Tíminn - 01.05.1965, Qupperneq 14
30
EfcVUGARDAGUR 1. maí 19G5
Eirikur Kristjánsson
kaupmadur
Mér brá um daginn er útvarpið
flutti andlátsfregn Eiríks fyrrver-
andi kaupmanns Kristjánssonar.
Við vorum æskuvinir. Sáumst fyrst
vorið 1911, er ég fluttist til Sauð-
árkróks og bar aldrei skugga á
okkar vináttu úr því, enda var
Eiríkur heitinn sérkennilegur mað-
ur, söngmaður ágætur og sagði
flestum mönnum betur frá og var
mjög svo fundvís á skemmtileg
•mræðuefni. Var hann því hrók-
ur alls fagnaðar í almennum fé-
lagsskap og lék þá á als oddi.
Eiríkur heitinn var fæddur á
Sauðárkróki 25. ágúst 1893, dá-
inn 5. apríl 1965. Hann var einn
af þeim iánsömu mönnum að vera
kominn af ágætum ættstofnum í
föður og móðurkyn. Faðir hans
var Kristján kaupmaður Gíslason
frá Eyvindarstöðum í Blöndudal,
af listfengu dugnaðarkyni, al-
þekktum bændaskörungum hér
um slóðir nyrðra, en kona Kristj-
áns og móðir Eiríks vár Björg
Eiríksdóttir, Halldórssonar frá
Blöndudalshólum í Blöndudal,
glæsileg kona, enda stutt til höf-
uðskörunga í ætt hennar, þar sem
var Hildur Eiríksdóttir föðurmóð-
ir hennar, nafnfræg persóna, sem
helzt mætti jafna saman við hina
landsfrægu Vindhælis-Þórdísi. Al-
bróðir frú Hildar og þeirra systk-
ina var hinn alkunni guðfræðing
ur þess tíma, Magnús Eiríksson,
er var alla ævi búsettur í Kaup-
mannahöfn eftir að hann varð
kandidat í guðfræði. Hann var
frjálslyndur í trúarskoðunum og
átti því í hörðum sennum við þá-
verandi guðfræðinga Danaveldis,
en hvikaði hvergi frá sannfæringu
sinni til dauðadags. En svo var
hann vinsæll meðal landa sinna
í Kaupmannahöfn, að þeir köll-
uðu hann í virðingarskyni Magn-
ús frater (bróðir), og var hann
boðinn og sjálfsagður í hvert
stúdentahóf. Samanber minning-
argreinar gamalla Hafnar-stúd-
enta.
Eiríkur kvæntist eftirlifandi
konu sinni Maríu, dóttur Þorvarð
ar prentara Þorvarðarsonar, al-
þekkts merkisborgara í Reykjavík,
1 prýðilegri húsfreyju og ástríkri
móður. Eiríkur og María voru
jafngömul þvi hún er fædd 17. 5.
1893.
Ég, sem þetta rita, kynntist frú
Maríu ungri stúlku í Verzlunar
skólanum. Hún var í öðrum bekk
og ég var í þeim þriðja, svo við
útskrifuðumst ekki sama árið.
Þessi glæsilega ungmeyja vann
sér fljótt álit skólasystkina sinna
með prúðmannlegri framkomu og
stakri snyrtimennsku.
Að sjálfsögðu ólst Eiríkur upp
hjá foreldrum sínum á Sauðár-
króki, og naut þar bæði ástríkis
og stakrar umönnunar beggja for-
eldranna, enda vár þetta eitt af
mestu fyrirmyndarheimilum sýsl-
unnar, því að efni voru næg og
ekkert sparað við heimilisfólkið
né hinn daglega, fjölmenna gesta-
'hóp. Þetta reyndi ég og sá sjálfur,
því þar hélt ég til tímunum sam-
an, allt að vilja þeirra merkis-
hjóna, frú Bjargar og Kristjáns,
og mátti segja, að þetta væri mitt
annað heimili yfir 30 ár.
Annars er það sannleikur um
Sauðárkrók, að hann dró að sér
þótt fátækur væri, marga athafna-
sama fyrirmyndarborgara, sem
gerðu þar garðinn frægan og gera
það enn í dag. Má vera, að þetta
fagra hérað eigi einhvern þátt í
slíku aðdráttarafli.
Eiríkur, vinur minn. var stakur
lánsmaður frá fæðingu, enda af
fyrirmyndar kynstofnum, eins og
áður er sagt. Snar þáttur í öllum
athöfnum Eiríks var kaupsýsla.
Hún var honum í blóð borin, enda
stundaði hann þá atvinnugrein
fram að banadægri. Þeir eru færri,
sem hægt er að segja um dána,
að þeir hafi lent á réttri hillu í
lífinu. En það hygg ég að hægt sé
að segja um Eirík, því að kaup-
sýslustarfið tók hug hans allan
frá bamæsku til banadægurs.
Eiríkur kvæntist eftirlifandi
konu sinni ungur, frú Maríu Þor-
varðardóttur, eins og áður er sagt,
en þau eru gift í Kaupmanna-
höfn 27. 11. 1920. Þau eignuðust
fjóra syni, sem allir eru búsettir
FERMINGAR
Bústaðaprestakall. Ferming í
Dómkirkjunni 2. maí kl. 10.30.
Prestur séra Ólafur Skúlason.
St>*lkur:
Anna María Bjamadóttir, Soga-
vegi 148
Ása Sigríður Þórðardóttir, Háa-
gerði 11
Ásta Benný Hjaltadóttir, Grund-
argerði 14
Ástríður Sigvaldadóttir, Teigag. 13
Erna Ósk Guðjónsdóttir, B-götu
26, Blesugróf
Friðsemd Helgadóttir, Grensásveg
56
Guðrún Bjartmarz, Steinagerði 13
Guðrún Jónsdóttir, Ásenda 19
Guðrún Steinsdóttir, Hólmgarði 39
Guðrún Marta Sigurðardóttir,
Rauðagerði 16
Helga Jónasdóttir, Básenda 1
Ingibjörg Erla Jósefsdóttir, B-götu
7 við Breiðholtsveg
Jenný Unnur Wolfram, Grundar-
gerði 17
Lilja Jónasdóttir, Bakkagerði 3
Rósa Anna Guðmundsdóttir, Langa
gerði 6
Sigríður Dagmar Agnarsdóttir,
Hrísateig 36
Sigríður Erla Sigurðardóttir, Soga
veg 52
Steinvör Birna Hreiðarsdóttir, Snæ
landi, Blesugróf
Sólveig Leifsdóttir, Akurgerði 14
Valgerður Júlía Þórs Ingvadóttir,
Sogaveg 172
Drengir:
Ágúst Þórðarson, Skeiðarvog 97
Anton Örn Guðmundsson, Soga-
veg 20
Árni Ómar Sigurðsson. Skógar-
gerði 5
Ásmundur Magnússon, Bústaðaveg
83
Birgir Óskarsson, Réttarholtsv. 51
Einar Bjarnason, Suðurgötu 66,
Hafnarfirði
Gísli Benediktsson, Grundarg. 19
Guðni Gunnarsson, Akurgerði 19
Gunnar Gíslason, Ásgarði 67
Gunnar Halldór Þorsteinsson,
Teigagerði 3
Gylfi Ómar Héðinsson, Ásgarði 123
Hörður Ásgeirsson, Bústaðav. 97
Hörður Héðinsson, Ásgarði 123
Tngvi Theodór Agnarsson, Hrísa-
teig 36
Kristinn Ómar Sigurðsson, Ilæðar-
garði 50
Kristján Jóhann Tryggvason, Akur
gerði 48
Ragnar Þorsteinn Ragnarsson,
Hæðargarði 52
Símon Johnsen Þórðarson, Hæð-
argarði 52
Sverrir Brynjólfsson, Grundar-
gerði 6
Theodór Magnússon. Akurgerði 12
Tryggvi Baldursson, Sogavegi 53
Þórhallur Jón Jónasson, Akurgerði
34
Þórarinn Sæmundsson, Langagerði
30
Örn Sigurðsson, Langagerði 66
Ferming Mosfelli sunnudaginn 2.
maí kl. 11. Séra Bjarni Sigurðsson.
Drengir:
Jóel Kristinn Jóelsson, Reykjahlíð
Kjartan Júlíus Jónsson, Hraðast.
Stúlkur:
Signý Jóhannsdóttir, Dalsgarði
Þómnn Bjarnadóttir, Mosfelli
Ferming Lágafelli sunnudag. 2.
maí kl. 14.
Drengir:
j Brynjar Viggósson, Markholti 7
Daníel Guðmundsson, Lykkju
Páll Ámason, Reykjalundi
Reynir Óskarsson, Hlíðartúni 5
Þorsteinn Guðmundsson, Þormóðs-
dal
Stúlkur:
Bryndís Erla Eggertsdóttir, Álaf.
Eygló Ebba Hreinsdóttir. Mark-
holti 6
Guðbjörg Þórðard., Reykjaborg
Guðrún Lára Aradóttir. Reykja-
* seli
Helga Haraldsdóttir. Lágafelli
Helga Marta Hauksdóttir. Helga-
felli
Hrafnhildur Steingrímsdóttir. Sel-
ási 23a. Reykjavík
Kolbrún Gestsdóttir, Úlfarsá
María Ewör Halldórsdóttir Kolla-
firði
Valgerður Hermannsdóttir, Helga-
stöðum
í Reykjavík, Kristján hæstaréttar-
lögmann, Sigurð skrifstofustjóra,
Örn siglingafræðing og Þorvarð
Áka iðnrekanda.
Eiríkur og frú María fluttust til
Sauðárkróks fljótlega eftir gifting
una og voru þar eitthvað, en til
Akureyrar fluttust þau þaðan ár-
ið 1923 og áttu þar heima til árs-
ins 1952, en þá fluttust þau til
Reykjavíkur og áttu þar heimili
úr því.
Þegar Eiríkur var á Akureyri
rak hann þar fyrst verzlun og
síðan saumastofu, en eftir að
hann flutti til Reykjavíkur stund-
aði hann ýmis kaupsýslustörf til
dánardægurs.
Ég get ekki skilizt svo við þenn-
an þátt, að ég ekki minnist lítils-
háttar á syni Eiríks og frú Maríu.
Þeir elztu dvöldu oft hjá
afa sínum og ömmu á Sauðárkróki
og þar sá ég þá dögum oftar. Ég
minnist þessara ærslafullu stráka,
þróttmiklu og skemmtilegu, sem
voru afa og ömmu svo kærir og
sólargeislar þeirra í ellinni, eins
og öll barnabörnin. Á Akureyri
sá ég þá oft heima hjá foreldrun-
um á árunum 1947, 1948 og 1949,
þá voru þeir vaxnir upp í það að
vera orðin gervileg ungmenni og
að sjálfsögðu með frjálsmannlegri
framkomu, því að slíkur var heim-
ilisbragur hjá foreldrum þeirra.
Að lokum flyt ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Eiríks heitins, eftirlifandi
systkina hans, Björns Kristjáns-
sonar heildsala í Reykjavík og
fröken Sigríðar Kristjánsdóttur,
er lengi stundaði föður þeirra,
Kristján kaupmann eftir að hann
var orðinn gamall og slitinn og
gerði það með prýði. Virtist vera
að hún vissi hug gamla héraðs-
höfðingjans þegar gesti bar að
garði. Þá fylgja og hér með mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur til
sona hans og síðast en ekki sízt
til konu hans, frú Maríu Þorvarð-
ardóttur, minnar indælu skólasyst-
ur og fyrirmyndarhúsfreyju.
10. 4. 1965.
Gamall æskuvinur Eiríks heitins.
Ferming í Hallgrímskirkju kl.
2 e.h. sunnud. 2. maí 1965 — Sr.
Jakob Jónsson.
Drengir :
Ari Kristján Sæmundsson, Guð-
rúnargötu 9
Friðrik Ásmundsson Brekkan,
Bugðulæk 1
Guðjón Steingrímur Guðjónsson,
Eiríksgötu 25
Halldór Valdimarsson, Skólavst. 9
Ingibergur Ágústsson, Laugav. 68
Jóhann Arngrímur Kristjánsson,
Álftmýri 52
Magnús Loftsson,, A-götu 4, Blesug
Sigurður Sigurðsson, Miklubr. 13
Stúlkur;
Jóhanna Margrét Jónsdóttir,
Lindargötu 56.
Anna Jóna Halldórsd., Eskihl. 6a
Ragnheiður Stefánsdóttir, Ásgarði
151
um, en auk þess er sérfróðum
íhlaupamönnum oftast greidd
hærri laun en fastamönnum.
Litlar eða engar líkur eru til
að hinir erlendu flugmenn fái
hærrí kaupgreiðslur en hér grein-
ir eða kr. 53.750.00 og er þá orðið
mjótt á munúnum, ef miðað er
við íslenzka flugmenn, sem þó
hafa verið fastráðnir og njóta
allra forréttinda til atvinnu hér á
landi.
Að öðru leyti er ekki ástæða til
að svara blaðaskrifum þeím, sem
birzt hafa að undanförnu.”
RAUNHÆF STYTTING . . .
Framihald af bls. 19.
— Eins og stendur er ástand
ið nokkuð alvarlegt. f dag, þeg-
ar allt byggist á vélvæðingu og
tæknimenntun, hefur verið svo
um hnútana búið hvað lífskjör
járnsmiða snertir, að erfitt er
að fá menn í stéttina. Járnsmið
ir hafa hreinlega farið yfir í
önnur og oft óskyld störf, þar
sem þeir fá mun betri kjör. Ef
áframhald verður á þessari þró
un, þá er voði fyrir dyrum í
járniðnaði landsins.
— Er erfitt að fá lærlinga?
— Það er ekki aðallega það,
heldur hitt, að þegar menn eru
búnir að læra, þá fara þeir í
aðra vinnu, sem er bæði hrein-
legri og betur borguð. Þetta er
mál málanna hjá okkur, en ég
held, gð Hannibal Valdimars-
son sé sá eini, sem eitthvað
hefur hreyft þessu máli. Hann
hefur lýst því yfir, að ef máli
þessu verði ekki sinnt, þá muni
járniðnaðurinn leggjast niður.
Og hvað gera td. útgerðarmenn
ef svo illa skyldi fara? — sagði
Marteinn að lokum.
GREINARGERÐ
Framhald af bls. 23
ir af hálfu Loftleiða h. f., enda
óþarft að taka fram að stjórnend
um félagsins var með öllu ókunn-
ugt um atvik það, er flugmenn
kærðu yfir til sakadómara. Virðist
þar um einkennilega tilviljun að
ræða vegna rafkerfisbilana, sem
aftur leiddi til óróleika í tauga
kerfi hlutaðeigandi flugmanna.
Þarf ekki að ’-æða það mál fram-
ar
5. F.í A og “instakir flugmenn
fullyrða ! skrifum sínun, að amer
ískir fluemenn sem til Loftleiða
h f. hata verið ráðnir bafi kaup,
er nerru) 80 þús ? mánuði Kaup
þeirra er $1,250,- á mánuði fyrir
70 klst., en af þeirri fjárhæð
greiða þeir umboðslaun til amer
ískrar ráðningarstofu. Fjölskyld
ur sínar kosta beir í Bandaríkjun
MINNING
Framhald af bls. 27.
góð móðir. Er því mikill sjónar-
sviptir að fráfalli hennar. En góð-
ur orðstír lifir lengi með öldum
og óbornum. Það er huggun
harmi gegn.
Björg heitin var til moldar bor-
in að Hofi á sólbjörtum degi í
einu því fegursta veðri, sem kem-
ur um Austurland. Ljósið ei; hún
tendraði ung á heiðarbýlinu lága
fylgdi henni síðasta spölinn á jarð
neskri braut, áleiðis til hárra him-
insala. Svo til öll sveitin fylgdi
þessari vinsælu konu til hinztu
hvílu, en því miður gat ég, sem
þessar línur skrifa, ekki verið
með í hópnum. En ég veit, að þessi
látna kunningjakona mín tekur
þar viljan fyrir verkið. Það er
háttur góðra kvenna og manna,
því andinn skynjar oft fleira en
augað sér. Ég þakka þér svo, Björg,
fyrir margra fyrri ára góða kynn-
ingu og óska að þessar fáu síð-
búnu línur, mættu verða sem eitt
blað í þeim minningasveig, sem
þér er bundinn af öllum þínum
vandamönnum og vinum.
Björg! Þú varst í einu og öllu
.sönn íslenzk kona, því „ilmur
horfinn innir fyrst, hvers urta
byggðin hefur misst.“
Vertu sæl.
Stefán Ásbjarnarson
Guðmundarstöðnm.
SVEIT
15 ára stúlka óskar eftir
að komast í sveit í sumar.
Upplýsingar í síma 1595.
Vestmannaeyjum
milli kl. 11—12 árd.