Morgunblaðið - 07.04.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1951, Blaðsíða 10
10 M O RG l) /V fí L A i) I » Laugardagur 7. apríl 1951. Framhaldssagan 47 Milli vonar og ótta „En þú gerðir það samt. Að visu ekki við Rebekku, en aðra, sem kom í hennar stað — Jeannie Poole“. Rigningin var nú alveg hætt. Sólin varpaði geislum sínum yfir rennvott grasið svo að það glitr- aði á það. — Mark horfði út um dyrnar. Hann þagði. Hann hafði sagt nóg. Hann hafði losað sig við öll sín vandamál. „Það hefur einhvern veginn verið þannig“, sagði Helm. „Á föstudagskvöldið gaf Jeanníe Poole þjer merki um að koma niður. Þegar þú komst, bað hún þig að aka sjer á stöðina næsta morgun. Þú hafðir búist við öðru og meiru frá henni. Oll vonbrigð- in, sem safnast höfðu saman innra með þjer, urðu að fá útrás. Þú fjekkst ekki Rebekku og ekki einu sinni þennan kvenmann, sem þú vissir að átti að minnsta kosti tvo elskhuga fyrir“. „Átti Tony rjett á öllu?“, heyrði Mark sjálfan sig hrópa. „Einmitt. Það var Tony. Alltaf Tony, sem hafði verið laus og liðugur og gert það, sem hann lysti, en þú hefur verið bundinn við leiguhúsin, sem ekki gerðu meira en að bera sig. En Tony átti ástir Rebekku og Jeannie Poole og gat tekið þeim eða hrundið þeim burt, eftir geðþótta. En þú áttir ekkert“. „Ekkert“, sagði Mark. „Jeg hef aldrei átt neitt“. Það var aftur farið að rigna hálfu meira en áður. Droparnir buldu á þakinu, á flötinni og bíln- um. Hvernig mundi fara fyrir fjöl- skyldu hans núna? Ef Emily legði fram sitt lið, þá mundu þau geta haldið áfram við leiguhúsin. En þau mundu ekki vilja halda áfram að vera hjer í Hessian Valley. Þau mundu ekki geta af- borið meðaumkun og samúð kunningja og nágranna. Með því að selja íbúðarhúsið og leigu- húsin, mundu þau eignast fje til að lifa af í nokkur ár. Sjerstak- lega ef Emily giftist fljótlega. — Gömul hjón mundu ekki þarfn- ast mikils. „Jæja“, sagði Mark hæðnis- lega. „Jeg verð að minnsta kosti ekki gestur í brúðkaupi Rebekku og Tonys“. „Það verður ekkert brúðkaup", sagði Helm. Mark horfði undrandi á hann. Helm gekk fram að dyrunum til að slá öskuna úr pípunni. — „Því er öllu lokið“, sagði hann án þess að lita við. „Rebekka hef- ur líka blekkt sjálfa sig. Hún vaknaði til meðvitundar um það í gærkvöldi". „Fjandinn hirði þig“, sagði Mark. „Þetta segir þú mjer þeg- ar jeg....“. Hann stakk sígar- ettunni á milli varanna. Hendur hans skulfu. * En það skipti hvort eð var ekki máli, hugsaði Mark. Hann hafði misst hana fyrir fullt og allt i september síðastliðnum, þegar hann hafði mælt sjer stefnumót með Isabel. Fyrsta slysið hafði leitt af sjer tvö önnur slys. Hvar voru eldspýturnar, sem hann hafði fengið hiá Helm? Þær voru ekki í kommóðunni og hann gat ekki fundið þær í blautum vös- unum. Helm gat sjer þess til að hverju hann væri að leita. Hann kveikti á eldspýtu og rjetti hon- um. „Þakka þjer fyrir“, sagði Mark. Hann var þreyttur. Mjög þreyttur. Þeir mundu ekki leika hann verr en hann hafði leikið sjálfan sig. Tómleiki mundi taka við af tómleika, og það gerði ekkert til. 19. kafli. George Dentr. Eílstjórarnir og pakkhúsmenn- irnir stóðu ailir í hring utan um Mike Faye á milli timburstafl- EFTIR BRUNO FISCHER anna. George Dentz sá þá út um skrifstofugluggann. Mike virtist hafa nóg að segja frá. Hann mátti svo sem vita hvað þeir voru að tala um. Þeir voru venjulega seinir að koma sjer til vinnu á mánudags- morgna. Það var eitt af verkum Georges sem framkvæmdastjóra að fara út og herða á þeim. — Hann sneri sjer í stótnum og *-eyndi að heyra hvað Mike var að segja. í gærkvöldi hafði frændi hans, 'Frank, frjett það í bænum, en George hafði verið sofnaður áð- ur en hann kom heim. — Hann vissi ekkert um smáatriðin. Hann .vissi bara að Mark Kinard hafði meðgengið. Allt í einu þögnuðu raddirnar fyrir utan gluffgann. Hópurinn leystist upp og þó fóru mennirnir ekki langt. Bifreið Sprague rann fyrir hús- hornið og nam staðar á bifreiða- stæðinu á bak við húsið við hlið- ina á bíl Georges. Sprague gamli staulaðist út úr bílnum og bauð mönnum góðan daginn. Rebekka kom út um hinar framdyrnar. Mennirnir störðu allir á hana. Hún brosti tii þeirra, en brosið var þrevtulegt. Það var eins og mennirnir skömmuðust sín. Þeir muldruðu: „Góðan dacinn", og fóru síðan hver í sína áttina. George stóð'upp þegar Re- bekka og faðir hennar komu inn. „Það er gaman að sjá ykkur bæði hjer aftur", sagði hann inni- lega. • Rebekka brosti sama brosinu til hans. „Jeg taldi Rebekku á að koma strax í dag“, saeði Sorague. „Það verður auðveidara fyrir hana að glevma....". Hann tók af sier hattinn og leit á hann. „Hún hef- ur orðið að bola sitt af hverju“. ,.Já“, sagði George. „Helm kemur einhverntímann í dag. Jeg skil eftir ávísun handa honum. Hhnn hefur unnið vel“. Það heyrðist hljóð eins og ein- [hver andaði snögglega að sjer. I Þeir litu báðir á Rebekku. Hún stóð við skrifborðið og sneri vang | anum að þeim. Hún tók sígar- ettupakka upp úr tösku sinni. „Jæja....“. Sprague tvístje og velti hattinum á milli handa sjer, eins og hann vissi ekki hvað hann ætti að gera aí sjer. Svo gekk hann inn á einkaskrifstofu sína. , Rebekka sat við borðið. Reyk- inn lagði upp af sígarettunni í munnviki hennar á meðan hún tók ofan af ritvjelinni. Hún var í grárri blússu og gráu, felltu pilsi. Sömu fötunum, sem hún hafði verið í síðast þegar hún | hafði verið á skrifstofunni. Það var ekki lengra síðan en á þriðju- daginn, en þó virtist það óra- langt. George fannst hún aldrei | hafa verið eins aðlaðandi og nú, I en það fannst honum reyndar I alltaf. | „Loksins er jeg knminn aftur", sagði hún og reyndi að gera rödd sina glaðlega. „Jeg ætti að ljúka við að vjelrita mánaðarskýrslurn ar“. „Það hefur safnast saman mik- íð af brjefum, og sum þeirra eru áríðandi. Mig langar til að biðja þig að svara þeim fyrst". Hann tók brjefin úr grindinni á borðinu hjá sjer og gekk til hennar. Hendur þeirra snertust um leið og hún tók við brjefun- um af honum. Hann tók utan um fingiir hennar. Hún sneri höfðinu lítið eitt og leit upp ,og brosið var alvarlegt os ástúðleet í senn. Svo dró hún að sjer höndina. Hann settist aft- ur við sitt borð. I Þeir höfðu verið þrír, hugsaði George, og nú var hann einn eftir. | Hann hafði beðið í möre ár. — , Hann gat vel beðið dálítið leng- ur. Því nú var hann örusgur. — í Hann sat og hlustaði á tifið í rit- I vjelinni hennar. SÖGULOK. ARNALESBOlf J22onjunblað$ín$ 1 Háfcon Hákonarson 92. Þeir komu sjer saman um að vera einni nótt lengur á eynni. Snemma næsta morgun ætluðu þeir að halda lengra. En það var aðeins einn maður, sem fór frá eynni þegar sólin kom upp. Það var Howell. Hijóðlaust ia?ddist hann niður í fjöruna og ýtti frá landi. Hann tók nokkur sterkleg áratök og var brátt kominn út á djúpt vatn. Hann hóf upp seglið. Með þær matarbirgðír og vatn, sem hann hafði, gat hann komist af í næstum því mánaðar- tíma. Hann skipti engu, hvernig fór fyrir hinum fjóru fjelögum hans. SJÓRÆNINGJARNIR Þegar þeir vöknuðu, trúðu þeir ekki sínum eigin augum. En brátt ronn sannieikurinn upp fyrir þeim, og þeim fannst, að nú biði þeirra ekkert annað en dauðinn. Aftur var það malajadrengurinn, sem bjargaði þeim. Það fyrsta, sem hann hugsaði um, var að ná í vatn. Sandurinn var svo laus að hann gat grafið djúpa holu með höndunum og jarðvegurinn var ennþá svo rakur, að það safnaðist þó nokkuð af vatni í botninn. Mrtfiirititiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiintiiiit | Utanborðsmótor = 1 Sem nýr PENTA utanborðs- i : mótor til sölu. Tilboð óskást i 1 send fyrir 15. þ. m. til Axels | i Sveinbjörnssonar, Akranesi. • i>*<>itiiiimmiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii - (Hrærivjel ( i Ný ensk hrærivjel til sölu á i i Túngötu 36, kl. 2—4. Z iMimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiin j z 5 (Ford iVlercury I | til sýnis og sölu við Sundhöll- | E ina frá kl. 2—4 e, h. í dag. — \ I Skipti koma til greina. : /immmmmmiimtimtiiiiimiimmiitiimimiiiiir z Dömupeysur \ Dömupeysur, nýjasta gerð i i (model) og barnaleistar úr er- i i lendu gami \ mörgum litum og i i stærðum. Einnig islenskt band i i í mörgum litum. Í Ullarvörubúðin, Laugaveg 118. = itmimim.mmmmmmmiimmimiimmm z I Hásnæði I i 3—5 herbergja nýtísku íbúð, i i óskast 1. eða 14. mai. Fyrir- i i framgreiðsla eftir samkomu- í i lagi. Gæti lánað afnot af sima. i i Uppl. í sima 81457. - immiiiiiiiiiii imiimmmmmiiimiiiiiiii Einbýlishús i Vil kaupa gott einbýlishús, i helst á hitaveitusvæðinu. JVIagnús Pjetursson, i fjrrrv. hjeraðslæknir, Klappar- i stíg 29, simi 4185. * IIIIIMIIIIMIIMIIIIIIIimillllllllllllllllllllllllllllllllll | 2 stofur i samliggjandi með forstofuinn- i gangi og sjer hreinlætisher- i bergi, i nýju húsi í Vesturbæn- i um, eru til leigu. Tilboð, mrkt: i „2 stofur — 167“, sendist afgr. i Mbl. fyrir 1Ö. þ. m. imimmiiiimimmiii Z íbúð óskast i Reglusamur verkstjóri óskar i efiir 2ja herbergja íbúð strax i eða 14. maí. Má vera í útjaðri E bæjarins. Fyrirframgreiðsla eft i ir sámkomulagi. Tilboð sendist i afgr. Mbl., merkt: „Góð ibúð | — 166“. “ miimm mimmmimmmmmmi Lítilsháttar húshjálp æskileg. •— \ Upp). í síma 4531. mntimimiiiimiiiiiiiiiimiiiimiiiiitiiiiiiiimiimi I ekk 900x13 i óskast til kaups, notað eða i í nýtt. Uppl. í síma 80207. i iiimmiiMiiiiMiim VITOS iiimmiiiiiiiimiimmmii - I ScMavið* í | gjerðarvfel ! = ásamt miklu af varahlutum til : \ söJu. Simi 80207. Z mmmmmiiimimimmmmmmiimmmmmni = [Hraðsaunnal vfelar i sem nýjar, til sölu, strax. Upp- i i Jýsingar í síma 4715. i : s miiimiiimiiimiimmmmiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiimmiii (iiiiiimiiritmiimimimiiimiiimiiiiiiiiiiiimmmmi* ( Barnekerra I til sölu á Njálsgötu 14. • ••miimmiMnniiiiitttiiiMiiiiiiiiiiimiimmmiimt r | Fermingarkjóll ( I og fermingaskór, til sölu. Ból- = i staðarhlið' 9, (II. hæð). íbúð i óskast til leigu 14. maí, 2 í i | heimili. Tilboð leggist inn á i i afgr. blaðsins fyrir þriðjndags- i E kvöld, merkt: „Góð umgengni | I — 161“. z iMmiMiimmiMiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiimmmmii E ! Til leigu: í fyrir emhleypan, góð herbergi i i i Tjarnargötu. Uppl. í síma 4610 i í kl. 12,30—2 I dag. E iminiiiminiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiimiMiii ~ I Kumnrbústaðui | i í négrenni bæjarins óskast til i i leigu frá 10. maí. Upplýsingar i i i sima 7462. E imimimmiimiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiimiimimmml - (Herbergi j i litið með innbygðum skápum, i í lil leigu í Mjóuhlíð 6. Uppl. í í i síma 4896. i = iiimmiiiiimiiMMiiiiiitiimimtimimmmmiiiuMi E | Rafmagnseldavjel j i og stofuskápur til sölu. Ame- i i rísk elclavjel í góðu staadi. — \ \ Skápurinn er stór, úr eik með i i gleri. Uppl. í sima 81103 frá i i kl. 12—2. i ■ 'mmimmmiiiimiiiuiiiinniiiiiiiiiiimimmmmi = (Kens3a ( | Tek að mjer kennslu í stæið- i = íræði og eðlisfræði. Uppl. i i í síma 80374 eftir kl. 18. = IMIIIMIIIIIIimilllllllMIMIIIMIIIMMIIIIMIMIIIIMIMIM * TIL LEIGU | einbýlishús í Kópavogi, 3 her- i i bergi, eldhús og kjallari, á- I | samt góðum bílskúr, til leigu. Í i Einhver fyrirframgreiðsla æski- i i leg. Tiiboð, merkt: „Frjálslegt Í i —165“, sendist afgr. Morgun- i i blaðsins fvrir 12. apríl. Z tMiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiir E Hafnarfjðrður i Gamla húsið Merkurgata 10 er i i til sölu og flutnings. Fjárfest- i 1 ingarleyfi fyrir kjallara fylgir. i i Uppl. á staðnum og í síma i i 9343. i » z •»niuiHMmMiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiíi,ll|||n,iMnmi|. - VERSLUN O. ELLINGSEN H.F. = ..................... E IBARNAVAGNAR I i Tökum i umboðssölu vel ineð i I farna bamavagna og kerrur. — \ \ Höfum rafmagnseldavjel BarnavagnabúSin, Óðinsgötu 3, simi 5445. iiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiin^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.