Alþýðublaðið - 22.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1920, Blaðsíða 1
W*7 / 3 OefiO tit af ^.IþýÖuilolsknuKi&' 1920 Þriðjudaginn 22. júní 139. tölubl. Verðf allið_ i Bandaríkjunum. í»«/£ fleiri fregnir, sem vér fáum af hinu eftirtektarverða verðfalli í Bandaríkjunum, þess fleira bendir tii þess, að það sé ekki nema að mjög litlu leyti að þakka aðgerð- um neytendanna. Orsökin mun að- allega vera sú, að varasjóðsnefnd sambandsríkjanna (Federal Reserve Board) hefir sagt upp lánum svo hundruðum roiljóaa dollara skiftir. Lán þessi höfðu verið veitt til við- skifta og verzlunar og þegar þeim var sagt upp, urðu bæði smásalar og heildsalar að selja birgðir sfnar alt hvað ai tók, og féllu þær því skyndilega í verði. Þar að auki liggja aðrar mikiivægar orsakir til verðfallsins. í lok styrjaldarinnar Itiafði auðlegð Bandarikjanna náð hámarki sínu. Vinnuaflið hækkaði þá í verði, sökum þess, að inn- flutningur fólks hætti svo að segja og hergagna- og hráefnaframleiðsla Bandaríkjanna hafði fært þeim ógrynni auðs annarsstaðar frá. Nú hefir samkepnin og fólksinnflutn- ángur byrjað aftur, svo viðskiftin virðast aftur vera að komast í venjulegt horf. Allar þéssar orsakir samanlagðar urðu þess valdandi, að kröfur manna til þæginda og Hífsins gæða urðu minni og verð féll. Það er eigi ólíklegt, að næstu fréttir frá Ameríku verði af ægi- iegri hræðslu við peningakreppu. (Irish Statesman, Dublin, 29. mai 1920). Slys. I gærkvöldi |er Suðurland var komið út fyrir Eyjar, voru kyndararnir að vinda upp ösku neðan úr vélarúmi. Vildi þá til það slys, að annar maðurinn varð íyrir vindusveifinni og meiddist allmikið í andliti, svo skipið snéri aftur, og var læknis vitjað til að búa um meiðslin. Kr asæ in Verzlunarsendiherra Bolsivíka í London, Krassin, er sá maðurinn, sem mest er talað um í Evrópu nú sem stendur. Hér kemur mynd af honum, tekin í Loiidoa, ásamt fulltrúum rússnesku samvinnufclaganna (Centro-sojus). Krassin er skeggjaði maðurinn fremst á myndinni tii hægri. Að öðru leyti vísast til greinar um för hans hér f blaðinu í gær. KlæðaYerksmifijan .Gefjmr. Viötal Tiö Jónas Pór Yerfcsmiðjiistjóra. Eg hitti jónas Þór verksmiðju- stjóra klæðaverksmiðjunnar „Gefj- un" á Akureyri að máli, og gekk méð honum inn að „Iðunni", sem „Gefjun" hefir nú keypt all- ar vélarnar úr. „Hvenær er „Gefjun" stofnuð?" „Eins og henni nú er fyrir kom- ið, má segja að hún hafi verið fullgerð 1912. Ea úpphafiega var hún sett á fót af sýslunni og bæn- um um 1898, og voru þá aðeins notaðar kembingarvélar og spuna- vél. Verksmiðjan var rekin með stöðugu tapi — fyrirkomulagið ekki heppilegt —, og líka var verksmiðjan alls ónóg. Menn sáu að svo búið mátti ekki standa, og seldi þá bær og sýsla fyrirtæk- ið hlutafél. Verksm.fél. á Akureyri. Var þá hafist handa af nyju, fengr ið lán úr landssjóði og ábyrgðist bærinn og sýslan lánið. Voru nú keyptar nýjar vélar til viðbótar, vefstólar og nauðsynlegar vélar þeim tilheyrandi. Þá var og byrj- að að reisa nýtt verksmiðjuhús lír steini hátt og lágt, stórt og vand- að og var gert ráð fyrir þvf, að fjöiga mætti yélunum um helming.. En enn reyndist féð of lítið til að reka með verksmiðjuna, en sá örð- ugleiki varð þó yfirstiginn." „Borgaði verksmiðjan sig er fár- ið var að reka hana eftir stækk- unina?" „Nei, ekki fyrst framan af, en. síðustu þrjú árin hefir hún gert það fullkomlega og meir en það. Hún hefir gefið arð og greitt all- ar skuldir nema landssjóðslánið og lagt fé í varásjóð." „Hvenær tókst þú við stjórn verksmiðjunnar?" „Arið 1916. Annars er verk- smiðjunni stjórnað rajög á annan veg en eg veit til að sé um önn- ur fyrirtæki hér á landi. Þegar sýslan og bærinn gengu í ábyrgð fyrir landssjóðsláninu, gerðu þau það að skilyrði fyrir ábyrgðinni, að þau hefðu meiri hluta í stjórn verksmiðjunnar. Kjósa því sýslan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.