Morgunblaðið - 18.09.1951, Blaðsíða 6
\ $ WRrwnra
Þriðjudagur 18: sept. 1951* '3
MORG tJTS BLAÐIt)
EDINBORG
AÞEINiA IM0T
*
líVAR gæti list notið sín betur
en í þessu listræna umhverfi? i
Snilli hugar og handar samein- j
ast hjer fágætri náttúrufegurð
og myndar litskrúðugt baktjald
hinna listrænu atburða, er hjer
gerast. Dulúðgur andi sögunnar
hvílir yfir þessum stað og dýpk- !
ar skynjun hinnar dramatísku
listar, sem hjer er flutt.
Augljóst er, að íbúarnir hafa ,
lagt sig í framkróka við skreyt- ;
ingu borgarinnar. Yfir blórn-
skrýddum görðunum við Princes
Street gnæfir kastalinn eins og
kóróna borgarinnar. Að kvöldi til
feer hann við loft, lýstan flóði
rafljósa frá öllum hliðum. Sú sýn
er áhrifamikil, hún getur jafn-
vel fengið áhorfandann til að
gleyma stund og stað, sökkva
sjer niður í endurminningar og
rekja fornar slóðir — allt aftur
í ævintýraheima bernskunnar.
Sitt af hverju frá fyrstu viku Ediubergarliáfíðari^u&r
i
fyrstu tónleikarnir hefjast undir 'unnar undir handleiðslu Carls
stjórn Bruno Walter. Göfugmann ÍEbert og Fritz Busch eru álíka
legt og virðulegt fas stjórnandans eftirsóttar og hljómleikar N
HVAÐ ER AÐ GERAST
í EDINBORG?
Fimmta Edinborgarhátíðin
hófst s.l. sunnudag, 19. ágúst,
með hátíðlegri setningarathöfn í
St. Giles dómkirkju. í þrjár vik-
ur samfleytt stendur hjer yfir al-
þjóðleg tónlistar- og leiklistar-
hátíð, og koma þar fram margir
færustu listamenn heimsins. Til
slíkra hátíða hefur verið stofnað
hjer árlega frá 1947, en að þessu j
sinni er hátíðin einn þáttur hinn-
ar miklu Bretlandshátíðar —
Festival of Britain 1951. Aðsókn
að Edinborgarhátíðinni, sem þyk Þúsundir fólks þyrpast til að sjá skrautsýningu skos,i’,'a hermanna, sem fram fer hjá „Kastalanum“
ir einn athyglisverðasti viðbuið- ^ hverju kvöldi meðan Edinborgarhátíðin stendur yfir, , », faR-JK"
ur á sviði listflutnings um allan | & ~-----* u.u ÆtUÆKSW
heim, hefur farið sívaxandi, og I
að þessu sinni er hátíðin fjöl- ; flutt var h,er i fyrsta sinn i
breyttari og f jölsóttari en nokkru dag. - Þessir fyrstu tonleikar
. . f naðu hamarki sinu með emleik
^Talaaðgöngumiða hófst í' apríl, Haendel í fiðlukonsert Elg-
bg hefur eftirspurnin verið gífur- ars. Ida Haendel er ung stulka
líg, miklu meiri en tegt var a5 f e„ he(ur þ«g.
fullnægja. Hótelþjonar eru onn- ar Set10 sl®f. trægð sem fið,u-
um kafnir við að neita lang- lelkarl' ~ Hja henm sameinast
þreyttu ferðafólki um gistingu, glæsileg tækm og næm ahrifa-
!_ svarið er alls staðar hið sama: mlkl1 tulkun. er genr lmk henn-
ekkert rúm autt, öllu ráðstafað ar ovenjulega hrifandi.
fyrir löngu. Mannfjöldinn streym j Auk London Philharmonic láta
ir án afláts líkt og fljót eftir nokkrar aðrar breskar hljóm-
Princes Street og nærliggjandi sveitir til sín heyra á þessari há-
götum, — sólbrenndir flækingar tíð, s. s. Boyd Neel kemmerhljóm
á stuttbuxum rneð farangur sinn sveitin, Scottish National Orch.
á bakinu olnboga sig áfram með- undir stjórn Walter Susskind og
al fagurmálaðra enskra hefðar- Hallé hljómsveitin undir stjórn
jneyja og amerískra tískudrósa í Sir Barbirolli. — En mest umtal
sínu glitrandi skarti. I og aðdáun vekur þó New York
Þessi borg, kyrrlát og hljóð Pilharmonic symfoniuhljómsveit-
hversdagslega, hefur á nokkrum ín og stjórnendur hennar tveir,
dögum breytst í heimsborg, ið- hinn heimsfrægi, göfugmannlegi
andi af lífi og fjöri, er býður öldungur Bruno Walter, nú nærri
íbúum sínum og gestum að njóta 75 ára að aldri, og Dimitri Mitro-
margs hins besta, sem manns- poulos, fæddur Grikki en nú
hugurinn hefur skapað á sviði bandarískur þegn og aðalstjórn-
tónlistar og leiklistar í túlkun andi New York Philharmonic.
valinna listamanna, — að vísu j j>essj hljómsveit var stofnuð
ekki ókeypis, því að hjer er dýrt £rjg 1842 og er sú þriðja elsta í
að lifa, en dýrara að skemmta heimi, þeirra sem nú eru starf-
gjer um þessar mundir, 'andi. Margir þekktustu hljóm-
Þeim, sem hafa í hyggju að SVeitarstjórar seinni tíma, s. s.
sækja Edinborgarhátíðina í fram Toscanjní, Barbirolli og Kousse-
tíðinni, er ráðlegt að gera. allar j yit^ky, ank hinna fyrrnefndu,
ráðstafanir þar að lútandi í tæka hafa þjálfað hljómsveitina og leitt
tíð. Borgin rúmar ekki lengur. hana • til þeirrar fullkomnunar,
allan þann mannfjölda, sem sem hún hefur náð.
þyrpist þangað, meðan hátíðin
stendur yfir.
HLJÓMEEIKAR
Fyrstu hljómleikar hátíðarinn-
ar voru eingöngu helgaðir
breskri tónlist, leikinni af Lon-
don Philharmonic Orchestra und-
ir stjórn Sir Adrian Boult. Hljóm
leikarnir hófust með forleiknum
Scapino, eftir William Walton.
Sumum þótti einkennilega valið
bg lítið hátíðlegt við þann lag- j
línusnauða hávaða, er stafaði af.
flutningi þessa verks. Symfonia J
no. 2 í D-dúr eftir Wiíliam'
JWordsworth, er hlaut fyrstu verð
laun í samkeppni um hljómsveit- !
arverk á Edinborgarhátíðinni í
fyrra, var nú flutt i fyrsta sinn. í
Þetta verk hefur yfir sjer dular- j
fullan blæ, reikar úr einni tón- |
tegund yfir í aðra, uns það að
lokum hafnar í D-dúr. Þrátt fyrir
cþægilegar ómstreitur hvínandi
málmblásturshljóðfæra er það
með köflum snortið tilfinningu
bg er mun líklegra til að njóta
Hvert sæti og stæði er skipað,
og eftirvæntingin skín úr augum
áheyrenda í Usher Hall, þegai'
yinsælda en 5. symfonia Jirák, Pygmalion.
Margaret Lockwocd leikur nú
hiutverk Elisu DoolittJe í fyrsta
sinn á leiksviði, en hún fór með
sama hlutverk í kvikmyndinni
vekur strax aðdáun. Þjóðsöngvar
Bretlands og Bandaríkjanna end-
uróma um salinn og sannfæra
hlustendur þegar í stað um ó-
venjulegt tónmagn og tóngæði,
samtvinnað af leik 112 valinna
og þrautþjálfaðra hljómsveitar-
manna. Euryante — forleikurinn
eftir Weber er glæsilega leikinri,
Es-dúr symfonia Mozarts er flutt
af fágaðri nákvæmni, en hljóm-
leikar'nir ná hámarki sínu með
4. symíoniu Mahlers. Dáleiðandi
vald og tilfinningarík túlkun
stjórnandans gerði flutning þessa
stórbrotna verks mjög áhrifamik-
inn og bar vott um langt sam-
starf og órofa vináttu stjórnand-
ans og tónskáldsins. Einsöngs-
hlutverkið i lokaþættinum var
sungið af Irmgard Seefried frá
óperunni í Wien. Rödd hennar er
mjúk og fögur og hæfði vel
meistaralegum leik hljómsveitar-
innar.
Mitropoulos hefur tileinkað
sjer sjerkennilega tækni í list-
túlkun sinni. Hann hefur lagt
niður taktsprotann eins og Sto-
kowsky o. fl., og stundum jafn-
vel taktslögin sjálf. Ýmist leiðir
hann fram eggjandi hljóðfall og
þrumandi kraft, ekki aðeins með
hreyfingum handanna, heldur
líkamans alls — frá hnjám fram
í fingurgóma, — eða hann sjest
alls ekki hreyfast. Kröfuharður
þykir hann bæði við sjálfan sig
og hljómsveitina eins og allir
miklir stjórnendur, og vald hans
yfir hljómsveitinni er ótvírætt
Látbragðið ber vott um suðrænt
eðli hans og öra, heita skapgerð.
Túlkun hans á Coriolan — for-
leik Beethovens sýndi drama-
tískan þunga, og í 5. symfoniu
Prokofievs leiddi hann fram ör-
uggt hljóðfall og sterkar and-
stæður á áhrifamikinn hátt.
Þriðju tónleikar hljómsveitar-
innar undir stjórn B. Walter voru
eingöngu helgaðir Brahms. Eitt
dagblaðanna fór orðum um þá á
þessa leið: „Engin orð fá lýst
slíkum flutningi fagurrar tónlist-
ar. Þvílíkt heyrum við ekki oftar
en einu sinni á ævinni."
Hljómsveitin heldur hjer alls
14 tónleika á hátíðinni, og er
sumum þeirra útvarpað og end-
urvarpað víðsvegar um áifuna.
York Phil. Glyndebourne-óperan
er vafalítið alþjóðlegasta fyrir-
tækið, sem stendur að þessari al-
þjóðlegu hátíð. Sex ungir útlend-
ingar voru ráðnir til að fara með
aðalhlutverkin í óperunum Don
Giovanni eftir Mozart og „Vald
örlaganna“ eftir Verdi, sem urðu
fyrir valinu að þessu sinni. Ung-
ur, karimannlegur ítali, Mario
Petri, virðist gæddur flestum
kostum til að leiða í ljós lesti
Don Giovanni, og rödd hans er
Bruno Walter, að lokinni æfingu
með symfoniuhljómsveitinni New
York Philharmonic.
ágæt. Þjónn hans, Leporello, er
skemmtilega leikinn af Alois
Pernerstorfer frá Austurríki. —
Þaðan kom líka Hilda Zadek —
Donna Anna. Donna Elvira er
leikin af Dorothy MacNeil, ame-
rískri koloratur-söngkonu. í La
Forza del Destino fer Walburga
Wegner frá Þýskalandi með hlut ■
verk Leonoru, David Poleri, ung ■
ur amerískur tenor, er í hlut-
verki Don Alvaro og Marko
Rothmúller frá Jugo-Slaviu í
hlutverki Don Carlo.
BALLETT
OPERA
Sýningar
Sadler’s Wells ballettflokkur -
inn, sem gat sjer mjög gott orð í
ferð sinni um Ameríku fyrir
skömmu, sýndi hjer „Svanavátn-
ið“ alla síðastliðna viku við
mikla hrifningu og góða dóma. í
síðustu viku hátíðarinnar kemur
hingað hópur listdansara frá þjóð
Glyndebourne-óper- leikhúsinu í Belgrad.
LEIKLIST
(Lyceum leikhúsið sýndi leik-
ritið Pygmalion eftir Bernhard
Shaw fyrstu viku hátíðarinnar.
Leiknum var að vanda frábær-
lega vel tekið af áhorfendum, en
kvikmyndastjarnan Margaret
LoCkwood hefur fengið misjafna
blaðadóma fyrir leik sinn í hlut-
verki Elizu Doolittle. í r.æstu
viku sýnir Lyceum leikhúsið The
Winters Tale eftir W. Shake-
speare.
Gullna hliðið, eftir Davíð
Stefánsson, var sýnt í Gateway
leikhúsinu s.l. viku og hlaut leik-
ritið og meðferð þess lofsamleg
ummæli flestra dagblaðanna. —•
Þýðingunni eftir Gathorne-Hardy
hefur verið breytt og leikritinu
snúið á skoska mállýsku. Óneit-
anlega hefur leikritið tekið mikl-
um breytingum í þessum með-
förum og misst mikið af uppruna
legri fyndni sinni. Colin Walker
var ísmeygilegur 1 gervi Satans,
én lítil ógn stóð af honum, —
púkar hans voru þó heilsteypt og
harðsnúið lið. Jón og kona hans,
leikin af John Morton og Idu
Watt, virtust, þrátt fyrir ýmsar
breytingar, sönnustu persónur
| leiksins. — Leikstjórinn, Gerald
Pringle, sagðist sakna þess, að
tónlist Páls ísólfssonar væri ekki
notuð við leikinn, en ekki hefði
verið hægt að koma því við.
Ýmsir leikflokkar sýna hjer
fjölda leikrita um þessar mundir,
kvikmyndahúsin sýna úrval nýj-
ustu kvikmynda, listsýningar,
sögulegar sýningar og hvers kön-
ar sýningar, sem of langt yrði
upp að telja, standa hjer yfir,
ýmist í beinu eða óbeinu sam-
bandi við sjálfa listhátíðina, en
hjer gefst ekki tími nje rúm til
að rekja það nánar að sinni.
Edinborg, 26. ágúst, 1951.
Ingólfur Guðbrandsson.
B-mólið í frjáls- |
íþróttum '
B-MÓTIÐ fór fram dagana 6. og
7. september 1951.
Helstu úrslit:
Kringlukast: M.
1. Haukur Claussen ÍR 40,18
2. Finnbj. Þorvaldsson ÍR 37,29
3. Magnús Lárusson UMFK 37,09
4. Reyn Hálfdanss. UMSK 35,72
Stangarstökk: M.
1. Þorsteinn Löve ÍR 3,00
2. Baldvin Árnason ÍR 2,90
3. Þorkell Guðmundsson KR 2,90
4. Kristján Sigurjónsson ÍA 2,90
Sleggjukast: m.
1. Hjörleifur Jónsson FH 33,33
400 m hlaup: Sek.
1. Daníel Halldórsson ÍR 56,6
2. Sigmundur Júlíusson KR 57,6
3. Jóhann Guðm.sson ÍR 57,8
4. Kristinn Jóhannsson FH 58,2
100 m hlaup: Sek.
1. Þorgrímur Jóhsson HSÞ 12,2
2. Viktor Ágústsson KR 12,3
3. Sigmundur Júlíusson UR 12,3
4. Hjorleifur Bergsteinss. Á 12,5
Kúluvarp: M.
1. Valdimar Örnólfsson ÍR 12,24
2. Þórketill Sigurðsson ÍR 11,87
3. Jóhann Guðmundsson ÍR 11,41
4. Haukur Clausen ÍR 11,38
Spjótkast: jvj.
1. Ólafur Þórarinsson FH 45,70
2. Haukur Clausen ÍR 43,87
3. Hörður Þórisson FH 43,11
4. Magnús Láruss. UMSKJ 42,64
Ifástökk: M.
1. Hörður Haraldsson Á 1,55
2. Ingi Þorsteinsson KR 1,55
3. Þorkell Guðmundsson KR 1,55
4. Bjarni Linnet Á 1,50
Þrístökk: m.
1. Gunnar Snorrason UR 12,66
2. Baldur Alfreðsson KR 12,5?
3. Erl. Sveinsson UR 12,11
4. Guðm. Ö. Árnason KA 12,03
láOOmhlaup: Mín,
1. Kristinn Kétilsson FH 4:40,0
2. Marteinn Guðjónsson ÍR 4:44,0
3. Halldór Júlíusson UK 4:49,0
4. Hreinn Bjarnason UR 5:01,6
3000 m hlaup: _ Mín.
1. Guðjón Jónsson Á 10:14,0
2. Þórh. Guðjónsson Kefl. 10:14,2
3. Kristinn Jóhannss. FH 10:35,8
4. Marteinn Guðjónss. ÍR 10:36>8