-
þega, að atvinnurekendur hjer
á landi efli samtök sín og komi
á þau svipuðu skipulagi og rík-
ir í hliðstæðum samtökum
grannþjóða okkar. Þeir stjórn-
málaflokkar, sem ætla sjer að
mála djöfulinn á vegginn í til-
efni af landsfundi Vinnuveit-
endasambandsins, sanna hins-
vegar með þeirri ráðabreytni,
að því fer fjarri að þeir haii
sjálfir hreint mjöl í pokanum.
Þeir sanna með því að þeir vilja
ekki samvinnu og samstarf milli
launþega og vinnuveitenda held
ur úlfúð og illindi.
Verkalýðssamtökin á íslandi
eru öflug og vel skipulögð. Þau
hafa á liðnum tíma komið ýms-
um umbótum fram á kjörum
meðlima sinna. Fjölmargar
þeirra hafa gerst í góðri sam-
vinnu við vinnuveitendur og
samtök þeirra. Með fullkomn-
ari og betri atvinnutækjum til
lands og sjávar hefur skapast
nýr og traustari grundvöllur
undir afkomu fólksins. Kaup-
gjaldið hefur hækkað og yinnu-
skilyrði batnað. En frumskil-
yrði þess að launþegar og allur
almenningur geti haldið hinum
bættu lífskjörum við, er að fram
leiðsla þjóðarinnar beri sig. Um
skeið hefur hún barist í bökk-
um. Ein grein hennar, bátaút-
vegurinn, hefur verið rekinn
með stórfelldu tapi. Enda þótt
ríkisvaldið hafi gert ákveðnar
ráðstafanir til stuðnings hon-
um er ekki á þessu stigi máls-
ins sjeð fyrir um árangur
þeirra.
Leiðtogum verkalýðssam-
takanna er það áreiðanlega
ljóst að við þessar aðstæður
er meðlimum þeirra meira
en hæpinn gróði að hækkuðu
tímakaupi eða mánaðarlegri
vísitöluuppbót. Við það verð
ur hagur framleiðslunnar
þrengri. Hættan á atvinnu-
leysi eykst. Þetta vita allir
að er satt og rjett. Til þess
að bera hærra kaupgjald
þarf framleiðslan annað
tveggja að aukast verulega
eða að fá hækkað afurðaverð.
Engar horfur eru hinsvegar
á að svo verði á næstunni.
Að öllu þessu athuguðu,
verður enginn með rjcttu sak
aður uni ósanngirni þó að
hann vari verkalýðssamtök-
in við að hefja nú harð-
skeytta kauphækkunarstyrj-
öld. Ef þau gerðu það, hefðu
þau misbeitt valdi sínu. Það
væri illa farið og hlyti að
bitna í senn á meðlimum
þeirra og þjóðinni í heild.
„Friðar-fjárlögin”
FYRIR nokkru síðan skýrði
Þjóðviljinn frá því, að þau f jár-
lög, sem nú hefðu verið lögð
fyrir Æðstaráð Sovjetríkjanna,
hefðu hlotið nafnið „Friðarfjár-
lögin“ vegna þess, að lög þessi
væru mótuð af friðarvilja
kommúnistanna.
Samkvæmt Reutersfregn frá
Moskvu þ. 8. þ. m. hefir það
vakið sjerstaka athygli þar í
landi, að „Friðarfjárlögin“
ætlast til, að Ráðstjórnarríkin
noti 95 milljarða rúbla til hern-
aðarútgjalda á fjárhagsárinu
1951—’52, og nemur sú upphæð
21,3% af öllum upphæðum fjár-
laganna.
Samkvæmt þessu hefir Ráð-
stjórnin hækkáð hernaðarút-
gjöld sín frá fyrra ári um 16
miljarða. En þar sem auglýst er
að þau fjárlög, sem hafa hærri
upphæðir til hersins, en hin
fyrri beri rjettnefnið „Friðar-
fjárlög" verður ekki annað sjeð,
en Sovjetstjórninni finnist, að
eftir því sem hernaðarútgjöld-
in eru ákveðin hærri, eftir því
verið friðvænlegra í heiminum.
Má þetta að vissu leyti til
sanns vegar færa.
En hjer eftir ætti Þjóðviljinn
ekki að heimska sig á því, að
tala um aukna styrjaldarhættti,
þó VesturVeldin auki landvarn-
ir sínar, þegar herrarnir í
Moskvu, húsbséhdur og útgef-
endur Þjóðviljans, hafa látið
það boð út ganga, að fjáriög,
sem ákveða hæstu hernaðarút-
gjöld, beri mestan friðarsvip.
OVENJULEGUR AHUGI
FYRIR ÍSLANDSFERÐUM
FERÐAMANNASKRIFSTOFUM í nágranna-
löndunum berast nú óvenjumiklar fyrirspurn
ir um ferðalög á Islandi og þótt við gerum
minna en ekki neitt til að hæna erlent ferða-
fólk til landsins er eins og áhugi ferðamanna
fyrir Islandi hafi vaknað af sjálfu sjer. —
Eftir gengisfellingu krónunnar er nú tiltölu-
lega ódýrt fyrir erlenda menn að ferðast á
íslandi.
ÞVÍ MIÐUR------
EN ÞVÍ MIÐUR erum við ekki tilbúin að taka
á móti öllum þeim gestum, sem vilja sækja
okkur heim og eyða hjer erlendum gjaldeyri.
Það skortir gistihús bæði í Reykjavík og úti
á landi og þess vegna verðum við að verða af
1 þeim hagnaði, sem annars væri okkur í hendi.
•
BRETLANDSIIÁTÍÐIN
BRETAR halda hátíð í ár, sem hefst i maí-
mánuði og stendur yfir þar til í september.
Eru þessi hátíðahöld sem kunnugt er haldin
fvrst og fremst til að hæna útlendinga til
landsins og gerð í þeim tilgangi að hressa
upp á gjaldeyristekjur Breta.
En þessi hátíðahöld vekja einnig áhuga
ferðafólks fyrir íslandi þótt undarlegt megi
virðast.
KOMA FRÁ S.-AFRÍKU
FERÐAMENN munu koma víða að til Bret-
lands, ekki síst frá fjarlægum samveldislönd-
um, eins og t.d. Suður-Afríku. Margir þess-
ara ferðalanga vilja fara lengra en til Bret-
lands, úr því að þeir eru komnir af stað á
annað borð og hefir t.d. umboðsmanni Flug-
fjelags Islands í London borist margar fyrir-
spurnir frá Suður-Afríkumönnum um ferða-
lög á íslandi.
Mun von á nokkrum þeirra hingað að sumrí.
DRAUMUR MANAKBÚANS
í ÞESSU SAMBANDI dettur mjer í hug grein,
sem jeg rakst á í ensku blaði fyrir skömmu.
Þar segir frá Thomas nokkrum Wignall, sem
er fæddur og uppalinn á eynni Mön. Hann er
nú 46 ára. En þegar hann var 19 ára las hann
„Glataða soninn“ og aðrar sögur efcir Hall
Cain, sem gerast að nokkru levti á Islandi og
síðan hefir hann dreymt um að komast til Is-
lands, en aldrei getað látið veroa af því.
í fyrnefndu blaðaviðtali segir Wignall, að
margt sje líkt með íslendingum og Manar-
búum og þó einkum þjóðsögurnar.
•
HUGURINN BAR HANN
HÁLFA LEIÐ
í SUMARFRÍI sínu i fyrrahaust hugðist
Wipnall Manarbúi láta verða af því að komast
til Islands og rjeðíst sem kyndari á togara.
sem átti að fara á íslandsmið. Gerði hann sjer
vonir um, að komast á þann hátt til Reykja-
víkur, því hann átti ekki fje til að ferðast
sem skemmtiferðamaður. Hugurinn bar hann
hálfa leið til íslands og togarinn komst með
hann upp að Islandsströndum, en ekki auðn-
aðist honum þó að stíga fæti á fyrirheitna
landið í það sinn, því togarinn kom ekki til
hafnar á Islandi.
•
ER EKKI VONLAUS ENN
WIGNALL er enn ekki af baki dottinn, eða
hefir gefist upp við að láta rætast úr æsku-
draumi sínum. Nýlega skrifaði hann breska
sendiráðinu í Reykjavík og spurðist fyrir um,
hvort nokkrar líkur væru til þess, að hann
gæti fengið vinnu og haft ofan af fyrir sjer
eins og mánaðartíma, ef hann kæmi til ís-
lands að sumarlagi. — Sendiráðið mun hafa
svarað því til, að litlar líkur væru til þess.
Klæðaverksmiðjan
Íllfíma 10 ára
KLÆÐAVERKSMIÐJAN Úl-
Ekkerf skip fil Reykhóla
REYKHÓLUM, Barðastranda-
sýslu, 18. mars. — Veturinn hef
ir verið þungur það sem af er.
Tíð spilltist með ofsaveðri 30.
nóvember s.l. og síðan hefir
alltaf verið vetrarveðrátta, þó
mest stórviðri á góunni. Komið
hafa dag og dag smáblotar, en
alltaf hefir frosið ofaní þá svo
svellalög hafa verið óvcnjulega
mikil í vetur. Víða er því meira
að ræða um svellstorku heldur
en mikla fanndýpt, þótt fannir
sjeu miklar inn til dala.
Bændur eru allir búnir að
gefa mikið hjer í hreppum Aust
ur-^arðastrandasýslu og til eru
þeir bæir, sem fje hefir ekki
fengið strá af jörðu frá því í
nóvemberlok og er þar um að
ræða 15 vikna stöðuga inngjöf.
Bændur hjer munu þó komast
sæmilega af með hey, ef
snemma vorar, þar sem síðast-
liðið sumar var gott til hey-
fanga.
FIRÐIR ÍSILAGÐIR
Frost hafa aldrei verið mjög
mikft í vetur, mest 10—12 stig.
Þó hafa ísalög á sjó verið óvenju
mikil. Innfirðir hjer, Króks-
fjörður, Berufjörður, Þorska-
fjörður og Dúpifjörður, hafa
langtímum verið ísilagðir og fær
ir mönnum og hestum. Fyrir
viku síðan var farið ríðandi á
ís yfir Þorskafjörð og Djúpa-
fjörð. Farið var frá Laugalandi
yfir að Hallsteinsnesi og þar
yfir að Gróunesi. Telja menn
hjer að leið þessi hafi ekki ver-
ið farin með hesta síðastliðin
20 ár.
ERFITT MED SAMGÖNGUR
Vegna þessara miklu jsalaga
hafa samgongur á sjó hjer við
austustu hreppa sýslunnar,
sl. einn og hálfan mánuð.
Reykhóla- og Geiradalshrepp,
oft verið miklum erfiðleikum
búnar í vetur. Komið hefir fyrir
að alls ekki hefir verið hægt að
afgreiða skip, hvorki í Króks-
fjarðarnesi eða Reykhólum
vegna ísalaga. Ekkert skip hef-
ir komið hingað síðastliðinn
einn og hálfan mánuð. Því eru
allar samgöngur erfiðar sem
stendur. Brjef og blöð koma
með landpósti. Duglegur mað-
ur úr Geiradal brýst með hesta
sína hálfsmánaðarlega suður í
Ásgarð í Dölum og sækir póst-
inn. Verður hann að fara leið-
ina inn fyrir Gilsfjörð og yfir
Svínadal, hvernig sem viðrar.
Bögglapóstur kemur sjóleiðina
og því eftir dúk og disk.
ÞÝÐINGARMIKIÐ FLUG
BJÖRNS PÁLSSONAR
Hvernig ferðast þá fólkið? í
vetur hefir Björn Pálsson, flug
maður í Reykjavík, haldið uppi
aðalfólksfkitningum við Reyk-
hólahrepp og einnig töluvert
við Geiradalshrepp. Hann hefir
komið margar ferðir á lítilli
tveggja manna vjel og tekið
farþega og farangur. Þá er þýð
ing ferða hans hingað i þessa
afskekktu hreppa langsamlega
mest í sambandi við sjúkraflug.
Hefir hann nú þegar frá því að
hann hóf flugferðir hingað flog
ið mörg sjúkraflug og má full-
yrða að í tvö skiptin var um
líf sjúklinganna að tefla. — J.G.
Fær þakkir
PUSAN — Tveir menn hafa
verið nefndir til í S-Kóreu til
að takast á hendur ferð til
þeirra ríkja S. Þ., er veitt hafa
stuðning í stríðinu. Heimsókn
þeirra fjelaga verður svo sem
í virðingar- og þakklætisskyni.
tima hjelt upp á tíu ára af-
mæli sitt s.l. sunnudag. Var
þar samankomið starfsfólk
verksmiðjunnar og nokkrir aðr
ir gestir.
Kristján Friðriksson, forstjóri
verksmiðjunnar, flutti þar að-
alræðuna, en einnig tóku
til máls Kristján Jóh. Krist-
jánsson, formaður Fjel. ísl. iðn-
rekenda, Páll S. Pálsson, fram-
kvæmdastj., Stefán Jónsson,
skrifstofustjóri og Pjetur Pjet-
ursson, verðgæslustjóri.
Últíma var fyrst hraðsauma-
stofa, en nú er þar verksmiðju-
framleiðsla á karlmannafatnaði.
Eru 3000 fatnaðir framleiddir
þar á ári.
Kanada heims-
meistari í íshochey
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í ís-
hockey fór fram í París í þess-
um mánuði og lauk s.l. laugar-
dag.
Kanada bar sigur úr býtum
með 12 stigum. Svíþjóð var í
öðru sæti með 9 stig og Sviss
nr. 3 einnig með 9 stig.
Noregur varð óvænt fjórði
með 4 stig, en síðan komu Bret-
land, Bandaríkin og Finnlands.
— G.A.
Sambúðin batnar
BELGRAD, 19. mars. — Sam-
búð Grikkja og Júgó-Slava fer
nú dagbatnandi. Undirritaður
hefur verið samningur 'um, að
4 flugvjelar fari á milli land-
anna vikulega frá 25' apríl,
Verða sínar 2 frá hvoru riki. Þá
herma fregnir, áð viéskipta-
samningar þeir, er nú eru á döf
inni rnilli landanna, gangi að
óskiun. — Reuter.