Morgunblaðið - 13.07.1951, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.07.1951, Qupperneq 5
Föstudagur 13. júlí 1951 MORGUXBLÁBIÐ 5 Krisfín SgfúsdéHir 75 ára ►« ÍH i < FYRIR mörgum árum síðan hringdi ritstjóri norsks kvenna- blaðs til mín og bað mig að skrifa grein um mestu skáldkonu ís- lands. ,.Hver er sú?“ varð mjer að orði. ..Kristín Sigfúsdóttir!“ Greinin var skrifuð. — t>á hafði Kristín nýlega gefið út leikritið „Tengdamamma", sem vakti mikla athygli. Að vísu hlaut það nokkuð yfirdrifið hrós. Frá listarinr.ar sjónarmiði er því tals- vert áfátt, en þó athyglisvert. Og athyglisverðust er sú staðreynd. að höf. var bóndakona í af- skelcktri sveit á íslandi, sem lítill ar menntunar hefur notið og sjaldan sjeð leikrit sett á svið. Auk þess má satla að starf hús- mæðra í sveit sje þannig vaxið, að þeim gefist eltki margar tóm- stundir til ritstarfa. Þrátt fyrir það hefur Kristín Sigfúsdóttir gef ið út að minnsta kosti átta bæk- ur. (Ef til vill fleiri, þó mjer sjeu þær ekki kunnar). Og mestu af- rek hennar eru engan vegin leilc- ritin, þótt þau sjeu góðra gjalda vcrð. Árið 1924 kom út bók eftir Kristínu, cr nefnist „Sögur úr sveitinni“. í lienni eru sex sögur flestar góðar, sumar ágætar. Frá- sögnin er litrík og lifandi, stund- um nokkuð angurvær og ekki laus við tilfinningasemi, en eink- ar hugljúf. Höfundurinn þekkjr líf og aðstæður persóná sinna, skilur þær og finnur til með þeim. — Þó að Kristín hefði ekk; látið annað frá sjer fara en þessu tók, myndi nafn hennar geym- ast á heiðarlegum stað í bók- menntasögu Islendinga. Jeg býst við að fleirum fari sem mjer, ao hafi þeir lesið „Sögur úr sveit- inni“ einu sinni, muni þeir líta í hana aftur öðru hvoru. Það cr jákvæð bók, full af samúð, mann viti og fegurð. Þá hefur Kristín skriíað skáld- söguna: ,,Gestir“. Þar er og margt vel sagt og viturlega, sagan dá- vel byggð, persónunum lýst af innsæi og skilningi, en dálítið einhliða. Sagan er athyglisverð — og þegar tekið er tillit til allra aðstæðna, merkilegt afrek á sínu sviði. „Gömul saga“ er enn ein bók Kristínar. Um hana má margt gott segja, og er hún þó síðii, sem skáldverk, en „Sögur úr sveitinni" og „Gestir“. Þegar litið er yfir bókmennta- feril Kristínar Sigfúsdóttur, er ekki hægt annað en undiast hve miklu og góðu hún hefur afkastað við hin örðugustu skilyrði. Hún hefur skilað eðru æfistarfi, er flestum konum reynist ærið nóg: Hún var húsfreyja og móðir, bóndakona, við fábrevtt og fá- tækleg kjör. Eigi að síður vannst henni tími og þrek til að skapa verk, sem munu lengi íifa. Hún er nú sett á bekk með góðskáld- um og nýtur þar virðingar allra góðra íslendinga, er unna bók- rnenntum. í þeirra nafni árnar ,,Morgunblaðið“ henni atlra heilla á sjötugasta og fimmta afmælis- dogi hennar. Kristmann GuðmuntJsson. IÍÓMARORG—Nýlega samþykkti ítalska þingið ný lög, svoköliuð heiniayarnarlög, sem miða að því a5 kveða niður hermdarvea'k komm úíiista á ítalíu. r I. Jeg var staddur í Strandárklrkju ] í Selvogi í fyrradag, i boði biskups ásamt mörgum öðrum synódus- prestum, og er jeg honum mjög þakklátur fyrir boðið. Að vísu hefði jeg kosið að koma þangað á björtum og fögiunt degi, en því var ekki að heilsa. Veðrið var mjög örnurlegt, stormur, ngr,- ing og kalsi. Veðrið gat ieitt. hugann að því, hversu litla kirkjan á sandinum, rjett við brimótta strönd, hafði svo öldum skifti staðið af s.jer storma og stórviðri, líkt og klett- ur úr hafinu, einmitt á þessum afvikna stað, efalaust veikbyggð lengst af, þó nú hefði hún íengóð þá búningsbót, er hæfðí helgi hennar. Það er einkennilegt og lærdóms- ríkt, a5 vera staddur á þeim stað, þar stm hugir manna hafa stefnt að sjerstaklega svo öldum skifti í von'um h.jálp og líkn í lýðanna og eigin stríði og vandræðum. — Það va.r þó í reyndinni ekki kirkj- an sjálf, hið litla, veikbýggða og lengst af óásjáiega Guðshús, sem vænst var hjálpar frá, hún var aðeins farvegur fyrir ieitandi og þurfandi hugi að hinni einu náðar og máttarlind, sem övugg reynist í þeim efnum, er um rssðir og til handa hverjum, sem á í hlut. Áheitin og gjafirnar til Strand- arkirk.ju streyma að úr öllum átt- um enn sem fyr, og ekki í mirtni mæli en verið hefir, ncma enn framar væri. Sumir kynnu að líta á áheitin. eins og hjátrú og ekkert annað, en það er hinn mesti misskilníngur að svo sje. Áheitjn og gjafirnar eru efalaus vottur um trú á hann Qg traust til hans, sem cinn getnr bæát úr böli. Og hin mörgu áheit og gjafir sýna, að menn hafa ekkj orðið fyrir vonbrigóum, heldur orð ið að trú sinni og von, cn vil.ia með lítilli fórn styð.ja og styrkja málefni Guðs með þeim hætti, í þakklætis skyni. Þess vegna meg- um við fagna við áheitin á Strand- arkirkju, sem hefir verið farveg- ur, leiðin, ef svo mætti segja, að mildinnar og máttarins lindum. Jafnframt eru áheitin og gjafirn- ar augljós vottur þess, að enn flýja rnenn á náðir hans í navið- um sínum,. som einn getur bylgjur bundið og bngað storma her, bætt úr böli, I jatt af herðum þungum áhyggjum og látið yndisvonir rœt- ast. Strandarkirkja, sem staðið hefir af sjer ofsa og óveður um liðnar aldir, sýnir, að sú hönd er sterk, sem stutt hefir hana sjálfa og var- ið fjilli og hina fámennu íslensku þjóð á liðnum öldum og fvam ti* þessa, og framvegis cígum vjer að vænta h.iálpar hjá honum. sem vfir henni hefir vakað, í sjerhverjum þjóðarvanda. II. Strandarkirkja y." /{ a<< a’tti fiii minna oxa öll á önnwr Gn&shús þessa lands. — Einnig þau hafa, hvert fyrir sig, í-cynst farvegur, — leiðin að hinum oilífu lindum huggunarinnar og máttarins. Þang að haía menn komið, kynslóð fram af kynslóð, á gleði og sorgarstund- um og gera enn þann dag í dag. í kirkjurnar, Guðshúsin, koma menn á viðkvæmustu stundum Hfs- ins, þó ekki væri nema að fylgja þangað látnum ástvinum, þar r.cm þjónn ovðsins leggur blessun yfir þá í hinsta sinn í heimi þessum og aðrir viðstaddir eflaust í hljóði, — á leið til hinr.ar þogulu grafar. Það mundi efalaust ávinningur Íslensku þjóðfjélagi og islenskum söfnuðum, að álíka helgi hvíldi yfir kirkjunum í meðvitund þeirra og bersýnilega hvílir yfir Strandar- kirkju í meðvitund fjölmargra frá kyni til kyns, aö hún yrði eins og hlið hcimsins í meðvitund inanna, bó hvar sem við erum síödd, sje.u Drottins ástararm,a]' opniv oss til líknar; og hjálpari Qg að því, að Guðshúsin gætu vaxið að heiðri í meðvitund íslenskra safnaða, jþurfa allii' að atefna. I Hvernii/ væri nú, að menn tivlci I npp þann sið, að heita á kirkjum- j ar, hverja á sínum stað, likt því, sem gerst hefir með Strandar- kirkju? Áheitin eða gjafirnar yrði vitaskuld staerri eía minni, eftir atvikum, oftast án efa smáar upp- hæðir, en safnast þegar samán kemur, cn mundi hjálpa til þess, meðal 'arinars, að opna augu fólks-1 ins fyrir því, hvers virði Guðshús-1 ið er á hverjum stað, íramar því sem er og verið hefir. Þó hjer kæmi smáar upphæðir allra oftast, gæti þær hjálpað íil þess að prýða kirkjurnar ajálfar eða umhverfi þeirra, eða við cnd- urbygging þeirra. Jeg er sannfærð ur um, að þetta mundi verða fólk- inu til blessunar, og ef Guðshús- ið á hverjum stað hækkaði í heiðri í meðvitund fólksins. En um leið og Guðshú.rið sjálft hækkaði í heiðri í meðvitivnd fólksins sem helgistaður og griðastaður, mundi það vei'ða allra helst hann, sem s.jerhveirar gleði, hjálpar og huggunar cr að vænta :”i'á. Sumir söfnuðir hafa sýnt kirkj- um sínum hinn mesta sóma og ein- stakir mcnn, og er cngum vafa bundið, að af þeirri ræktarsemi hefir lcitt mikla blessun. Þetta út af fyrir sig sýriir einnig at- hyglisverðan manndóm. Svipaða nærgætni og ræktarsemi þyrfti að sýna sjerhverju Guðshúsi þessa lands. Ef það yrði gert, mundi af hljótast þjóðarblcssun. m. Sumir hafa þann sið, að heita á aðra menn, að gleð.ja þá með einhverjum smágjöfum, ef ein- hverjar þráðar vonir rætast cða greiðist íram úr einhverjum vanda. Þeir sem á er heitið þannig, er oftast fátækt fólk eða umkomu- lítið eða þurfandi fyrir samúð. Áheitin, sem þetta fólk veit eigi, hvaðan kemur, er þessu fóiki vott- ur þoss, að einhverjir aðrir hugsi hlýtt til þeirra og vildu fegnir geta að einhverjú litlu leyti bætt þeirva böl eða glatt Imgi þeirra. En þegar menn heita á aðra menn, cr þaft í trú á mált og mildi Urotlins s.iálfs og áheitin lítill þakklætisvottur fyrir veittar vel- gai-ðir. Áður fyr gáfu menn íil Guðs þakka, sem kallað var. Yafalaust hafa sumar þessar gjafir venð áheit. Af hvorttveggja hefir án efa Ifeitt ýmislegt gott og án efa sjernvað á öllum tímum, sem er sprottið af rót trúar og a'austs. Jeg lcyfi mjer nú að beina þeirri ósk ti! allra, sem lesa þessar )ín- ur, P.ð hugsa um þetta rnál í fullri alvöru og styðja Guðshúsin og íslenska kristni að cinhverju leyti með þeim hætti, sem að hefir verið vikið. Og gæti þessi orð mín orðið þess valdandi, að einhverjir, þótt fáir væri í fyrstu, sem breyttu eftir þeim, vseri tilgangi mínum náð, því einnig veit jeg vel, að mjór cr löngum mikils vísir. HaIIdó r Jút> sson, frá Reynivöllum. Helmirigi útbreiddara en noHurl annað íslenskt blað — og þvri beata auglvsíngahluðið íkcfaæskan >h + +* « FRÚ INGIBJÖRG Halldórsaóttir frá Búð í Hnifsdal á sjötugsaf- mæli í dag. Hún er fædcl. í Búð 13. júlí 1881, dóttir hjónanna Hall dórs Pálssonar frá Ósi í Bolungar vík og Sigríðar Össurardóttur. Ólst Ingibjörg upp hjá móður sinni því faðir hennar drukknaði þegar hún var kornung. Þann 10. október árið 1903 giít- ist hún Háiídáni Hálfdánss;rni, skipstjóra og síðar útgerðarmanni Reistu þau þegar bú í Búð og bjuggu þar lcngstum. Hálfdán Ijest rúmlega sjötugur að aldri 2. r.príl árið 1949. Höfðu þru hjón þá búið nokkur ár á ísafirði. Heimili frú Ingibjargar og Hálfdáns í Búð var hið mesta myndarheimili. Húsbóndinn var stórbrotinn atnafnamaður, sem oft hafði mikið umleikis. En hús- freyjan var hæggerð en þó skör- ungur í lund og reynd. Frú Ingibjörg Halláórsdóttir er ágætlega gefin kona, trygg og skapföst. Á heimili hennar ríkti gestrisni og myndarskapur. Hóg- værð og yfirlætisleysi rnótaði ævinlega allt hennar starf. Hún gekk að verki sínu, hvert sem það var, af hljóðlátunr skörungsskap og íestu. Þeir, sem þekkja hana vita að hún er hin nresta mannkostakona. Þeim Irigibjörgu og Hálfdáni varð ekki barna auðið. En þau tóku fjölda iosturbarna og ólu upp og reyndust þeim senr bestu foreldrar. Hygg jeg það rjett far- ið með að frá heimili þeirra hr.fi fermst samtáls 14 börn. Frú Ingibjörg, sem í dag á sjö tugsafmæli, ber aldur sinn vel. Hún er ennþá fríð kona og yfir- bragð hennar mótast af sömu j mildinni cg jafnan hefur hvílt i vfir iasi hennar. Vinir hennar og venslamenn óska henni til ham- ingju með sjötugsafmælið. S. Bj. ÆUafti aft rjúfa hafnbannið FORMOSA — Þjóðernissinna- st.iórnin á Fovmosa ulkynnti ný- lega, að hei'skip henr.ar hefðu tek- ió flutningaskipið Hollina, sem reyndi að rjúia hafnbannið á Kommúnista-Kína. Skipið var hlaðið ýmsum hernaðarlega þýð- ing'crmiklum vörum. Hr. ritstjóri! ^ JEG hefi verið að bíða eftir atf einhver atvinnurekandi í iðnað* svaraði ,,Móðir“, vegna skrif.'v hennar í Morgunblaðinu 23. þ. m.r en þar sem jeg hefi ekki sjeð neití- svar til hennar, en mjer finnri'- það mál þurfa athugunar við, ogr það er hin starfandi æska scm viS þurfum, að njóta í okkar þjóð- fjelagi, langar mig ao svara hem é með nokkrum orðum og um leitS þakka henni fvrir sín skrif. Jeg hefi í mínu starfi oi'ðið W.r við að mjög mikið af ungum stúlk - um og einnig piltum, hafa sótí’- mjög fast eftir að fá vinnu í ýms— um iðnaðarvci'ksmiðjum, og það etr satt eins og „Móðir“ segir, að þv* rniður' hefur ekki verið. hægt a>5- verða við úsk þeirra. En þá vill hún um h.ið fá i:<? vita hver orsokin er að atvinnut - rekendúr geta ekki iekið unglingar í vinnu. Þær eru margar, en aðalorsökir*. er að iðnaðurinn hefir dregist sv*> saman að verksmiðjur sem höfði*- t. d. 20—30 manns í vinnu und- anfai in ár hafa orðið að segja upp starfsfólki vegna samdráttar í iðnaðinum, til þess liggja margai." orsakii', en aðallega. liggur hún hj;i- ríkisvaldinu, sem leyft hefur afí fiytja inn erlent vinnuafl, og skap- ar um leið landsbúum erfiðleika. til að nota sínar hendur til starfa. Til að fyrirbyggja misskilning* meina jeg að þær vörur, scrn flutt- ar eru til landsins, en er hægt ;J> framleiða í landir.u, þó hráefnirv verði að flytja inn, íaka vinnuafl- ið frá okkur og við verðum aíJ* greiða erlent vinnuafl með okkasr dýrmæta gjaldeyri. Margir hafa sagt að hin íslenskrv framleiðsla sje ekki samkeppnis- fær við erlenda vöru, en því ev- hægt að svara, að þær verksmiðj - ur sem hjer hafa starfað unrlan— farin ár hafa flestar mjög góðunv fagmönnum á að skipa, en það senv aðallega hefnr hamlað þeim, er það að ekki hefur fengist leyfi i t- að kaupa liráefni á þeim stöðum, sem best og hagkvæmast hefur vct- io á hverjum tíma. Eeynslan hefur líka sýnt það afF þau fyrirtæki, sem hafa átt kost. á hiáefnum frá framleiðsluland— inu hafa gctað búið til cins góðai- vöiur, ef ekki !x>tri, en flutt hefur* , verið inn af hir.um og þcssun* j heildsölum, sem því miður eru <>t ; margir og hafa ekki vit á því sera að þeini er rjett, margir hverjir. Að endingu þetta iil „Móðir'*. Kaupið heldur íslenskar jðnaðar- vömr og fáið kunningjakonur yð- ar til þess Hka, heldur en kaupa. innfluttar vilbúnar vörur, það .1. * ar meiri vinnu í landinu og gætt orðið ti! þess að allir þeir ungling— ar sem hafa óskað eftir vinnu yfir sumartímann gætu orðið þoss að— n.iótandi að hafa tækifæri til þessi að nota sínar hendur til vinnu fyr- ir okkar kæia föðurland, þegar þeir hafa lokið sinni skólagöngu. Með bestu kveftju. Iðnrekandú AÐVÖ : tli kaupenda Morgunblaðsins Athagið að hætt verð'ur án frekari aðvörunar að senda blaðíð til þeirra, sem ekki greiða það skilvíslega. Kaup- endur utan Keykjavíkur, sem fá blaðið sent frá afgreiðslu þess hjer, vt-rfta að greiða það fyrirfram. — Eeikninga verður að greiða strax við framvísun og póstkröfur innan 14 daga frá komudegi. w> 3*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.