Tíminn - 01.05.1965, Side 7
LAUGARDAGUR 1. maí 1965
TÍMINN
23
unnið við höfnina; hún étur
bara upp allar kjarabæturnar.
—Það er lágmarkskrafa að
fá sunnudaginn fríann, sagði
annar; maður sefur bara til
að geta farið að vinna aftur.
— Það er satt, endalaus
vinna alla daga, ég er orðinn
sljór af þessu, og hef ekki
lengur áhuga á neinu, enda
aldrei tími til eigin afnota.
Vörubíll bakkaði upp að
skípinu. Eftir að hann hafði
verið losaður, komu verka-
mennirnir aftur.
—. Launin ná ekki til að
borga lífsbrauðið, jafnvel þótt
maður þræli.
— Þetta er í einu orði sagt
brjálæði, sagði annar.
— Þér að segja þá erum við
þreyttir og vonlausír um bætt
kjör.
— Já, svona er nú viðreisnin
hjá okkur.
Þegar maður talar við verka
mennina um lítið öryggi við
höfnina, og sífelld slys og
dauðsföll, þá vilja þeir lítið
um það segja. „Við megum
ekki segja neitt“ sagði verk
stjóri hjá einu af stærri skipa
félögunum. Annar sagði: „Það
kemur einhver spjátrungur með
tösku hingað tvisvar á ári. '
Hann er víst eftirlitsmaður, en
ég veit ekki hvað hann gerir
annað en að vingsa töskunni og
klifra um borð í eitt eða tvö
skip.“
Verið var að losa eitt af
skipum Eimskipafélags Reykja-
víkur. Þar unnu saman hlið
við hlið gamlir menn og ung
ir strákar, einn þeirra sagðist
vera 14 ára og hættur að læra.
Það verður hljótt í dag við
Reykjavíkurhöfn. Verkamenn-
irnir eiga frí. Nú geta borgar
búar ekki ekið niður að höfn,
eins og á sunnudögum, til að
horfa á verkamennina vinna
við að skipa upp innflutningi
eða lésta gjaldmiðli þjóðarinn-
ar, fisknum. „Já,“ sagði einn
verkamaður sem lengi hefur
unnið á Eyrinni, „fyrsti maí
er okkar frídagur".
jhm.
Þeir vinna ekki á Eyrinni í dag.
Þeir sem vinna við höfnina eru annað hvort fullorðnir menn,
flestir yfir fimmtugt eða ungir piitar. Hér siást tveir hafnarverka-
menn við uppskipun, annar er aðeins 14 ára, en hinn kominn yfir
sextugt. — (Tímamyndir KJ).
Avarp AlþjáSasambands
frjálsra verkalýðsfélaga
Verkamenn allra landa.
Enn eínu sinni sendir Alþjóða
samband frjálsra verkalýðsfélaga
ykkur innilegustu bróðurkveðjur
á þessum alþjóðlega hátíðisdegi
verkafólks um víða veröld — á
þeim degi, er við minnumst braut
ryðjendanna, sem vörðuðu leið-
ina og ruddu veginn til þeirra
sigra, sem verkalýður hins frjálsa
heims hefur unnið á þessum degi,
er við horfum af dirfsku til fram-
tíðarinnar, til enn hamingjusam-
ara lífs okkur sjálfum og börnum
okkar til handa.
Meir en 15 ár eru nú liðin síð
an Alþjóðasamband frjálsra verka-
lýðsfélaga þeyttí lúður sinn fyrsta
sinni og bauð verkafólki um
heim allan að skipa sér undir
merki sitt í baráttunni fyrir
brauði, friði og frelsi. Fyrír sam-
stilltan styrk hinna alþjóðlegu
frjálsu verkalýðssamtaka hefur
mikið áunnizt á þessum árum.
En þessári baráttu er engan veg-
inn lokið, hún heldur áfram, og
á þessum hátíðisdegi okkar helg-
um víð enn á ný alla krafta okkar
og krafta Alþjóðasambands okkar
þessari áframhaldandi baráttu:
— fyrir varanlegum friði með að-
stoð alþjóðlegs eftirlits með af-
vopnun, er í eitt skipti fyrir öll
þurrki út hættuna af eyðileggingu
kjarnorkustyrjaldar,
— fyrír þv.í, að allt vinnufært
fólk, hvar sem er, njóti fullrar,
stöðugra og arðbærrar vinnu sém
það velur sér af frjálsum vilja,
fyrir endalokum þeirrar hryggilegu
sóunar á mannlégum og efnisleg-
um auðlindum heimsins, einkum
þó í þróunarlöndunum, fyrir
vinnuöryggi, styttri vinnutíma,
betra húsnæði, nægilegri vernd
gegn allri þeirri áhættu, sem
jafnan fylgir ellinni, veikindum
og örorku, og fyrir stöðugt bætt-
um lífskjörum verkafólks hvar
sem, er í heiminum,
— fyrir virkjun nútíma vísinda
og tækni í þágu fjöldans, en ekki
einungis í síngjarna þágu hinna
fáu útvöldu,
— fyrir fullum rétti samtaka verka
lýðsins hvarvetna, og þá ekki sízt
í þeim löndum, sem nýverið hafa
hlotið fullt sjálfstæði og fullveldi:
ef verkamenn þessara landa eiga
að geta lagt fram sinn mi'kilvæga
skerf til að byggjd upp og efla
þessi nýstofnuðu þjóðfélög, þá geta
þeir einnig gert það sem frjálsír
þegnar, en ekki sem vélrænir
gervimenn, er njóta mjög tak-
markaðs frelsis,
— fyrir fullri viðurkenningu á
hinum sérstæðu þörfum og vanda
málum ungra verkamanna og
verkakvenna.
Einungis með því að styðja öt-
ullega hin frjálsu verkalýðssam-
tök sín geta verkamenn einstakra
landa lagt fram sinn skerf í bar-
áttunni fyrir því að þessum mark-
miðum verði náð. Einungis með
því að efla’Alþjóðasamband sitt
geta hin frjálsu verkalýðsfélög
heimsins fengið tryggingu fyrir
því að samtakamáttur þeirra og
orka fái að njóta sín til fulls
þannig að þessum takmörkum
verði náð.
Á þessu ári verður haldið þing
Alþjóðasambands frjálsra verka
lýðssamtaka. í júlímánuði næst-
komandi koma fulltrúar frjálsra
verkalýðssamtaka frá öllum 5
álfum heims saman til fundar í
Amsterdam til þess að athuga
starfsemi Alþjóðasambandsins und
anfarin 3 ár og jafnframt ákveða
á frjálsan og lýðræðislegan hátt
framtíðarstefnu hinna alþjóðlegu
samtaka frjálsra verkalýðsfélaga.
Verkamenn allra landa.
Þetta er ykkar barátta. Skipið
ykkur undir merki hinna frjálsu
samtaka verkamanna um heim
allan.
Áfram i baráttu Alþjóðasam-
bands frjálsra verkalýðsfélaga fyr-
ir brauði, friði og frelsi.
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi greinargerð frá stjóm Loft-
leiða um kjaradeiluna:
„Stjórn Loftleiða h. f. þykir við
eiga að gera eftirfarandi athuga-
semdir við nokkrar greinargerðir
af hálfu Félags íslenzkra atvinnu
flugmanna, og einstakra flug-
manna sem birzt hafa í blöðum
að undanförnu.
1. Frá því er núverandi stjórn
félagsins hóf störf á árinu 1953
hafa flugmenn og aðrir starfs-
menn félagsins ávallt fengið laun
sín greidd á réttum gjalddaga og
að fullu.
2. Stjórnln telur að samningar
hafi náðst um kaup flugmanna á
hinum nýju flugvélum félagsins í
ágústmánuði 1965, enda hefur
kaup verið greiit í samræmi við
þ8i samkomula^ án athugasemda
af fiugmanni hálf i þar til í
febrúar nú í ár, er F. í. A.
setti fram auknar kaupkröfur.
Námu þær kröf-ur í upphafi sam-
kvæmt útreikningi Loftleiða h.f.
Samtals kr. 917.497.00, en sam-
kvæmt útreikningi F.Í.A. kr. 810.
000.00 Hefur sú tala verið notuð
í greinargerð Vinnuveitendasam-
bands íslands, en þó er nokkrum
kostnaðarliðum Loftleiða h.f.
vegna flugmanna haldið utan við.
Svarar þetta til að flugstjórar í
hæsta launaflokki hefðu kr. 67.500
00 á mánuði. F.Í.A. hefur rétti-
lega frá því skýrt að síðar var
launakrafan lækkuð í kr 621.325
eða kr. 51.777.08 á mánuði. Að-
stoðarflugmenn skyldu hafa til-
svarandi laun, er námu sam-
kvæmt útreikningi starfsmanna
Loftleiða h f. kr. 602.777.00 eða
kr 48.939.00 á mánuði, en að
sjálfsögðu lækka þau laun hlut-
fallslega, ef miðað er við síðara
tilboð F.Í.A. en launagreiðslur til
þeirra án vísitölu námu kr. 358.
751.75 eða kr. 28.664.00 á mán-
uði. í ritinu „The Economist" U.
K., útgáfu 17.—23. apríl nú í ár,
bls. 335 eru eftirfarandí upplýsing
ar um hæstu laun þotuflugstjóra
hjá félögum þeim er hér greinir:
BOAC: Flugstjóri £5,400 eða
ísl. kr. 648.000.00 á ári. Aðstoð-
arflugmaður £1,450- eða ísl. kr.
169.000.00
BEA: Flugstjóri £4,700 eða ísl.
kr. 564.000.00. Aðstoðarflugmaður
£1,350.00 eða ísl. kr. 162.000.00.
SWISSAIR: Flugstjóri £4,685.- eða
ísl. kr. 562.200.00.
JAPAN AIRLINES: Flugstjóri
£4,000,- eða ísl. kr. 480.000.00.
Aðstoðarflugmaður £1,932,- eða
ísl. kr. 231.840.00.
S.A.S. Flugstjóri eftir 21 ár,
ísl. kr. 568.059.00. Byrjunarlaun:
Kr. 375.521.00. Aðstoðarflugmað-
ur eftir 19 ár, ísl. kr. 392.108.00,-
Byrjunarlaun: ísl. kr. 181.988.00.
Amerísk félög greiða mun hærri
laun en ofangreínd félög, en ís-
lenzkt launakerfi er þar á engan
hátt sambærilegt. Þegar ofan-
greindar launagreiðslur eru tekn-
ar til athugunar ber að hafa í huga
að hér er um kaup þotuflugstjóra
að ræða, en samkvæmt kenning-
um F.Í.Á. ættu þeir að fá launa-
álag vegna hraða þotanna, sem er
mun meiri en skrúfuvéla, enda
eru þær flokkaðar með stimpil-
vélum t. d. hjá Lufthansa og fleiri
flugfélögum. Laun flugstjóra í
hæsta flokki á RR 400 yrði í dag
miðað við fyrri grei'ðslur, en að
viðbættu 3.05% vísitöluálagi kr.
510.207.40 eða kr. 42.517.28. á
mánuði, reiknað á sama hátt og
F.Í.A. gerir í tilboði sínu.
Stjórn Loftleiða h. f. taldi eft
ir atvikum réttlætanlegt að hækka
ofangreint kaup í kr. 535.728.27
eða kr. 44.644.02 á mánuði en
F.Í.A. kraföist kr. 621.325.00 eða
51.777.08 á mánuði. Það bil reynd
ist ekki unnt að brúa.
Stjórn Loftleiða h. f. gat hugsað
sér að ganga inn á gerðardóm til
lausnar deilunní, en öllum slíkum
tilmælum var synjað af samninga
nefnd F.f.A. Tregða til samninga
birtist því af hálfu F.Í.A. en ekki
stjórnenda Loftleiða h. f., enda
má þá jafnframt segja að frum-
varp það til Iausnar deilunni, sem
ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Al-
þingi, feli ekki aðeins í sér lausn
á deilunni en bjargi F.f.A. úr
sjálfheldu fyrst og fremst.
3. Flugmenn telja að samkvæmt
kjarasamningum geti vinnutími
þeirra komizt upp í 22 klst. á sól-
arhring. Lengsta flug án hvíldar
er hins vegar í dag ca 7 klst. frá
Keflavík til New York. Hins veg-
ar segir í gildandi kjarasamning
um að ef áætlaður flugtímí sé
lengri en 12 klst., þá skuli séð fyr
ir nægum hvíldum í flugvélinni
flugmannanna vegna. Ætti þá tæp
ast að geta verið um ofþreytu
að ræða, ef menn geta notið
svefns og hvíldar þrátt fyrir
skyldustörfin á þessum stunda-
fjölda.
4. Fullnægjandi skýring virðist
fram komín varðandi símahleran-
Framhald á bls. 30