Morgunblaðið - 22.03.1951, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.03.1951, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. mars 1951 H i> K I, I/ n H L S tti I # „Mundi Stulin vern sumþykkur?‘V¥ikwr byggingarelni Ný samvisku spurning í Sovjet- ríkjum NOKKRU eftir stríð gerðust t>au tíðindi í Rússlandi, að stjórnarvöldin þar bönnuðu þegnunum að giftast útlending- um. Banni þessu var framfylgt með vægðarlausri hörku og varð að heimsblaöamáli, er komm- únistar neituðu nokkrum rúss- neskum konum, sem giftst höf ou breskum borgurum á stríðsárunum, um leyfi til að fara úr landi og til manna sinna. Þessu lauk svo, að konurnar sátu í Rússlandi, fengu ekki fararleyfi, þrátt fyrir margend- urteknar tilraunir eiginmanna þeirra og bænask :r, sem send- ar voru einræðxsherranum í Kreml. MIKILVÆG SPURNING Nú berast þær fregnir, að enn i sje hert á eftirliti með ástum I í Sovjetríkjunum. Nú virðist það hreint og beint vera orðin skylda unga fólksins í Sovjet, sem verður ástfangið, að velta eftirfarandi spumingu ræki- lega fyrir sjer: „Mundi Stalin vera vali mínu samþykkur?“ * 1 Rík áhersla er lögð á þessa siýju tegund Stalindýrkunar í ýmsum rússneskum bókum, I leikritum og kvikmyndum, sem sjeð hafa dagsins Ijós upp á síðkastið. Gott dæmi um þetta er að finna í leikritinu „Hin ástin“, sem Pravda segir að nú sje sýnt víðsvegar um Sovjet- ríkin. Leikritið gerist á sam- eignarbúi í Georgíu, föðurlandi Stalins. Söguhetjan er ung stúlka, Grunja, sem lýsir yfir því í upphafi leiksins, að aldrei sje hún hamingjusamari, en þá hún sje „starfandi fyrir föðurland- ið“ á samyrkjubúinu. Rodion, pilturinn, sem hún verður ástfangin af, er líka duglegur landbúnaðarverka- maður, en sá er hængurinn á, að hann „starfar ekki fyrir föðurlandið", heldur „til þess að afla sjer frægðar og frama“. ÁSTIN OG SKYLDAN Þetta tekur Grunja ákaflega sárt og hún einsetur sjer að leiða hann í sannleikann. Hún talar um fyiár honum, reynir af bestu getu að bjarga honum frá villunni og sannfæra hann um það, að hann sje á rangri braut. En Rodion er hugsjónalaus; hann vill komast áfram í líf- inu. Leikritinu lýkur svo, að Grunja fórnar ástinni á altari skyldunnar. Ríkið er fyrir öllu, það er hennar stærsta ást, Rodion er aðeins, og þegar allt kemur til alls, „hin ástin“. vv NYLEGA var Georges nokkur Raymond handtekinn í Mars- eilles (Frakklandi) og sakaður um að ráðast með barsmíð á Jean Marie Fontes. Georges tjáði lögreglunni: „Það \ ar hún, sem hyrjaði“. En í rannsókn leiddi í ljós, að það vaF'fýrir 26 árum, og þau höfðu ekki sjest aftur fyr en hinn örlagaríka dag. Þetta er víst ný lausn á „sokkavandamáli“ kvcnfólksins. Hann heitir Rex Stoke, maðurinn, og hann er að „tattóera“ eftirlík- ingu af sokkasaum á hreska stúlku. Ilaldgóð aðferð, mundu ýmsir segja, en býsna langt gengið. Samtíningur úr ýmsum álfum og af ólíkusfu viðburðum FYRIRTÆKI eitt í San Franc- isco býður nú til sölu handmál- aðan karlmannanærfatnað. Fyr ir aukaþóknun getur viðskipta- vinurinn fengið mynd af konu sinni eða kærustu á nærfötin. V'V' PHILIP Bajkovich hershöfð- ingi, aðstoðar-innanríkisráð- herra Júgóslavíu, skýrði nýlega frá því í blaðagrein, að ttnnið væri að því að bæta starfsað- ferðir júgóslavnesku leynilög- reglunnar. Hershöfðinginn játar það, að hin kommúnistiska leynilög- regla Titos einræðisherra hafi oft beitt óbreytta borgara of miklum hörkuhrögðnm. Bajkovich lýsir yfir því í grein sinni, að framvegis verði komið í veg fyrir, að „fólk sje dregið fyrir dómstólana, grun- að um það eitt sð hafa óvin- veittar stjórnmálaskoðanir“!! v v DR. R. E. G. ARMATOE í New York hefur um 30 ára skeið rannsakað hárvöxt á mönnum. Niðurstöður: Hár vill vaxa á vör og höku þeirra kvenna, sem ná óvenjumiklum andlegum þroska. Fræðimenn týna hárinu og verða oft sköllóttir. Og hvað þá um dr. Armatoe? Hann er nauðasköllóttur. v v FBÖNSK hlöð skýra frá því, að Moreau nokkur, lögregloforingi í Casahlanca, hafi haft tann- pínu í 24 klukkustundir, ætlað til tannlæknis, en siiúist hugur og framið sjálfsmorð í staðinn! v v EGÝPSKAR konur hferða rtú baráttu sína fyrir jáínrjetti á við karlá'. Þær krefjást kösn- ingarjettar og kjörgengis, og hafa stofnað með sjer samtök, til þess að framfylgja kröfum sínum. Nýlega gengu um 1500 konur fylktu liði til egypska þing- hússins og báru í fylkingunni kröfuspjöld, sem á var letrað meðal annars: „Ekkert þing án kvenna“, „Baráttumál kvenna eru baráttumál allra Egypta“ og „Takið höndum saman við konurnar í baráttunni fyrir aukinni þekkingu og bættu sið- ferði“. I þessu sambandi má skjóta því að, að við þjóðaratkvæða- greiðslu í Svisslandi var nýlega felt að veita konum þar kosn- ingarjett. v JOSEPH nokkur King var ný- lega sakaður uni brot á um- feiAarlögum í Bandaríkjunum. Lögregluþjónn að nafni Joseph King var vitni í málinu og verj- andinn hjet Joseph King! vv ERICH BRANDEL, sex ára hnokki í Þýskalandi, var ný- lega að leika sjer að garðsiöngu að húsabaki heima hjá sjer, er hann sá í gegnum eldhúsdyrn- ar, að feldur var kominn i föt móður hans. Hann beindi garð- slöngunni að henni. eyðilagði að vísu hádegismatinn, en bjargaði um leið lífi hennar. vv STJÓRN Caccia klúbbsins í Rómahorg hafnaði fyrir nokkru inntökubeiðni de Paccio greifa. Greifiuu skoraðí alla tíu stjórn- armeöliniina á hólm, háði við þá einvígi hvern fyrir síg — og sáirði þá allá. Ssótti svo aftur og var samþykktur einuin rómi!! TALSVERÐUR áhugi rík- ir hjer á landi fyrir vikri sem byggingarefni, enda niikið til af honum hjer. — Ungur húsameistari hefir tekið eftirfarandi saman um vikur sem bygg- ingarefni. NOTKUN vikurs til byggingar, er hægt að rekja aftur í tíma Rómverja og þeirra bygginga. Á meginlándi Evrópu hefir notkun vikurs farið mjög í vöxt undanfarín ár. Einnig hjer í landi. hefir vikur rutt sjer til rúms mjög mikið, og skilning- ur fólks fer sívaxandi á gæðum vikurs til byggingar. Sjerstak- lega hefir vikurhleðsla rutt sjer braut á meðal smærri húsa og í stærri íbúðarhúsum, scm ljett skilrúm og einangrun, einnig í verksmiðjur, og mjög víða sem einangrun í frystihús. Gæði vikurs í steypu og hleðslu hafa borið góðan árang- ur í Bandaríkjunum og Eng- lanc’, í margvíslegum tilraun- um með vikur og vikursteypu, og einnig í þegar byggðum byggingum. Glöggt, dæmi um sparnað við notkun vikurs höfum við frá Los Angeles, þar sem ein af nýju byggingum símans kost- aði 1.600.000 dollara. Þar kost- aði venjulegur sandur og möl 38.920 dollara eða 2.4% af heild arkostnaði. Vikur 59.720 doll- ara eða 3.7% af öllum kostnaði. MismunUr 20.800 dollara eða 1.3% af öllum kostnaði. En vegna þess, hve vikur er ljettur, var hægt að spara 300 tonn af stáli á 130 dollara tonn ið eða 39.000. Svo að hreinn sparnaður nam 18.200 dollurum auk bess er byggingin mun bet ur .einangruð fyrir hita og hljóði. Einnig minni hætta á jarðskjálfta eyðileggingum, sem eru tíðar þar á slóðum. EINANGRUN Einangrunarmöguleikar vik- urs eru mismunandi eftir gæð- um vikursins og blöndunni er steypan er úr. Þó getur „K“ eða hitaleiðandi factor í vissum tegundum af vikri eða vikur- blöndu verið 2.0 til 2.5 á móti 12 í vanalegri steinsteypu með 2500 Þ.S.I. (pund per fer tommu), þetta þýðir það áð 10 cm. þykkur vikur veggur hefir 2.2 til 2.5 meiri einangrunar- gildi en 10 cm. þykkur veggur úr venjulegrí. steinsteypu. Til dæmis er mögulegt að halda á bút af 2.5 em. þykkum vikri í hendinni og hita annan endann, allt upp í 7.000 gráð- ur á Fahrenheit, án þess að brenna sig. Vegna einangrunareinkenna vikurs er enginn saggi nje raki i vikursteypu. Hefir þetta mjög mikla þýðingu þar sem raka-1 samt íoftslag er, og þá sjerlega við byggingu húsa, sem nota á sem vistarveru, þar sem háar kröfur eru gerðar til þæginda og sr, rnaðar við upphitun. Sökum þess, hve einangrunar einkenni vikurs eru mikil, tók það marga mánuði í tilraunar- stofum California Testifig La- bratory, að fá vikur til að frjósa. NEGLT OG SAGAÐ Það er hægt að saga vikur- steypu eins og trje, svo mun i auðveldara er að vinna við vik- ur vegna þeirrp gæða. Éinnig má negía -í vikur engu síður en í trje, pg: naglahald í | ýiJaú er jafiv.niiídð og i trje. j Þetta er nvjcjg hervtugt í húsa- bygguigar,;þar. sem oft þarf að höggva fýrir rörum og öðru, sem er mjög erfitt í húsum, sem gerð eríl úr venjulegri stein- steypu. ELDVARNIR Við tilraunir sem gerðar voru af „National Bureau of Stand- ards“ í USA, er sagt að vikur hafi tvöfallt eldþol á við venju lega steypu. Tilraunir í Banda- ríkjunum og Englandi, sem geroar hafa verið við vikurhús, sem byggð hafa verið í tilrauna skyni og síðan brennd við svo mikinn hita, að stál, gler, gluggaumbúnaður og vatnsrör bráðnuðu, en ekki svo mikið sem sprunga kom í vikurinn. Tilraunir hafa einnig verið gerðar í Bandaríkjunum með þrýsting og þol vikurhúsa í miklum loftþrýsting, kom þá í ljós að hús úr venjulegri stein steypu hrundu, en hús, byggð úr vikri, stóðu ósködduð. HLJÓM-EINANGRUN Vikur er mjög góður í hljóm einangrun, og er því mun betri til byggingar allra. Þó sjerlega þar sem hávaðasöm störf eru unninn, sem í- verksmiðjum, skrifstofum og fjölbýlishúsum, Þó vikur-steypa sje mjög lík venjulegri steinsteypu, þegar búið er að blanda og víberera eða hrista í mót, verður þó efna leg breyting hvað snertir, hljómflutning í veggjum vikur- steypu, vegna þess, hve gljúp- ur vikurinn er, og sýnir þá efnalega hljómrýrnun. í sjerstakri notkun vikur- blöndu, þar sem jöfn flokkun hefir verið gerð, og takmörkuð, og fíngerð sikti hafa verið not uð, svo sem -x- 10 möskva—30 möskva fyrir hljómeinangrun- ar pússningu, (acoustic), og — %” möskva—%” (tommu) möskva í hljóm einangrunar plötur og blokkir, og munu þá þeim nægan arð til að lifa af hljóm einangrandi stuðlar ná frá 35% til 75% á 512 hljóm- bylgjum, sem þó er að nokkuru leyti háð froðuefnum sem bætt er í við sementsblönduna. | HLUTFALL MILLI STYRKLEIKA OG ÞUNGA í vikursteypu er hlutfall milli þunga og styrkleika 30.7 á móti 21.4 í venjulegri stein- steypu, og hafa 105 pund per rúmfet á móti 150 pund per rúm fet í vanalegri steypu, með styrkleika 3220 P.S.I. (pund per fer tommu). Þessi hlutföll eru ekki einungis þýðingarmikil í þjöppum heldur líka í lárjettum þrýsting eða afli, sem á sjer stað t. d. í jarðskjálfta. Ýti- og þanþol, styrkleiki og binding í vikursteypu er jafn mikil og í venjulegri steypu. Að jaínaði þarf 15% minna stál og styrktarjárn í vikur- steypu. Byggingar eru reistar eftir rúmmáli en ekki vikt. Þeim ljettara sem efrýð er þeim meira rúmmál, með sömu vinnu. Ákjósanlegur er vikur í loft og flöt þök, vegna þess, hve ljettur hann er, og ein- angrar vel. Þunginn er frá % til % minni en venjuleg steypa í þesskonar notkun, sem leiðir af sjer sparnað í súlum og lengya haf á milli þeirra. TEYGJA Teygjuþol (modulus of ela- sticity) í vikursteypu er i 750.000 til 1.500.000 á móti I 3,-000.000 til 4.5,00.000 í venju- legri steyp% spm sýnir meijá • tog-þol. Sem sagt, vikursteypa ! getyr bogpað i'ineii'a en veiiju-. leg steinsteypa án þess að ( brotna. .í;, ;■-■; i:« Þetta leiðir af sjer að hægt Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.