Morgunblaðið - 01.11.1951, Síða 8

Morgunblaðið - 01.11.1951, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. nóv. 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskrifíargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Ræða Ólafs Thors RÆÐA SÚ er Ólafur Thors, for- maður Sjálfstæðisflokksins, flutti á landsfundinum í gær er prent- uð hjer x blaðinu í dag. Þessi ítarlega ræða er, eins og ræðu- maður komst að orði, „í senn yfir- lit yfir stjórnmálaviðburði síð- ustu þriggja ára, málsvörn fyrir stefnu og starf Sjálfstæðisflokks- ins og nokkur bending um það, sem fram undan er“. Það er að sjálfsögðu ekki auð- leikið, að rekja svo langa og við- burðaríka sögu í einni ræðu. En það verður að viðurkenna að Ólafi hefur tekist þetta furðu vel. í þessari ræðu minnist hann fyrst stuttlega á, stjórnmálavið- burðina fram að síðasta lands- fundi í júnímánuði 1948. Því næst drepur hann á stærstu við- burði í stjórnmálasögu síðustu þriggja ára, en víkur síðan sjer- staklega að öllu því er mestu máli skíptir. Verður þá gengislækkunin eðlilega fyrst á vegi hans. Sýnir Ólafur fram á, með ó- yggjandi rökum, að eins og kom- ið var í fjárhags- og atvinnulífi þjóðarinnar, varð gengislækkun- in með engu móti umflúin, því eins og Jiann segir, án gengis- lækkunar og án bátagjaldeyris, var óumflýjanlegt, að leggja 200—250 miljóna króna nýja skatta á þjóðina. Enginn þeirra, sem á móti gengislækkuninni hafa mælt, hefir talið þá leið færa. Sjest það best á því, að enginn þeirra hefur treyst sjer að benda á skatta, er nægðu fyrir 1/10 hluta þeirrar naðusynlegu upphæðar. Þá gerir Ólafur ítarlega grein fyrir því að gengislækkunin hafi náð tilgangi sínum, enda þótt óvænt óhöpp hafi valdið þvi, að siðar var nauðsynlegt að grípa til hins svonefnda „bátagjald- eyris.“ Rekur hann siðan hina mörgu þætti málsins og leggur þetta fólkna mál þannig fram, að öllum á það nú að vera auð- skilið. Bendir hann ó, að enn geti gengi krónunnar verið í hættu, bæði vegna sjálfskaparvíta og einnig af okkur óviðráðanlegum ástæðum. Brýnir hann fyrir þjóð inni að gæta sín í tæka tíð, til þess að forðast að þjóðin að nýju standi andspænis hinu sama, er hún þurfti að ráða fram úr í árs- byrjun 1950. Þessu næst víkur ræðumaður sjer að fjármálum ríkisins. Sýn- ir fram á að vegna aðgerða rík- isstjórnarinnar hafi fjárhagurinn farið batnandi og ríkisbúskapur- inn leggist með minni þunga á skattþegnana en áður. Ennfrem- ur sýnir hann fram á að hið gullna tækifæri -Sjálfstæðis- flokksins hafi komið, þegar flokk urinn afhenti öðrum flokki fjár- málin og gat með því að leggja sitt lið við lið fjármálaráðherr- ans, tryggt afgreiðslu greiðslu- hallalausra fjárlaga. En á undan- förnum árum hefur mjög skort á, að þeir þingflokkar, sem ekki hafa átt fjármálaráðherrann, hafi sýnt þegnskap í þessum efnum, enda þótt þeir bæru ábyrgð á stjórn landsins. Ræðumaður sagði, að gengis- lækkun væri alltaf neyðarúrræði. En hann sýndi fram á, að allt sem unnist hefði, hefði unnist á grundvelli gengislækkunarinnar, og að án gengislfekkunar hefði þjóðin ekki reynst þess megnug að mæta hinum mörgu og ó- , væntu örðugleikum er að henni hefðu steðjað síðustu tvö árin. | Ennfremur sannaði Ólafur að í kosningunum 1949, var það Sjálfstæðisflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn einn, sem þessa nýju stefnu markaði. AlþýðufJokkurinn vildi þá halda áfram höftum og bönnum, uppbótum og niðurgreiðslum en af því hefur leitt þörf fyrir hundr uð millj. nýja skatta og áfram- haldandi og vaxandi afskifti rík- isins af starfsemi þegnanna. Framsóknarflokkurinn var reiðubúinn til að mynda stjórn og halda áfram þessum óynd- isúrræðum, ef hann hefði átt þess kost eftir kosningarnar 1949. Það hefði því verið Sjálfstæðisflokkurinn, sem valdið hefði straumhvörfun- um í stjórnmálalífi íslendinga. Eftir þetta vjek Ólafur að ýms- um öðrum helstu málum, svo sem landbúnaðarmáJunum, utanrík- ismálunum, nýsköpuninni o. fl. Er Ólafur ræddi um landbún- aðarmálin, benti hann m. a. á það, hversu þau hafa frá önd- ,verðu verið Sjálfstæðismönnum hugleikin. Enda hafa margir nýt- ustu og dugmestu bændur lands- ins verið ötulir forvígismenn | flokksins. Með margs konar ráð- um hefir Sjálfstæðisflokkurinn komið í veg fyrir, að landbúnað- urinn helltist aftur úr í sam- keppninni við aðra atvinnuvegi landsins. Enda hefir forystu- mönnum flokksins ætíð verið það | ljóst, að landbúnaðurinn er ein höfuð ’stoð þjóðarinnar, jafnt í efnalegu sem menningarlegu tilliti. I Þó aðrir stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, og þar með talin nú- j verandi samstarfsflokkur Sjálf- stæðismanna, reyni að beita þeim áróðri gegn Sjálfstæðis- 1 mönnum, að þeir sjeu andvígir framfaramálum sveitanna, þá I fellur allur sá áróður marklaus niður, vegna þess að lifið sjálft færir sönnur á hversu fráleitur slíkur munnsöfnuður er. Allir vita, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir frá öndverðu notið ein- ! dregins fylgis góðbænda um all- ar sveitir landsins. j Búnaðarframfarirnar eru hjart ans mál Sjálfstæðisflokksins, enda hafa áhrifamenn flokksins sýnt þann áhuga og þá stefnu í verki á margvíslegan hátt. í lok ræðu sinnar ávarpaði form. flokksmenn sína, minnti þá á þau afrek, sem flokkurinn hefði unn- ið á undanförnum árum. En þetta er ekki nóg, sagði Ólafur. „Öll myndi saga þess- ara ára hafa orðið önnur ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ráðið einn“. „Rjett mynd af stefnu og starfi Sjálfstæðisflokksins fæst ekki fyrr en við Sjálfstæðismenn fáum meiiihlutavald á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn á að geta unnið þennan úrslitasigur'. Lauk Ólafur máli sínu á þessa leið: ,Það á að vera auðið að tryggja Sjálfstæðisflokknum meirihlutavald á Alþingi. Jeg óska Sjálfstæðisflokknum þess að þessi sigur megi vinnast sem allra fyrst. Jeg óska þjóðinni þess, að hún efli og styrki Sjálfstæðisflokk- inn,“ Stæista og hættulegasta njósna- mál Sviþjóðor upplýst SÆNSKI stór-njósnarinn Ilild- ing Andersson hefur tvo síðast- liðna daga staðið fölur en róleg- ur fyrir undirrjetti í Stokk- hólmi. Ilann hefur játað að hafa komið fjölda hernaðarlegra leyndarmála til Rússa. Mál And- erssons er af hernaðaryfirvöld- unum talið hið mesta njósna- mál, sem nokkru sinni hefur komist upp í Svíþjóð. Rjettarhöld í málinu munu standa yfir í marga daga, en á- kveðið hefur verið að þau fari að nokkru fram fyrir luktum dyrum. Fyrsta dag rjettarhald- I anna var blaðamönnum þó heim- ’ ill aðgangur og var þá upplýst | að hinn 42 ára gamli liðsforingi í sjóher Svía, hefur allt frá árinu 1946, staðið í nánu sambandi við sendiráð Rússa í Stokkhólmi og _ hina sænsku deild Tass-frjetta- stofunnar. Andersson hefur verið yfirlýst- ur kommúnisti frá því 1927, er hann gekk í sjóherinn. Árið 1930 1 tók hann m. a. þátt i að dreifa . kommúnistiskum áróðri í Stokk- , hólmi. Andersson er vel lærður maður og talar m. a. þýsku, ensku I og rússnesku. Málakunnáttu sína hefur hann alltaf verið að auka og vann að því, er hann var ; handtekinn fyrir um það bil mánaðartíma. „HEF GERT ÞAÐ SEM MJER ÞÓTTIRJETT“ Varðandi orsök gerða sinna fórust Andersson orð á þessa leið: „Mönnunum ber að hugsa fram á við og um komandi kyn- slóðir. í síðustu heimsstyrjöld ljetu 30 milljónir manna lífið. — Hversu margir þeir verða í næsta heimsstríði, veit maður ekki. Jeg hef þess vegna gert það, sem mjer fannst hið rjetta og hef haft samstarf við þá, sem ' hugsuðu á sama hátt, án þess að hugsa um hvað þeir nefndust og hvar þeir eru búsettir“. Með þessar hugmyndir í koll- inum varð Andersson Rússum J auðkeypt verkfæri, er hann komst í samband við þá árið 1946. Hann komst fyrst í kynni við Vinogradof sendiráðsritara, sem síðar kom honum í kunnings skap við Victor Anissimof, sem starfar fyrir Tass-frjettastofuna 1 í Stokkhólmi og hann sparaði j hvorki tima nje annað til að treysta kynni sín við hinn sænska J.liðsforingja. !fyrsta hlutverkið J Árið 1948 fór frjettamaðurinn þess á leit við Andersson, að ■ hann útvegaði honum afrit af j fyrirskipunum og bað jafnframt um upplýsingar um starfsvið hans í sjóliðinu. Auk þess tók hann nokkrar myndir af Anders- son. Það var fyrst vorið 1949, sem Andersson var að því spurð- ur, hvort hann vildi útvega ýmis | konar upplýsingar um flotastöð- I ina í Stokkhólmi og svaraði hann því án umhugsunar játandi. Fyrstu skýrslu sína gat hann afhent í árslok 1949. Hafði hon- um verið falið að leggja fram skýrslu um skip flotans í Stokk- hólmi, áætlanir um endurbygg- ingar, stærð strandflotans og stöðvar hans o. s. frv. Skýrsla hans var tæmandi i flestum atriðum. SKÝRSLÚ- og mynda- SENDINGAR VERÐA TÍÐARI En Rússarnir urðu nú aðeins ágengnari í flestum atriðum um 1 að afla nákvæmra upplýsinga um J herstöðvar allar í Stokkhólmi. j Sú skýrsla sem skrifuð var með ósýnilegu bleki var tilbúin á ár- inu 1950. Það ár starfaði Anders- son á ísbrjótnum „Ymer“ og vann markvisst að því að afla upp- lýsinga íyrir Rússa. I Karlskrona varð á vegi And- erssons nákvæmt kort yfir næsta umhverfi, þar sem voru tölusettir 800 staðir og fylgdu skýringar um hvern þeirra með. Með köldu blóði tók Andersson mynd af Sænskur sjóiiðsforingi hefur iáfið Rússum í tje ófaimörg hemaðarleyndarmá!. kortinu og sendi Rússum. Þau orkuver, sem voru nýbyggð og ekki sýnd á kortinu, teiknaði hann sjálfur inn á. Hann aflaði einnig nákvæmra upplýsinga um loftvarnabyrgi í Karlskrona, loftvarnastöðvar, skotfærageymslur o. fl. — Allar þessar stöðvar teiknaði hann inn á kort og sendi Rússum. LYKILLINN AÐ VÖRNUM N-SVÍÞJÓÐAR Meðan Andersson starfaði á is- brjótnum, vann hann ötullega að myndatökum með myndavjel, er hann hafði keypt fyrir 1200 kr. sænskar. Þá peninga fekk hann frá Rússum. ísbrjóturinn hjelt noður með ströndinni og Anders- son fekk hvert tækifærið af öðru til að ljósmynda flotastöðvar o. f. Honum, ásamt öðrum yfir- J mönnum á skipinu var boðið að skoða flugstöðina í Luleá og þá hafði hann upp á fylgdarmann- inum upplýsingar um fjölda flug vjelanna, hlutverk flugstöðvar- innar o. fl. — ,,Ef ske kjmni að 10.000 ameriskir hermenn svifu til jarð- ar í Svíþjóð, var nauðsynlegt að vita að hvaða stöðvum þeir helst myndu snúa sjer“, sagði Anders- son við rjettarhöldin. í Luleá skoðaði hann einnig strandvirki og vakandi augu And ersson tóku vel eftir öllu og sjerstaklega eftir því, sem fylgd- armaðurinn tók fram að væri hernaðarleyndarmál. Stuttu síð- ar gat hann gefið „vinnuveitend- um“ sínum nákvæma skýrslu um „lykilinn að vörnum Norður- Svíþjóðar", ásamt því, hvernig vörnunum væri hagað. FJEKK EKKI EYRI FYRIR „SNÚГ SINN Anissimof, frjetamaðurinn, hjá Tass, hjelt heimleiðis, en í stað hans kom nýr starfsmaður, N. P. Orlof, og hann setti sig strax í samband við Andersson. Hinn nýi foringi fól Andersson að afla upplýsinga um enska skipið ,,Montclar“, sem heimsótti Karls- Franih. á bls. 12 Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LIFINU Börnin og dýrin við Skerjafjörð AÐ fáu hafa börn og fullorðn- ir eins gaman og dýrunum. Börn dá þau og sækjast eftir fje- lagsskap þeirra, sum fyrstu orð- in, sem þau segja, eru helguð þeim. Nú ber það til nýlundu, að undir íslenskum himni eru nú nokkur frumskógadýr i fyrsta sinn, og vekur konungur dýranna þar vitaskuld óskifta athygli. Hópferðir skólabarna EG held, að foreldrar ættu að i leyfa börnum sínum að sjá dýrin á fjölleikasýningunum við Skerjafjörð, og fara helst sjálfir líka. Eykst aðsóknin þangað óð— fluga, og skólar utan af landi ráðgera hóp- ferðir á sýning arnar. Það er raun- ar margt fleira að sjá þarna suður frá en dýrin, en vafa- laust verða þau flestum hug- stæðust. Þessi mynd er af pólska dverginum Kryngiel. Hann er mikill fjör- kálfur og sprellukarl, o$- leikur listir sinar í Sirkus Zoo. Siglt íil Miðjarðar- hafsins „INAGLEGA lífinu“ barst þetta U brjef um athyglisvert mál. „Kæri Velvakandi“. Einu sinni var mikið um það rætt og ritað, jeg held í hittiðfyrra, að íslensk skip sigldu til Miðjarðarhafsins í skammdeginu. Þótti sú tillaga eftirtektarverð og naut áreið- anlega mikils fylgis almennings. Þessar siglingar voru hugsað- ar eitthvað á þá lund, að för Skipaútgerðar ríkisins, Hekla eða Esja, tækju sjer hlje frá strand- ferðunum, þegar lítið væri að gera innan lands, en skammdegi og válynd veður hrjáðu fólkið, Halda skal á öllu sparlega ÞÁ blása hlýir vindar á Blá- ströndinni og annars staðar við Miðjarðarhaf. Það mætti hugsa sjer, að ferðinni yrði svo hagað, að komið yrði við á Spáni, siglt til Genúa, en farið þaðan landleið til Feneyja og suður skagann, en stigið aftur á skips- fjöl i Neapel. í bakaleiðinni virðist ekki úr vegi að koma við í Afríku, Alsír eða annari borg. Þó að þessi leið sje- neftxd hjer, þá má vafalaust haga förinni öðruvísi. íburður þyrfti og ætti enginn að vera í mat, og búið yrði um borð eins og hægt væri að koma við, þegar legið væri í erlendum höfnum. Erlend gjaldeyriseyðsia ætti ekki að vera ýkjamikil að öðru leyti en því, sem fer til reksturs skipsins. Nú er tímabæx't að reyna HIÐ glæsta skip Gullfoss tek- ur á þriðja hundrað farþega, en það rumskaði við mjer, svo að jeg sendi þjer nú þessar lín ur, að eins og vænta mátti, þá siglir hann með fáa farþega landa í milli á þessum árstíma. Hvers vegna er þá ekki gerð til- raun með eina Miðjarða/hafsferð nú, þegar fólksflutningar eru litlir hvort sem er? Þá er ekki úr háum söðli að detta, ef illa skyldi takast til. Farþegi“. Siglt i tíma os ótíma ISUMAR, þegar hvergi var heiðari himinn um Norður- lönd en hjer, rjeðust íslendiiigar utan hópum saman. Rjetti tim- inn til að sigla er þó að vetrin- um, þegar suðræn lönd bjóða mönnum opinn faðm, en skamm- degi situr hjer að ríkjum. Þá er timinn til að fara í „sumarleyfi", ef menn vilja á annað borð sigla í leyfinu. Það er hrein fjarstæða að sigla alltaf á sumrin, þegar Bláströndin er engu bjartari en fjaran við Skerjafjörð. Full ástæða er til að óska, að reyndar verði vetrarferðir til Miðjarðarhafsins. . ______

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.