Morgunblaðið - 13.12.1951, Síða 12

Morgunblaðið - 13.12.1951, Síða 12
f 12 -<~w MORGUNBL'AÐIÐ Fimmtudagur 13. des. 1951 1 - Marie Eliingsen Framh. af bls. 9 lendinga erlendi's, þá finnst mér, sem þeir standi mér nær en land- ar mínir. 50 ár reynsla hefur kennt mér, að þegar Islendingar verða á vegi mínum, þá eru þeir jafnan boðnir og búnir að leysa öll mín vandræði, eftir því sem þeir bezt geta. Svo eiginlega finnst mér, að ég hafi með árunum eign- ast nýja ættjörð, sem að minnsta kosti að sumu leyti ér mér eins hugstæð og' sú norska. Á styrjaldarárunum síðustu, er norska þjóðin átti sem erfiðast, fann ég bezt, hve drenglund og hjálpsemi er ríkur þáttur í skap- gerð íslendinga. Það verða alltaf mínar hjartfólgnustu endurminn- ingar, er mér auðnaðiit að geta annast gjafirnar, sem héðan voru sendar til Kristiansund. Bærinn var lagður í rúst og fólkið stið uppi allslaust. Hinu bágstadda fólki voru send- ar héðan nauðsynjar í svo ríkum mæli, að langt fór fram úr hinum djörfustu vonum mínum. Og það, sem bezt var. Ég fann, hve gjaf- irnar voru gefnar af góðum hug. Þegar ég kom til Noregs 1946 og gekk um Kristiansund, var þetta orðin ný borg. Fólkið var breytt, sem eðlilegt var eftir hörm ungar styrjaldarinnar, og um- hverfið óþekkjanlegt á gömlum slóðum. Ég átti blátt áfram erfitt að finna göturnar í fæðingarborg minni. En það verður svona, þegar maður eldist og ný kynslóð er tekin við. Fólkið breytist, umhverfið breytist. Við getum átt erfitt með að finna „göturnar" í hinni nýju veröld. Á þessa leið komst frú Marie Ellingsen að orði á þann látlausa hátt, sem hennar er vandi. Hef ég engu þar við að bæta. Nema því, að sennilega hefur hún aldrei gert sér fulla grein fyrir því, að allt það góða, sem hún hefur mætt á lífsleiðinni, á hún að þakka manngöfgi hennar sjálfrar, og þeim hlýhug, sem hún sjálf hefur til að bera í svo óvenjulega ríkum mæli. V. St. ★ Kveðja á sjöíugsafmælinu 13. desember 1951. Manstu hásumardagana hvítu og heiðblá og fögur kvöldin, og sól á stöfuðum seglum um sundin öll, skógana sveipaða svefnró um sumarnætur hljóðar, og hrikadýrð hárra fjalla í hvítri vetrarmjöll? Manstu haustin með húm á ströndum, er heim sneru skipin stöfnum með þungan þyt í reiða við þyngjandi sjó. Sérðu ekki enn fyrir sjónum, hve Sætesdalur er fagur með velli og víðlenda akra undir vetrarins fyrsta snjó? w Þú veizt líka, kæra vina, að vorið er Noregs undur með ösp og ungar bjarkir um angandi hlíð, er bjöllukliðurinn blandast blænum um sólheiða daga Og hásigldum knörrum er haldið á höfin blá og víð. Hann flutti þig einn þeirra forðum um fornar víkingaleiðir með honum, sem héztu tryggðum, hingað til lands. Svo gáfuð þið íslandi ótrauð æfinnar störf og daga. — Nú biðjum við þér alls hins bezta og blessum minningu hans. Haf þökk fyrir komuna, kæra, þú kaust þér í hjörtunum landnám og átt þar í kærleika óðul ofan við daganna stríð, og fléttaðir traustar taugar, sem tengja Noreg og fsland meðan hásigldir knerrir halda um höfin blá og víð. Sigurður Einarsson.' Póstburður og simagjöid verða hækkuð um áramót VEGNA VAXANDI rekstrarkostnaðar við rekstur póst- og síma- mála ,hefur stjórn þessara ríkisfyrirtækja tilkynnt að .póstburðar- gjöld og símagjöld hækkí frá næstu áramótum að felja. — í fréttatilkynningu um þetta frá póst- og símamálástjórninni segir m. a.: Vegna hins síhækkandi verð-*^ lags og þar af leiðandi hækkun- ar á öllum rekstrarkostnaði, svo og kostnaði við aðrar fram- kvæmdir, hefir þótt óhjákvæmi- legt að gera nokkrar hækkanir á gjaldskrá pósts og síma frá næstu áramótum að telja, svo sem birt er í nýútkomnum Stjórn artíðmdum. Póstburðargjöld og símagiöld hafa haldizt óbreytt síðan 1. maí 1950 eða rúmlega hálft annað ár. Á sama tíma hefir kaupgjalds- vísitalan hækkað um 44 stig, en hvert vísitölustig eykur rekstrar- gjöld pósts og síma um ca. kr. 219.000 á ári. Það skal þó tekið fram að gjaldahækkunin er að meðaltali mun lægri að hundr- aðstölu en vísitöluhækkunin. Helztu hækkanir samkvæmt hinum nýju gjaldskrám eru sem hér segir: 1. Póstburðargjöld fyrir venjuleg bréf innanbæj- ar hækka úr 50 aurum í 75 aura og innanlands og til Norðurlanda úr 1 kr. í kr. 1,25. Burðargjöld. I til annara landa hækka ekki. 2. Símagjöld: Gjöld af talsímum hækka að meðaltaii um 12—15 af hundr- aði. Umfram-símtöl við sjálfvirkar stöðvar, fram yfir 700 á ársfjórð- ungi, hækka úr 20 aurum upp í 30 aura. Símtalagjöld innanlands hækka um eina krónu hvert viðtalsbil og símskeytagjöld innanlands úr 40 aurum í 50 aura fyrir orðið. Símtala- og símskeytagjöld til útlanda hækka ekki. Hin nýja gjaldskrá gildir frá 1. janúar 1952 að undanteknum ákvæðunum um umframsímtöl, er taka gildi 1. júlí 1952. 11. 12. 1951. Bergenska varð 100 ára í gsr í GÆR voru liðin 100 ár frá stofn un Bergenska skipafélagsins og var þess minnst bæði í Osló og Þrándheimi. I Osló yoru Hákon Noregskonungur og Olafur ríkis- erfingi, í veizluhófi félagsins og við það tækifæri var Falck fram- kvæmdastjóri félagsins sæmdur hæztu gráðu St. Olafsorðunnar. í stórskipinu Venus, sem ligg ur í Osló, var fagnaður fyrir sjó- menn á skipum íélagsins, svo og í Þrándheimi á skipinu Norður- stjarnan. Lengi vel héldu skip félagsins, Lyra og Nova, uppi ferðum hing- að til lands, sem kunnugt er. — G.A. Tíu borhclur við jSkíðaskálanu í leit að vatni AÐALFUNDUR Skíðafélags Reykjavíkur fór fram s.l. þriðju- dagskvöld. í byrjun fundarins minntist formaður félagsins, Stefán G. Björnsson, Kristjáns Skagfjörðs, sem var heiðursfé- lagi Skíðafélagsins. í Skíðafélaginu eru nú um 650 félagsmenn, og eru 100 þeirra ævifélagar. í skýrslu formanns kemur í Ijós, að félagið hefur lagt í all- mikinn kostnað vegna viðhalds Skíðaskálans í Hveradölum, en skálinn var m. a. málaður og vatnslögn öll endurnýjuð. Borað- ar voru 10 holur í leit að vatni. Nam kostnaður við þetta allí um 30 þús. krónum. Stjórn félagsins var öll endur- kosin, en hana skipa: Stefán G. Björnsson, formaður, Lárus G. Jónsson, Sveinn Ólafsson, Leifur Múller, Eiríkur S. Beck, Jóhann- es Kolbeinsson og Kjartan H j altested.________ Framh. af bls. 6 endist um skeið, — en þetta er bezta barnabók, sem völ er á, og ættu foreldrar og barnavinir að minnast þess Myndir Þói'dísar Tryggvadótt- ur eru einnig ágætar handa börn- unum og í góðu samræmi við ævin- týrin. — Góð barnabók, er um leið bók allrar fjölskyldunnar! Skildi ekki þeim eldri, er lásu ævintýrin í æsku sinni, þykja góð skemmtun að rifja upp „Litlu hafmeyjuna“, „Nýju fötin keisarans", „Nætur- galan“, og „Ljóta andarungann", svo nefndar séu fáeinar af þessum sígildu perlum. Ferðir Gullivers. Eftir Jonathan Swift. * Þýtt hafa Ævar Kvaran og Olafur Halldórsson. Leiftur. BÓK þessi kom út í fyrsta sinn fyrir tvö hundruð tuttugu og fimm árum síðan — og er enn tiður gestur á bókamarkaði flestra mehningarlanda! Þá var hún sam- in sem ádeila, harðsnúin ádeila á þjóðfélag höfundarins. Nú er hún vinsæl barnabók, og slagar tals- vert upp í Ævintýri Andersens, að frægð og útbreiðslu! Svona kynleg eru örlög sumra bóka. En vel er að þessi er nú komin hér út í góðri þýðingu og prýdd skemmtilegum myndum. - ÆskulýðshöEIin Framh. af bls. 9. er tryggi á komandi árum fram- gang þessa nauðsynjamáls.“ „4. ársþing B.Æ.R. skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur að ákveða á næstu fjárhagsáætlun bæjarins sem ríflegasta íjárhæð til byggingar æskulýðshaílar.“ „Ársþing B.Æ.R. 1951, haldið í Háskóla Islands þann 5. des., sam þykkir að fela stjórn B.Æ.R. að vinna að því að hafizt verði handa um byggingu æskulýðs- hallar eða hluta hennar á næsta á|i. '~Jafnframt felur ársþingið' stjórninni og framkvæmdaráði að táka ákvörðun um, á hvaða bluta æskulýðshallarinnar skuli byrj- að og sé þeim heimilt að hafa sam ráð við Í.B.R. þar um, vegna fram kominna tillagna frá Í.B.R. um byggingu vissra hluta æskulýðs- hallar. Þá vill ársþingið lýsa yfir þakk læti sínu við borgarstjóra Reykja víkur fyrir stuðning hans við þetta mál og fyrirheit um fram- lag til byggingarinnar á næsta ári.“ Ennfremur gerði þingið eftir- farandi ályktun: „4. ársþing B. Æ. R. samþykkti að lögð verði áherzla á að sá hluti æskulýðs- hallar, sem fyrst verði byggður, komi að notum fyrir félagslegt starf sem flestra bandalagsfélaga B.Æ.R. og telur, að það verði bezt tryggt mðð því, að.sá hluti feli í sér aðstöðu til veitinga og samkomuhalds." Talsvert var um það rætt á þinginu hvernig sá salur yrði úr garði gerður, sem fyrst verður fullgerður, og hefúr Gísli Hall- dórsson komið með þá hugmynd að sameina skauta- og íþróttasal með því að nota færanlegt gólf í þann sal, þannig að samræmd- ar yrðu óskir manna í þessu efni. Sýnist það vera snjöll hugmynd. ' LOFSVEUT STAEF Sambandið á óskiptar þakkir skilið fyrir þá lofsverðu viðleitni sem það hefur sýnt í þessu vel- ferðar- og menningarmáli og er þess að vænta að málaleitanir þær, sem það hefur sent alþingi og bæjarstjórn fái jákvæða af- greiðslu, svo að unnt verði að hefj ast handa á vori komanda. Hálfn- að er verk þá haíið er, eins og þar stendur. Eins og kunnugt er hefur vænt- anlegri æskulýðshöll verið val- inn staður austan Laugarnesveg- ar milli Sigtúns og Hátúns með anddyri að Hátúni. Próf. Ásmundur Guðmundsson var einróma endurkjörinn for- maður sambandsins. Meðstjórn- endur voru einnig endurkjörnir. ' ísland, 5ð úrvals- j Ijcsmyndir NÝ ÚTGÁFA bókarinnar „ísland 50 úrvalsljósmyndir“ er komin út. í bókinni eru ljósmyndir víðs vegar að af landinu, úr borg og byggð og óbyggðum, bæði af mannvirkjum og náttúruundr- um. M'argir kunnir ljósmyndarar hafa tekið myndirnar. • Formáli er íyrir bókinni á ís- lenzku, dönsku og ensku. Hefir Hallgrímur Jónasson samið han. Hilmar Foss og Bjarni Guð- mundsson hafa annazt ensku þýð ir.guna, en Martin Larsen, fyrr- um sendikennari, hefir snúið for- málanum á dönsku. Framh. af bls. 8 sigrazt á öllum efasemdunum og óttanum, sem liggur í leyni fyr- ir hverju okkar. Við megum blygðast okkur fyrir bleyði- mennskuna. Hann hefir orðið okkur tákn, sem veitir okkur von.“ - KveiiþjóSin Framh. af bls. 6 að hræra vel í því, og skal það sjóða þangað til það er orðið þykk leðja. Þá skal hella öllu saman, og hræra í, þangað til komin er svo þýkk leðja að hún skiljist ekki, þegar hún er látin í kalt vatn. Þá skal hella því á vel smurt fat (slétt), það látið storkna lítið eitt, og síðan skorið í mátulega bita, sem síðan er velt upp úr flórsykri. | Sportvðruhús iieykjavikur ■ opnax sölubúð sína aftur í nýjum húsakynnum við • Skólavörðustíg 25. Margir sjaldséðir munir á boðstólum j ^sem eru kærkomnar jóla- og tækifærisgjafir. Allt nyt- I . samar vörur. SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR ; SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25. S : ■i ■ ■ 3 inm nrvrrrf uci » - SOME DOGS AND KltL 'EM ALLÍ THAT WAY WE'LL MAKE"'SURE THEM CU8S WON'T GQOW UP To . BE SHEEP -KILLEÍ55/ IVE KNIOW IT'S AN OLD SHE-BEAR WITH FOUR CUBS TO SLOW HE« ‘ OOWKI, WE OUGHT TO BE ABLE TO GFT HEK OURZELVSS/ / Ífí Eftir Ed DoddJ Starkús 1) — Nú þegar við vitum, að hér er um að ræða gamla birnu með fjóra húna, sem tefja fyrir henni. Þá ættum við að geta gert út af við hana sjálfir. 2) — Alveg rétt. Við skulum bara tafarlaust sækja hundana! verði síðar að plágu á héraðinu. og drepa þau öll. Sjáum um það, 3) Og brátt fara menn og hund. að húnarnir vaxi þá ekki upp og ar af stað í eltingaleikinn. ____________

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.