Morgunblaðið - 18.09.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1951, Blaðsíða 14
r 14 —vs— MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. sept. 1951 ^ ' Framhaldssagan 66 iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimin STÚLKflN OG DAUBINN ™,.,« Skáldsaga eftir Quentin Patrick ar. Jeg vildi ekki sjá Steve í lög reglubílnum. Jeg sá hvar Trant kom niður tröppurnar á Pigot Hall. Hann gekk hratt að lögreglubílnum og Siakk höfðinu inn um bílglugg- hnn. Svo kom Jordan úr bílnum og þeir gengu saman upp að skrif stofubyggingunni. Það var barið hljóðlega að dyr um og Elaine kom inn. Hún var komin í hversdagsfötin aftur, föl og áhyggjufull á svipinn. Hún kom til mín og lagði höndina á Öxl mína. : „Jeg varð að segja þeim það. Það var hann sem stakk uppá því að jeg færi upp á svalirnar þar sem Ijósið var og snjeri bak- xnu að fólkinu niðri. Mjer fannst Þetta bara vera leikur. Mjer datt ekki í hug .... Ef til vill var ekki rjett af mjer að segja það, en það var hann sem myrti ílormu..“ „Auðvitað áttir þú að segja þeim það“ sagði jeg. „En jeg skil hve þungbært það er fyrir þig, Lee. Þú sem varst svo ástfangin af honum". „Það er ekki verra fyrir mig en þig“. Jeg leit aftur út um gluggann. Trant og Jordan komu út aftur og gengu að lögreglubílnum. „Lee“, sagði Elaine vandræða- lcga. „Jeg mætti Trant í tröppun- \xm og hann ljet mig fá þetta brjef. Hann bað mig að fá þjer það“. Hún tók umslag upp úr tösku sinni og rjetti mjer það. Jeg leit á það. Nafn mitt var skrifað með ritvjel ú umslagið. Jeg ætlaði einmitt að opna það þegar Elaine rak upp hljóð. „Lee. Sjáðu .... Þeir eru farn ir að slást .. eða hvað er þetta“. ‘ Það var. ekki hægt að sjá það greinilega fyrir tránum, en jeg sá margt fólk á hreifingu við lög- rcglubílinn. Jeg sá að bílhurðin opnaðist og óeinkennisklæddur lögregluþjónn datt aftur á bak.! Jeg heyrði hróp og köll og skoti var hleypt af. Annar lögreglu- þjónn hljóp frá bílnum. Og svo kom jeg auga á þann þriðja sem hljóp sem fætur tog- uðu í áttina að bíl Steve. Jeg heyrði að bíldyrnar opnuðust og þeim var skellt aftur. Aftur heyrðust viðvörunarhróp og bíll inn rann af stað. „Leej Hann kemst undan“, hrópaði Elaine. Jeg sá að bíll Steve kom ak- andi á fleygifeið og beygði fram hjá lögregluþjónunum. Jordan gerði árangurslausa tilraun til að stöðva bílinn en hraðinn á hon- um jókst óðum. Trant greip í handlegginn á honum og dró fcann til hliðar u mleið og bíllinn þau framhjá. Það var eins og bíllinn æki stjórnlaust. Hann fór ekki í átt- Ina að hliðinu heldur að leikfimis íúsinu. Þetta var brjálæðislegt. Ailt í einu var honum beygt út af veginum og hann þaut með 4fsahraða yfir grasflötina. Jeg 4á stórt trje beint fyrir íraman íann, Jeg stirnaði af skelfingu. it Geysilegt brak og brestir kváðu við, brothljóð og náml- þljóð um leið og bíllinn skall a trjábolinn kastaðist upp í loftið og kom svo niður á hliðina. Jeg riðaði á fótunum og flutti lig frá glugganum. Jeg hafði jeð nóg. Jeg vissi að sá sem tafði setið í þessum bíl, gat ekki Jerið lifandi lehguf. Jeg ljet fallast niður á rúm- 'jbríkina, allt af skelfingu lostin til ’að geta hugsað. Elaine settist við hliðina á mjer. Góða stund horfð um við þegjandi ^hvor á aðra. Loks rauf Elaine þögnina. „Það var sjálfsagt best þannig, Lee. Þú verður að reyna að sk'ilja I.jö. Nú verða engar yfirheyrslur. ’.ngin rjettarhóld og engar í'rá* agnir í blöðunu.;. '' „Já‘, sagði jeg. „Það er 1 dagt bést.æn þu. - ivðui-.aó gefa. Mig langar til að .... mig langar til að biðja þig að fara.“ „Já, auðvitað skal jeg fara“. Hún beygði sig niður og kyssti á vanga minn. Svo læddist hún út, Jeg sat hreyfingarlaus lengi eftir að hún var farin. Jeg heyr‘ö; mannamál að utan. Svo heyrði jeg að bíl var ekið af stað. En jeg leit ekki út um gluggann. Smátt og smátt kom jeg aftur til sjálfrar mín. Jeg tók eftir þvi í.ð jeg hjelt ennþá á umslaginu .... umslaginu sem Elaine hafði fengið mjer frá Trant. Jeg reif það upp. Það voru tvö brjef innan í því. Jeg opnaði það sem skrifað var utan á með rithönd Trant. „Kæra Lee, Jeg hefði kannske átt að segja yður það sjálfur, en jeg hjelt að betra væri fyrir yður að fá að vita það á þennan hátt. Þjer haf ið lesið eða heyrt innihaldið af öllum skýrslum sem snerta þetta mál nema eitt. Jeg legg hjer msð afrit af því. Bútarnir háfa núna verið settir saman á lögreglustöð inni. Missið ekki hugrekkið Lee. T.“ Mjer fannst hjarta mitt herp- ast saman þegar jeg bretti sund- ur brjefið og las það sem þar. stóð. Það var vjelritað aírit af brjefi. „Afrit af brjefi frá Grace Hough til bróður hennar skrifað sama kvöldið og hún fyrirfór sjer“. „Kæri Jerry. „Fyrst verður þú að lofa rnjer að eyðileggja þetta brjef strax og þú hefur lesið það. Ef þú getur ekki gert það sjálfur á sjúkra- húsinu, þá verður þú að biðja Lee eða einhvern annan að gera það fyrir þig. Jeg veit að jeg á ekki að skrifa það, en jeg get ekki gert það sem jeg hef ákveð- ið að gera, ef jeg fæ eklci að kveðja þig fyrst. Jerry, þú mátt ekki verða sorg bitinn þegar þú hefur lesið þetta brjef. í kvöld hef jeg fengið að vita nokkuð sem gerir mjer ómögulegt að lifa lífinu lengur. Jeg ætla að fyrirfara mjer. Jeg veit að það hljómar hræðilega, I en jeg á einskis annars kost. Það j væri heimskulegt af mjer að reyna að telja mjer trú um að jeg geti nokkurn tímann fengið það sem jeg vill í þessu lífi. Engum þykir vænt um mig. Jeg held að flestir hati mig. Allir hafa verið mjer vondir. Lifið hefur verið mjer óbærilégt. Þú ert sá eini sem mjer þykir vænt um .... þú og Lee. En þú getur ekki alltaf verið bundinn mjer. Jeg vil ekki vera þjer byrði, því rnjer þykir svo vænt um þig og jeg vil að þú verðir hamingju- samur. Kæri Jerry, enginn fær að vita að jeg hef fyrirfarið mjer. Jeg hef komið öllu þannig fyrir. Jeg held að það verði ekkert hneyksli eins og þegar pabbi framdi sjálfs morð. En eitt hef jeg gert sem þú átt kannske eftir að hata mig fyrir. Þú verður að muna að jeg gerði það í bestu meiningu. Jeg veit að þú gafst Normu stúdents merkið þitt í dag. Jeg get ekki afborið umhugsunina um það að þú sjert trúlofaður henni. Jeg skil hve mikil áhrif hún hefur á þig núna. Og jeg hef sagt þjer það áður, að ef þú færð pening- ana mína, þá losnar þú aldrei úr klóm hennar. Þess vegna hef jeg skrifað erfðaskrá og arfleitt Lee að öllu. Hún elskar þig. Hún er þúsundfallt meira virði en Norma. Það gleddi mig óumræð- anlega ef jeg gæti treyst því að þú ættir eftir að giftast henni. Þú þarft á einhverjum að halda sem er sterkur og góður .... alveg eins og jeg þurfti á því að halda. Það er svo margt sem við verðum að berjast gegn. Við höf- um fengið svo marga slæma eig- inleika að erfðum. Jeg held að jeg hafi vitað fyrir að þetta átti eftir að koma fyrir mig .... jeg hef vitað það allt frá því um kvöldið þegar við frjettum hvernig hafði farið fyrir pabba. Vertu sæll, kæri Jerry. Grace.“ 0 9 «9 EILISH ELECTRIC RITEilP ÞVOTTAVJELARIilAR ARNAlíESBOff SIMONARNIR SJÖ Gömul rússnesk þjóðsaga Sjóménnirnir hneigðu sig og hurfu á brott, en kóngurinn sat eftir í gullna stólnum sínum við sjávarströndina og hugsaði. En hugsanir hans voru eins og flækja af svörtu bandi. Hann gat aldrei komist til botns í þeim. Douda var dapur, en svo hugsaði hann: Ef jeg fer á veiðar og skemti mjer, þá ætti það að geta lyft mjer svolítið upp. Það þýðir ekki að liggja hjer í sorg og með kveinstöfum. Ef mjer hlær aftur skap í góðum leik, getur verið að mjer hugsist. eitthvað ráð til þess að ná fundum þessarar fögru kóngsdóttur. Svo sagt, svo gert. Kóngur ljet söðla reiðhest sinn og hann kall- aði hirðina saman og veiðimennina. Þeir klæddu sig allir í reið- buxur og svo var þeyst af stað út í skógana, undir lúðraþyt og glaðværum hlátri. Þeir riðu yfir sljettur og gegnum dimma skóga, upp hæðir og niður dali og leituðu að grágæsum og álftum, að skógarbjörnum og rauðrefum. En allt í einu birtist fyrir framan þá gróðursæl bújörð, niðri í svolítilli kvos milli fjalla. Þar liðaðist gullið, full- þroska hveitið á akrinum, dásamlega þroskað og þrungið af lífs- magni. Kóngurinn nam staðar og horfði á akurinn með augijósri hrifn- ingu. — Þetta er óvenju gott hveiti, sagði hann. — Jeg get næstum því sjeð fyrir mjer manninn, sem plægði þennan akur. Hann hlýt- ur að vera mikill verkmaður. Ef allir væru svo natnir við að rækta akra sína, þá væri svo mikið korn í ríki mínu, og brauðið svo mikið að fólkið gæti ekki klárað það, þó það gerði ekkert annað cn að jeta. Og kóngurinn skipaði svo fyrir að finna skyldi m'anninn, sem hafði plægt þennan akur. Riddararnir riðu a brott til að fram- fylgja skipun konungs og hltlu brátt .7 unga ni'erui, i se;m sátu ulldu' m : eru komnar til afgreiðslu { Allir varahlutir einnig fyrirliggjandi. ? ; €» K II€41F Þeir, sem hafa pantað hjá öss kerrur, eru beðnir að vitja þeirra sem fyrst, annars seldar öðrum. VARÐAN hf. Laugaveg 60. Varahlufir Við hofum loksins fengið gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi fyrir varahlutum í Skilsaw og Millers Falls rafmagnsverkfæri. Þá, sem vantar varahluti i ofangreind rafmagns- verkfæri eru beðnir að láta okkur vita fyrir næstu helgi. 3 1 verólunin ynfa Sími 4160. - zs m 3 3 3 H i H * E1 eiisuve r n dai námskeið Ileilsuverndarnámskeið mun hefjast að nýju í október. Kennt verður: heimaæfingar, öndunaræfingar, hvíldar- æfingar, húðstrokur, fótæfingar við ilsigi, fótnudd, og leiðbeiningar um afmcgrun, ahnenna snyrtingu og heilsuvernd. — Upplýsingar og ir.r- itun á Egilsgötu 22, kl. 7—9 e. h. n. :stu daga. Vignir Andrjcsson, íþróttakennarl. ,XM IM.t fi|J VMMJJJJ1 ■ ■•■■■■■ ■■■<!■[■ ■■fHMiuumim ■■■•'■■ ■ ■ •_§ * s£**&*t* rerz****. < í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.