Morgunblaðið - 28.03.1951, Side 14

Morgunblaðið - 28.03.1951, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. mars 1951. Framhaldssagan 39 ÍIIÍ vonar og ótta ------EFTIR BRUNO FISCHER . V'ar lögreglan, skólastjórninn eða herstjórnin, sem átti í hlut. Jafnvel líka þegar hættulegar glæpamannaklíkur áttu í hlut.“ Tony hló. „Þú gerir þetta nokkuð flókið. Skýringin er sú að mjer datt allt í einu í hug, þegar jeg var kominn af stað með feldina, að fjandinn mætti Jhirða mig ef jeg færi með feld- ina til Bruff. Það var allt og sumt.“ „Og þó vissir þú að Bruff jrnundi ekki láta þig sleppa með þa ð.“ „Jeg hef teflt á tvísýnu áður“. „En þú græddir ekkert á ípessu. Það var öllu að tapa en ekkert að vinna“. „Mjer var alveg sama. Satt að segja þá hefur mjer aldrei líkað við afbrotamenn. Jeg hef aldrei getað þolað þá nema stutt an tíma í einu.“ „Þú varst að hegna sjálfum þjer“, sagði Ben. „Oafvitandi vildir þú að Bruff næði sjer niðri á þjer. Það var þín aðferð til að rjettlæta sjálfan þig.“ „Skítt með það“, sagði Tony og opnaði bílhurðina. „Jæja, jeg er búinn að segja þjer hvað jeg . var góður skáti. Ertu þá ánægð ur?“ „Jeg hefði haft meira álit á þjer ef þú hefðir haldið fast við það áform þitt að halda þjer í hæfilegri fjarlægð frá Re- bekku“. „Þú heldur ekki að jeg geti orðið góður eiginmaður núna þegar jeg hef ákveðið að snúa xnjer til betri vegar?“ „Mjer finnst þú hafa eyði- lagt þinn eina góða gerning í lifinu með því að biðja hana að giftast þjer“. „Jeg held að jeg geti gert marga undrandi, og sjálfan mig þar með talinn, því að jeg ætla að reynast henni vel“. „Ef það er þá ekki of seint“. Tony steig upp í bílinn. Hann smeygði sjer undir stýrið og ’ opnaði rúðuna. „Mjer þætti vænt um það ef þú vildir upp- 1 lýsa það, hver það var sem myrti Jeannie Poole. Það mætti segja mjer að það endaði með því að að þjer tækist það“. Hann kveikti á bílljósunum Cg setti bílinn í gang. Ben stóð og tottaði pípuna og horfði á eftir bilnum. Svo sneri hann aftur inn í húsið. Cooper- man var aftur kominn í símann. 3Ben Bruff lá á gólfinu með byssu í hendinni og þrjú skot- sár .í andlitinu. 15. kafli. Mark Kinard. Líklega mundi fara að rigna. Skýin lágu dimm og þung yfir dalnum og loftið var rakt. Mark var sveitfur þó að hann væri skyrtulaus. Hann stóð fyrir framan spegilinn í baðherberg- inu og var að raka sig. Glugg- inn var opinn en það var blæja- logn úti. Hann bar sápuna framan í stg. Út um gluggann sá hann öll leiguhúsin, tólf að tölu. Síðustu nótt höfðu þau öll verið leigð út. Klukkan hálf tíu hafði hann þurft að vísa gestum frá. En það I vaf svo sem ekkert undarlegt! I Ef húsin voru ekki fullskipuð á laugardagsnótt um hásumarið, þá mundu þau aldrei vera það. Klukkan var orðin tíu og fi hefmingurinn af fólkinu var enn .. iJhúsunum. Fólki þótti gott aði hvíla sig fram eftir á sunnudags morgna, jafnvel þó það væri á ferðalagi. Faðir hans var kominn lengra frá húsinu en hann átti vanda til. Hann stóð á miðri grasflöt- inni, studdist við hækjurnar og var að tala við einhvern af ferða fólkinu. Þessa dagana vantaði föður hans ekki umræðuefni. Fólkið í Hessian Valley hafði um nóg að tala. Móðir hans var farin til kirkju og hann sá hana fyrir sjer í anda í miðjum hópn um fyrir utan kirkjuna. Hún var miðdepillinn, því að Jeannie Poole hafði verið myrt í einu leiguhúsanna hennar. En mest mundu samræðurnar snúast um það sem skeði heima hjá Tony í gærkvöldi. Sagan sem gekk, var sú, að Rebekka hafði farið heim til Tony um kvöldið, því að þau hafi ætltð að flýja saman með leynd og giftast. Hún hafði þá komið að, þar sem elskhugi Jeannie Poole hafi veríð um það bil að myrða Tony. En hún hafði þá orðið fyrri til og skot- ið hann til bana. Fyrir Mark var aðeins eitt atriðið athyglis vert. Rebekka og Tony höfðu ákveðið að giftast. Hin veika von hans hafði brugðist. At- burðirnir höfðu orðið til þess að það gat líklega ekki orðið strax en þau mundu sjálfsagt giftast ^ við fyrsta tækifæri. Hann vissi að nú var öll von úti fyrir hann. Reyndar vissi hann að von hans hafði aldrei verið á neinu byggð. En samt sem áður fannst hönum það þungbært að geta ekki látið sig dreyma áfram. Mark skóf sápuna af vanga sjer , Hann sá út um gluggann hvar Ben Helm kom út úr húsinu sínu. Hann hjelt á stórri kven- handtösku undir handleggnum. Hann leit upp í baðherbergis- j gluggann um leið og hann gekk yfir flötina þar sem glugginn var opinn mundi Helm líklega sjá hann. Jæja, þetta var þó morð, sem hann mundi ekki þurfa að yfir- l heyra hann um. Hann mundi * ekki þurfa að gefa lögreglunni neina skýrslu. Þeir vissu hver hafði gert það. — Það var . Rebekka, þótt ótrúlegt væri, i var það Rebekka. Ef hún hefði komið til Tony aðeins nokkrum mínútum síð- ar, þegar kunningi Jeannie Poole hefði verið búinn að ganga frá Tony.... í Nei. Mark tók handklæðið og þurrkaði sjer í framan. Dauð inn veitti, enga úrlausn. Kann- ske fjekkst ekki úrlausn á neinu j nema með dauða manns sjálfs. Hann heyrði masið í föður sín um inn um gluggann. Faðir hans gat alltaf fundirð eitthvað til að masa um. Mark gekk yfir ganginn og inn í herbergi sitt. Hann tók I bómullarskyrtu upp úr skúff- unni, en þá mundi hann að það var sunnudagur, svo að hann fór í hvíta ljerefísskyrtu. Hann fór niður og út á pallinn fyrir framan húsið. Ben Helm kom einmitt upp tröpnurnar. Hann bauð góðan dag og lagði handtöskuna yfír handriðið, til þess að hann gæti notað báðar hendurnar við að fylla í pípuna sína. „Rebekka sleppur við allt, þrátt fyrir þetta sem skeði í gærkvöldi, eða hvað?“ spurði Mark. „Lögin heimila sum morð“, sagði Helm um leið og hann kveikti í pípunni. „Er handtaskan hennar sönn unargagn?“ „Nú, það er þess vegna sem þú spyrð?“ Helm tók töskuna og stakk henni Undir handlegginn. „Nei, Hákon Hákonarson 94. vissi hann ekki, hverju.hann átti að trúa. Það eina, sem hann fjekk að vita, var, að „eldspúandi maður hefði gleypt hana.“ Þó að lýsing vilhmannanna á því, sem komið hafði íyrir, væri dálítið ruglingsleg, skildi hann svo mikið, að þarna voru hvítir menn með í leiknum. En hann gat ekki grunað, að það væri jeg, og hann velti því oft fyrir sjer, hver það væri, sem Mary hefði fallið í hendurnar á. Hann ákvað að reyna allt, sem í hans valdi stæði til þess að komast yfir á ókunnu eyna. Að vísu fjekk hann að ganga frjáls um, en hann fjekk aldrei að róa í báti út á sjóinn nema einhver innfæddur væri með. Marga nóttina lá hann vakandi og velti því fyrir sjer, hvernig hann ætti að komast burtu. Dag nokkurn, þegar hann var að rölta um á ströndinni, sá hann segl, og slíkt hafði hann aldrei fyrr sjeð á þessum slóðum. Það var venjuíegt segl úr segldúki, en það var reist upp á litlum, veikbyggðum fleka. Fyrst datt honum í hug, að þetta væru skipbrotsmenn á leið til éyjunnar, en þegar hann sá ekkert fólk, hjelt hann, að flekinn hefði rekið burt frá einhverju skipi. Hann kom að landi milli nökkurra trjáa, sem stóðu alveg niður við ströndina. Hann faldi seglið á milli runnanna, -qg Kemur út hálfsmánaðarlega. Það birtir dagskrá Ríkisút- varpsins 3 vikur fram í tímann, kynnir dagskrárefni þess, flytur greinar um útvarpsmál, sögur, gamanþætti, raddir hlustenda og margt fleira. — Margar myndir verða í blað- inu. — Ritstjóri er Loftur Guðmundsson, rithöfundur. — Annað tölublað, sem er nýkom- ið út, flytur m. a. auk dag- skrárinnar, grein um leikrita- flutning, kynningu á páskadag- skránni, smásögu, gamanþátt, sem nefnist „Opið brjef til út- varpsráðs“ og þættina „Hjeðan og handan“, „Úr bókahillunni“ og „Viðhorf hlustenda“. Útvarpsblaðið er hverjum hlustanda nauðsynlegt. ficDtiu p»i ciw»i au gerast áskrifendur og tryggja yður þar með blaðið frá byrjun. — Afgreiðslu annast BÓKABÚÐ MENNINGARSJÓÐS, Ilvcrfisgötu 21, sírnar 80282 og 3652, pósthólf 1043. Kranabíll til reiðu nótt og dag, eins og áður. Allir þeir, sem tryggðir eru hjá okkur eru vinsamlegast beðnir um að hafa sam- band við okkur og gefa okkur upp tryggingarnúmer sitt og hvenær tryggingin var tekin, þar sem frumskjöl yfir þetta eyðilögðust í bruna þeim, sem varð hjá okkur nú nýlega. SÍMI 81850 4 fltt&LS COURT.—700 firmn sýn» 4r 10 ðokkurn iðagrerai é 260,000 CaifstA yaiogaisvioðk STORFENGLEGRI OG BETRI en nokkru sinni. Árið 1951 eru liðin hundrað ár frá því aS “ Lundúnasýningin mikla ” var haldin. Vér höfum um skeið verið að nndirbúa að halda upp á þetta afrnæli með hátíðar- sýningu, þar sem sjá má brezkt þjóðiíf frá ölium hhðum þess. Það vakir sér- staklega fyrir oss, að gera Brezku iðn- sýninguna þannig úr garði, að alheimur fái að sjá viðreisn landsins og framleiðslu- möguleika þess. Vér getum lofað pví, að brezka iðnsýningin verði, eins og iðnaður Bretlands sjálfs, stórfenglegri og betri en nokkru sinni áður. Meira en þrjú þúsund sýnendur úr hundrað flokkum iðngreina munu sýna hinar nýjustu og beztu framleiðsluvörur sínar. Fáir framtakssamir kaupsýslumenn munu láta undir höfuð leggjast að nota þetta óviðjafnanlega tækifæri til að sjá það sem Bretland hefir upp á að bjóða. Þúsundir manna hafa þegar gert ráðstafanir til að sækja sýninguna, gerið því einnig yðar ráðstafanir sem fyrst. BREZKA IÐNSÝNINGIN LONDON 30. apríl til 11. mai BIRMINGHAM UPPLYSINGAR um sýnendur, sýningarskrár, sérsýningar og annað, er Iðnsýninguna snertir, má fá í næsla brezlca sendiráði eða, ræðismannsskrifstofu. OLYMPIA.—Á 300,000 Grfrta rneSI sfn* atin m 1,000 firmn fjölbimytt Otval tí «ftute frmnkiðsluvönua aíuuut 0A8TLR BROMWICH.—Defld fyrf» kygginga-, upphitunar-, rafmagna- og jám« ♦Sua og vélar, 1300 sýningarflrmu. Sýníw- garsvKÓi; 500,000 ferfet alia, Morgunblaðið með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.