Morgunblaðið - 28.07.1951, Blaðsíða 6
H II h
' H < I fII t
Laugardagur 28. júlí 1951.
Jtl0r0iM#l&íúíí)
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgrtarm
Lesbók: Árni Óla, sími 3045
A.uglýsingar: Árni Garðar Kristinssoi*
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla
Austurstræti 8. — Sími 1600
Askriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innamanQs
í lausasölu 75 aura eintakið. l krónu mefl LesbOk
Hvað gerðist 30 mars ?
HVAÐ GERÐIST hinn 30. mars
árið 1949? Það er ómaksins vert
að rifja það upp í stórum drátt-
um.
Vikurnar á undan þeSsum degi
höfðu miklar umræður staðið
im þátttöku íslands í varnar-
bandalagi hinna vestrænu lýðræð
isþjóða. Meðal þings og þjóðar
ríkti glöggur skilningur á nauð-
syn þess að íslendingar slægjust
í för með öðrum vestrænum
þjóðum um myndun þessara sam-
taka, í því skyni að vernda öryggi
og sjalfstæði lands síns.
En fimmtaherdeild kommún-
ista hjer á landi var á öðru máli.
Hún hafði fengið ströng fyrir-
mæli um að berjast af alefli gegn
hverskonar tilraunum til þess að
vernda sjálfstæði landsins. Þessa
„dagskipan“ Stalins framkvæmdu
kommúnistar hjer af slíku ofur-
kappi, að þeir hikuðu ekki við
að beita ógnunum um ofbeldi ef
löggjafarsamkoman færi sínu
fram og hefði hróp þeirra að
engu. Blað þeirra lýsti því yfir
að stjórnmálamenn lýðræðis-
flokkanna, sem samþykktu aðild
íslands að varnarbandalaginu,
skyldu sjálfa sig fyrir hitta. Slík
ráóstöfun yrði ekki „þoluð“. For-
maður kommúnistaflokksins,
Brynjólfur Bjarnason, ljet jafn-
vel í það skína, að forystumenn
lýðræðisflokkanna skyldu hengd-
ir eða skotnir þegar Sovjet-Rúss-
land hefði náð yfírráðum í heim-
inum!!!
Þetta var aðdragandinn að 30.
mars árið 1949.
Lýðræðisflokkarnir höfðu of-
beldishótanir kommúnista að
engu, eins og að likum lætur.
Mátti heita að þessir flokkar
stæðu sameinaðir um aðild Is-
lands að Atlantshafssáttmálan-
um. —
En kommúnistar vildu sýna
yfirboðurum sínum í Komin-
form að þeir væru menn með
tnönnum og þyrðu að standa
við hótanir sínar. Þegar Al-
þingi var í þann mund að
samþykkja þingsályktunartil-
lögu ríkisstjórnarinnar um
þátttöku íslands í Norður-At-
lantshafsbandalaginu, hóf sið-
laus kommúnistaskríll, sem
í margar vikur hafði verið
æstur upp til óhæfuverka, árás
á þinghúsið og þar með hik-
lausa tilraun til mamidrápa og
blóðsúthellinga. Árangurinn
af þessari árás varð sá, að
flestar rúður Alþingishússins
voru brotnar, grjót flaug um
bekki þingsala og nokkrir lög-
gæslumenn og friðsamir borg-
arar urðu fyrir meiri og minni
meiðslum. En ofbeldisárás
kommúnistaskrilsins var
hrundið.
Þúsundir friðsamra borgara og
lögreglulið höfuðborgarinnar,
varði löggjafarsamkomuna og
tiyggði henni starfsfrið. Alþingi
sp.mþykkti þátttöku íslands í
varnarbandalagi lýðræðisþjóð-
anna undir látlausri grjóthríð
fimmtu herdeildarmanna.
Þetta er það, sem gerðist hinn
30. mars íyrir tveimur árum.
Þegar á eðli þessara atburða er
litið, sætir það ekki lítilli furðu,
að kommúnistar skuli þora að
rr.innast á þá. Ætla mætti að
þeir kysu fremur að þeir hyrfu
sem fyrst í djúp gleymsk-unnar.
Sannleikurinn er nefnilega sá, að
síðan þetta gerðist veit hver ein-
asti íslendingur, að kommúnistar
eru opinberir flugumenn Rússa
og yfirlýstir svikarar við íslenskt
þjóðfrelsi. íslendingar hafa sjeð
að' kommúnistar ætluðu að
hir.dra löglega kjörna fulltrúa
þjóðarinnar á Alþingi í að vinna
störf sín. Ætlan þeirra var að
beita Alþingi ofbeldi, taka hús
á því og beita þingmenn lýðræð-
isflokkanna misþyrmingum og
cfbeldi. Þetta var tilgangurinn
með skrílsárásinní 30. mars. —
Vegna þess að hún mistókst, snúa
tilræðismennirnir allri reiði sinni
upp á löggæslumennina og frið-
sama borgara, sem komu t veg
fyrir hana.
En kommúnistar mega vera
þess fullvissir, að íslenska
þjóðin gleymir ekki því sem
gerðist hinn 30. mars 1949. —
Hún man ofbeldi þeirra og
svikræði.
Hjeraðsmót
Sjálfstæðismanna.
MÖRG UNDANFARIN ár hafa
Sjálfstæðismenn í flestum hjer-
uðum landsins haldið hjeraðsmót,
sem mikill fjöldi manna hefur
sótt. Hafa þessar samkomur orðið
svo vinsælar, að aðrir flokkar
hafa nú siglt í kjölfarið og efnt
til slíkra móta.
Á þessum hjeraðsmótum Sjálf-
stæðismanna hafa þingmenn og
leiðtogar flokksins haldið ræður
ásamt fjölda innanhjeraðsmanna
í hinum einstöku byggðalögum.
Yfirleitt má segja að yfir þess-
um samkomum hafi ríkt blær
frjálslyndis og víðsýnis. Þangað
hefur oft sótt fólk úr öllum
stjórnmálaflokkum og í raun og
veru hafa allir verið þangað vel-
komnir. Þannig hafa þessi hjer-
aðsmót Sjálfstæðismanna orðið
að almennum hjeraðshátíðum,
sem fólk hefur sótt bæði til þess
að rifja upp ýms atriði stjórn-
rrálanna á hverjum tíma og til
þess að njóta þar almennra
skemmtana og samvista við vini
og nágranna .
Á þessu sumri hafa nokkur slík
hjeraðsmót verið haldin við á-
gæta aðsókn. En önnur verða
haldin um næstu helgar. Þúsund-
ir manna í sveitum og kauptún-
um landsins munu sækja þessi
móí.
Jepparnir.
AF ÖLLUM þeim tækjum, sem
landbúnaðurinn hefur fengið á
undanförnum árum, hafa fá orð-
ið vinsælli en jeppabifreiðarnar.
Þær hafa ekki aðeins verið hand
hægar við ýms landbúnaðarstörí,
heldur einnig ágætt samgöngu-
tæki. Má ekki á milli sjá, hvort
gildi þeirra er fneira sem rækt-
unar- og heyvinnuvjelar eða
samgöngutækis í þágu fjelagslífs
og ferðlaga sveitafólksins.
Það var nýsköpunarstjórnin og
nýbyggingarráð, sem upphaflega
áttu frumkvæði að innflutningi
þessa vinsæla tækis. Hefur eftir-
spurn jafnan verið gífurleg eftir
jeppunum. Sjest það best á því,
eð á s. 1. vetri, þegar ákveðið
hafði verið að flytja inn nokk-
uð á annað hundrað bifreiðar,
bárust á þriðja þúsund umsóknir
um þær.
Nú eru nokkrar þessara bif-
reiða komnar til landsins. Þær
eru áreiðanlega kærkomnir grip-
ii á þeim býlum, ,sem fá þær.
Væri æskilegt ef hægt væri að
halda áfram innflutningi þeirra
eftir því, sem gjaldeyrisgeta þjóð
arinnar leyfir á hverjum tíma.
styrk til náms
Fá greiddan aiEan náms- eg
stúdentar fá
^3mdarík|issiH!m
I-----
Höfðingleg gjöf til
Krabbameinsfje- j
lagsins
NILS WILLIAM OLSSON (lengst til hægri) menntafulltrúi við
bandaríska sendiráðið, óskar þeim Þóri Kr. Þórðarsyni, Hólmfriði
Jónsdóttur og Tómasi Árnasyni góðrar ferðar tii námsdvalar í
Bandaríkjunum.
1 DAG ERU 100 ár liðin frá
‘'æðingu hins merka bónda og gæða
manns, Guðmundar Rósinkarsson-
ar í Æðey. Kona hans var Guðrún
Jónsdóttir, írá Arnardal. Guð-
mundur dó 1906, en Gurðún 1931.
^au eignuðust alls 13 börn og ern
nú sjö þeirra á lífi, .Takob trje-
smiður á Flateyri, Elísabet okkja
Tónasar .Tónassonar útvegsbónda í
jÆðey, Guðjóna, kona Lárusar
Guðnasonar ctarfsfmanns hjá
Landsímanum, Ragnhildur, kona
Lofts Gunnarssonar búfr. og kaup
manns, allar búsettar í Reykjavík,
Á sgeir bóndi og hreppstjóri í Æð-
ey, Halldór bóndi s. st. og Sig-
ríður húsfreyja s. ot.
S. L. MIÐVIKUDAG lögðu af stað hjeðan flugleiðis til Bandaríkj-
cnna þrír af fjórum námsmönnum, sem hlotið hafa styrk frá
Bandaríska utanríkisráðuneytinu.
VIÐ ÝMISKONAR
NÁM
Stúdentar þeir, sem styrkinn
hlutu, voru Þórir Kr. Þórðarson,
sem ætlar að nema semítísk mál
við háskólann í Chicago, Hólm-
fríður Jónsdóttir, sem mun nema
kennarafræði við Ohio-háskóla í
Columbus, Tómas Árnason, sem
niun nema lögfræði við Harward-
háskóla og Stefán Júlíusson, sem
mun nema enskar bókmenntir við
Cornell háskólann í Ithaca.
Þrjú hin fyrstnefndu hjeldu
fjugleiðis til Bandaríkjanna á
miðvikudag og munu fyrsta mán-
uðinn taka þátt í námsskeiði til
að kynnast bandarískum lifnað-
arháttum og venjum og til að
komast niður í málinu.
Skyndihjálp til
flótlamanna
WASHINGTON, 27. júlí. — Tru-
nian forseti hefur beðið banda-
ríska þingið um að veita fimm
milljónir dollara til skyndihjálp-
ar við hina arabisku flóttamenn
Á þesum merka afmælisdegi
föður síns hafa systkinin gefið
Krababmeinsfielagi íslands 10.000
kr. minningargjöf um foreldra
s'na, er fjelagið rhá hagnvta sjer
eins og það telur sjer hagkvæmast,
að því einu tilskyldu, að krabba •
meinssjúklingar úr Snæfjalla-
hreppi eigi rjett til að njóta ár-
)egs styrks frá Krabbameinsf je-
laginu, er svari til allt að hálfs
árs vaxta af minningargjöfinni,
til þess að leita s.ier læknishjálpar.
Fjelagið biður Mbl. að færa hin-
um mætu gefendum kærar þakkir
fyrir þessa höfinglegu gjöf.
0B DAGLEGA LÍFIMU
HOFÐINGLEGUR
STYRKUR
Það er bandaríska utanríkis-
ráðuneytið, sem veitir fje til
námsstyrkja þessarra, en Alþjóða
n enntastofnanir í New York út-
hlutar þeim. Styrkurinn er ó-
venjulega höfðinglegur, þar sem
greiddur er ferðakostnaður,
skólagjald, uppihald og náms-
bækur.
HJÁLP, SEM KEMUR
SJER VEL
Ástæðan fyrir því að svo marg-
ir íslendingar hljóta hann nú,
er sú, að mjög aukinn náms-
kostnaður, m. a. vegna gengis-
lækkunar, hefur torveldað íslensk
um stúdentum nám í Bandaríkj-
unum. *
Islenskir stúdentar hafa getið
sjer mjög gott orð í bandarísk-
um háskólum og þessvegna vill
bandaríska stjórnin gera sitt til
þess að hjálpa minnsta kosti
nokkrum þeirra fjárhagslega
yfir erfiðasta hjallann.
Gömul klukka í nýjum
turni
NÝR og spengilegur klukku-
turn hefur risið af grunni
vestur í kirkjugarði, þar sem áð-
ur stóð líkhúsið. Laglegur turn
þetta og laus við allt prjál. Sjást
nú engar minjar gamla líkhússins
utan klukkan, hún heldur áfram
að kalla þá dauðu til grafar.
Og þótt líkhúsið kiknaði eigin-
lega alltaf undir nafninu vegna
þess, hve ófullkomið það var, þá
var það alls ekki ómerkilegt hús.
Það nafði fylgst með þungum
skrefum syrgjandi Reykvíkinga í
hart nær öld. Minning slíks húss
hlýtur að endast mörgum ævina.
,,6 í bíl" vel fagnað
á Húsavík
HUSAVlK, 27. júli: — Leikflokkur-
inn „6 í bíl“ sýndi gamanleikinn
„Carvallo“ í Húsavik í gærkveldi.
Húsið var þjettskipað áhorfendum,
sem tóku leiknum mjög vel. Það má
segja að koma þessa flokks sje orð-
inn fastur liður i leiklistarlífi Húsvík
inga og fleiri staða úti á landi. Er
hans ávalt beðið méð eftirvæntingu
og flokkurinn kvaddur með ósk um
að hann komi sem fyrst aftur.
H'
Þar voru sungnar
messur
INU mun færri óra fyrir, að
í því gamla og hrörlega húsi,
sem fyrir stundu kúrði vestur í
kirkjugarði, hafa menn öðlast
huggun og gleði. í líkhúsinu var
fyrir eina tíð messað og fermt,
meðan dyttað var að Dómkirkj-
unni. Þóttu það ekki ómerkar at-
hafnir í þann tíma, svo að húsið
hefur hlotið meiri vegsemd en
margan grunar.
Holienskur floti í Oslo
OSLO, 27. júlí. Hollensk flota-
deild kom til Oslo í dag í kurt-
eisisheimsókn.. M. a. eru í flota-
deild þessari beitiskipið Tromp,
tvær freigátur og tveir kafbátar.
— NTB.
o:
Gamalt hús
í nýjum garði
G TIL að gleðja þá, sem þótti
vænt um þennan fornfálega
kumbalda, þá var timbrið úr
honum ekki brotið í eldinn. Það
var ekki bútað niður, ekki einu
sinni selt hverjum sem hafa vildi.
í kirkjugarðinum í Fossvogi
stendur .líkhúsið endurreist. —
Ásamt kirkjugarðsstjórninnimun
svo auðna ráða, hvert verður
hlutskipti þess í framtiðinni. —
Kunningjar þess vona a. m. k.
að það eignist þóknanlegt ævi- sinn. Henni brá heldur en ekki í
verða fyrir valinu. Þar mundi
líknéskið blasa við, þegar komið
er inn i garðinn frá Suðurgötu.
Nokkur kostnaðúr yrði af þess-
ari framkvæmd, en varla þarf
að draga í efa, að einhver fjelags-
skapur eða jafnvel kirkjugarð-
arnir sjálfir, mundi fúsir að taka
málið að sjer og hafa af því veg
og vanda.
Heimaríkur gestur
FYRIR nokkrum dögum kom
óþekktur gestur í heimsókn í
Stórholt 32 hjer í bæ. Hann fet-
aði ljettum skrefum gegnum
garðinn og var yfirlætislaus í
fasi. En viti menn, hann gerði
ekki vart við sig við dyrnar eins
og sómakærra gesta er háttur,
heldur kaus hann að laumast inn
um gluggann.
Þetta hefði svo sem ekkert gert
til, ef kauði hefði ekki gerst
nokkuð heimaríkur, þegar hanh
kom inn. Hann ruddist inn í eld-
húsið og heimtaði mat. Hagaði
hann sjer dólgslega í hvívetná,
braut leirinn og vann önnur
spjöll, sem ekki er hægt að þola
ókunnugum.
Sneri á lögregluna
ÞÓ kastaði fyrst tólfunum, þeg-
ar sá óboðni komst í smjörið
og hámaði það í sig upp til agna.
Stóðst þá húsfreyjan ekki lengur
mátið, heldur gerði lögreglunni
viðvart og skyldi hún handsama
þrjótinn. En hann sá við henni,
og var allur á bak og burt, þegar
hún kom.
Undir rifsberjarunn-
unum
OÍÐDEGIS á fimmtudaginn átti
iA húsfreyjan leið um garðinn
kvöld.
í einar
Kristlíkneski
dyrnar.
VO að við snúum okkur aftur
að nýja turninum, þá mundi
fara vel á, að Kristlíkneski væri
komið fyrir í einum dyrum.hans,
austurdyrnar mundu sennilega
S
brún, þegar hún rakst þar á gest-
inn óboðna, þar sem hann lá á
tveiinur kettlingum undir rifs-
berjarunmmum. n— Ef : einhver
skyldi hafa misst svartan kött
með stálpuðyrn Jkettlingum, þá
ætti hann. að, vita, hvort ,hann
kannast ekki við smjörþjófinn í
Stórholtinu.