Morgunblaðið - 03.08.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.1951, Blaðsíða 10
MOKGÍ/A DLAÐIÐ 10 Fostöðagur '3,- ágúst 1031. Framhaldssagan 29 rmfiiimiiiiiiiin STðLKAN 06 DAUBINN Skáldsaga eftir Quentin Patrick „Líklega þá helst leikritum,“ svaraði hann og svo bætti hann við eins og honum hefði skyndi- lega dottið það í hug: „Eigúm við að fara í fjölleikahús?“ „Það væri gaman,“ sagði jeg kurteislega. „Og það væri líka gaman að vita ástæðuna fyrir þessum óvænta bíltúr.“ „Það liggur ekkert á því,“ sagði Trant og horfði á veginn framundan. „Við komum kannske dálítið of seint, en við fáum að sjá eitthvert ljettmeti og söng, svo það gerir ekkert til þó að við sjáum ekki byrjunina.“ Svo talaði hann um hversdags- lega hluti og hann var svo skemmtilegur, að jeg freistaðist til að halda að hann hefði aðeins komið til Wentworth til að hitta mig. Satt að segja vaknaði enginn grunur með mjer, fyrr en hann ók inn á Broadway og stöðvaði toílinn fyrir framan Cambridge- leikhúsið. Hinum megin við göt- una og beint á móti var „Amber Ciub“.... sem vakti hjá mjer óþægilegar endurminningar. Þegar hann leiddi mig yfir göt- una þar sem við Eiaine höfðum hlaupið fram og aftur kvöldið sem Grace hafði verið myrt, datt mjer í hug að hann mundi ætla að byggja upp aftur atburðarás- ina. En jeg róaðíst þegar jeg sá að leikhúsið var lokað. Þar voru ekki nema kvöldsýningar. Trant lcgreglufulltrúi hafði keypt blað og las nú yfir leikhúsauglýsing- arnar. „Þykir yður gaman að Gilbert Og Sullivan?" spurði Ijann loks. „Já. Við Ijekum einu sinni „The Gondolier“ í Newhampton til ágóða fyrir fátæka og sjúka og jeg ljek Tessa.“ „Það var fallega gert.“ Trant tók úndir handleggínn á mer og gekk fram há Cambridge-leik- húsinu. „Þeir eru með „Pinafore" á Vandolan-leikhúsinu í dag,“ sagði hann. Þegar við kornum inn í and- dyrið á Vandolan, fannst mjer snöggvast jeg kannast við mig. Það var ekki fyrr en Trant fór til að kaupa aðgöngumiðana, að jeg áttaði mig. Elaine og jeg höfðum óvart villst hingað inn, þegar við ætluðum að fara yfir í Cambridge-leikhúsið í fyrsta hljeinu. Nú mundi jeg eftir aug- lýsingunum, þar sem stóð með svörtum og rauðum bókstöfum: , H. M. S. Pinafore" og „Box and Cox“. „Það er næstum útselt, en jeg fjekk tvö sæti á svölunum," sagði Trant þegar hann kom aft- ur. Við komum seinna en jeg hafði haldið. Annar og síðasti þáttur var byrjaður þegar við komum inn. Trant hafði keypt stóra öskju með súkkulaði og rjetti mjer hana. Jeg hafði ekki sjeð „Pinafore" áður, en það var margt líkt í því leikriti, eins og reyndar öll- um leikritum Gilbert og Sulli- van .og gamlar endurminningar vöknuðu með rnjer. Lögin sem ómuðU frá leiksvið- inu og askjan með súkkulaðinu á hnjám mjer, gerði það að verk um, að mjer fannst jeg vera orðin barn í annað sinn. Jeg gleymdi Trant/lögreglufulltrúa og áform- um hans og jeg gleymdi Grace. Jeg hallaði mjer aftur á bak í stólnum og naut þess að fylgjast með leikritinu. Jeg minntist þess þegar við höfðum verið að æfa > ,,The Gondolier" í leikfimissaln- um í Newhampton. Og jeg minnt ist sigurhróss míns, þegar Jerry,! sem ljek ungan og laglegan j „gondolier" hafði boðið mjer út eftir sýninguna, og gleymdi að hann hafði ákveðið að hitta feg- urðardísina Emily Clarke....: þeirra tíma Normu Sayler. Atburðarásin í „Pinafore“ aiinnti líka á „The Gondolier“. Meðal leikendanna var strangur skipstjóri, ástsjúk dóttir hans, og myndarlegur sjómaður, sem líka var ástsjúkur, en af mjög lágum stigum. Skipstjórinn komst að ástum þeirra og ljet setja sjó- manninn í bönd. En á hættu- stundinni, bjargaði gömul fóstra öllu við með því að segja að það hefði verið skipt á sjóhianninum og skipstjóranum strax eftir fæðinguna og það var óbreytti sjómaðurinn sem var af heldra fólki. Þrátt fyrir mikinn aldurs- mun, urðu þeir að skipta um hlutverk, sjómaðurinn varð skip stjóri og fjekk dóttur skipstjórans i kaupbæti. Það var ekki fyrr en fór að líða að leikslokum að jeg fór að sjá þetta leikrit eins og hvert annað leikrit á Broadway með lifandi leikurum.... en ekki sem endurminningu frá æsku minni. Og þegar jeg fór að horfa á leik- ritið frá rjettu sjónarmiði, varð mjer smátt og smátt ljóst hver tilgangur Trants hafði verið. Gamla fóstran hafði einmitt opinberað leyndarmál sitt. Kór- inn stóð á miðju leiksviðínu og fyrir framan hann gekk leikarinn sem hafði farið með hlutverk sjómannsins. 'Hann hafði haft fataskipti og var kominn í glæsi- ltgan sjóliðsforingjabúning. Jeg hafði ekki tekið eftir þess- um leikanda fyrr en einmitt þá. Jeg hafði ekki sjeð leikenda- skrána og vissi ekki hvað hann hjet. Og mjer hafði ekki dottið í hug að jeg hafði sjeð hann áður. En nú var enginn vafi á því hvar jeg hafði sjeð þetta eldrauða hár, reglulegan vangasvipinn og glæsilega einkennisbúninginn með gullborðunum. Jeg hallaði mjer aftur á bak og mjer sortnaði fyrir augum. Af öllum þeim s.dnx, voru við- riðnir morðið á prácé, höfðum við mest velt fyrir okkur hver sjóliðsforinginn var. Qg þarna stóð hann ljóslifandi á leiksvið- inu. Maðurinn sem svo auðveld- lega hafði getað myrt Grace, var lítt þekktur. óperusöngvari. Hann stóð á leiksviðinu og söng af fullum hálsi ástarvísur með hand legginn um mitti skipstjóradótt- urinnar. Jeg fann að Trant horfði á mig. Svo lagði hann höndina á hand- kgg minn og hvíslaði: „Er það rjett?“ Allir sungu á leiksviðinu. Hijómsveitin Ijek lokalagið. „Já, það er rjett,“ hvíslaði jeg. Það var hann, sem var með Grace á Cambridge-leikhúsinu sama kvöldið og hún dó. Hann er sjó- liðsforinginn. með rauða hárið.“ 16. Næstu mínútur voru vægast sagt mjög óþægilegar. Þarna á leiksviðinu stóð sjóliðsforingi jGrace. Jeg horfði á hann og heyrði hann syngja. Hann var nálægt okkur, en þó svo langt burtu að við náðum ekki til hans. j Þrátt fyrir áfall mitt, var þó margt sem jeg fór nú að skilja. Þegar jeg starði á þennan rauð- ,hærða leikara, skildi jeg hvers Ivegna jeg hafði fundið til tor- tryggni strax og jeg kom auga á hann við hlið Grace. Jeg skildi jhvérs vegna mjer hafði fundist hann undarlega hvítur í framan 'og hvers vegna mjer hafði fund- ist einkennisbúningurinn hans illa til reika. j Hinn leyndardómsfulli aðdá- ;andi Grace hafði ekki verið sjó- jliðsforingi, heldur söngvari. j Trant lögreglufulltrúi tók hattinn sinn sem hann hafði lagt undir stólinn. „ Nú förum við,“ sagði hann og jeg fylgdi á eftir honúm út. Fyrir utan leikhúsið fórum við inn um litlar dyr ,sem lágu að búningsherbergjum leikendanna. Trant lögreglufulltrúi sneri sjer að dyraverðinum. „David Lockwood?" sagði hann spyrjandi og þegar dyravörður- inn setti upp tortryggnissvip, sýndi Trant honum lögreglu- merki sitt. „Gerið svo vel.... fyrstu dyr á annarri hæð. Hann kemur rjett strax.“ Jeg hafði aldrei komið að leik- tjaldabaki í raunverulégu leik- húsi áður. Loftið var þrungið lykt af púðri og andlitsfarða. Tveir leikendur í gamaldags bún ingum stóðu í tröppunum og reyktu. í gegnum glerhurð sá jeg snöggvast bregða fyrir leik- sviðinu og leikendunum. Tjaldið wiwi»«wmBi»^uiwunni«Mn»iminwiiniiB8w § s I Tannlœkninga- l stofan £ lokuð til 21 ■ ágúst vegna sum- £ | arleyfa. | E Engiilíert Guðniurtdsson s f ■llll■l■lltl■llllll■ll■llll■l■■llllll■lllll•fl••llllll*ltlllllll | | íbúð í bragga { : Laugarnes-kamp 39 til sölu. — E I Fagúrt útsýni, afár sólríkt. —- | | Uppl. eftir kl. 5 í dag og frá i I hádegi á morgun. | = s “ lllllllllllllllllllll■■ll■llllllllllll•llllll■l■l•lllIll■lllllc■ 5 = iiiiiiiiiin rlsO 1 VERZUiIlfN —' 1 EDINBORG I J|| Hálf- I Wm dúnn [ nýkominn. ■ miiiiiiiiiiiiiiiilitliiiiiiiiiniiiiiiiiiii Z. Sá, LtTIL t sem tók pakka með kjólaefni og | -amerísku bláði, í Bafha, Hafn- | arstræti, í gær milli kl. 3.30 = —4, er vinsarúl. beðinn að skila = honum þangað aftur. = E Steypu- j brærivjel j | og olíufyringarofn til sölu, — | I Karfavog +8. — z iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiHiii s : uiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiHiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiinMii Pr ar iano til sölu. Tlljóðfæraverkstæði Pálmars ísólfssonar Skólavörðustíg 13A. | \ 5 fiiiiiiiiiiimmiim iHiiiimii 3 Ný, amerísk A veiðimannaslóðum EFTIR LAWRENCE E. SLADE. 17. Við nánari athugun kom Beggi auga á, að út úr ísbrúninni, nokltuð ofarlega, var gamall trjástofn. Óg í kringum hann voru aug- sýnilega för eftir járnaða skó og auk þess virtist, sem kaðli hefði verið fest á trjástofninn. Þannig hafði Jim þá komist upp. En hann virtist hafa haft kaðal og fyrst svo var, þá var Beggi lítið þættari, því að hann hafði éngan snærisspotta, meðferðis. Sleðinn var víst nokkra hundruð metra í burtu. Rjett í þessu varð Begga litið upp á sprungubrúnina og hvað haldið þið að hann hafi sjeð þar. Þar var kominn forustuhundur- inn góði. Hann virtist ekki vera með nein aktygi. Einhverja>5 shtrur af aktygjunum virtust þó enn vera á honum. Sennilega hafði hann nagað sig lausan. Beggi athugaði málið um hríð. Þegar hann færði sig aftar í j sprunguna, sá hann, að þeir óþokkarnir, Bolli og Ragnar, höfðú .'ært sleða hans alveg fram að brúninni á íssprungunni. Þar höfðu , þeir velt síeðanum um koll og var auðsjeð, að þeir ætluðu að lála líta út fyrir, að sleðinn hefði oltið um koll í slysni og Béggi fiefði þá faiið ofan í sprunguna. Það vantaði eklti, að þetta var allt j þrauthugsað hjá þeim. En samt gaf þetta Begga nýja von. Hver veit, nema hundurinn j gæti hjálpað honum. Það var nóg af köðlum á sleðanum og ef hann gæti fengið hundinn til að draga sleðann að eoá flytja til hans kaðlana, þá hugsaði Beggi, að hann gæti ef til vill komist upp úr. | Hann reyndi nú að gefa hundinum merki og gera honum skilj- r.nlegt, að hann ætti að sækja sleðann og koma honum fram á brúnina, en hundurinn aðeins gelti og hoilði á hann. | Sá, sem getur lánaS eða útveg- | = | að að láni f 25—30 þúsund f | I getur fengið leigða þriggja her- | = | bergja íbúð í haust. Tilboð send i 1 l ist Mbl. merkt: „Vönduð íbúð I 1 1 — 819“. { | ; '1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Z | Sem ný | suniarkápa || 5 nr. 44 til sölu. Barmahlíð 47, = = | uppi. —■ S llllllllllllllltllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli = = ISvkomnir KAYSER ]I 1 Nylonsokkar { | jj ódýrir. — Millifóðui'strigi. -— j j f Blúndur —1 Gardínuefni. VefnaSarvöruversIunin, E E Týsgötu 1. r iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii s = IHaður = sem er reglusamur og hefir f E f sæmilegar ástæður, vill kynnast = = 5 stúlku eða ekkju á aldrinum = E = 30-J-45 ára. Má hafa með sjer | i f börn 1 eða fleiri eftir samkomu = = IIIIIIIIIIHHHIHIIIHIIinil | lagi. Uppi. ásamt nafn'i og heim I ilisfangi. Ennfremur. símanúmer S og mynd, ef fyrir hendi er, sem | verður endursend leggist inn á f afgr. Mbl. merkt: „Þögn —- = 818“ fyrir 10. ágúst. Fullkom- I in þagmælska. — Drengskapar- I heit. —■ Ibúð Óska eftir 2—3ja herhergja íbiið frá 1. september n. k., helst ut Í an við baúnn. Tilboð sendist E afgr. Mbl. merkt: „Utan við I bæinn — 820“. - IIIIIIIIIIIItMlllllflHIHHHIHHIIHIIIIIIHIIIHIIIIIIIIIII Einn háseta vanan síldveiðum, vantar á m.s. íslending, BE-73, nú þegar. — Uppl. gefur: Kristján Cuðlaugsson, Austurstræti 1. MIIHIIIIIIIIIHIIIHiIIIIHHHIHHiIHHIIHHIIIHIIHHHI stofuskápur Höfum nohhur stykki stofuskápa til sölu með tækifærisverði. — Nýtt iag, sem ekki er til ann- arsstaðar. Til sýnis í Trjesmiðj- unni, Borgarfúiii 1. III Mf 11111111111111111111111111 kdpa nr. 16. til sölu. Yesturgötu 7, fyrir liádegi. linilllllllHHIIIHIIIIIIIIIIIIIlHHHIIIIHHIIHIIHMHie 1 Góður íbúðarbraggi í Selby-kamp 15, Sogamýri, til sölu. Uppl. á staðnum. 5 ; BARNAVACNI I Vil kaupa vel með farinn bnrna = vagn. Hringið i síma 7098 i dag. : 'HIIIIIMMHitMH'HIIIIIIMfM* I 8 lampa Philips- ! ! ir útvarpstæki E til sölu. Njálsgötu 34, niðri. I I Haínaríjörður Barnlaus hjón óska eftir 1—3 herbergja íhúð í Hafnarfirði nú þegar eða í haust. Tilboðum sje skilað fj-rir hádegi ó laug- ardag til Morgunhlaðsins, — merkt: „Maður í siglingum“. ; 822“. ! 111111111111111111IIIIHIIIIMIMII Plastic- vörur Barnabaðker Skálar í ísskápa $eaAi#*aeHÍ R i r n j 4 v í h 3 = Nýr blll til sölu til sölu, Hillmann, minx, modél 1950, til sýnis í dag á bifreiða- verksta'ði Jóns Loftssonar, Hring braut 121. z Z ••IMIIIMMIMIIIIIIimilllllHIIIIIHIIIIHHIHIHIIIMIMII Herhergi í kjallara í nýju liúsi í Höfða- hverfi til leigu. Inngangur úr ytri forstofu. Uppl. í sima 5461.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.