Morgunblaðið - 13.12.1951, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 13. des. 1951
^Jsvenbjócíin oa ^JJeimiÍJ
Jólabaksfurinn ,
JÍÓKOS-MAKRÓNUR
2 eggjahvítur
100 gr. sykur
90—100 gr. kókosmjöl
Hvíturnar eru þeyttar vel stíf-
ar, sykrinum hrært saman við,
gíðan kókosmjölinu.
Sett með teskeið á vel smurða
plötu. Bakað með meiri yfirhita
í 10 mínútur.
yANILIE-KRANZAR
250 gr. hveiti
200 gr. smjörlíki
60 gr. möndlur (vel malaðar)
Vz egg
150 gr. sykur
V2 stöng vanilie, eða 1 tafla.
Hnoðast saman og kökunum
annað hvort sprautað á smurða
plötu í hringi, ellegar deigið látið
fara í gegnum hakkavél (með
þar til gerðri blikkplötu). Kem-
ur það þá í gáróttum lengjum,
sem skornar eru í hringi. Bakast
Jjósbrúnt.
HNOÐUÐ TERTA
m. kókosmjöli
500 gr. hveiti
, 500 gr. sykur
j 500 gr. smjörlíki
250 gr. kókosmjöl
2 egg.
3 tsk. gerduft.
Hnoðast allt saman, flatt út.
Bakað ljósbrúnt, við góðan hita.
Lagt saman með sveskju- eða
þðru ávaxtamauki.
ÞJÓFASTRÁKAR
250 gr. smjörlíki
250 gr. sykur
375 gr. hveiti
75 gr. möndlur.
Möndlurnar eru saxaðar mjög
fínt. Síðan er allt hnoðað vel
saman. Deigið síðan látið bíða í
2 klst. Þá er það flatt út með
kökukefli. Stungnar út litlar kök-
ur (m. glasi), sem eru látnar á
yel smurða plötu og bakast þær
við mjög lítinn hita og eiga þær
að vera mjög ljósar.
Þegar kökurnar eru búnar, eru
þær lagðar saman tvær og tvær
á meðan þær eru heitar, með
appelsínumauki, eða öðru ávaxta-
mauki á milli.
Áríðandi er að leggja kökurnar
saman á meðan þær eru heitar
og þess ber að gæta að hafa
maukið ekki of þunnt, þá linast
kökurnar síður.
Þær eru sérstaklega góðar með
Jólasælgæfi
ÓDÝRT, EN GOTT SÆLGÆTI
HANDA BÖRNUM
Suðusúkkulaði er brætt yfir
gufu, og þegar það er bráðið er
því hellt í smurt fat, sem í er
annað hvort „corn flakes“ eða
ennþá betra „Kix“ (cripsy eorn
puffs), sem hvort tveggja fæst í
verzlununum. Þetta er látið stífna
og síðan er það skorið í mátulega
bita.
SALTAR MÖNDLUR
Möndlurnar afhýðast, þurrkast
mjög vandlega. Því næst skulu
þær bakast á pönnu í salatolíu. J
Þegar þær eru orðnar ljósbrúnar,1
eru þær látnar á grófan pappír, J
til þess að olían geti runnið af
þeim. — Þegar möndlurnar eru
orðnar þurrar er þeim velt upp
úr eggjahvítu og þar á eftir upp
úr grófu salti.
RJÓMAKARAMELLUR
300 gr. sykur
, 1 dl. rjómi
25 gr. smjörlíki
Helmingur af sykrinum er hit-
aður upp á plötu yfir mjög væg-
um hita. Hinn helmingurinn skal
hrærast saman við rjómann og
emjörið yfir vægum hita. Gætið
Framh. á bls. 12.
Jé&ilSlCIlllUl!
Hvorki fást jólatré né greinar kreiki um það að selja eigi nokkr
að þessu sinni, svo að það verður ar íslenzkar furugreinar. Ef þér
vandkvæðum bundið að skreyta verðið ein þeirra heppnu, þá eru
hjá sér á jólunum núna, en við hérna nokkrar hugmyndir um,
reynum samt. — Raddir eru á hvernig skreyta má.
Gamall, fallegur diskur er
hafður í miðjunni. í kringum
hann.er raðað 6 kertum. Furu-
greinunum er síðan raðað í kring
um diskinn, þannig að þær skýli
Jólagjafir
kertastikunum. Eplum er svo
raðað ofan á greinarnar. Þetta
er mjög smekklegt eins og mynd-
in sýnir.
í GAMLA daga þótti öllum,
ungum og gömlum, gaman að
því að fá nýja svuntu í jólagjöf.
En nú eru jólagjafirnar orðnar
Úr því að við fáum ekki jóla-
greinar, þá skulum við grípa til
þess ráðs að skreyta með hvít-
máluðum birkigreinum. Til þess
að þær verði ennþá fallegri, er
hægt að yefja silkipappír utan
um greinarnar á meðan málning-
in er vot. Greinarnar verða bústn
ari og virðast líflegri. Og þegar
Ijósið skín á þær, glitra þær eins
og ískristallar.
öðruvísi og engum dettur lengur
í hug að gefa svuntu.
Af hverju saumið þér ekki
svuntu handa litlu stúlkunni yð-
ar? Hérna er failegt snið af
svuntu, og nóg er til af litskrúð-
ugum og skrautlegum efnum í
verzlunum núna. Þetta gæti orð-
ið skemmtileg og tiltölulega ódýr
jólagjöf.
Kristmann Guðmundsson skrifar m
BÓKMENNTIR
Eigið þér ekki einhverja ný-
gifta kunningjakonu? Þarna er
. tilvalin jólagjöf handa henni.
Þetta er saumað úr skrautlegu'
efni, bæði fer lítið efni í það, auk j
þess sem það er fljótlegt að búa .
Merkir íslendingar V.
Þorkell Jóhannesson bjó
til prentunar.
Bókfellsútgáfan.
FIMMTA bindið af ritsafni þessu
er nú komið út, og er það án efa
hið bezta. 1 því birtast tíu ævi-
sögur, er eiga það allar sameigin-
legt að vera bæði fróðlegar og
skemmtilegar aflestrar. Tvær
þeirra hafa ekki birst á prenti
áður, en þótt hinar hafi verið
prentaðar, eru þær vandfengnar
og í fárra höndum. — Efisskrá
bókarinnar er sem hér segir:
Oddur Sigurðsson, eftir Jðn
Ólafsson.
Skúli Magnússon, eftir Jón
J akobsson.
Bjami Pálsson, eftir Svein Páls-
son.
Jón Espólín, eftir sjálfan hann.
Ólafur Sivertsen.
Magnús Eiríksson, eftir Haf-
stein Pétursson.
Þorkell Eyjólfsson.
Jón Thoroddsen, eftir Jón Sig-
urðsson.
Kristján Jónsson, eftir Jón
Ólafsson.
Bjarni Jónsson, eftir Benedikt
Sveinsson.
Þorkell Jóhannesson, er sér um
útgáfuna, hefur ritað formála, og
gerir í honum grein fyrir hverrí
einstakri ævisögu. Er stuðst við
hann um heimildir í því, sem hér
er um sögumar sagt.
Ævisaga Odds lögmanns Sig-
urðssonar, eftir Jón Ólafsson úr
Grunnavík, er ekki skipulega sam-
an sett. Þetta em drög og all sund-
urlaus, en eigi að síður skemmti-
leg aflestrar, líkt og þættir þeir
er birtust í bjórða bindi ritsafns-
ins, eftir Jón.
1 ritsafni þessu hefur áður birtst
ævisögubrot Skúla Magnússonar,
eftir hann sjálfan. En hér er
prentuð ævisaga hans eftir Jón
Jakobsson sýslumann á Espihóli,
föður Jóns Espólíns. Er hún læsi-
lega rituð og hin fróðlegasta. En
höf. var vel kunnugur Skúla land-
fógeta og dregur upp allskíra
mynd af þessum mikla hugsjóna-
og dugnaðarmanni.
Þá er ævisaga Bjarna Pálsson-
ar landlæknis, rituð af tengda-
syni hans, Sveini lækni Pálssyni.
Var hún tvívegis prentuð áður,
í Leirárgörðum árið 1800, og á
Akureyri 1944. Sagan er ein af
þeim beztu í ritinu, enda fjallar
hún um stórbrotið mikilmenni, og
höfundur hennar sjálfur nógu
stór til að skilja kosti þess og
galla.
Ævisaga Jóns Espólíns var rit-
uð á dönsku af honum sjálfum,
en Gísli Konráðsson snéri henni
á íslensku og fullyrðir útgefandi
að hann hafi samið niðurlag henn-
ar. Sagan er fróðleg og skemmti-
leg, en í henni er, meðal annars,
sagt frá einkalífi og heimilishátt-
urn ýmsra merkra manna á landi
hér á ofanverðri átjándu öidinni.
Hún var áður prentuð í Höfn árið
1895. Er þetta lengsta sagan í
bókinni, eða 167 bls.
Ævisaga Ólafs prófasts Sívert-
sen í Flatey var áður prentuð í
Reykjavík 1862. Útgefandi telur
hana, að stofni til, eftir sjálfan
hann, en getur þess, að Þorvaldur
bróðir hans í Hrappsey og séra
Guðmundur Einarsson á Kvenna-
brekku, tengdasonur Ölafs, muni
hafa lagt hönd að samningu henn-
ar.
Ævisögur Magnúsar Eiríksson-
ar og Þorkells Eyjólfssonar eru
báðar hinar merkustu. — Þá er
ævisaga Jóns Thoroddsens eftir
Jón Sigurðsson, vel og skemmti-
lega rituð, þótt stutt sé og víðast
stiklað á stóru. — Stutt er einnig
ævisaga Kristjáns Jónssonar
skálds, en af samúð og skilningi
skrifuð af Jóni Ólafssyni.
Síðust er ævisaga Bjarna Jóns-
sonar frá Vogi, eftir Benedikt
Sveinsson. Hefur hún áður birst
í Andvara. Voru þeir Bjarni og
Benedikt samherjar í sjálfstæðis-
baráttunni á árunum 1903—1913
og er mjög skilmerkilega frá þeim
málum sagt. Er saga þessi ein
hin merkasta í bókinni.
Vonandi heldur ritsafn þetta
áfram að koma út, þótt nokkuð
þrengist um bókaútgáfu á þess-
um tímum. Er það svo merkilegt,
svo vel til þess vandað og svo vel
fallið til lestrar handa almenn-
| ingi, að stór skaði væri ef því
væri eigi haldið áfram. Útgáfa
þess ætti að verða styrkt af opin-
beru fé, ef hún fær ekki staðið
undir sér sjálf.
Efnisskrá um öll bindin fylgir
bók þessari. Hafa alls sjötíu og
sjö ævisögur og þættir birst í rit-
safninu.
íslenzkar þjóðsögur og
ævintýri, 2. útgáfa.
Einar Ól. Svcinsson tók
saman. — Mcð myndum
eftir ísl. listamcnn.
Leiftur.
ÞAÐ er í raun og veru gleðilegt
tímanna tákn, að þörf skuli vera
fyrir aðra útgáfu af safni sem
þessu, sex eða sjö árum eftir að
hin fyrri kom út. Þetta er þó allt
saman dregið úr öðrum bókum,
sem margir eiga. Áhugi manna
fyrir þjóðsögum og sagnaþáttuhi
bendir til að þjóðin hafi fulla
skynjun á verðmætum okkar fornu
menningar og er það vel.
Þetta er gríðarstór bók, tæpar
500 bls. í miklu broti, og kennir
að vonum í henni margra grasa.
Alls munu vera um tvö hundruð
sögur í safninu og allflestar sóttar
í safn Jóns Árnasonar. •—■ Satt
best sagt fæ ég ekki skilið hvers-
vegna bókin ber ekki nafn hans,
fremur en Einars Ól. Sveinssonar?
l*r þá ekki alveg eins hægt að
prenta úrval úr safni Sigfúsar
gamla Sigfússonar og kalla það
„Þjóðsögur — J. J. Jónsson tók
saman"?
Því skal þó engan veginn neit-
að, að vel er valið í bókina og
formáli prófessorsins góður. Bók-
in er hin vandaðasta, að öllum
frágangi og eiguleg mjög. Hún er
prýdd myndum eftir sjö ágæta
listamenn, þá Ásgrím Jónsson,
Einar Jónsson, Guðmund Thor-
steinsson, Halldór Pétursson, Jó-
hannes Kjarval, Kristinn Péturs-
son og Tryggva Magnússon. Eyk-
ur það, að vonum, gildi hennar.
Ævintýri og sögur.
Eftir H. C. Andersen.
Björgúífur Ólafsson þýddi.
Myndir eftir Þórdísi
Tryggvadóttur.
Leiftur.
MEÐ útgáfu þessari er bætt úr
brýnni þörf, því okkur er það,
sem menningarþjóð, eigi sæmandi,
að ævintýri Andersens fáist ekki
á íslenzku í bókaverzlunum!
En langt er nú síðan þau voru
tiltæk almenningi, því þýðing ■
Steingríms Thorstcinssomy, sem
gefin var út stuttu eftir síðustu
aldamót, hefur lengi verið ófáan-
leg. Ætti þó hvert einasta barn
— og ekki síður fullorðnir! — að
lesa þessar gullfögru sögur, sem
vart eiga sinn líka. Það er vitað,
að næst á eftir Biblíunni og fá-
einum helgum bókum öðrum, eru
ævintýri Andersens þýdd á flest
tungumál. Og þau eiga það sann-
arlega skilið.
Erfitt er þó að þýða gamla
manninn. Hann er sérstæður bæði
í stíl og máli og ekki heiglum
hent að ná blænum í frásagnar-
hætti hans. J&fnvel Steingrími
tókst það ekki allstaðar jafnvel
og má til sanns vegar færa að
þýðing hans taki nú að fyrnast
nokkuð. •— Björgúlfur Ólafsson
hefur ráðist í örðugt starf, en það
er skemmst frá að segja, að hon-
um hefur tekist vel, nokkuð mis-
jafnt, en vel, þegar á allt er litið.
Er þýðing hans góður fengur og
á mikið lof skilið. — Vonandi er
upplag bókarinnar stórt, svo það
Frh. á bls. 12. ,