Morgunblaðið - 04.08.1951, Síða 6

Morgunblaðið - 04.08.1951, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. ágúst 1951. Utg.: H.f. ÁxvaKur, Reykjavth ITramkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórj- Valtýr Stefánsson (ábyrdftarrn Lesbók: Árni Óla, sími 304h •iugiýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjérn, auglýsingar og afgreiftsla Austurstræti 8. — Sími 160f> Asknftaigjald kr. 16.00 á mánuð'i, innaiuancu I lausasölu '-•> aura eintakið I krónu rneá Lesbo» iniáiuto krefst stvinnuleysis Prófessor Niels Bohr gerði greiiE fyrir hinni nýju heimsmynd BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur hefur vegna hækkana á gjöldum bæjarins orðið að leggja til að óska heimildar til þess að fram- kvæma aukaniðurjöfnun, er nemi 10% af álögðum útsvörum árið 1951. — Þessi aukaniðurjöfnun nær þó ekki til útsvara, sem eru 1000,00 kr. eða lægri. Álagið á útsvör, sem eru 1 þús. kr. til rúmlega 2 þús. kr. er þó aðeins 5%. Er þannig reynt að koma í veg fyrir að tekjulægstu gjaldendurnir verði fyrir þessari hækkun úí- svaranna. Meginástæðurnar fyrir hækk- uðum útgjöldum höfuðborgarinn- ar á þessu ári eru þær, að síðan cð fjárhagsáætlun bæjarins var samin og samþykkt í desember s. 1. hafa verulegar breytingai orðið í efnahagsmálum þjóðar- innar. Á s. 1. vori sömdu verka- iýðsfjelögin og atvinnurekendur um verulegar hækkanir kaup- uppbóta í samræmi við kaup- gjaldsvísitölu. Haía þessir'samn- ingar haft í för með sjer mjög verulega aukin útgjöld fyrir bæj- i.rsjóð Reykjavíkur. Gagnvart þessum staðreyndum hefur bæjarstjórn raunverulega um þrennt að velja. — í fyrsta iagi að taka ekkert tillit til hinna auknu útgjalda, halda öllum fram kvæmdum í sama horfi og freista engra ráða til þess að afla sjer tekna til þess að rísa undir út- gjöldunum. Afleiðing þess yrði stóríelldur greiðsluhalli hjá bæj- arsjóði. í öðru lagi að draga mjög veru- lega úr framkvæmdum bæjar- ins til þess að spara útgjöldin og halda uppi greiðsluhallalausum búskap. Þriðja leiðin til þess að rr.æta hinum hækkuðu útgjöld- um, er að ráðast í nokkra auka- rJðurjöfnun og reyna þannig að koma í fyrir stórfelldan niður- slcurð framkvæmda. Sjálfstæðismenn völdu þriðju og síðustu leiðina. Þeir vildu hvorki láta skeika að sköpuðu og una verulegum greiðsluhallabúskap á þessu ári, nje draga verulega úr frámkvæmdum bæjarfjelags- ins. Þeim var ljóst, eins og Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri tók greinilega fram á bæjarstjómarfundi í fyrra- dag, að til þess að unnt yrði að koma í veg fyrir greiðslu- halla með samdrætti fram- kvæmda, þurfti stórfelldar uppsagnir verkamanna, sem vinna að ýmsum framkvæmd- um á vegum bæjarfjelagsins. Afleiðing þeirra gat orðið veru legt atvinnuleysi í bænum. Af þessum ástæðum lögðu Sjálfstæðismenn til að leið auka- r.iðurjöfnunar yrði farin til þess að mæta hinum auknu útgjöld- um, koma í veg fyrir greiðslu- halla og til þess að halda í horí- inu um verklegar framkvæmdir. Þetta er í stuttu máii sá grund- völlur, sem meirihluti bæjar- stjórnarinnar byggir á ákvörðun sína um 1Ó% aukaniðurjöfnun. Það er að vísu aldrei vinsælt cð samþykkja auknar álögur á borgarana, hvort heldur er til bæj ar eða rikis. Og víst eru opinber gjöld orðin mjög há í þessu landi. En það er ekki bæði hægt að jeta kökuna og geyma haná. Það er ekki hægt að gera hvort- tveggja í senn, að krefjast kaup- hækkana og þar með aukinna út- gjalda af bæjarfjelaginu og neita því um tekjur til þess að rísa undir þeim. En það er nákvæmlega þetta, sem minnihlutaflokkarnir í bæjar stjórninni, kommúnistar og Al- þýðuflokksmenn, hafa gert. Þeir hafa keppst um að hæla sjálfum sjer fyrir að hafa knúð fram hækkaðar laúnauppbætur á s. 1. vori. Nú þegar að því kemur að taka afleiðingunum af þessum ráðstöfunum neita þeir að vera með. Engum dylst að þessi afstaða minnihlutaflokkanna felur i raun og veru í sjer skýlausa kröfu um stórfelldan samdrátt verklegra framkvæmda bæj- arins. En af því hlyti að leiða atvinnuleysi í stórum stíl. Kommúnistar og Alþýffu- flokksmenn eru þessvegna að krefjast nýrra fækkana og uppsagna í bæjarvinnunni, ef þeir berjast gegn aukaniður- jöfnun til þess að afla fjár til | að halda verklegum fram- ' kvæmdum í horfinu og greiða þær launabætur, sem samið var um á s. 1. vori. | Á snið við þessa staðreynd verður ekki gengið. Minnihluta- flokkarnir geta ekki dulið al- menning þess loddaraleiks, sem þeir leika er þeir annarsvegar niótmæla aukaniðurjöfnun en krefjast hinsvegar fullrar at- vinnu, og hæla sjer af því að hafa skapað þær ástæður, sem liggja til aukinnar tekjuþarfar bæjarins. Slíkt framferði er of auðsær skrípaleikur til þess að vera tekinn alvarlega. Um afstöðu Farmsóknarmanns- ins í bæjarstjórn er ekki mikið eð segja. Hann er nokkurn veg- inn sjálfum sjer samkvæmur þar. Hann vill að útgjaldaaukning- r.nni verði mætt með að draga úr íramkvæmdum, segja fleiri verkamönnum upp. Á þann hátt vill han komast hjá aukaniður- jöfnun. Þetta segir hann nokkurn veg- inn greinilega. Hinir minnihluta- flokkarnir segja það ekki upp- hátt en þeim er ijóst, að stefna þeirra hlyti að hafa sömu afleið- ingar. Stefna Sjálfsíæðismanna i þessum efnum er skýr og á- kveðin. Þeir vilja hvorki stofna til greiðsluhallareksturs hjá bæjarfjelaginu nje hrinda íjölda verkamanna og laun- þega út í atvinnuleysi. Þeir benda borgurunum á það, að þeir verði að taka afleiðingum þess, sem gei-st hafi með hin- um hækkuðu launauppbótum á s. 1. vori. Og þá er ekki annað að leita en til þeirra sjáltra. Þetta er sá kjarni málsins, sem öllu sanngjörnu fólki er áreióanlega Ijós. Hversvegað! HVERSVEGNA hafa kommúnist- ar skipt um stefnu gagnvart smáíbúðunum? Vegna þess að þeir hafa fundið andúð fólksins gegn stefnu þeirra en samúð þess og traust á stefnu Sjálfstæðis- n.anna. Sannleikurinn er sá, að komm- únistar hafa aldrei flutt tillögu ai viti í húsnæðismálum Reykvík- ir.ga. Þeír hafa látið sitja við æsingar í blaði sínu um þessi þýðingarmiklu mál. Sjálfstæðis- mtnn hafa hinsvegar markað raunhæfa umbótastefnu og fram- kvæmt umbæturnar á grundvelli hennar. ALDREI hefur meiri aðsókn ver- ið að nokkrum fyrirlestri í há- tíðasal Háskólans, en í grer- kvöldi, er prófessor Niels Bohr fiutti fyrirlestur sinn þar, um frumeindirnar og þekkingu vora. Alllöngu áður en fyrirlestrar- tíminn var kominn, var hvert sæti skipað í salnum og á.svöl- unum, en komið fyrir öllum þeim aukastólum, sem þar gátu rúm- ast. Auk þtss var þar margt fólk, sem ekki fjekk sæti, bæði í saln- um og frammi á stigapallinum. Sem betur fór hafði verið komið fyrir gjaiiarhornum í salnum, með tillit* til þess, að fyrirlesar- anum liggur lágt rómur. Svo all- ir áheyrendur, hvar sem þeir voru staddir heyrðu vel mál hans. » | Áður en fyrirlesarinn tók til máls, ávarpaði háskólarektor i prófessor Alexander Jóhannesson ! hann og mælti á þessa leið: ÁVARPSORÐ HÁSKÓLAREKTORS „Kæri prófessor Niels Bohr. Það er mjer sjerstök ánægja og heiður að bjóða yður vel- kominn hingað til Háskóla Is- lands. Fyrir allmörgum árum Ijetum vjer í ljópi ósk vora um að verða þess heiðurs aðnjótandi, að þjer heimsæktuð okkur. En við vit- um að margháttuð starfsemi yð- ar hefur ekki leyft yður að koma til Islands fyrr en nú. Þeim mun meiri ánægja er það okkur að þjer nú hafið íengið tíma til þess að koma hingað til þess, m. a. að heimsækja nokkra af helstu sögustöðum íslands. Þar eð við vitum að íslendingasög- urr.ar eru eftirlæti yðar, vonum við, að þjer fáið notið komu yðar tii Hiíðarenda, Fljótshlíðar og Borgarfjarðar. Háskóli okkar er í nánum tengsl um við Hafnarháskóla, þar eð margir af háskólakennurunum hjer hafa stundað nám í Kaup- ma/mahöfn. Fram til ársins 1911, er háskóli okkar var stofnaður, fengu velflestir íslenskir embætt ismenn rnenntun sína í Dan- mörku. VIÐ IIÖFUM SETT MARKIÐ HÁTT Við stöndum nú á eigin fótum og höfum sett mark okkar hátt. Rannsóknir okkar á islenskri tungu, sögu og bókmenntum eru okkar fremsta viðfangsefni. En það er áform okkar að víkka rannsóknarsviðið á kornandi ár- um, eftir því sem ástæður hjer- lendis frekast. leyfa. Allar rannsóknir verða að hafa bæði þjóðleg og alþjóðleg mark- mið. Hinn ungi Háskóli okkar hefur sett sjer það m. a. að verða atvinnuvegum íslands til styrktar, íandbúnaði, fiskveiðum og iðnaði." Við munum hafa opin augun fyrir _ alþjóðlegum skyld- um okkar. í dag hef jeg þann heiður að bjóða velkominn þann danska vísindamann, sem með rannsóknum sínum hefur varp- að mestum Ijóma yfir larid sitt fyrir verk, sem hefur ófyrirsjá- anlega þýðingu í framtíðinni. Svo ei um hin nýju atomvísindi. Er það okkur innileg ánægja, að það er vísindamaður frá b:æðraþjóð okkar, er hefur á- unnið sjer svo mikillar frægðar, eins og þessi gestur okkar í ný- tisku atomvísindum. Með þessum orðum býð jeg yður velkominn til Háskóla íslands.“ ÍÍTN NÝJA HEIMSMYND ATÓMANNA Þessum ávarpsorðum háskóla- rektors var heilsað með dynjandi lóíaklappi. Því næst steig prófessor Niels Bohr í ræðustólinn og talaði í xúmlega klukkustund, um leynd- ardóma atomvísindanna, hvernig þessi nýja, að vissu leyti tor- En éfróðum áheyrendum var nokkuð erfitt um að skilja hann fil hlílar, i skylda vísindagrein fyrir almenn ing, gjörsamlega kollvarpar við- u.'kenndum aðferðum, kenning- um og staðreyndum eðlisfræð- innar gömlu. Hvernig gamla heimsmyndin riðar fyrir augum nútíma vísindamannanna, jafn- framt því, sem hinir svokölluðu '„dauðu hlutir“ fá nýtt líf fyrir sjónum manna. | Prófessor Niels Bohr benti I jfyrirlestri sínum m. a. á það, hvernig hinar nýju eðlisfræði- kenningar gera mismuninn allt annan milli eðlisfræði og líf- fræði, jafnvel sálarfræði líka. | En þegar efnið fær líf fyrir augum vísindamannanna, þá ligg- , ur nærri að leyfa sjer það sem prófessorinn gerði, að draga sam- líkingar á milli efnisheimsins, sem áður var talinn lúta föstum og órjúfanlegum lögmálum, og hins sálræna mannheims, þar sem enginn er steyptur í sama móti. S Hjer verða engin tök á að rekja efni þessarar miklu og stórfeng- legu myndar, er fyrirlesarinn dró upp af heimsviðhorfi því, er hin nýju vísindi hafa skapað. Enda var hugarflug hans svo stórfenglegt, að erfitt var fyrir óæfða og ófróða að fylgjast með til fulls skilnings. Svo sem þegar hsnn ljek sjer að því að gera scmlíkingar á milli frægra manna i íslendingasögum, lynd- iseinkunnum þeirra og lífsvið- liorfum, við þá eiginleika og þá heima, sem birtast mönnum í ver- öld atomanna. FRJÁLSAR RANNSÓKNIR LÍFSANDI ÞJÓÐA Áheyrendur hlýddu á fyrirles- arann með óskiftri athygli, enda þótt viðbúið væri, að þeim reynd- ist torvelt að fylgja þar öllurn efnisþáttum. En framsögn pró- fessorsins er svo innileg, svo að- laðandi og áhrifarík, að hver inað- ur heillast nf. Þegar hann í lok máls síns, gat þess, að hann myndi ef til vill hafa reynst hélst til fjölorður, bá fyrst veittu menn því cftirtekt, hve lengi hann hefði talað. Eftir að ræðumaður hafði verið hylltur með öflugu lófataki, steig prófesor Sigurður Nordal í ræðu- stólinn. Þakkaði ræðumanni með fáeinum orðum. Benti m. a. á, að hin alveg óvenjulega aðsókn að þessum fyrirlestri. væri órækur vottur þess, hve menn gerðu s.ier mikið far um að kynnast hinu stórmerka málefni, er prófessorinn flutti hjer. Enda hefði fyrirlest- urinn verið ógleymanlegur við- burður öllum þeim, er höfðu tækifæri til á hann að hlýða. Síðan vjek prófessor Nordal nokkrum orðum að því, hve frjáls- ar vísindarannsóknir væru í mikl- um hávegum hiá dönsku þjóðinni. Hve það væri áíiægjulegt, og mik- Framh. á bls. 8. Velvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA LÍFINU Ekki hóí mælandi AVÍÐ ÓLAFSSON, fiskimála- stjóri, kveður sjer hjer hljóðs. „Út af því, sem Guðbjartur Ólafsson hafnsögumaður segir í biaðinu í dag um flutning síld- arfrjetta í útvarpinu vil jeg taka fram eftirfarandi: Jeg vil ekki mæla bót þeirri aðferð, sem höfð hefur verið við frjettaflutning útvarpsins af síld veiðunum, þar sem sagt hefur verið frá daglega m. a. hvar síld- in hafi borist á land og þannig gefin vísbending um hvar veið- arnar hafi farið fram. Hefur írjertastjóra útvarpsins verið bent á þetta og hefur þess a. m. k. æði oft verið gætt að :iefna ekki löndunarstaði, þó ekki nógu vel. Þetta stendur þó væntanlega til bóta. Talað milli skipa EN Guðbjartur hafnsögumaður hefði mátt líta sjer nær úr því hann fór að skrifa um þetta mál. Það eru aðrar „frjettastofu- frjettir“ sem eru jafnvel enn var- hugaverðari en í ríkisútvarpinu og á jeg þar við þær veiðifrjett- ir, sem skipstjórarnir á síldveiði- flotanum kalla sífellt á milli skipanna á meðan á veiðunum stendur. Ef erlend veiðiskip við landið hafa áhuga á að fylgjast með veiðunum, og það hafa þau tvímælalaust, þá þurfa þau ekki annað en hlusta á bátabylgj- unni til þess að geta fylgst alltaf jafnóðum með því hvar skipin eru að veiðum og hversu mikil veiðin er. Skylt er þó að taka fram, að allir skipstjórar eiga hjer ekký jafnan hlut að máli, en því miður alltof margir. •— Stæði það sannarlega nærri Guðbjarti hafnsögumanni, sem stjórnarmeðlim í Farmannasam- bandinu, að taka það mál upp við fjelaga sína á síldveiðiflot- anum. Varhiigaverðustu frjettirnar FRJETTIRNAR, sem ganga sí- fellt á milli skipanna hafa það þó fram yfir útvarpsfrjett- irnar, að þær eru sagðar á með- an veiðin fer fram, en útvarps- frjettirnar ekki fyrr en hálfum til heilum sólarhring eftir að veiðarnar hafa átt sjer stað. Unnið að lagfæringu SÚ tillaga Guðbjartar að banna beri daglegar aflafrjettir út- varpsins og vísa fólkinu á dag- blöðin finnst mjer íráleit. Mikill hluti landsmanna er beint eða ó- beint tengdur fiskveiðunum og vill fá að fylgjast með beim og þó sjer í lagi síldveiðunum. •— Fjöldi manna víðsvegar um land ið á þess ekki kost að sjá dag- biöðin daglega og hefur enga aðra leið en að styðjast við út- varpsfrjettir. Hinsvegar má flytja frjettir þannig, að ekki sje hætta á aS tjón verði af og að því hefur verið og verður haldið áfram að vinna, ,< 3. ágúst 1951 _ Davíð ólafsson." Enga hálfvelgju 4LMENNINGUR er áreiðanlega þeirrar skoðunar, að ekki megi misnota útvarpið og tal- síöðvar skipanna á nokkurn hátt. Hjer verður að taka af skarið og marka ófrávíkjanlega stefnu, stefnuleysi kemur hjer ekki til gieina. Það skiptir ekki máli, hvort í hlut á síldarleit, útvarp eða veiði skipin sjálf, allir verða að beygja sig fyrir nauðsyninni, þeirri ský- lausu kröfu, að erlendum veiði- skipum sje ekki gefin vitneskja um, hvar aflann er að hafa hverju sinní. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.