Morgunblaðið - 17.11.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1951, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. nóv. 1351 8 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriflargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Mótvirðissjóðurinn TJNDANFARNA daga hefir mikið verið rætt og ritað um hinn svo- kallaða mótvirðissjóð. Er ekki nema eðlilegt, að sitt sýnist hverj um um það, hversu ráðstafa beri sjóði þessum. Sjerstaka athygli vekur þó þátíur kommúnista í þessum umræðum, og er haria broslegt að heyra þá útbásúna það, hversu margt sje hægt að gera fyrir peninga mótvirðissjóðs ins, þegar þess er gætt, hversu þessi sjóður er til orðinn, og hver afstaða kommúnista hefir verið til þeirra ráðstafana, sem lagt hafa undirstöðu sjóðsins. Svo sem flestum mun kunnugt, er mótvirðissjóðurinn til orðinn vegna þátttöku íslands í efna- hagssamstarfi Vestur-Evrópu- ríkja og vegna efnahagsaðstoðar Bandaríkjanna. Allar þær vörur, sem til landsins hafa verið flútt- ar fyrir framlög efnahagssam- vinnustjórnarinnar hafa verið greiddar af kaupendum hjer heima í íslenskum peningum, og þannig hefir mótvirðissjóðurinn myndast. Til þessa hafa safnast í mótvirðissjóðinn allmikið á þriðja hundrað milljónir króna, og þegar Marshall-aðstoðinni lýk ur má gera ráð fyrir því, að sjóð- urinn nemi allt að 400 millj. kr. Er þetta feikimikið fje á íslensk- an mælikvarða, sem skapar skil- yrði til margvíslegra mikilvægra framkvæmda til hagsbóta fyrir þjóðina. íslenskir kommúnistar hafa frá upphafi verið andvígir þátttökn íslands í Marshall- samstarfinu hafa talið efna hagsaðstoð Bandaríkjanna stefna að því að leiða örbirgð og atvinnuleysi yfir íslensku þjóðina. Það er því kaldhæðn- islegt, þegar kommúnistar ætla að reyna að slá sjer upp á því að bera fram tillögur um framlög úr mótvirðissjóði til ýmiskonar framkvæmda — einmitt þessum sjóði, sem á að leiða örbirgð og atvinnuleysi yfir landsiýðinn, að þeirra eigin sögn. Og formaður Kommúnistafiokksins lýsir því f jálglega á Alþingi, hversu hægt sje að stuðia að miklum framförum í landinu með sjóði þessum. Engum heilvita manni mun nú lengur dyljast það, hversu efna- hagsaðstoð Bandaríkjanna hefir verið mikilvæg fyrir íslensku þjóðina. Eru þeir því fáir, sem enn trúa þeim fárániega áróðri erindreka Moskvuvaldsins, að efnahagsaðstoðin hafi verið til þess ætluð að skapa öngþveiti í efnahagskerfi þjóðarinnar. Hin- um feitletruðu fyrirsögnum um bölvun Marshall-aðstoðarinnar hefir líka fækkað stöðugt í mál- gögnum kommúnista Og nú tr svo komið, að þeir vilja sjálfir fá að aðstoða við að leígja hinar bandarísku viðjar áþjóðina. Þetta er að vísu ekki í fyrsta sinn, sem kommúnistar bíta í skottið á sjálfum sjer, en hætt er við að hinum hláturmilda fjelaga Vishinsky hefði ekki orðið svefn- .samt, ef hann hefði sjeð jafn broslega kollsteypu. það er alveg vonlaust kommúnista að reyna að sína Ijótu fortíð með lýð- aai um ýmiskonar fram- kvæmdir fyrir fje mótvirðis- sjóðs. Þjóðin veit vel, að hefði stefna kommúnista ráðið, ætti hún nú hvorki mótvirðissjóð- inn nje aðra sjóði, og komm- únistum hefði þá fullkomlega tekisí að skapa hjer algert at- vinnuleysi og örbirgð. Reynsl an hefir enn einu sinni sannað þjóðinni það áþreifanlega, hvílíkir óhappamenn komm- únistar eru, og hversu þeir markvisst stefna að því að leiða tortímingu yfir ísiensku þjóðina. Með hinni mikilvægu efnahags aðstoð Bandaríkjanna hefir tek- ist að koma í veg fyrir alvarlegan samdrátt framleiðslustarfseminn- I ar í landinu nú síðustu árin og leggja grundvöll að óumflýjan- legum ráðstöfunum til þess að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapn um. Með hinum stóra mótvirðis- sjóði hefir þjóðarbúið eignast ó- metaniegt tæki til þe'ss að hrinda áleiðis margvíslegum stórfram- kvæmdum, er tryggt geta efna- hagslegt sjálfstæði hennar í fram tíðinni. Vegna efnahagsaðstoðar- innar og mótvirðissjóðsins hefir reynst auðið að framkvæma hin- ar stóru virkjanir Sogs og Laxár og ráðast í byggingu áburðarverk smiðju og væntanlega sements- verksmiðju. Unnið ötullega ao vöruuíii Vestur-Evrópu Einn traustasti og mikilhæfasti forustumaður íslenskrar bænda- stjettar, Pjetur Ottesen, á frum- kvæði að þeirri hugmynd, að allt að helmingi mótvirðissjóðsins verði varið til þess að hefja stór- felldar framkvæmdir til eflingar landbúnaðinum. Þessi hugmynd byggist á þeirri óvjefengjanlegu staðreynd, að án blómlegs land- búnaðar er ekki auðið að tryggja efnahagslegt öryggi þjóðarinnar. Xommar og kjöíið ÞÓTT kommúnistar þyki stund- um fljótir að skipta um stefnu, ! þá eru þeir þó alltaf trúir þeirri 1 meginstefnu að vinna svo sem I þeir mega gegn hagsmunum þeirr TIL að gera sjer grein fyrir, hvernig miði vörnum hinna frjálsu landa Evrópu, er hollt að virða fyrir sjer samgönguleiðir og birgðastöðvar varnarherjanna. Bandarísku herirnir í Þýska- landi hafa jafnan haft mikil not hafnarinnar í Bremerhaven írá stríðslokum. Það er góð höfn, iðn aður er þar í ágætu lagi, traustir verkamenn og góðar járnbrautar samgöngur við hernámssvæði Bandaríkjamanna í Þýskalandi, en borgin er of nærri rússneska hernámssvæðinu, ef til stríðs skyldi koma. Því hefir verið valin ný leið til að koma birgðum til bandaríska , hersins í Evrópu. Hún hefst í höfninni í Bordeaux víðs fjarri [ rússneska flug- og landhernum. | Hafnirnar í Antwerpen og Rott- j erdam eru ætlaðar breska hern- j um í Hollandi og Belgíu, Frökk- . um eru ætluð afnot Marseille. Einnig á Ítalíu hefir verið j treyst ný samgönguleið vegna j birgðaflutninga til breska og j bandariska hersins í Trieste og , Austurríki. Hún liggur norðaUst- ur á bóginn frá Leghorn. Mestur hluti bandaríska hers- ins í Vestur-Evrópu er á banda- ríska hernámssvæðinu í Þýska- landi, en líka hafa verið fluttir flokkar inn á franska hernáms- svæðið, vestan Rínar. FLUGHAFNIR OG FLUGVELLIR Mestur hluti flugflotans er í Þýskalandi, Rússar gætu hæg- lega náð til flugvallanna. Þrjár flugsveitir, sem sendar verða til Evrópu innan skamms taka sjer bólfestu í Frakklandi, enda er hafinn undirbúningur mikils flug vallakerfis á vegum Atlantshafs- ríkjanna þar í landi. Flugstöðvarnar í Lyautey í Norðvestur-Marokkó hafa Banda ríkjamenn og Frakkar notað jöfn um höndum eftir stríð, og hefir flugstöð þessi nú verið stækkuð. Flugflotinn þar er til aðstoðar 6. bandaríska flotanum í Miðjarðar- hafi, en í honum eru yfir 60 skip, og er hægt að fjölga þeim um meira en helming á hájfum mán- uði, ef stríð skylli á. í flotanum eru 2 flugbrautarskip, en búast má við, að bráðum verði öðrum 2 bætt við. I flughöfninni í Lyautel eru líka langfleygar sprengjuflugvjál ar, sem vernda eiga skipasigling- ar um Njörvasund. Þótt stríð skylli á, þá þyrfti 6. flotinn jafnvel gkki að hafa neina höfn við Miðjarðarhaf, en hann þyrfti lægi fyrir fljótandi ,,slipp“ og birgðaskip og ef til vill land- rými íyrir vörubirgðir. I Bretlandi eru líka banda- rískar flugsveitir. I Franska Marokkó er verið að leggja 5 flug velli. 2 þeirra eru þegar full- gerðir. ar þjóðar, sem þeir að nafninu telja sig til. I Því hefir oft verið haldið fram, að engin von væri til þess, að landbúnaðurinn gæti skapað út- flutningsverðmæti, svo nokkru næmi. Nú hefir það óvænta gerst, að tekist hefir að fá markað'fyr- ir íslenskt dilkakjöt í Ameríku, og verðið fyrir það er hærra en á innlendum markaði. Fyrir nokkrum árum hjelt bún Jaðarsjerfræðingur kommúnista, jHalldór Kiljan, því fram, að ís- 1 lenskt dilkakjöt væri ekki manna jmatur. Samkvæmt þeirri kenn- ingu ættu kommúnistar mjög að gleðjast yfir því, að nú skuli vera .hægt að losa þjóðina við þetta óæti — ekki síst úr því hægt er 1 að svæla því í erkióvinina, Banda 'ríkjamennina. En nú bregður svo kynlega við, að íslenska dilkakjötið er allt í einu orðið slikt lostjeti, að nú má cmögulega selja Banclpríkja- mönnum það. Skyldi þessi stefnu bi —Bng kommúnúta g'’.mvart ! d . ’.ií .jölinu stafa af þv.„ ,aó Kilj- Jan vill nú ekki lengur J^nnast . vrö það, að hann sje kommúnisti? HERSVEITIRNAR OG ÞJÁLFUN ÞEIRRA En hvað stoða samgönguleið- irnar og flug- og flotastöðvarn- ar, ef þeim fylgir ekki her? Stefnt er að því, að Evrópuríkin geti sjeð þessum her fyrir mann- skap að sem mestu leyti. Banda- ríkjamenn vonast til að geta flutt eitthvað af her sínum i Norður- álfunni heim innan 3 ára. Herir Evrópuríkjanna verða þá orðnir svo öflugir, að þeir eiga að geta staðið í árásarseggjunum, uns hjálp berst. í lok þessa árs er búist við, að Eisenhower ráði yfir þessum her- afla í Vestur-Evrópu: 3 banda- rískum herfylkjum, 5 breskum, 10 frönskum og 3 frá Belgíu og Hollandi, auk þess flokki Kanada manna. Talið er, að þetta sje nóg lið, til að Rússar þori ekki að ráðast austur um Rín nema að hafa 50 til 60 herfylkjum á að skipa. í svip hafa þeir varla nema 25 herfylki í Austur-Þýskalandi. Baráttuþrek þessa hers, sem Eisenhower ræður, er með ágæt- um. Nú er talið, að Evrópuþjóð- irnar hafi varla bolmagn til að halda uppi nógu öflugum herjum Við einn þeirra stóru flv.gvalla, sem Bandaríkin leggja í Marokkó. rússneska árás, hvenær sem væri Því verður horfið að því ráði, að hafa varalið, sem hægt væri r.ð kveðja til vopna með þriggja daga fyrirvara eða svo. FLUGHEKINN Talið er, að Rússar geti sent fram um 8000 flugvjelar gegn Vestur-Evrópu. Það er hernaðar- leyndarmál, hve mörgum vjel- flugum flughershöfðingi Atlants- hafsríkjanna í Vestur-Evrópu hef ir á að skipa, en þær eru varla nema 1500. Flughershöfðinginn hefir sett sjer það mark að hafa komið upp nægum her snemma næsta árs til að geta sent á ílug- velli og samgönguleiðir Rússa, of þeir skyldu gera árás. Þannig yrði nokkur hluti þeirra eigin flugflota bundinn við varnirnar. En víst er, að herdeildunum mundi berast liðsauki frá Bret- landi og Bandaríkjunum, skyili á. ef strí VERKEFNIN, SEM JTÍÖA Ef við athugum, hvaða vonir menn gerðu sjer um varnarheri Atlantshafsríkjanna fyrir ári, þá sjáum við, að í ýmsu erum við á undan áætlun, annars staðar lítið eitt á eftir, sums staðar hef- ir áætlunin staðist. Kappkostað verður að gera varnirnar full- komnar. Vafalaust værður enn að sigrast á mörgurn hindrunum, einkum efnahagslegs og stjórn- málalegs eðlis. — Betur má ef duga skal, og til að tryggja varn- ir vestan Rínar verða Þjóðverjar að leggja fram landher og flug- lið. — En enginn, sem hnútunum er kunnugur, efast um, að Atlants hafsríkin sjeu fær um að hrinda landvarnaáætluninni í fram- kvæmd. Velvokandi skrifar: ÚB DAGLEGA LSFZMU Glæný, cn kramin VESALINGS, vesalings litla, kramda og marða ýsan, sem er á borðum í dag og á morgun. Glæný er hún, og fólk skilur ekkert í, hve ól-ystug hún er. í gær og nótt kom hún sprikl- andi inn á bilfar einhvers báts- ins, hásetarnir slægja hana og kasta henni í kös bakborðsmeg- in, þar liggur hún, uns lagt er að bryggju. Litlu tittarnir, sem neðstir liggja, eru áreiðanlega farnir að mýkjast við beinið, ef vel veiðist og kösin er stór. Það stærsta íínt úr YSUNNI er mokað eða hún tínd í stórar körfur, sem steypt er úr á pall vörubifreiðanna. Næst leggur hún lykkju á leið sína annað hvort vestur í Fisk- iðjuver eða á annan stað, þar sem hún er þvegin. í Fiskiðjuverinu er henni enn steypt á gólfið, og þar er tínt allt úr henni, sem er svo stórt, að það er hæft til út- flutnings. Þarna koma fisksal- arnir og sækja hver sinn skammt, sem þeir handleika hver eftir innræti sínu og eðli. Lolcs kaup- um við af íisksölunum. Hve oft fleygt til og í kekirs? TELJIÐ þið nú saman, hve oft þessum viðkvæmu og meyru fiskum hefir verið steypt niður, fleygt til og dengt, hve oft hver branda hefir verið handfjötluð, skekin og við henni ýtt áður en hún kemst í hendur húsmóður- inni. Eftir það getið þið varla láð ýsunni, þó að hún þvælist í munni ykkar án bess að lokka bragðlaukana. Það er ekki henni að kenna, þó að hún sje ekki eins lystug og skyldi. Má ekki íara Sðruvísi ;ið? NÚ SPYR ef til vill fávís ýsu- æta: ,,Hvers vegna er smá- ýsunni ekki fleygt í hæfilega stóra kassa, þegar hún hefir ver- ið slægð um borð?“ Sjómennirnir mundu á’ eiðanlega ekki telja það eftir sjer að skola hana upp úr sjó, hún þyrfti þá aldrei að fara í Fiskiðjuverið,, svo að þeir gætu fengið þá aura, sem þar lenda fyrir þifabaðið. Taka mætti til að geta hrakið af höndum sjerkassana beir.t á bílana á bryggj- unni, sem ækju þeim rakleitt til fisksalans. Ef svo væri farið að, mætti jafnvel ganga enn nær aflanum og taka minni ýsur, sem ella væru óætar. — Smáýsa er lost- æti, en það má ekki kremja hana svona mikið! Hestana vantar vatn VELVAKANDI góður. Jeg hefi fyrirfarandi daga verið við skurðgröft fyrir utan bæinn, þar sem jeg hefi sjeð nokkra hesta, að líkindum í hagagöngu. Hest- ana vantar vatn, vatnsbólið er til, en trassað er að dæla í þar til gert ílát. A ekki sá, sem hefir hestana í göngu að sjá um, að þeir hafi vatn? •— Fáskiptinn". Vitaskuld. Og vonandi brynnír hann þeim undir eins í dag, ef þeir eru vatnslausir enn. Formælingar í ótíma KONA spurði um líðan ættingja síns í sjúkrahúsi, en var svar að ónotum. „Velvakandi minn. Um daginn hringdi jeg í sjúkrahús til að grennslast eftir líðan nákomins ættingja, sem gerður var á hættu legur uppskurður. Mjer gekk mjög illa að ná í sjúkrahúsið, en eftir langa mæðu var þó svarað. En þá tók litlu betra við. Þeg- an ættingjar manna eru milli heims og helju, þá er hluttekning ar þörf, ef nokkurn tíma. Jeg ætl aðist þó engan veginn til, að konan, sem ansaði í símann, tæki upp neitt samúðarhjal, enda varð önnur raunin á. Þar er þörfin brýnust EKKI hafði jeg fyrr borið unp erindið, að fá að vita um líð- an sjúklingsins, en á mjer dundi demba blótsyrða Og formælinga. Mjer varð svó hvert við, eins og nærri má geta, að jeg var miður mín lengi á eftir. Jeg heyrði, að sú, sem í símann ansaði, spurðist fyrir um ættingjann. Og enn við- haíði hún mörg orð og st.ór. Mjer þykir hlýða, að hvarvetna þar, sem menn gegna einhverri þjónustu, þar sje kurteisin og alúðin í fyrirrúmi. Þó er þetta óvíða I ýnni regla en í sjúkra- húsunuri , þar sem skammt er milli heu:j;j og helju“. ____

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.