Morgunblaðið - 24.04.1951, Page 10

Morgunblaðið - 24.04.1951, Page 10
M O /í O I' * V I 4 fM f) ÞriSjudagur 24. apríl 19-51. 10. Framhaldssagan 13 HiiiimiiiiimiiiiKtiiiimiiiiiiimmiiiiimiiimriitfiiifiitHmiiinmimmri AS T í um miMiiiiiimmtiimmmiimmmimiiiiiiiii1 Þetta virtist skynsamlega álykt að og vingjarnlegt. En hvers vegna fannst mjer eitthvað ann- að búa undir? Við kvöldverðin varð mjer það ljóst að jeg hafði alls ekki þau föt með mjer, sem jeg þurfti, sam anborið við hitt fólkið. Jeg átti gamlan ullarkjól og tvær þjár peysur, .og mjer fannst jeg mundi geta notað það skammlaust yfir daginn. En jeg hafði aðeins einn kvöldkjól og jeg sá ekki betur en þær kæmu í nýjum og nýum kjól um. Konurnar voru allar frábæri lega skemmlega klæddar. Það sá jeg, þegar við söfnuðumst saman í setustofunni og biðum eftir að Honoré kallaði okkur til kvöld- verðar. Helen var komin í kjól, sem jeg hafði aldrei sjeð áður, Anette var í fallegum gráum síð um ullarkjól sem fór henni vel. Frú Bradford var í svörtum flau- elskjól með demantshnöppum. Jeg hikaði áður en jeg fór inn. Mjer fannst jeg ekki vera nógu vel klædd þó að jeg væri búin að bursta af mjer grasstráin. Guy var ekki kominn. „En heldurðu að hún komi?“ heyrði jeg að Helen spurði Anette. „Það hefur alltaf verið svo erfitt að fá hana til að yfir- gefa England“. „Hún kemur áreiðanlega núna“ sagði Anette. „Og hún kemur með Dickie Mainvaring. Jeg veit ekki hvað Guy segir við því“. „Jeg hef heyrt talað um það hvað hún sje gullíalleg“, sagði frú Bradford. „Kunningjafólk okkar hitti hana í London og þau sögðu að hún væri alveg. ... “ Hún þagnaðí og leit til dyranna um leið og Guy kom inn. „Ó, Guy, okkur finnst svo gaman að systir þín skuli ætla að koma.“ „Hvað segið þið“ spurði hann. „Hefir þú frjettir af henni, Anette?“ Hún svaraði honum á frönsku og talaði svo hratt að jeg heyrði ekki nema eitt orð: Giséle. Það var alltaf erfitt að geta sjer til hvað Guy hugsaði en mjer! fannst Anette hefði haft á rjettu að standa. Hann var bersýnilega ekki hrifinn af frjettunum. Hann Hann talaði í hálfum hljóðum við Anette og yppti öxlum. • „Jæja, ef hún hefur ákveðið að koma, þá kemur hún“. „Og Dickie?“ spurði Anette. ,Jeg get ekkert sagt við því“. Hann gekk að arninum og snjeri bakinu í hana. „Jæja, hvað hefur þú gert þjer til skemmtunar í dag frú Bradford?” SKALDSAGA EFTIR LOIS EDWARDS lllllllllllllllllltllllllr „Hún er ensk í aðra ættina, eins og við erum öll. Móðir okkar var ensk .... og hún er mjög fjörug J og tekur mikinn þátt í samkvæm' islífinu“, sagði hann og brosti Utið eitt. „Mjer finnst hún falleg. Það eru þær báðar reyndar“, hann kinkaði kolli í áttina til Anette. „Það er jeg sem er ljóti andarunginn í fjölskyldunni". ,,Þú“, sagði hún. „Þú ert dá- samlegur“. Hún talaði svo lágt að jeg heyrði varla hvað hún sagði. Auð sjáanlega átti Guy einn að heyra það. Augu hennar ljómuðu. Þetta kunni hún. Daður sem þetta átti við hana. Þau töluðu saman það sem eftir var máltíðirnar. Guy var á verði en hafði þó gaman af og frú Bradford ljómaði eins og sól í hádegisstað. Eftir kvöldverðinn fór Guy inn á litlu skrifstofuna sína til að fara yfir reikninga og hitt fólkið fór að spila bridge. Jeg var ekki beðin um að spila, svo jeg fór inn í bókaherbergið og ætlaði að ná í franska bók og byrja að læra. En þá rakst jeg þar á bækur eftir Dickens, með skrítnum gömlum teikningum. Jeg hringaði mig í hægindastólinn _ og sökkti mjer niður í að lesa. í undirmeðvitund minni heyrði jeg skrjáfið í penna Guys úr skrifstofunni handan við bókaherbergið. En brátt varð ieg svo niðursokkin að jeg heyrði ekkert. Allt í einu opnuðust dyrn ar og Guy stóð í dyrunum. „Já,“ sagði hann. „Jeg fann að þú varst h.ierna nálægt. Hefurðu verið hjer lengi?“ Rödd hans var blátt áfram, en mjer leið illa. Jeg fylltist ótta1 yfir því að hann hjeldi að jeg J hefði komið hjer inn til þess að j hann mundi finna mig. En jegj hafði ekki gert það. Ekki vísvit- andi að minnsta kosti. Jeg. hafði j hugsað mjer að fara áður en hann kæmi fram. „Jeg kom strax eftir kvöldverð inn“, sagði jeg. „Hitt fólkið... .“ Hann kom til mín og leit á bók ina. „Þykir þjer gaman að Dick- ens?“ „Jeg hef lesið bækur hans aft ur og aftur síðan jeg var fimm ára. Þessar eru skemmtilega gaml ar. Það er gaman að handleika þær.“ Við fórum saman inn í setu stofuna. Fólkið var hætt að spila Allir litu upp þegar við komum inn. Helen stóð upp af legubekkr um þar sem hún hafði legið, gek1 að vínskápnum og hellti hálft glas af óblönduðu wiskýi. Hú’ hafði ekki verið að drekka þegar við komum inn. „Hefurðu verið að hjálpa Guy við vinnuna, Georgia", spurði húr „Jeg var að lesa í bókaherberf inu“ sagði jeg. „Jeg ætla að fars að hátta núna. Góða nótt“. Allir muldruðu eitthvað svar og jeg fór út úr stofunni og upp. Jer iæsti dyrunum að herbergi mínu Jeg kærði mig ekki um neinar næturheimsóknir. Lífið á Longueville fjell meira og minna í fastar skorður. Allir gerðu það sem þeim sýndist og meira og minna það sama á hverj um degi. Við mættumst öll við hádegisverð og kvöldverðinn. Aðra tíma dagsins var fólkið á víð og dreif um húsið, garðinn eða skóginn. Karlmennirnir fóru í langar gönguferðir, reiðtúra eða á veiðar í skóginum. Stundum fóru Helen og fi’ú Bradford með þeim. Þeim kom vel saman að því er virtist. Anette var mest innandyra og sá um húshaldið. Stundum fóru þau til að heim- sækja nágrannana, og Helen fór þá alltaf með þeim. Hún virtist þekkja allt heldra fólkið í ná- grenninu og alltaf var það hún sem var allra kátust og Ijek við hvern sinn fingur. Je&fór ekki oft með þeim. Mjer var alltaf boðið með, en eftir eina eða tvær heimsóknir þar sem jeg sat innan um ókunnuga sem töluðu mál, sem jeg skildi ekki vel, þá sá jeg eftir tímanum. Jeg vildi helcíur vera á Longueville. * C ARNALESBQK JUovgunólaðsins 1 Hákon Hákonarson Hún brosti: „Jeg hef verið eins löt og jeg frekast get verið. Far- ið í bað og hvílt mig og notið kyrrðarinnar. Jeg get aldrei full- þakkað þjer það, Guy að lofa okkur að koma hingað“. „Við höfum öll verið löt“, sagði Helen, „nema Georgia. Hún hefir verið á fleygiferð um nágrennið og skoðað sig um“. Hún talaði um mig eins og jeg væri skólastelpa sem hlypi um á mílli trjánna með skrækjum og ólátum. Guy gekk yfir gólfið og settist við hliðina á mjer í glugga kistuna. ,Jég sá þig“, sagði hann. „Jeg var hinum megin við tjörnina með Lafitte. En mjer sýndist þjer falla vel við umhverfið“. „Já, mjer þykir gaman að skóg inum og tjörninni", sagði jeg. „Jeg hef hugsað mjer að ganga mikið hjer um“. Honoré kom inn og tilkynnti að kvöldverðurinn væri fram rpiddur. Við fórum öll inn í borð stofuna og settumst við borðið eins og við höfðurn setið við há- dégisverðinn. „Guy,“ sagði frá Bradforð. ,.Þú verður að ségja mjer eitthvað um systur þína, Giséle. Jeg hef heyrt að hún sje einstaklpga falleg og hún komi á alla skemmtistaði og þekki bókstafiega alla .... við hirðina, á jeg við, og heldra fólk- ið.“ 105. En á meðan á þessu stóð, hafði sitt af hverju borið við. Þegar sjóræningjarnir’ höfðu hent okkur á gólfið í hellinum, skipaði Howell einum manna sinna að sjá um, að skonnortan sigldi alveg inn á víkina. Við heyrðum þegar bátnum var róið fyrir Vonar- höfða. Litlu síðar var reipi látið síga niður til okkar frá klett- inum fyrir ofan. Jeg sá fljótt, að Howell var vel kunnugur í hellinum, og að hann vissi um fjársjóðinn. Nú lá jeg og velti fyrir mjer, hvað hann ætlaði sjer að gera við okkur. Nokkrum sinnum fór hann inn í hellinn og gekk fram og aftur og virtist vera mjög taugaóstyrkur. Það leit ekki út fyrir að hann tæki eftir okkur þá. Skyldi það vera höfuðkúpan, sem hann var eð leita að? Var það minningin um einhvern óviðkunnanlegan atburð, sem kvaldi hann? Við höfðum verið búnir að liggja þarna á gólfinu einn til tvo tíma, þegar nokkrif sjóræningjar komu inn í hellinn, bundu okkur fasta í reipi og drógu okkur upp á hálendið. Þar var búið að reisa tjald. Allt í kring voru sjóræningjar, um það bil tuttugu að tölu, hryllilegustu þorparar, sem jeg hefi sjeð á ævi minni. Jeg kom hvergi auga á Howell. Að öllum líkindum hefur hann verið inni í tjaldinu. Nokkru seinna kom hann út. Það var sýnilegt, að samkvæmt góðri, gamalli venju hafði hann verið að „styrkja sig“, en hann virtist ekki vera í betra skapi af þeim ástæðum. „Kallið á alla skipshöfnina,“ öskraði hann til stýrimannsins. Fann var sá ljótasti náungi, sem jeg get ímyndað mjer að sje tií í heiminum og vona, að jeg eigi aldrei eftir að sjá annað eins. Hann var eineygður. Fyrir hitt augað var bundin svört pjatla. Þvert yfir ennið á honum var stórt ör. Á hægri kinn og á hökunni voru langir svartir skeggbroddar. Á hinni kinninni var einnig ör. Stýrimaðurinn gekk út á brúnina og bljes í flautu. Nokkrum mínútum síðar komu fimmtán sjóræningjar æðandi upp á eyna og blönduðust í hópinn. Tveir þeirra komu til okkar. Fallegir í útliti, þægilegir á fæti og klæða vel. Óviðjafnanlegir að gæðum. Framleiddir í Northamp- tonshire, miðstöð skóframleiðslu Bretlands, Það er hluti margra gerðr, sem fram- leiddar ei*u í 8 nýtísku verksmiðjum, sem allar hafa yfir að ráða full- komnustu vjelum og vei’kmönnum. §14 0 R. 1 VI® VÐAKI 1 FRAMLEÍTT í ENGLANDI Partur úr SkafSafelli í Öræfssm, hlutur Odds heitins Magnússonar, er til sölu og ábúðar í næstu fardögum, ef um semst. — Áhöfn getur fyl-gt. ■— Á jörðinni er gott íbúðarhús, 15 hestafla rafstöð, súg- þurrkun og fleiri þægindi. Iicyskapur allur á ræktuðu landi. Hús fyrir um 600 fjár. — Upplýsingar gefa Jóhann Þorsteinsson, kennari í Hafnarfirði og Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri. Skrifstofuhúsnæði 1—2 skrifstofuherbergi vantar mig nú þegar eða 14. maí í, eða sem næst miðbænum. Æskilegt er að geymsla fylgi. ✓ Egill Kristjánsson, heildverslun, H'afnarhúsinu, símar 7136 og 3136. 3 »: I Skrifstofustúlka Stúlka óskast til starfa á skrifstofu hjá þekktu fyrir- tæki. Vjelritun, bókhald og simaafgreiðsla. Eiginhandarumsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf merkt: „Rösk“, óskast skilað á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld 24. apríl. Hafnarfjörhur 1 Hafnarfirði er til sölu rishæð í timburhúsi. íbúðin er 3 herbergi og eldhús. Nánari uppl. gefur Guðjón jSteingrímsson, lögfræðingur, Strandgötu 31. Sími 9960.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.