Morgunblaðið - 21.12.1951, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.12.1951, Qupperneq 2
Föstudagur 21. des. 1951. r 2 MO RGUNBLAÐIÐ JðBSl@K Ásgeir Magnússon frá Ægissíðu samdi hug- * anir og sneri bókinni í Ijóð. — Úígefandi ísa- foldarprer.tsmiðja h. f. Beykjavík 1951. í flóði bókanna, sem svo er nefnt, flýtur líka Bókin, Bibl- ían. Hefur reyndar metið og margfaldlega það í sölu og út- bréiðslu. Og með he.nni fljóta óte'ljandi útleggingar af ýms- um gráðum. Auk allra lista- verkanna, innblásinna af henni, í litum, háttum, stuðlum. Is- lendingar hafa ort biblíuljóð manna mest. Sum slik urðu í fremstu röð listrænna afreka, ævo sem Passíusálmar Hall- gríms, önnur aðallega eða ein- göngu höfundum sínum til af- þreyingar. Margir myndu sjálf- sagt telja slíka bókmenntaiðju ótímabæra nú og gamaldags. En þeir vara sig ekki á Biblí- unni. Hún er löngu hætt að eld- ast. Var meira að segja með þeim ósköpum fædd að geta ekki elzt. Einhver hefur sagt, að ráðið til þess að kynnast nýjum hugsunum sé að lesa gamlar bækur. Biblían á það vissulega til að taka menn .sterkari tökum en nokkur orð dagsins. Hún er ekki æti handa þeim, sem geta lifað á dægur- flugum. En þegar mannsand- inn leitar ódáinsfæðu fer hann ekki erindisleysu inn fyrir gáttir hennar. Og viti menn: Á þessu Herr- ans ári kemur út Jobsbók, snú- in í Ijóð. Ég átti þess kost að líta yfir þetta verk í hand- riti og má játa, að ég hóf lest- urinn með hálfum huga. Höf- undinn þekkti ég ekki neitt, fann að vísu þegar, að hann liafði aflað sér furðulegrar þekkingar á þessu riti, jafnvel kvnnt sér nokkuð hebreska tungu. En mér óaði við því, sem hann hafði færst í fang, að rírna þetta djúpúðga snilld- arverk og hafði fyrirfram ótrú á, að slíkt fyrirtæki gæti farið vel úr hendi. En ekki lagði ég frá mér blöðin fyrr en lestri var lokið og var þá satt að segja bæði hissa og glaður. — í>að er óhætt að segja, að höf. kemst vel frá þessu verki og er þá mikið sagt. Ég óska hon- um til hamingju með að hafa komið bókinni út. Og útgefand- inn hefur ekkert sparað til þess að gera hana hið prýðilegasta úr garði. Vegna hvers er Biblían lif- andi bókmenntir, lifandi orð? i’ar er glímt við „hið eilífa og stóra“, þar er glímt við Guð. í einu elzta riti hennar er kunn saga um mann, sem þreytti fangbrögð við Guð og sagði: Ég sleppi þér ekki nema þú blessir mig. Þetta eru einkunn- arorð allra þeirra mörgu, sem hafa mótað hana. Hinn óþekkti höfundur Jobsbókar er einn þeirra. Hann berst við þyngstu gátuna: Bölið, slysin, þjáning- una. Korfist í augu víð hana nakta, vægðarlausa, í persónu- legu, hatrömmu návígi. Setur hana sér fyrir sjónir í róttæk- ustu mynd. Og horfist að lok- um í augu við Guð þvert í gegn um hina óræðu rún. Guð al- vizkunnar og almáttarins. — Jobsbók er einn af hátindum þeirrar trúarþróunar, sem ligg- ur um Golgata, þar sem úr- slitaglíman er háð. Þar er það Guð kærleikans, sem gengur fram úr myrkrunum og skýr- skotar ekki til almættis síns og vísdóms, ekki til þess, að hann þurfi engum manni reikn- ingsskap að lúka. Það stendur óhaggað að sönnu, en á Gol- gata er það Guð, sem sjálfur gengur á hólm við böl og synd og syndagjöld. Þar er það hann, sem segir við manninn: Ég sleppi þér ekki fyrr en ég fæ blessað þig, — þótt það kosti mig píslir, sem allar Jobs- raunir blikna fyrir. Ég býst eindregið við að margir vilji eignast þessa fall- egu og sérstæðu útleggingu Jobsbókar. Hitt efa ég ekki, að nafn mannsins, sem hefur leyst þessa ljóðun af hendi og aukið við hana gagnlegum skýringum og athugunum, verðskuldar að varðveitast í sögu íslenzkra bókmennta. Sigurbjörn Einarsson. * An efa ea* vinsælasta jólagjöíin handa drengjum. — ..... LAUGAVEG 10 — SIMI 3367 ftlylon undirkjóðaa* Lífstykkjaljúðin Hafnarstræti 11. STÓRBROTNASTA OQ VIÐBURÐARÍKASTA EELENDA SKÁLDSAUA ÁRSINS í SNILLDARÞÝÐINGU KONRÁÐS VILHJÁLMSSONAR: Hreimur fossin Er talin eitt sérstæðasta og áhrifaríkasta skáldrit síðari ára og náði á skömmum tíma að verða metsölubók Norðurlanda. Hún lýsir órjúfandi tryggð og karlmennsku fjallafólksins, stórbrotn- um og stórlyndum bænd- um, lifi þeirra og starfi, ástum þeirra og örlögum. Hreimur fossins hljóðnar minnir að nokkru á hin svipríku og vinsælu skáld rit „Glitra daggir, grær fold“ og „Dag í Bjarnar- dal“, sem notið hafa meiri hylli en dæmi eru til um þýddar bækur hér á landi. En eitt er víst, að lesand- inn mun finna við lestur þessarar bókar loftið titra við hugaræsingu sína og hrifningu og hita blóðsins koma fram í kinnar sínar. Heiðríkja og tign hvílir yfir söguþræði bókarinnar, norrænn andi, kaldur en miskunnsamur. Hreamur fossins SiBjéðaiar er bókin, sem mest vcrður umtöluð, mest lesin og flestir óska sér að eignast, enda er upplag hennar á þrotum. .,**** ** #0-0» + & + & ** + *& **#* & ■ ðm Hinir margeftirsurðu PRESTCOLD kæliskápar eru komnir. — Þeir, sem eiga pantaða skápa, tali við okkur scm fyrst. CJ'ri&rih $3erieláen (S? CCo. L.j. Ilafnarhvoli — Sími 6620 Wylon brjósta^ baldarar Lífslykkjabúðin HafnarsUæti 11. HIULTIIVilX ÞYZKA GKÆNMETISKVÖRNIN Ný sending væntanleg á næstunni. Tökum á móti pöntunum til afgreiðslu strax eftir hátíðina. MULTIMIX malar grænmeti, korn, baunir og kaffi. MULTIMIX er bezta og ódýrasta grænmetiskvörnin, sem nú er á boðstólum. Vcrð aðeins kr. 950,60 pr. slykki. Gjafakort afgreidd til jólagjafa. — Sýnishorn fyrirliggjandi. SIGIÍRÐUR BJARIMASÖIM, réfvirkjameistari / , Lindargötu 29. — Sími 5127^ -j- Reykjavík. .......... íl i ■ a ■■Waafe ■■■ i ■■■■■*■ a ■■a f d*a a «Va ■ ■ ■'■ • *■■•■■•■*■ ■rfena’iaa « ■'l «■ ■ tnlnt *■ • wtrm m wm-nm Eyfellskar sagnir III. eftir Þórð Tómasson er ómissandi hverjum manni, sem ann íslenzkum fræðum. BÓKAÚTGÁFA PÁLMA H. JÓNSSONAR Til sölu af sérslökum ásiæðum kjólaverzlun og sanmastofa í Miðbænum. Uplýsingar í dag í síma 1171. Skipið slglir sinn sjó eftir IMordahfl Grieg i . .(.#> t c ._ ' v q- «1 BÓKAÚTGÁÉAiPÁLMA H. JÓN^ONAR 5 VaOi.Kca a ■ ■ ■ a ■ ■ a ■ ■ a ■ ■■ ■ ■ ■’■■■■■■■■■■■*■■■ ■■■■■■ ■*■■■■■.■■ •■ ■■■■■_■■^•■JUUÚUl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.