Tíminn - 01.05.1965, Qupperneq 5

Tíminn - 01.05.1965, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 1. maí 1965 TÍMINN : : ............................... llllll:! W&mfmi Utilokað að dag- vinnukaupið nægi fyrir nauðsynjum I vélsmiðjunni Héðni „vest- ast í vesturbænum“ hittum við aldraðan mann á þönum fram ag aftur, upp og niður marg- ar hæðir, enda hefur hann í mörg horn að líta, því hann er e. k. hreinlætismálaráðherra í þessu lengsta húsi á íslandi, Jón H.. Fjalldal hcitir hann, fyrrum bóndi á Melgraseyri við ísafjarðardjúp. — Hvenær byrjaðir þú að vinna hér, Jón? — Nú er ég búinn að vera hér í sex ár, vann áður í fisk- vinnslustöð S.Í.S. inni á Kirkju sandi, en þegar sambandið hætti rekstri hennar og leigði öðrum, fékk ég vinnu hér í Héðni og hef haldið henni áfram til þessa dags. — Og hvaða starf varstu ráðinn í hér? — Ég á að annast hreinsun í þessu mikla húsi, eftir því sem föng eru á, sópa gólfin, sjá um að þvottasalur og hrein lætistæki séu i góðu lagi, því hér þurfa margir að þvo sér um hendur og verka sig hátt og lágt eftir allóhreinlega vinnu flestir hverjir. Hér vinna að staðaldri hátt á þriðja hundrað manns og hafa kom- izt í 340 að ég man. —Og hvað er vinnutími þinn langur? — Ég mæti í vinnu um leið og aðrir á morgnana, klukkan hálfátta og vinn til sex, að frádregnum hálftíma í mat og kortér í kaffi. Ég hef nú ekki tekið mér sumarfrí síðustu ár- in, og ég hef verið hér að stjákla daginn út og inn þótt flestir aðrir hafi verið frá vinnu, eins og t. d. í verk- föllum. Þá verða nefnilega lærl ingamir að halda áfram að vinna og ég að sjá um að sópa eftir þá og sjá um að þeir geti þvegið sér. — Hvernig fellur þér að vinna hér? — Ég hef ekki nema gott um það að segja, úr því það átti fyrir manni að liggja að flytjast suður eftir að ég fékk kölkunina í fótinn og gat ekki lengur stundað búskapinn fyr- ir vestan, sem ég hafði verið við í 46 ár. Hér er góð.stjórn á öllum hlutum, sé húsbónd- inn hér einhver pólitíkus, þá er af og frá að hann láti í það skína við okkur, sem vinn- um hér. — Úr því heilsan leyfði ekki að þú gætir haldið áfram bú- skapnum fyrir vestan, hvernig getur þú þá stundað þetta starf með góðu móti? —Ég varð að leita lækn- inga hér fyrir sunnan við kölk- uninni og fór til Snorra Hall- grímssonar. Og hann sagði mér, að ef ég vildi ekki verða al- veg karlægur, yrði ég að fá mér starf, þar sem ég væri á sífelldri hreyfingu, alls ekki setjast á skrifstofu eða fá mér líkt starf. Og það er sem sagt þessi mikli gangur samfara þessu starfi, sem hefur bjargað mér. — Telurðu vinnuaðstöðu hér góða fyrir starfsfólkið? — Já, það verð ég að segja. — En kaupið, hvernig finnst þér það endast? — Með því móti að vinna í eftirvinnu, öðruvísi ekki. Og líka vinnur konan mín úti, og þannig verður afkoma okkar mjög sæmileg. En ég get ekki ímyndað mér, að nokkur mað- ur geti séð fjölskyldu farborða með kaupi vinnudag. fyrir átta stunda Einn af verkamönnunum, sem vinna að staðaldri ír vél- smiðjunni Héðni, er Ágúst Pálsson, sem við hittum, þar sem hann var að Ijúka við múrverk í nýju viðbygging- unni. — Hefur þú _ verið lengi starfsmaður hér, Ágúst? —Já, nokkuð lengi, það eru víst orðin þrettán ár, síðan ég fór að vinna sem aðstoðarmað- ur við múrverk hér. — En hvaða starfa hafðirðu áður? — Ég kom hingað úr heima- sveit minni í Landeyjum árið 1940 og komst í byggingar- vinnu hjá Einari ríka, þegar hann hóf byggingu hraðfrysti- stöðvarinnar hér fyrir neðan. Þá var fátt stórra húsa hér í kring. Það voru einkum fiskreit ir hjallar og skúrar hér í kring- um Ánanaust. En árið eftir að við byrjuðum að vinna hjá Ein ari ríka, var byrjað að byggja yfir Héðin hér. Og síðan hefur það haldið áfram nærri stöðugt síðan, svo þetta er orðið al- deilis feiknastórt hús, t.d. þessi viðbygging alveg ný og ekki alveg lokið öllu, en hér er samt komin ný deild í smiðjunni, blikksmiðja, þar sem framleidd eru ílát fyrir frystihúsin, nú úr blikki og alúmíni, sem áð- ur var smíðað úr járni. — Eru margir verkamenn, sem vinna við það sama og þú? — Það er ósköp misjafnt, en við erum líklega þrír, sem erum hér fastamenn við sams- konar starf, múrverk og við- Ágúst Pálsson er oft búinn að handleika þrettán ára múrverk í vélsmiðjunnl Héðni. þennan stelnbor við gerðir og breytingar, sem nátt- úrlega er sífellt verið að gera eftir því sem þörf krefur. Telurðu vinnuaðstöðu góða hér í Héðni? — Hún er það að flestu leyti. En ég lít svo á að ekki sé það haganlegt að öllu leyti að hafa svona verksmiðjuhús á þetta mörgum hæðum, það kostar svo miklar hífingar á þungavöru, en lyfturnar gera auðvitað sitt gagn, en þær geta flutt tvö tonn í einu. — En öryggi við vinnuna? — Ég geri ráð fyrir að það sé eins gott og verið getur, enda eru hér sífellt í heim- sókn menn frá öryggiseftirlit- inu, svo ég veit ekki betur en allt sé í lagi með það. — Geturðu lifað góðu lífi af kaupinu? — Það er útilokað að láta dagvinnukaup endast fyrir lífs nauðsynjum, svo eftirvinna er því nauðsynleg til að lifa mannsæmandi lífi, það verða verkamenn að gera hvort sem þeim líkar betur eða ver, til að geta dregið fram lífið. Við vinnum hér aldrei minna en tvo tíma í eftirvinnu, og ég get heldur ekki ímyndað mér, að hér frekar en annars stað- ar væri hægt að fá verkamenn með því að bjóða upp á minna en þessa éftirvinnutíma, því að það er staðreynd, að hún er verkamönnum lífsnauðsyn í þessari dýrtíð. Þetta eru ekkl abstrakhnyndir, sem hann Jón H. Fjalldal stendur þarna hjá, heldur handþurrkukassarnir í hans vestur í Héðni, Tímamyndir-GE.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.