Morgunblaðið - 07.04.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.1951, Blaðsíða 6
T MOKGLINlfLAÐíÐ Laugardagur 7. apríl 1951. LffiP. Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. t lausasöiu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. ALLT FRÁ því að togaraútgerð hófst hjer á landi hafa flestir togararnir verið gerðir út hjeð- an úr Reykjavík. Flestir aðrir landsmenn hafa lítið haft af þessum stórvirkustu framleiðslu- tækjum þjóðarinnar að segja. — Þau hafa aðeins verið rekin á örfáum stöðum utan höfuðborg- arinnar. í Hafnaríirði og á Pat- reksfirði hefur þó um alllangt skeið verið togaraútgerð. Á ísa- firði voru einnig um tíma gerðir út togarar. En yfirleitt má segja að togaraútgerðin hafi verið stað- bundin við Faxaflóa. Er óhætt að fullyrða, að hún hafi átt rík- astan þátt í hinni öru atvinnu- þróun í þessum landshluta og þá fyrst og fremst í Reykjavík og Hafnarfirði. En með aukinni fjölbreytni í atvinnulífi þessara staða, sköpun þróttmikils iðnað- ar og stóraukinnar verslunar, varð þáttur stórútgerðarinnar nokkru minni. Jaínhliða skapað- ist rík nauðsyn togaraútgerðar á ýmsum stöðum út um land, sem áður höfðu ekki notið hennar. Hið fjölbreytta og þróttmikla at- hafnalíf höíuðstaðarins dró stöð- ugt fleira fóik til sín. Aukins jafnvægis varð þörf milli hinna ýmsu sjáyafútvegsbyggðarlaga. Ríkisstjórn Ólafs Thors var þessi nauðsyn Ijós. Þessvegna varð niðurstaðan sú þegar samið var um kaup á 33 nýj- um togurum árið 1945, að all- margir þeirra yrðu gerðir út í kaupstöðum út á landi. Af þessum skipum eru nú 16 bú- sett lijer í Reykjavík, 4 í Hafn- arfirði, 1 á Akranesi, 1 á ísa- firði, 2 á Sigluíirði, 3 á Akur- eyri, 1 á Seyíisfirði, 2 í Nes- kaupstað, 2 í Vestmannaeyj- um og 1 í Keflavík. Samtals eru þannig 13 hinna fyrri ný- sk.öpunartogara gerðir út í verstöðvum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Óhætt er að fullyrða að þessi stefna hafi verið skyn- samleg og sjálfsögð. Hin nýju skip hafa átt stórfelldan þátt í eflingu athafnalífsins á þeim stöðum, sem þau voru keypt til. Þau hafa þrátt fyrir erfitt áiferði, þegar stuðlað að auknu jafnvægi í atvínnulífi þjóðarinnar. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fullan skilning á nauðsyn framhaldsaðgerða í þessum efn- um. Af þeim tíu togurum, sem verið er að smíða fyrir íslend- inga í Bretlandi á vegum ríkis- ins, og nú eru að verða fullsmíð- aðir hefur 5 verið ráðstafað til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar en 5 til verstcðva út á landi. — Tveir þeirra eru seldir til Pat- reksfjarðar, 1 til ísafjarðar, 1 til Akureyrar og 1 til Austfjarða. Hefur ríkisstjórnin gert sjerstak- ar ráðstafanir til þess að tryggja það að nokkrir staðir, þar sem atvinnuástand er erfitt, eignuð- ust togara. Eru þær gerðar sam- kvæmt sjerstakri heimild í fjár- lögum fyrir yfirstandandi ár. — Samtais verða því 18 nýir tog- aiar gerðir út utan Reykjavík- u’ og Hafnarfjarðar þegar smíði a^’ra skipanr.a er lokið og þau komin heim. Hjer er um að ræða merki- lega breytingu í útgerðarmál- um þjóðaiinnar. Stórvirkustu i.amleiðsiutækjum hennar á r.ýju siiyi hefur verið dreift meira en áður var. Með því hefur verið lögð áhersla á að efla atvinnu- lífið í mörgum verstöðum víðsvegar um land. E. u miklar vonir tengdar við þessi glæsi- legu skip af því fólki, sem við atvinnuerfiðleika hefur átt að etja. Togaraútgerðin er komin á nýtt stig. Núverandi ríkis- stjórn hefur þannig, m. a. með stefnu sinni í ráðstöfun togaranna, sýnt mjög raun- hæfan skilning á nauðsyn þess að áfram verði unnið að sköp- un aukins jafnvægis í atvinnu lífi þjóðarinnar. Smáíbúðahveriið BÆJARSTJÓRN REYKJAVlK- UR hefur á undanförnum árum unnið ósleitilega að umbótum í húsnæðismálum bæjarbúa. Bærinn hefur hafist handa um stórfelldar íbúðabyggingar til úrýmingar heilsuspillandi húsnæði, verka- mannabústaðir og samvinnubygg- ingar hafa verið studdar öflug- lega og gata efnalítilla einstak- linga greidd mjög til þess að eign- ast þar þak yfir höfuðið með til- styi'k eigin vinnu við húsbygging- ar sínar. Ræðir þar fyrst og fremst um hinar nýju íbúðabygging-ar við Bústaðaveg. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri skýrði á hæjarstjórn- arfundi í gær frá undirbún- ingi, sem bærinn hefur lát- ið framkvæma til bess að greiða fyrir byggingu hag- kvæmra smáíbúða, sem ein- staklingar legðu fram eigin- vinnu til þess að koma upp. Komst borgarstjóri þannig að orði, að mörg hundruð fjöl- skyldumenn í bænum gætu þ'ví aðeins eignast eigin íbúð- ir aó þeir gætu sjálfir unnið að byggingu þeirra að mjög verulegu leyti. Til þess að vinna að þessu máli var Vorið 1950 skipuð nefnd, sem velja skyldi slíku smáíbúðahverfi stað og gera tillögur um ýmislegt er varðar íramkvæmdir. Hefur hún nú skilað áliti. Er frá því skýrt í áliti hennar, að gífurleg eftirspurn hafi verið eftir lóðum undir smáíbúðir. Hafi samtals borist um þær 6—700 fyrirspum- ir. Nefndin gerir ákveðnar til- lögur um gerð slikra húsa og hef- ur jafnframt valið stað fyrir smá íbúðahverfi. Skýrði borgarstjóri frá því, að það hefði nú verið skipuiagt og ekkert væri því til fyrirstöðu af hálfu Reykjavíkur- bæjar að hægt yrði að byrja byggingar á komandi vori. Hefur borgarstjóri unnið að því, við fjár- hagsráð og ríkisstjórn að fjárfest- ingarleyfi fáist fyrir þessum smá- hýsum. í þessu sambandi má minna á það, að á síðasta Alþingi var sam- þykkt tillaga frá þremur þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim Jóhanni Þ. Jósefssyni, Gunn- ari Thoroddsen og Jóhanni Haf- stein, um að gefa byggingu hag- kvæmra smáíbúða frjálsa. Mun rík isstjórnin hafa til athugunar fram kvæmc! þeirrar íillögu. Má vænta þess, að slík rýmkun verði gerð ef nokkrir möguleikar eru á. Borgarstjóri og bæjarstjórn hafa með undirbúningi sínum að byggingu hins nýja smáíbúða- hverfis lagt inn á nýja og athygl .3 verða braut í byggingarmálum. — Irislín Þórðartióiíir Tharoddsen: Mekkrar atiiugasemdir útaf svari dr. Páls Isólfssonar við brjefi mínu í Mbl. ÍEG TRUI því vel, að þjer hafið orðið hissa að fá brjef frá mjer út af tónlistargagnrýni yðar um „línudans-tónlistina". Þjer eruð svo vanur því, að leiða almenn- mgsálitið í dómum yðar um tón- list — og hefur hingaðtil enginn þorað við þeim að hrófla. Hinsvegar er jeg óforbetran- legur uppreistarmaður gegn hveiskonar „diktatorum" — hvort sem er í tónlist eða öðru. Þykist jeg þar sanna Islendings- eðli mitt — og reyndar eðli allra frelsisunnandi ipanna. Jeg þakka yður fyrir hve glögg lega þjer hafið nú áttað yður á prineipum þeim, sem jeg gjörði að umtalsefni — sem sje því, að engin sönn list geti þroskast und- ir oki kúgunar þeirra manna, sem pólitískt vald hafa í landinu, í þann eða þann svipinn. Rjett er það, að þjer báruð hógværlega fram þá teóríu í upp- hafi greinar yðar um „línudans- listina", að snilligáfunni ætti ekki að vera nein takmörk sett. En rjett á eftir hefjið þjer upp lofgerðaróð um hina þrælkúguðu afkræmislist Katchetúríans. Hann gjörir sjer að góðu, eins og að'-ir listamenn Rússlands, að vera tak- markaður og heftur í list smni, af stjórnarvöldunum. Samt kveð ■ ið þjer upp þann dóm, að árang- urinn sje ágætur! Þetta sýnist mjer vera mót- sögn hjá yður. | Annars var svar yðar mest- megnis sparðatíningur um óveru- leg atriði, s. s. aldur Prokofievs. 1 Góði doktor — mjer þykir leitt að það hefur farið fram hjá yður, að tónskáldið Prokofiev fjekk „Anton Rubinstein-verðlaunin" fyrir tónsmíðar, árið 1910, þá 19 ára gamall. Þessvegna teí jeg hann með „aldamóta-tónskáldun- um“. Hann stúderaði hjá Rimsky Korsakov. — 1918 fer hann fyrst frá föðurlandi sínu í tónleikaför út í heiminn. 1921 er hróður hans kominn til Ameríku, og er fyrsta ónera hans þá uppfærð í Chicaco. En á þeim árum eru listamenn Rússlands sem óðast að flýja land. — Þjer segið að hróður Prokofievs hafi ekki borist hing að fyr en um 1930. Oft eru heims frjettirnar seinar að berast til ís- lands! Prokofiev hefði vel getað flúið land og rutt sjer braut í öðrum löndum, eir.s og svo margir lista- ■ menn, samlandar hans, gjörðu. ' Tel jeg þar töluvert á'oótavant í skapgerð mannsins, að hann skyldi heldur kjósa að fara heim og ganga undir okið. En það er af „frægð" Katcha- túrians að seg'a, að hans er hvergi getið í nýjustu alfræði- orðabókum um list. Nýjasta út- gáfa Websters um listamenn (1943) hefur hann ekki, — heldur ekki „Thesaurus of the Arts“ gef ið út sama ár. Þetta eru nýjustu heimildir sem geta allra þekktra listamanna um heim allan „Music ians, Biographical Dictionary" gef ið út 1940 þegir einnig „frægð" mannsins í hel — og þarf þá ekki frekar vitnanna við. Talið um frærð Katchetúríans er því ekki annað en raup, sem okkur auð- trúa fslendingum er ætlað að taka við athugunar- og mótmælalaust. , Af öllum þeim landflótta lista- I mönnum Rússlands. sem jeg taldi upp, nefnið þjer aðeins tvo og segið að þeir sjeu ekki Rússar. Rök mín um aðfarir stjórnarinn- ar við listamennina standa því óhrakin. Það er nú svo með Rússa nú- tímans, að þeir geta verið víða fæddir, annarsstaðar en í Rússíu. Þeir eru Rússar vegna ætternis og vegna rússneskrar menntun- ar sinnar, þcir eldri. Rússar halda fast í tungu og siði þjóðar sinnar, þó þeir neyðist til að dvelja er- lendis. Þeir kalla sig Rússa, jafn- vel í annan og þriðja lið — sam- anber Vestur-íslendinga, sem g’öra slíkt hið sama um þjóðerni sitt. Þsir Arthur Rubinstein og 1 Leopold Stokowsky eru af Vestur Siavneskum ættum — og má sjá það glögglega, bæðí á útliti þeirra og finna það í hinni þróttmiklu list þeirra. Þó annar hafí fæðst í Lodz á Póllandi — en hinn í Lohdon, skiftir það ekki svo miklu máli. Á árunum fyrir fyrri heimstyrjöld voru landamæri ekki svo glög" á milli Rússlands og Póllands — og trúað gæti jeg, að yður veittist erfitt að afsanna það. að Arthur Rubinstein sje kominn af hinni miklu rússnesku tónsnillinga ætt, sem þeir Nicholas og Anton, Rubinstein- , bræður, gjörðu svo fræga. Ann- í ars getið þjer sjálfur flett upp í lexíkonum um þetta efni — jeg j nenni því ekki. I Því þetta er alls ekki mergur- inn málsins, þó nota megi það til j að leiða athyglina frá aðalmálinu og gjöra andstæðinginn tortryggi legan. Þjer megið heldur ekki blanda saman lífsspeki, sem einstakling- urinn kann að aðhyllast, og skap andi list. Það er sitt hvað. Það er engin stæling á neinu eða nein- um að aðhyllast göfuga heim- speki — og er óviðeigandi að draga slikt inn í umræður um önnur efni. Stælingar má hinsvegar oft finna í svonefndum frumlegum tónsmíðum — en þó ekki nema á tímum hrörnunar í listinni, eins og þeim, sem við nú lifum á. Leiðtogar lýðsins í þessum efn- um verða að gjöra sier giögga grein fyrir hvert stefnir — og syngja ekki. lofræður um það, sem beir sjálfir vita, að er á óheil brigðum ófrelsisgrundveili reist. Þá er það misskilningur, að jeg vilji eggja yður á að taka upp „línudans" á gamals aldri. Slík- ar listastefnur þekkjast ekki í lýðfrjálsum löndum. Það er að- eins austan járntjalds, sem sú stefna hefur verið tekin upp i listum — og það gjörir gæfu- muninn. Læt jeg svo útrætt um þetta mál — sem jeg ekki vil kalla „deilumál", heldur frjálsar um- ræður á milli borgaranna um aktúelt mál — og skiftir þar engu, hvort sá sem tekur til máLs- er karl eða kona. Svo á það að vera í lýðfrjálsum löndum. Virðingarfyllst Kristín Þórðardóttir Thoroddsen. Svar Páls ísólfssonar Kæra frú Thoroddsen! AÐEINS nokkur orð að lokum: Það, sem jeg hef sagt um list Khachatúríans stendur óhaggaff. Þær meiningar, sem þjer leggið í orð mín, eru yðar eigin hugar- fóstur. Jeg hef hvergi lofað „of- beldi" nje „afskræmislist" og aldrei dottið slíkt í hug. Má)s- meðferð yðar er vægast sagt vafasöm, svo að ekki sje meira sagt. Á þessu er jeg dálítið hissa, ekki á hinu, að einhver „þorif að „hrófla" við dómum mínurrt. Þar til hjelt jeg satt að segja að ekki þyrfti mikla hugprýði, þar sem uppreistarhugur og hið „sanna Islendingseðli" væri fyrir hendi. Með „afskræmislist" munuð þjer eiga við hina illu meðferð hins þýska þjóðlags í kvikmynd- Framh. á bls. 7. —Víkverji skrifarr ----- SJ8t DAGLEGA LÍEIIMU Nóg af kjöti LAMBAKJÖTIÐ er á þrotum í landinu miklu fyr en venja er til. Hefir það raunverulega verið skamtað undanfarið, þannig, að ekki hefir verið selt iambakjöt nema einn dag í viku í kjötversl- unum. — Ástæðan fyrir lamba- kjötsskortinum er m a. sú, að kjöt hefir verið flutt út í þeim tiigangi að vinna markað erlentíis fyrir þessa gæðavöru og svo er það fjárpestin, sem mjög hefir gengið á fjárstofn iandsmanna, sem kunnugt er. En þótt lambakjöt sje af skorn- um skamti, ættu ísiendingar að geta haft nóg kjöt á borðum sín- um. Fyrirtaks fuglakjöt REYKVÍKINGAR virðast ekki hafa komist upp á lagið að borða fuglakjöt líkt og aðrar þjóðir gera. Við strendur lands- ins er urmuli af sjófugli. sem er hinn besti til átu, lundi og svart- fugl. Hænsnarækt hefir aukist til muna í landinu hin síðari ár og fleiri fuglar eru ætir en rjúpur. Endur þykja t.d. herramannsmat- ur. Nú er jeg ekki í vafa um, að fuglavinirnir hneykslist á þessum skrifum, en mörgum þykir, vænt um lömbio, en þykir lambakjötið gott fyrir því. Þe-ar kjúklingunum var fleysrt FYRIR nokkrum árum komu nokkrir Reykvíkingar á bæ skamt frá Reykjavík. Þar sáu þeir nýdrepna kjúklinga, sem hafði verið fleygt á liaug. — Þeir ' spurðu hvort fólkið hjer gerði sjer ekki mát úr kjúklir.gunum, en húsbóndir.n svaraði undrandi: „Borða kjúklinga, ha?“. í búinu var þó ekki til neitt nýmeíi um það leyti, ekkert I nema súrmatur og tros. Reykvíkingarnir fengu að hirða kjúklingana. fyrir lítið gjald. Þannig er vaninn. 4i. 10 þúsund krónur í kaup á viku GLÖGGUR maður hjer í bæn- um spáir því, að með sama á- íramhaldi og verið hefir hjer á landi, líði ekki mörg ár þangað til að verkamannakaupið á ís- landi verði komið upp í 10 þúsc. kr. á viku og samsvarandi fyrir aðrar stjettir þjóðfjelagsins. Það var hlegið að þessari full- yrðingu, en hefði ekki líka verið' hlegið að þeim manni, sem fyrir 10 árum hefði spáð því, að kaup- ið j'rði komið upp í það sem nú er, 1951? Ljelegar samgöngur ÞEGAR Pan American flugvjel- in kom til Keflavíkur í fyrra- kvöld voru allmarpir farþegar með henni, sem ætluðu til Reyk.ia víkur. En það var ekki hlaupið að fyrir þá að komast til höf- uðstaðarins. Engin áætlunarferð þangað fyr en næsta dag. Farþegarnir, sem ekki voru svo heppnir, að einhver kom og sótti þá, urðu að sníkja sjer far með hinum og þessum, sem af tilvilj,- un voru staddir syðra. Þetta myndum við íslendingar telja ljelegar innanlandssamgöng ur í cðrum löndum. Óskön er að siá ARLEG þrifnaðaráminning: — Um leið os jörð kemur upp í görðum bæjarins koma óhreinmö in, scm hafa safnast saman yfir veturinn i ljós. Það er að vonum ésköp að siá óþrifnaðinn. sem hef ir verið falinn undir snjónum til þessa. — Gott ráð er að byrja strax að taka til í görðunum. — Þess minna verka verður bað síð- ar í vor — svo ekki sje nú minst á hrcinlxtið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.