Morgunblaðið - 13.12.1951, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1951, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1951 ^ í 2 í GffiR svaraði Ejarni Benedikts- «on dómsmálaráðherra, fyrir- spurnum Skúla Guðmundssonar varðandi rannsókn þá sem íarið fiefir fram á atvinnurekstri Kelga Benediktssonar í Vestmanr.aeyj- um. Kom þá i ljós, að Helgi Bene- diktsson hefir ekki allt sem hrein ast í pokahorninu og er rannsókn ~á máli hans mjög umfangsmikil .og stoðugt nýtt og nýtt að koma Í ljÓ3. KELGI BEN. FLUTTI INN VÖttU« ÁN INNFLUTNINGS- LEYFA Tók Skúli Guðmundsson fyrst -til máls og hafði í frammi rr.ikil «tóryrði um framkvæmd rann- sóknarinnar og lét í veðri vaka að -einungis væri hér um að ræða -ómaklegar ofsóknir gegn Helga Benediktssyni. Bjarni Benediktsson dómsmála ráðherra, svaraði því næst fyrir- epurnum Skúla og skýrði nokkuð f í á gangi alls þessa máls. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar var um, hvert tilefnið hafi verið fyrir að rannsókn gegn Helga Ben. var hafin 1948. Þessu gvaraði dómsmálaráð- .herrann á þessa leið. Með bréfi þáverandi viðskipta- nefndar til dómsmálaráðuneytis- ins. dags. 2. júni 1948, tilkynnti nefndin, að með skipum Helga Benediktssonar, Vestmannaeyj- um, m/s Helga V.E. 333 og m/s Helga Helgasyni, V.E. 343, hefðu verið fiuttar til landsins vörur er ongin innflutningsleyfi hafi verið gefin fyrir, svo sem hljóðfæri og .glervara. Nefndinni hafi ekki "t.ekist að afla fullnægjandi gagna um innflutning þennan og haft hún því ákveðið að senda ráðu- neytinu málið. ___ . ■GUNNAR A. PÁLSSON SKIPAÐUR VEGNA MIKILLAR REYNSLU í RANNSÓKN J5LÍKRA MÁLA Um þetta-leyti var sýnt, að þá- verandi bæjarfógeti í Vestmanna •eyjum, Sigfús M. Johnsen, gæti •ekki komist til að sinna þessari rannsókn. Var því Gunn- ar A. Pálsson, lögfræðingur, skip- aður til þess, með sérstakri um- boðsskrá, dags. 13. júlí 1948, að framkvæma rannsókn í máli þessu, enda hafði Gunnar þá haft með höndum rannsókn ýmissa mála, varðandi innflutning m. a. rannsókn á starfi viðskiptaráðs, og hafði því mikla reynslu í rann sóknum slíkra mála. Umboðsskrá þessi náði eingöngu til þess að rannsaka innflutning nefndra skipa Helga Benediktssonar á tímabilinu 1. maí Í948 til dagsetn ingar umboðsskrárinnar 13. júlí sama ár. HAFÐI MARGT ÓHREINT í POKAHORNINU Við þessa rannsókn kom margt í ljós, er þótti benda til að um rnun víðtækari brot væri að ræðk, svo sem gjaldeyrisbrot í sam- bandi við greiðslu á hinum inn- iluttu vörum og gjaldeyrisvan- £kii, verðlagsbrot, rangar skýrsl- ur til yfirvalda, innflutningur á vörum án tilskilinna leyfa, toll- lagabrot o.’-fl. Þótti því rétt að víkka starfssvið rannsóknardóm- arans og var það gert með við- bótarumboðsskrá, dags. 5. júlí 1950, og jafnframt ákveðið, sam- kvæmt ábendingu rannsóknar- -dómarans, að fram skyldi fara ítarleg rannsókn á bókhaldi Helga Benediktssonar árin 1948, 1949 og 1950. Bókhaldsrannsókn þessari er nú nýlega lokið og hef- ir rannsóknardómarinn sent ráðu neytinu málið til fyrirsagnar. MÁLIO UMFANGSMIKIÐ OG FRFITT VIÐFANGS Annar liður fyrirspurnar Skúla Guðmundssonar var um, hvort dómsmálaráðherra væri kunnugt ' um „ó’sæmilega og vítaverða fram komu setudómarans og aðstoðar- manna har.s gegn rannsóknar- þola við meðferð málsins." Svar Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráðherra var þannig: Mér er ekki kunnugt um ósæmi lega og vítaverða framkomu setu dómarans og aðstoðarmanna hans gegn rannsóknarþola við meðferð málsins. Eg tel að vísu að um of hafi orðið dráttur á málinu og hefi fundið að honum við dómar- ann, en er þó sannfærður um a? enn meiri dráttur hefði orðið, ef málið hefði verið tekið af dóm- araníim og fengið öðrum, enda hefur dómarinn fært ýmsar ástæð ur fyrir drættinum, sem á sínum tíma verða efaust metnar af æðra dómi, ef mál verður höfðað og hfildur áfram, t. d. það hve málið sé umfangsmikið, veikindi endur- skoðanda o. fl. Hefi ég skýrslur endurskoðanda hér með höndum og er auðsætt, að ekki hefir verið flýtisverk að semja þær né auð- velt að brjótast fram úr rann- sóknarefninu. Sýndi ráðherra þingheimi 3 þykkar bækur, sem höfðu rann- sóknina að geyma, og bauðst til þess að leyfa Skúla Guðmunds- syni að skoða sýnishorn bókhalds Ilelga. En Skúli tók því íálega og virtist engan áhuga hafa fyrir því, að kynna sér frumheimildir málsins. RÁÐSTAFANIR GERÐAR TIL AÐ HRADA MEBFERÐ OPINBERRA MÁLA Siðan hélt ráðherrann áfram: Ýms önnur mál út af gjaldeyris vanskiium hafa líka dregist mjög mikið í meðförum dómenda, t. d. var eitt slíkt mál kært af við- skiptamálaráðuneytinu 23. ágúst 1949 til sýslumannsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en endan- leg rannsókn í því máli barzt dómsmálaráðuneytinu ekki fyrr en 27. okt. s.l., eftir eftirrekstur ' af minni hálfu, og hefir það nú verið aígreitt til dómsálagningar, og er þar um ólikt einfaldara og óbrotnara mál að ræða en þetta. Tel ég nauðsynlegt, að ráðstaf- anir verði gerðar til að fiýta meir meðferð mála en lengi hefur tíðkast og mun ég gera sérstakar ráðstafanir til þess, ef ég verð áfram í þessari stöðu og hefi þeg- ar hafið undirbúning þess. GRUNUR UM Æ FLEIRI SAKAREFNI KOMA í LJÓS Einnig má á það benda, eins og fram kemur hér að framan, að rannsóknin hefur leitt í ljós grun um æ fleiri sakarefni og nú síðast 9. nóv. s.l. barst ráðuneytinu, að visu alveg óháð þessari rannsókn, kæra frá núverandi verðgæzlu- stjóra þess efnis, að trúnaðar- menn hans hefðu staðreynt tölu- vert umfangsmikil verðlagsbrot hjá Helga Benediktssyni á tíma- bilinu eftir að viðbótarumboðs- skráin var gefin út og til 10. júlí 1951, og er nú til athugunar hvað gert skuli af þessu tilefni. Tveir starfsmer.n verðlags- stjóra, sem sendir voru til aðstoð- ar við rannsókn rnálsins, hegðuðu sér að starfi sínu loknu öðru vísi en vera ber, og hefur mál verið höfðað gegn þeim af því tilefni, og kemur það þessu máli út af fyrir sig ekki við. VARHUGAVERT F,F RÁÐHERRA SKIPTíft UM DÓMARA AJ9 VÍLD Viðvíkjandi síðasta lið fyrir- spurnar Skúla Guðmundssonar um hvort dómsmálaráðherra sjái ekki ástæðu ti að taka rannsókn málsins gegn Helga Benedikts- syni úr höndum setudómarans sagði ráðherrann: Mér hefur ekki borist nein sú vitneskja, sem réttlæti að taka málið úr höndum dómarans, og tel ég á engan hallað þótt sagt sé, að nokkuð mikla trúgirni þurfi til þess að trúa frásögnum Helga Benediktssonar um viðskipti þeirra. Vil ég og almennt lýsa því yfir og án sérstakrar hliðsjónar til þessa máls, að það er mjög varhugavert, ef ráðherra skiptir um dómara að vild sir.ri. Sak- borningur hefur hinsvegar í hendi sér jafnt í þessu máli sem öðrum, að krefjast úrskurðar dómara um að hann víki sæti i málinu, sbr. 124. gr. laga um með- ferð opinberra mála nr. 27 1951, og mætti síðan kæra þann vir- skurð til Hæstaréttar að uppfyllt- um skilyrðum 171. gr. sömu laga. ER EITTIIVAD GRUGGUGT VID AFGREIÐSLU HELGA BENEDIKTSSONAR í VESTMANNAEYJUM í þessum umræðum gerði Ingólfur Jónsson þá fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar, hvort rann sókn sú sem hér væri um að ræða á starfsháttum Helga Benedikts- •teonar næði einnig til starfsemi hans fyrir hönd Skipaútgerðar ríkisins. Ríkisstjórninni væri sennilega Ijóst að Helgi Ben. annaðist af- greiðslu í Vestmannaeyjum fyr- ir Skipaútgerð ríkisins. Mætti merkilegt telja ef ríkisstjórninni væri ekki kunnugt um að af- greiðslunni er á ýmsan hátt ábóta vant. Sagði Ingólfur Jónsson að hann þekkti vel til fyrirtækis sem hafi sent Helga B. vörur fyrir allt að 20 þús. kr. í póstkröfu með Vest- mannaeyjabátnum snemma á s.l. sumri. Vörur þessar hafi Helgi Benediktsson tekið og selt án þess að greiða póstkröfuna. Póstkraf- an væri enn ógreidd og hyggðist Paitonsbrúin fræga rifin í síðustu heimsstyrjöld var þessi brú byggð af verkfræðingadeild úr brezka hernum, er hann var kom- inn að bökkum Rínar, í sókn sinni inn í Þýzkaland. Brúin var skírð eí'tir hinum fræga hershöfðingja; Bandaríkjamanna, Patton. Nú hafa verið byggðar tvær nýjar brýr yfir fljótið og er þá hlutverki þefcs-| arar mikiivægu brúar talið lokið og er nú verið að rífa hana. fyrirtækið því að höfða mál a hendur Skipaútgerðarinnar sem væri í ábyrgð vegna afgreiðslunn ar í Vestmannaeyjum. Taldi Ingólfur óiíklegt að þetta væri eina dæmið um óráðvendnS í afgreiðslunni og mætti því ætla að um jafnvel stærri fjárhæðin væri að ræða, sem líkt stæði á með. tj Gæti því átt sér stað, að Skipa- útgerðin ætti von á málssóknum úr fleiri áttum. Viidi Ingólfur fá að vita hvort ríkisstjórnin ætlaði að láta það afskiptalaust að Skipa útgerð ríkisins héldi áfram að nota mann sem hagar sér óráð- vandlega í starfi. ] ÆTTI AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAK Á ÓVIRÐINGAR ORÐUM SÍNUM Skúli Guðmundsson kvaddi sér aftur hljóðs í þessum umræðum og tók þá enn upp hanzkann fyrir Helga Benediktsson og fór mikl- um óvirðingaroroum um endur- skoðanda þann er rannsakað hef* ir bókhald Helga vegna þess að hann hefði setið að drykkju eitt kvöld í Vestmannaeyjum meðan á rannsókn málsins stóð. Benti Bjarni Benediktsson á að hér hefði Skúli látið sér um munn fara stóryrði sem hann ætti að beiðast afsökunar á, endi hittu þau engan fremur en skjólstæð- ing hans sjálían. T. d. væri það kunnugt að sjálfur Helgi Bene- diktsson héldi nú, er hann er for- setf bæjarstjórnar í Vestmanna- eyjum, miklar drykkjuveizlur, 1 ÓLÖGLEG ÁLAGNIN Á IIENGILÁS OG BRÝNI 10—20 ÞÚS. KR. Ut af því, sem dómsmálaráð- herra skýrði frá varðandi kæru frá núverandi verðgæzlustjóra um verðlagsbrot Helga Benedikt3 sonar s.l. sumar, þá vildi Skúli sem minnst úr því gera og sagði að brotið hefði aðeins verið það, að selja hengilás og brýni of háu verði. Dómsmálaráðherra upplýsti að hengilásinn og brýnið mundu þá hafa verið seld fyrir ærið hát(3 verð, því að skv. upplýsingum sem hann hafi fengið hjá full- trúa í dómsmálaráðuneytinu þá næmi þessi ólöglega álagning Helga Benediktssonar hvorki meira né minna en á milli 10 og 20 _bús. krónur. Álagningu væri einkennilega háttað í kjördæmi Skúla Guð- mundssonar ef honum fyndisl það ekki mikið að leggja 10—2G þús. kr. á einn hengilás og brýni, Vegna fyrirspurnar Ingólfð .Jónssonar kvaðst ráðherrann ekki hafa kynnt sér það mál og gæti því ekki gefið upplýsingar, um það að svo stöddu, endá hevrði skipaútgerðin að þessU leyti ekki undir sig. i -----------------■• , Ríkisstjórninni faiið að koma á verð- jðínun á olíum og benzíni TILLAGA SÚ, sem Sigurðufl Ágústsson þingmaður Snæfell- inga bar fram í sameinuðu þingi, um að rikisstjórnin komi á verð- jöfnun á olíum og benzíni í land- inu, var samþykkt óbreytt í gært setn ályktun Alþingis. \ Allsherjarnefnd hafði athugac5 tillöguna gaumgæfilega og mæltl með að hún yrði samþykkt. Jafn- framt beindi nefndin því til ríki3 stjórnarinnar að hún gefi því góð ar gætur, að útsöluverð á olíum og benzíni hækki ekki vegna verðl jöfnunarinnar. I , Enníremur ef torvelt reyndisl að koma þessu í framkvæmd ára sérstakrar lagasetntngar, þá teluij nefndin, að ríkisstjórnin eigi að koma málinu íram með seth- ' ingu bráðabirgðalaga.......Jj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.